Morgunblaðið - 11.03.1995, Page 11

Morgunblaðið - 11.03.1995, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 í 1 FRETTIR Yfirlýsing frá fyrrum meirihlutaeigendum Morgunpóstsins Ekki markmið að eiga aðild lengi að útgáfu EIGENDAHOPURINN sem átti meirihluta í Morgunpóstinum, en seldi hlut sinn í gær, sendi í gær frá sér yfirlýsingu sem fer hér á eftir: SÁ HÓPUR sem tók sig saman undir forystu Jóhanns Óla í Securit- as sl. sumar og fjárfesti í útgáfu Morgunpóstsins hefur nú selt hlutabréf sín í fyrirtækinu. Það hafði ekki verið tilgangur hópsins að vera aðilar að blaðaútgáfu til lengri tíma eins og fram hefur komið áður. Hlutabréfin hafa verið seld til áhugasamra fjárfesta. Þessi hópur undir forystu Jó- hanns Óla, sem nú selur hlutabréf sín í Morgunpóstinum, á umtals- verðra hagsmuna að gæta sem hlutahafar í íslenska útvarpsfélag- inu hf. Eins og margir vita var það ætlum eigenda Fijálsrar fjölmiðl- unar hf. — DV að hefja rekstur sjónvarpsstöðvar í fullri samkeppni við Islenska útvarpsfélagið. Þessar fyrirætlanir hafa staðið fyrir dyrum lengi en hvað mest alvara virðist hafa legið þar á bak við nú síðustu misserin. Áf augljósum ástæðum var talin brýn ástæða til að bregð- ast við til varnar hagsmunum Is- lenska útvarpsfélagsins og þá ekki hvað síst þegar skuldastaða fyrir- tækisins er höfð í huga. Það væri ábyrgðarhluti bæði gagnvart hlut- höfum íslenska útvarpsfélagsins sem og lánardrottnum félagsins, að gera ekki allar nauðsynlegar ráðstafanir til að treysta sam- keppnisstöðu þess í næstu framtíð svo félagið geti staðið við skuld- bindingar sínar og sinnt hlutverki sínu í þjóðfélaginu. Því hefur það verið til umræðu um nokkurt skeið VITASTIG 13 26020-26065 Eskihlíð. 4ra horb. falleg endafb. á 3. hœð, 90 fm. Nýl. gler og gluggar. Parket á gólfum. Qóð lán áhv. 4 millj húsbr. Verð 7,3 millj, Háaleitisbraut. 4ra herb. falleg íb. á 3. hæð 108 fm. Góðar innr. Fallegt parket. Nýl. gler og gluggar. Fallegt útsýni. Laus. Verð 7,8 millj. Flúðassel. 5 herb. Ib. á 2. hæð 104 fm auk 36 fm bilskýlis. Fallegar innr. Fallegt parket. Verð 7,9 millj. Laus. Blöndubakki. 4ra herb. ib. á 3. hæð 116 fm m. herb. i kj. Fallegt útsýni. Góð sameign. Verð 7,9 millj. Mulduland. 5-6 herb. fb. á 2. haað 120 fm auk bilsk. Stórar suðursv. Góð sameign. FÉLAG HFASTEIGNASALA Gunnar Gunnarsson, lögg. fastelgnasall, hs. 77410. á meðal ýmissa hluthafa Islenska útvarpsfélagsins hvort þeir ættu ekki að gera tilraun til að kaupa sig inn í Fijálsa fjölmiðlun hf. — DV og freista þess að hafa beinni áhrif á framvindu mála og leita samkomulagsgrundvaliar sem tryggt gæti sem best áframhald- andi rekstrargrundvöll fyrirtækj- anna hvors á sínu sviði. Sú leið sem var vajin til að ná fram samningsstöðu í málinu var að standa að áframhaldandi sam- keppni á blaðamarkaðnum sem nokkur vissa var fyrir að leiddi til þeirrar niðurstöðu sem nú hefur orðið. Fijáls fjölmiðlun hf. — DV er nú komin að stórum hluta í eigu okkar gegnum íslenska útvarpsfé- lagið hf. og má vænta þess að þessi fyrirtæki hagi málum þannig að rekstur beggja verði tryggari en áður. Þegar þeir hagsmunir liggja fyrir sjáum við ekkert því til fyrir- stöðu að DV verði selt að nýju til áhugasamra fjárfesta sem vilja starfa við blaðaútgáfu. Við lítum því á það sem bráðabirgðaráðstöf- un að láta ljósvakafjölmiðil eiga í prentmiðli eins og hér hefur gerst og hefðum heldur kosið að einstak- ir hluthafar íslenska útvarpsfélags- ins hf. hefðu sjálfir fjármagnað þessi kaup í stað þess að láta yfir- skuldsett félagið gera það. Önnur viðhorf urðu því miður ofaná að þessu sinni. Rétt er að taka fram af þessu tilefni að við, þ.e. sá hópur