Morgunblaðið - 11.03.1995, Síða 26

Morgunblaðið - 11.03.1995, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Samskipti íslands og ESB Hræðsluáróður, ósk- hyggja - sporin hræða ÞEGAR DEILUR um stefnu íslands í öryggis- og vamarmálum bar hæst, vorum við margir, sem töldum ástæðu til að vara annars vegar við óskhyggju og hins vegar hræðsluáróðri. Eðlilegt er, að and- stæðingar okkar úr þeirri baráttu vilji nú ræða eitthvað annað. Svo rækilega hefur sannast, að þeir höfðu rangt fyrir sér. Nú er hlaup- ið í þær öfgar í umræðum, að þeir eru sakaðir um pólitískar of- sóknir, sem minnast á þessa fortíð. Þá er enn gripið til saman- burðarfræðanna, sem byggjast á vandræðalegum tilraunum til að sanna, að ástandið hafí jafnvel verið verra í lýðræðisríkjunum en einræðisríkjum kommúnismans. Greinar af þeim meiði hafa birst hér í Morgunblaðinu undanfarið. Þær byggjast á því meginviðhorfí greinarhöfunda, að Islendingar hefðu aldrei átt að vera þátttak- endur í vestrænu vamarsamstarfi. Enn líta þessir menn á lýðræðisrík- in í Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku sem andstæðinga, af því að þau tóku höndum saman gegn kommúnismanum. Engan þarf að undra, þótt fólk af þessu sauða- húsi kvarti og kveini, þegar minnt er á staðreyndir úr stjómmálabar- áttu áranna fyrir hmn Sovétríkj- anna. Lítil rök eru á bak við viðhorf þeirra, sem telja ástæðulaust að ræða þessar sögulegu staðreyndir. Stjómmálaumræður og þrætur byggjast að verulegu leyti á mati á því, sem gerst hefur. Við kosn- ingar leggja stjórnmálamenn fjög- urra ára störf sín undir dóm kjós- enda. Stjómmálaflokkar eiga sér sögu og hefðir, sem nýtast þeim til góðs eða ills í kosningum. Læri menn ekki af reynslu sögunnar eiga þeir á hættu að reka sig á sömu hlutina og ollu vandræðum fyrr á árum. Hrun kommúnismans hefur hvarvetna orðið til þess, að ríki og einstaklingar þurfa að tak- ast á við vandamál, sem eiga sér djúpar, sögulegar rætur. Við fs- lendingar stöndum ekki síður í þeim sporam en aðrir. ESB hugar að eigín málum Enn er ástæða til að vara menn við að láta óskhyggju eða hræðslu- áróður ráða afstöðu sinni í utanrík- ismálum. Á hvora tveggja hefur borið í umræðum um samskipti íslands við Evrópusambandið (ESB). Þá er reynt að snúa út úr eða afflytja skoðanir annarra, til dæmis þegar því er haldið fram, að sjálf- stæðismenn með Dav- íð Oddsson forsætis- ráðherra í broddi fylk- ingar telji umræður um tengsl okkar við ESB ekki á dagskrá. Á sínum tíma voru það andstæðingar ríkjandi utanríkis- stefnu, sem reyndu að gera veijendur hennar tortryggilega. Nú Björn bregður hins vegar Bjarnason svo við, að það era einkum alþýðuflokksmenri, sem setja sig í þessar stellingar, þótt sá flokkur hafí farið með stjórn utanríkismála síðan á árinu 1988 og formaður hans gegnt störfum utanríkisráðherra. Á árinu 1992 var Jón Baldvin Hannibalsson helsti talsmaður aðild- ar íslands að evrópska efnahagssvæðinu, vegna þess að þá þyrfti ísland ekki að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Nú hefur honum og flokki hans snúist hugur. Aðild íslands að ESB hefur ekki verið á dagskrá ríkisstjóm- ar Davíðs Oddssonar. Er það í samræmi við niðurstöðu stjórnar- flokkanna frá vorinu 1991. Fjögur EFTA-ríki sóttu síðan um aðild að ESB. Ekki kom fram nein til- laga, um að þessari niðurstöðu yrði breytt. EFTA-ríkin fjögur vildu eiga fulltrúa á ríkjaráðstefnu ESB, sem hefst á næsta ári og fjallar um frekari stækkun og stjórnskipun sambandsins. Aðildardyrum ESB hefur nú verið lokað. Þær verða ekki opnaðar að nýju fyrr en að Iokinni ráðstefnunni. Hún kann að dragast allt fram undir alda- mót. Þá fyrst liggur fyrir, hvaða kjör bjóðast umsóknarríkjum. Enn er þörf á raunsæi Það er hræðsluáróður að halda því fram, að ísland einangrist utan ESB. Það