Morgunblaðið - 11.03.1995, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 11.03.1995, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 29 IS Tryggingaráði var því kunnugt um brot hans og að það var sama eðlis og brot fyrrverandi tryggingayfír- læknis og aðstoðartryggingayfir- læknis. Ráðið sá hinsvegar ekki ástæðu til að draga í efa orð Júlíusar um að málinu væri lokið. Eftir á að hyggja hefði verið varlegra fyrir ráð- ið og betur í samræmi við hlutverk þess sem gefur álit að grennslast fyrir um hvernig málið væri statt, ekki síst þar sem um samskonar máí gat verið að ræða og leiddi til þess að forveri Júlíusar hvarf af vett- vangi. Ráðherra sem þá var, Guð- mundur Ámi Stefánsson, neitar því að sér hafí verið kunnugt um skatta- mál Júlíusar. Jón Sæmundur Sigur- jónsson formaður tryggingaráðs kvaðst í samtali við blaðamann ekki vita til þess að ráðherra hefði haft vitneskju um skattamál Júlíusar. Ef það er rétt að ráðherra vissi ekki um skattamál Júlíusar þýðir það að tryggingaráðið hafí ekki komið vitneskju sinni til vitundar ráðherra. Lögmælt ferli undirbúnings þess að veita stöðu tryggingayfirlæknis bar samkvæmt því ekki árangur. í stað þess að undirbúa ráðherra sem best undir að taka ákvörðun er athygli hans ekki vakin á þessu mikilsverða atriði sem fram kom í undirbúningi málsins. í vikunni sendi tryggingaráð frá sér yfirlýsingu sem erfítt er að skilja á annan veg en þann að ráðið sé ósátt við þær upplýsingar sem Júlíus gaf því: "... og mátti á honum skilja að þar hafí verið um óveralegar fjár- hæðir að ræða,“ stendur í yfírlýsing- unni. Það má spyija hvort yfírlýsing- in sé að öllu leyti sanngjörn. Ráðið vissi hvers eðlis brotið var. Það kaus að láta Júlíus ekki gjalda þess og að rannsaka ekki frekar hvar það væri statt. Síðan hefur ekkert breyst nema að ákært er í máli Júlíusar, því lýkur með dómsátt og fjölmiðlar fá veður af því. Ekki er að sjá að neitt nýtt um brot Júlíusar hafi kom- ið fram miðað við það sem ráðið vissi eða mátti vita. Siðferðilegt mat Núverandi heilbrigðisráðherra hef- ur sagt að hann muni ef til vill leita álits ríkislögmanns á því hvað til bragðs eigi að taka. Verður það þá í annað sinn sem embættið þarf að meta hvaða áhrif skattalagabrot tryggingayfírlæknis hafí á starfshæfí hans. Er ekki úr vegi að vitna í hið fyrra álit ríkislögmanns, sem þá var: „Leysa þarf úr því varðandi verð- leikamat til að gegna stöðum þessum, hvort unnt sé að treysta þessum mönnum til að fara að lögum og gæta réttsýni í starfí sínu. Þar með að gæta í senn lögákveðins réttar einstakra bótaþega og almennings- hagsmuna, við þær aðstæður, að þeir hafa sjálfír orðið berir að því með röngum framtölum að halla rétti hins opinbera við skattskil sín sjálfum sér til fjárhagslegs ávinnings. Skoð- unarefnið verður, hvort eðli og inntak þessara brota vitni um slíka siðferðis- bresti, að áhrifa þeirra gæti á það traust og þá virðingu, sem jafnt æðri stjórnvöld og einstakir bótaþeg- ar verða að geta borið til Trygginga- stofnunar ríkisins og íngaráð Starfsmanna hennar, svo hvers trúverðugleiki starfa brotið Þeirra °S um leið stofnun- arinnar sé hafínn yfír vafa ar" að þess leyti.