sem tók að sér að fjárfesta í útgáfu Morgun- póstsins, styðjum eindregið, eins og fram er komið, hugmyndir um að bannað verði að fjölmiðlar eigi með þessum hætti hver í öðrum. Okkar áhugi beinist sem fyrr að störfum við ljósvakamiðlun en ekki prentmiðlun. Markmiðum okkar hefur verið náð. Því seljum við hlutabréf okkar í Morgunpóstinum í hendur þeirra aðila sem við teljum að geti staðið vel að áframhaldandi rekstri á því sviði og vonumst til að geta staðið fyrir sölu hlutabréfa íslenska útvarpsfélagsins í Fijálsri fjölmiðlun — DV sem allra fyrst. F.h. umrædds hlutahafahóps, Jóhann Oli Guðmundsson. Átaksverkefni Reykjavíkurborgar Umsóknirnar af- greiddar eftir helgi PÉTUR Sigurðsson, formaður stjórnar Atvinnuleysistrygginga- sjóðs, segir að stjórn sjóðsins muni á mánudaginn afgreiða umsóknir frá Reykjavíkurborg um átaksverk- efni fyrir 100 manns í grunnskólum borgarinnar. Félagsmálaráðherra hefur lýst því yfir að það hafi verið mistök af hálfu stjórnar Atvinnuleysis- Þyggægasjóðs að ekki skuli vera búið að afgreiða umsóknir Reykja- víkurborgar. Sjóðsstjórnin hefði átt að afgreiða málið eftir eldri reglum, en ekki bíða eftir nýjum reglum, sem hafa verið í undirbúningi. Pétur sagði að reglurnar sem stjórnin hefði starfað eftir hefðu fallið úr gildi um síðustu áramót og henni hefði ekki verið heimilt að afgreiða umsóknir fyrr en nýjar reglur hefðu verið samþykktar. Afgreiðsla á nýjum reglum hefði tafist, ekki síst fyrir tilstuðlan Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Ástæðan verkfall kennara Pétur sagðist vera sannfærður um að það væri lögbrot að segja þessum 100 starfsmönnum upp störfum án fyrirvara. Margt af fólk- inu hefði starfað við þessi störf í 18 mánuði og ætti því rétt á upp- sagnarfresti. „Reykjavíkurborg er að reyna að nota Atvinnuleysis- tryggingasjóð og félagsmálaráðu- neytið sem blóraböggul í þessu máli. Borgin er að losa sig við þetta fólk af launaskrá af því að það er verkfall hjá kennurum," sagði Pét- Styttan af Nonna mót- uð í snjó VASKUR hópur skáta undir leið- sögn Fanneyjar Hauksdóttur arkitekts reisti í vikunni snjó- styttu framan við hús Zonta- klúbbs Akureyrar í Aðalstræti. Styttan er nákvæmlega jafnstór og stytta sú af Jóni Sveinssyni, Nonna sem Zontakonur ætla að setja upp á þessum sama stað. Klúbbnum var gefin styttan af Nonna eftir Nínu Sæmundsson en styttan var lengi týnd. Nú er ver- ið að steypa hana upp í varanlegt efni í Þýskalandi og í júní í sumar verður hún á stórri höggmynda- sýningu í Nurnberg en verður send til Akureyrar að sýningu lokinni og væntanlega sett upp rétt framan við æskuheimili Nonna við Aðalstræti. Á myndinni eru Sigurður Tómas Þórisson, Ásta Lín Hilmarsdóttir, Fanney Hauksdóttir, Linda Óladóttir og Einar Hafberg. Ertu að hugsa um stutta ? ■ Reykjavík býður upp á margt fram yfir aðrar heimsborgir. Til dcemis: Enginn kostnaður af millilandaflugi. Engir tungumálaerfiðlcikar. Mjög gott vöruúrval, oft á betra verði en erlendis. Frumsýningar á nýjustu kvikmyndum með íslenskum texta, stórsýningar í leikhúsunum, frábær veitingahús að hætti margra þjóða, fjölbreytt næturlíf og síðast en ekki síst glæsileg "show". Úrvals hótel - HÓTEL ÍSLAND - herbergin gerast varla betri. Glæsilegt morgunverðarhlaðborð, vinsælasti skemmtistaður landsins í húsinu, frítt í sund og innanhúss bílageymsla. Hringdu og við veitum þér allar upplýsingar um HEIMSBORGARPAKKA Á HÓTEL ÍSLANDl. Pað er ckki ástœða til að Piðjdið allt það besta í lcita langt yjír skammt. H Ó T É L heimsborginni Reykjavík. ISLAND ÁRMÚLI 9. 108 REYKJAVÍK, SÍMI 588 8999, FAX 568 9957

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.