Morgunblaðið - 11.03.1995, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Tölvumynd/Verkfræðiskrifstofa Norðurlands
BORGARBRAUT og ný brú yfir Glerá. Til hægri á myndinni
sést yfir Sólborgarsvæðið en þangað mun Háskólinn á Akur-
eyri flytja starfsemi sína innan tíðar.
Hönnun á Borgarbraut verði lokið í október
Kostnaður áætlaður
um 80 milljónir
HÖNNUN á Borgarbraut með nýrri
brú yfir Glerá og tengingu við Dals-
braut sem liggur meðfram Glerá á
að vera lokið í október og er stefnt
að bjóða verkið út í byrjun næsta
árs.
Gísli Bragi Hjartarson, formaður
skipulagsnefndar Akureyrarbæjar,
sagði að um afar brýna framkvæmd
væri að ræða. Áætlað væri að bæj-
arbúar gætu sparað 34 milljónir
króna á ári með tilkomu þessarar
tengingar, í bensín- og rekstrar-
kostnaði bifreiða.
Kostnaður við framkvæmdina er
áætlaður um 80 milljónir. Sótt hefur
verið um við yfirvöld vegamála að
fyrirhuguð tengibraut verði þjóðveg-
ur. Brautin yrði mikilvæg tenging
við hafnarsvæðið og eins yrði hún
aðaltengibraut við Glæsibæjarhrepp
þar sem verið væri að skipuleggja
nýjan byggðakjama. Þá væri nauð-
synlegt að tengja Gilja- og Síðu-
hverfí nyrst í bænum betur við
miðbæinn og loks mun Háskólinn á
Akureyri flytja starfsemi sína á Sól-
borgarsvæðið innan tíðar.
„Það er alveg á hreinu að bærinn
getur ekki beðið mikið eftir að hefja
þessar framkvæmdir, en það myndi
hraða málinu mjög ef við fengjum
veginn viðurkenndan sem þjóðveg,"
sagði Gísli Bragi.
Samstarf Samheija og Royal Greenland um veiðar við Grænland
Samlierji fær 5 þús.
tonna karfakvóta
SAMHERJI hf. og Royal Greenland
hafa gert samstarfssamning um
fiskveiðar í grænlenskri lögsögu og
sölu á fiskafurðum. Félögin hafa
fengið úthlutað 5 þúsund tonna
karfakvóta hjá grænlensku lands-
stjórninni og jafnframt vilyrði fyrir
3 þúsund tonnum til viðbótar. Tog-
arar Samheija munu annast veið-
arnar en afurðirnar verða seldar
undir merki Royal Greenland.
Spennandiverkefni
Þorsteinn Már Baldvinsson,
framkvæmdastjóri Samheija, sagði
þetta árangur af vinnu undanfar-
inna mánaða og kæmi í framhaldi
af samstarfi fyrirtækjanna sem
hófst í byrjun þessa árs, en þá var
gerður samstarfssamningur um
sölu rækju frá verksmiðjum Sam-
heija á Dalvík og Akureyri. Reynsl-
an af þeirri samvinnu lofar góðu
og því var sú ákvörðun tekin að
fara einnig út í samstarf á öðrum
sviðum. „Þetta er spennandi verk-
efni, en það hefur ekkert dottið
niður úr skýjunum, við höfum unn-
ið að þessu máli um tíma,“ sagði
Þorsteinn.
Lykillinn að samstarfínu er sú
reynsla og þekking sem útgerð og
starfsmenn Samheija hafa á karfa-
veiðum og vinnslu og munu Græn-
lendingar fá aðgang að þeirri þekk-
ingu, en nokkrir grænlenskir sjó-
menn verða í áhöfnum skipanna.
Samstarfíð um karfaveiðar í
grænlenskri lögsögu og sölu á þeim
afla er nýjung hér á landi. Búist
er við að það hafi í för með sér
mjög aukið hagræði við karfaveið-
ar. Má í því sambandi nefna að
svokallaður úthafskarfi fer um haf-
svæðið suður af íslandi og kemur
inn í fiskveiðilögsögu bæði íslands
og Grænlands. „Þarna skapast
DR. Steingrímur Jónsson hefur ver-
ið ráðinn dósent að Háskólanum á
Akureyri.
Jafnframt því að gegna starfi
dósents er Steingrímur útibússtjóri
Hafrannsóknastofnunar á Akur-
eyri.
Steingrímur lauk cand. scient.
námi í í,hafeðlisfræði frá Kaup-
mannahafnarháskóla 1985. Hann
lauk doktorsprófi í hafeðlisfræði
1990 við Háskólann í Bergen og
möguleiki fyrir okkur að fylgja hon-
um eftir,“ sagði Þorsteinn. Skip
Samheija hafa fengið heimild til
að hefja veiðarnar og sagði Þor-
steinn að þau gætu í rauninni farið
hvernær sem er af stað.