“ Rlkislögmaður þarf þó væntanlega að taka afstöðu til þess hvort nokkur tiltekin atriði eigi að leiða til að álitsgjöf hans eigi að vera önnur heldur en í málum forvera Júlíusar: Skattundandrátturinn náði yfír skemmra tímabil sem kann að mega túlka svo að ásetningurinn hafí ekki verið jafnharður, læknirinn var ekki kominn til fastra starfa hjá Tryggingastofnun er brotið var fram- ið, hann taldi málinu lokið er hann sótti um stöðu tryggingayfírlæknis og við undirbúning ákvörðunar ráð- herra um að veita stöðuna kom fram hvers eðlis brotið væri. Ákvörðun í málinu er svo alfarið í höndum ráðherra, sem ugglaust tekur einnig tillit til annarra sjónar- miða heldur en lögfræðiálita einna saman. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir að salan á Ósvör efli byggðarlagið Þróttur í atvinnulífið BÆJARSTJÓRN Bolungar- víkur samþykkti á fundi sín- um í gær að ganga að til- boði Rækjuverksmiðjunnar Bakka hf. í Hnífsdal í hlutabréf bæjar- ins í útgerðarfyrirtækinu Ósvör hf. Atkvæði féllu fímm gegn tveimur. Var þetta eina mál fundarins. Um tuttugu Bolvíkingar fylgdust með umræðum á fundinum enda er hér á ferðinni mál sem snertir atvinnuöryggi fjölda Bol- víkinga. Bakki hf. gerði tilboð I meirihluta- eign bæjarins í Ósvör hf. I síðustu viku. Áður en að því kom að bæjarstjóm gæti tekið afstöðu til tilboðsins stofn- uðu nokkrir einstaklingar og fyrirtæki í Bolungarvík fyrirtækið Heimaafl hf. og keyptu í nafni þess óseld hlutabréf í félaginu. Tilgangurinn var að halda yfírráðum yfír aflaheimildum Ósvarar í bænum. Við þetta missti bæjarsjóður meirihlutann og forsendur tilboðs Bakka brastu. Síðan hafa verið tölu- verð átök í bænum. Ágúst Oddsson, forseti bæjarstjómar, lýsti því yfir að hann teldi koma til greina að láta reyna á lögmæti sölu bréfanna til Heimaafls hf. í ljósi þess að heimild til sölu þeirra hafi verið fallin úr gildi. Þá var reynt að fá Heimaaflsmenn til að láta söluna ganga til baka en þeir féllust ekki á það. Forráðamenn Heimaafls hafa undanfama daga verið að athuga möguleikana á því að efla Ósvör hf. á sínum forsendum. „Sólskinsdagur“ Menn sem ekki sættu sig við nið- urstöðu málsins, þar á meðal óánægðir hluthafar í Ósvör hf., tóku sig saman um að mynda nýjan meiri- hluta með Bakka ef hann keypti hlutabréf bæjarins eftir sem áður. Bærinn á nú tæplega 44% hlutafjár, Heimaafl hf. á 27,5% og aðrir hlut- hafar I Bolungarvík tæp 29%. Þurfti Bakki því liðlega 6% til viðbótar til að ná meirihluta. Virðist það hafa tekist. Aðalbjöm Jóakimsson, aða- leigandi Bakka hf., vildi ekkert um þetta segja. Bolvísku hluthafamir, sem munu skipta tugum, gerðu Aðal- bimi bindandi sölutilboð I hlutabréf sín og afhentu honum jafnframt tímabundið umboð til að fara með það vald sem bréfin veita á fundum hjá Ósvör hf. Erfítt var að fá Bolvíkingana til að tjá sig um málið. „Ég vona að það hafí verið gæfuspor í sögu Bol- ungarvíkur sem tekið var á þessum bjarta sólskinsdegi í dag,“ var það eina sem Ólafur Þ. Benediktsson, fyrrum bæjarfulltrúi, vildi láta eftir sér hafa í gær, en hann er einn þeirra sem hafa lýst sig reiðubúna til að selja Bakka hlutabréf sín í Ósvör. Forsendum verði fullnægt Tilboð Bakka hf. var lagt fram á sérstökum bæjarstjómarfundi í gær. í upphafí fundarins gerði Kristinn H. Gunnarsson, bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins, athugasemd við boðun fundarins og gerði fyrirvara um að þessi málsmeðferð stæðist ákvæði sveitarstjórnarlaga og bæjar- málasamþykkt kaupstaðarins. Jó- hann Hannibalsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, lagði fram tillögu um að hlutabréf bæjarins