er óskhyggja að Oft er sagt, að ekkert sé nýtt undir sólinni. Björn Bjamason víkur hér að sérkenni- legu samhengi í umræðum um íslensk utanríkismál. halda því fram, að ESB taki ís- land fram fyrir önnur ríki, á með- an sambandið hugar að sínum eigin málum. Aðildardyrnar verða ekki opnaðar upp á hálfa gátt. Raunsætt mat verður ekki lagt á kosti íslands gagnvart ESB fyrr en að lokinni ríkjaráðstefnu. Við þurfum því að fylgjast náið með framvindu hennar. Nú hefur verið staðfest, að EES-samningurinn veitir okkur ótvíræðan rétt til pólitísks samráðs við Evrópusam- bandið. Þennan rétt eigum við að nýta okkur og jafnframt vinna markvisst að því að kynna hags- muni okkar fyrir aðildarríkjum ESB. Stjórnmálamönnum er að sjálf- sögðu frjálst að leita umboðs hjá kjósendum til að leiða ísland inn í ESB. Þessir stjórnmálamenn geta hins vegar ekki sagt kjósend- um neitt um það á þessu stigi inn í hvers konar ESB þeir ætla að leiða þá. Ekki er heldur neitt hægt að fullyrða um aðildarkost- ina. Talsmenn aðildar íslands að ESB standa nú í þeim gamal- kunnu sporum að þurfa að styðj- ast við hræðsluáróður, óskhyggju og útúrsnúing á orðum andstæð- inga sinna. Sagan kennir okkur, að í umræðum um íslensk utanrík- ismál hafa þeir ekki góðan mál- stað að veija, sem þurfa að grípa til vopna af því tagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Baldri í Fínpússningu svarað MIÐVIKUDAGINN 1. mars sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Baldur Hannesson, framkvæmda- stjóra Fínpússningar sf., undir fyr- irsögninni „Samkeppnislagabrot Reykjavíkurborgar - aðför að reykvísku fyrirtæki". Baldur fór fram á að ég svaraði greininni opinberlega, sem ég hef að ein- hveiju leyti gert en mér er bæði Ijúft og skylt að gefa fyllri svör en hægt er að koma við í stuttu spjalli við blaðamann. Forsaga þessa máls er á þá leið að í desember 1994 mun fyrirtæk- ið Vikur hf. hafa leitað eftir fjár- hagslggri þátttöku Aflvaka Reykjavíkur í fyrirtækinu og áformum þess um fullvinnslu á íslenskum vikri til útflutnings. Var það mat forráðamanna Aflvaka á þeim tíma, að verkefnið félli vel að markmiðum Aflvaka um að styðja við bakið á nýsköpun og nýjum atvinnumöguleikum. Stjórn Aflvaka samþykkti því þann 28. febrúar 1994 að heimila 4 millj. kr. víkjandi skuldabréfalán til fyr- irtækisins að uppfylltum skilyrð- um um heildarfjármögnun. Ári áður en þetta gerðist höfðu borgaryfirvöld gert leigusamning við Vikur hf. um fiskimjölsverk- smiðjuna við Köllunarklettsveg og var hún leigð fyrirtækinu til rekst- urs vikursþurrkunar og pökkunar á vikri til útflutnings. í leigu- samningnum var kveðið á um að leigu- taki greiði enga leigu til ársloka 1993, fyrstu 6 mánuði ársins 1994 átti leigutaki að greiða hálfa leigu eða kr. 218.750 á mánuði en frá og með 1. júlí 1994 átti leigan að fara í kr. 437.500 fyr- ir hvem mánuð. Vikri hf. tókst hins vegar ekki að standa í skil- um með húsaleiguna og bára forráðamenn fyrirtækisins því m.a. við að nauð- synlegar endurbætur á húsnæðinu hafi verið mun kostnaðarsamari heldur en fyrirtækið gerði ráð fyr- ir í upphafi. Þá hafi jafnframt orðið talsverð töf á því að fyrri leigjandi verksmiðjunnar yfirgæfí húsnæðið og það hafi gert það að verkum að þróun og uppbygging á vinnsluferli Vikurs hf. hafí kom- ist mun síðar af stað en áætlað var í upphafí. Á haustdögum 1994 lá ljóst fyrir að engin húsaleiga hafði ver- ið greidd og engin greiðsluviðleitni var þá uppi af hálfu fyrirtækisins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir JCroiimata ogManuela Wiesler íslenska Óperan, sunnudagur 19. mars kl. 14:00 Slagverkshópurinn Kroumata, sem hlotið hefureinróma lof gagnrýnenda og tónlistarunnenda víða um heim, heldur tónleika í fyrsta sinn á (slandi ásamt flautuleikaranum Manuelu Wiesler. Á