Samstarf við Færeyinga
Þetta er annað verkefnið sem
Samheiji tekur þátt í erlendis, en
hitt er samstarf við Færeyinga um
útgerð frystitogarans Akrabergs,
en skipið landaði úr sinni fyrstu
veiðiferð á Akureyri í vikunni.
fj'allar doktorsritgerð hans um gerð
og drifkrafta hringrásar í norður-
höfum bæði á stórkvarða og milli-
kvarða með sérstöku tilliti til hrin-
grásar í Framsundi, milli Svaibarða
og Grænlands. Frá árinu 1991 hef-
ur Steingrímur veitt útibúi Ha-
frannsóknastofnunar á Akureyri
forstöðu eða frá því það var opnað.
Hann hefur kennt undirstöðuatriði
í haffræði við sjávarútvegsdeild
Háskólans á Akureyri.
Steingrímur Jónsson
dósent við Háskólann
Býrð þú t hurðarlausu?
Þýsku Moralt innihurSirnar eru
glæsilegar og á góSu verði.
Einfaldar í uppsetningu.
HafiS samband og fáiS
sendan nýja glæsilega Moralt
innihurSabæklinginn okkar.
Söluaðili í Reykjavík: Innflytjandi:
Harðviðarval,
Krókhálsi 4,
sími 91-671010.
Sími, 96-30320
Skattframtal einstaklinga
með sjálfstæðan atvinnurekstur
Skilafrestur rennur út
þann 15. mars
Síðasti skiladagur skattframtals einstaklinga sem höfðu með
höndum sjálfstæðan atvinnurekstur á árinu 1994 er 15. mars.
Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
Messur
AKURERYARPRESTAKALL:
Helgistund á FSA kl. 10.30 á
sunnudag. Sunnudagaskóli
Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Messa kl. 14.00. Fermd verður
í athöfninni Þóra Björk Lárus-
dóttir, Heiðarlundi 2c, Akureyri.
Altarisganga. Guðsþjónusta á
hjúkrunardeildinni Seli kl. 17.00
á morgun. Æskulýðsfélagið
heldur fund í kapellunni kl.
17.00. Biblíulestur í Safnaðar-
heimili á mánudagskvöld kl.
20.30.
GLERÁRKIRKJA: Biblíulest-
ur og bænastund fellur niður í
dag. Barnasamkoma kl. 11.00 á
morgun, Messa kl. 14.00. og
fundur æskulýðsfélagsins kl.
18.00.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Sunnudagaskóli kl. 13.30 á
morgun, Hjálpræðissamkoma kl.
20.00 sama dag, allir velkomnir.
Heimilasamband fyrir konur kl.
16.00 á mánudag. >•
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Samkoma í umsjá ungs fólks kl.
20.30 í kvöld, laugardagskvöld.
Vakningarsamkoma á morgun
kl. 15.30. Biblíulestur á miðviku-
dag kl. 20.00. KKSH kl. 17.15
á föstudag. Bænasamkoma
sama daga kl. 20.30.
Einar Már les
í Deiglunni
GILFÉLAGIÐ ásamt Máli og
menningu efnir til bókmennta-
kynningar í Deiglunni laugardag-
inn 11. mars.
Handhafi bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs, Einar Már
Guðmundsson, les úr verkum sín-
um, bæði gömlum og nýjum.
Kristján Kristjánsson flytur inn-
gangsorð, Kristján Pétur Sig-
urðsson, Haraldur Davíðsson og
Þórarinn Hjartarson syngja og
spila.
Dagskráin hefst kl. 16.00 og
er aðgangur ókeypis.
Leikfélag VMA
Islandsfrum-
sýning á
„Draumi í dós“
LEIKFÉLAG Verkmenntaskól-
ans á Akureyri frumsýnir nýjan
ærslaleik, „Draum í dós“, eftir
Elly Brewer og Sandí Toksvig í
Gryfjunni á þriðjudagskvöld, 14.
mars kl. 20.30. Guðjón Ólafsson
þýddi verkið.
Fimmtán leikarar koma fram
í sýningunni ásamt ljósa- og
hljóðmönnum. Leikstjóri er Aðal-
steinn Bergdal en Asasko Ichi-
hashi sá um dansana.
Leikfélag VMA hefur unnið
sér sess í bæjarlífinu en í fyrra
sýndi félagið söngleikinn Jósep
við góðar undirtektir. Nú spreyta
hinir ungu leikarar sig á farsan-
um og telja nokkuð öruggt að
menn munu kútveltast um af
hlátri yfir þeim uppátækjum sem
fyrir koma á sviðinu.
Tónleikar
kammer-
hljómsveitar
KAMMERHLJÓMSVEIT Tón-
listarskólans á Akureyri heldur
tónleika á morgun, sunnudaginn
12. mars kl. 17.00 í Akureyrar-
kirkju.
Á efnisskránni er konsert fyr-
ir óbó og strengi eftir Bellini,
konsert fyrir selló og hljómsveit
eftir Lolo og hljómsveitarþættir
úr óperunni Carmen eftir Bizet.
Einleikarar eru Gunnar Bene-
diktsson óbóleikari og Nicole
Vala Cariglia sellóleikari en þau
útskrifast bæði frá skólanum í
vor.
Stjórnandi hljómsveitarinnar
síðan haustið' 1992 hefur verið
Guðmundur Óli Gunnarsson
skólastjóri Tónlistarskólans og
aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníu-
hljómsveitar Norðurlands.