efniskránni eru verk eftir J. Cage, S.D. Sandström, G. Katzer og R. Wallin. .......... . ... . . . Tonleikarnir verða ekki endurteknir. Miðasala í íslensku Óperunni í síma 551 1475 Vegna þessa var sú ákvörðun tekin í borg- arráði, þann 11. nóv- ember 1994, að rifta leigusamningi borg- arinnar við Vikur hf. vegna vanefnda. Fljótlega eftir að þessi ákvörðun hafði verið tekin hafði Ástdís Kristjánsdóttir, fram- kvæmdastjóri fyrir- tækisins, samband við mig og fór fram á að dokað yrði við með aðgerðir gegn fyrir- tækinu þar til full- reynt væri hvort hægt væri að fá nýja fjár- festa inn í fyrirtækið. Hugmyndin sem Vikur hf. lagði Ég gaf forráðamönnnm fyrirtækisins fjögurra mánaða umfjöllunar- tíma, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, til að reyna að koma fyrir- tækinu á réttan kjöl. upp með í upphafi starfsemi sinnar var að nýta íslenskt hráefni og orku til framleiðslu á útflutnings- afurð. Umtalsverðum tíma og fjár- munum hefur verið varið í að þróa og markaðssetja þessa afurð og fjöldi einstakljnga hefur lagt aleig- una í þessar framkvæmdir. Það var mitt mat að rétt væri að gefa fyrirtækinu svigrúm til að fínna nýja fjárfesta og að enginn myndi hagnast á þvi ef harkalega væri gengið fram í því að bera fyrirtæk- ið út úr því húsnæði sem það hafði á leigu hjá borginni. Borgin keypti fískimjölsverksmiðjuna á sínum tíma til niðurrifs og ekki er fyrir- huguð nein nýting á húsnæðinu. Af þessum sökum gaf ég forráða- mönnum fyrirtækisins fjögurra mánaða umþóttunartíma til að reyna að koma fyrirtækinu á rétt- an kjöl. í grein sinni heldur Baldur Hannesson því fram að Vikur hf. sé á góðri leið með að yfirtaka markaðinn fyrir sandblásturssand og geti það í krafti þess að hafa fengið húsnæði og alla aðstöðu frítt hjá Reykjavíkurborg að við- bættum peningum frá Aflvaka Reykjavíkur hf. Eitthvað mun þetta málum blandið því sam- kvæmt upplýsingum sem fram- kvæmdastjóri Vikurs hf. hefur veitt, um vinnslu fyrirtækisins á þurrkuðurn sandblásturssandi á árinu 1994 og það sem af er árinu 1995, þá nemur sala Vikurs hf. á sandblásturssandi rétt um einni milljón króna á þessu tímabili. Heildarmarkaður fyrir þurrkað- an sand mun nema að minnsta kosti 10-20 millj. króna á hveiju ári, þannig að ofangreindar sölu- tölur Vikurs hf. benda ekki til þess að fyrirtækið hafi „lagt undir sig markaðinn" eins og haldið er fram í grein Baldurs Hannesson- ar. Rétt er hins vegar að taka það fram að frá því að Aflvaka varð kunnugt um að fyrirtækið hefði tekið að sér þurrkun á sandblást- urssandi þá hefur framkvæmda- stjóra þess verið bent á að með því væri starfsemi þess komin inn á grátt svæði með tilliti til upp- ranalegra markmiða sem og þeirra forsendna sem lágu til grandvallar þátttöku Aflvaka og aðstoð Reykjavíkurborgar. Að lokum þetta: Baldur Hannesson segir í grein sinni að undanfarið hafí hann sent fyrir- spurnir um gang þessa máls til borgarráðs en engin svör hafi bor- ist og Baldur spyr hvers vegna. Það er að sönnu rétt að Baldur hefur sent mörg bréf til borgar- ráðs út af máli þessu í gegnum tíðina, auk þess að hafa átt samt- öl við borgarlögmann, aðstoðar- konu mína og mig sjálfa. í janúar sl. fékk hann senda greinargerð Aflvaka vegna þessa máls en hún var gerð að beiðni borgarráðs. Þá kynnti ég borgarráði bréfið frá Baldri, dags. 26. janúar sl., þar sem hann kvartar undan mínum atbeina í þessu máli en borgar- ráðsmenn sáu ekki ástæðu til að hafast neitt að. Samskiptin við Baldur Hannesson hafa því að sönnu verið talsverð á undanförn- um vikum og mánuðum. Það er því ekki sanngjarnt af Baldri að halda því fram að engin svör hafi borist, en hitt kann vel að vera að svörin hafi ekki verið á þann veg sem hann óskaði. Höfundur er borgarsijóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.