yrðu aug- lýst til sölu og seld hæstbjóðanda. Hún var felld með fjórum atkvæðum gegn tveimur. Tillaga meirihlutans um að taka tilboði Bakka var hins vegar sam- þykkt með fimm atkvæðum gegn tveimur og hafði fundurinn þá staðið í tvo tíma. Það skilyrði var sett í samþykktina að bréfín yrðu ekki af- hent kaupendum fyrr en tilteknum forsendum kauptilboðs yrði fullnægt. Fjórir bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokks, Ágúst Oddsson, Ólafur Krist- jánsson, Örn Jóhannsson og Anna G. Edvardsdóttir, sem eru í meiri- hluta I bæjarstjóm, samþykktu tillög- una ásamt Rúnari Vífílssyni fulltrúa Alþýðuflokks. Á móti voru Kristinn H. Gunnarsson bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalags og Jóhann Hannibalsson fulltrúi Framsóknarflókks. Meirihluti bæjarstjómar Bolungarvíkur vonast til að fá endumýjaðan þrótt í atvinnulífíð eft- ir kaup Bakka hf. á meirihluta hlutaflár í --3»-----—-—-■----—-----------------------—-- Osvör hf. sem ákveðin vom á bæjarstjómar- fundi í gær eftir erfíða fæðingu. Minnihlutinn efast um ágæti þessara viðskipta. Helgi Bjamason kannaði báðar hliðar málsins ásamt Gunnari Hallssyni fréttaritara sem fylgdist með fundi bæjarstjómar. Kristinn H. Gunnarsson Aðalbjörn Jóakimsson Ólafur Kristjánsson „Markmið okkar að efla veiðar og vinnslu“ „MARKMIÐ okkar er að efla mjög veiðar og vinnslu i Bolungarvík. Til þess þarf að gera Ósvör að öflugu fyrirtæki sem geti laðað að fleiri fjárfesta og með því eflist byggð í Bolungarvík og á Vest- fjörðum," sagði Aðalbjörn Jóak- imsson, aðaleigandi Bakka. „Frá upphafi hef ég verið að vinna að þessu máli fyrir áeggjan Bolvíkinga. Margir hafa komið að máli við okkur hér í Bakka og aðra Hnífsdælinga til að kanna hvort það væri leið í þeirra málum að við kæmum inn í þetta með þeim,“ sagði Aðalbjörn. Samhliða kaupum á hlutabréfum í Ósvör hefur Bakki keypt frystihús og tæki Þuriðar hf. og sagði Aðal- björn að landvinnslan yrði efld. Það þýddi að frystitogararekstur væri ekki fyrirhugaður. Hann mun áfram reka rækjuvinnsluna Bakka í Hnífsdal sem sjálfstætt fyrirtæki. „Við höfum rekið mjög öfluga rækjuvinnslu og munum gera það áfram,“ sagði Aðalbjörn. „Ef þeir fyrirvarar sem gerðir voru ganga eftir vonum við að Bolvíkingar og aðrir hagsmunaaðilar takist saman á við það erfiða verkefni að endur- skipuleggja rekstur útgerðar og landvinnslu." Gert er ráð fyrir að hlutafé Ósvarar verði aukið í 230 milljónir eftir að eigendaskiptin hafa átt sér stað. Aðalbjörn vildi ekki upplýsa hvaða fjárfesta hann hefði með sér en sagði að það væru fyrirtæki sem hefðu hagsmuni af öflugum at- vinnurekstri í Bolungai’vík og vildu með framlagi sínu styrkja atvinnu- lífið á Vestfjörðum. „Aðalbjörn hefur hug á að gera hér stórvirkT1 „Það er mín skoðun að við séum ekki að gefa aflaheimildir úr byggð- arlaginu, heldur einmitt að treysta stöðu atvinnulífsins í Bolungarvík og nýta okkur þann þrótt sem Aðalbjöm Jóakimsson kemur með,“ sagði Olaf- ur Kristjánsson í samtali við Morgun- blaðið. Hann er í veikindaleyfí frá störfum bæjarstjóra en kom á fund- inn, sagðist ekki geta setið hjá þegar svona stórt og viðkvæmt mál væri til umfjöllunar. „Peningar eru afl þeirra hluta sem gera skal. Staða atvinnufyrirtækjanna í bænum er því miður ekki það sterk eftir gjaldþrot Einars Guðfinnssonar hf. að þau geti lagt veralega fjármuni í að byggja upp atvinnulífið. Af viðræðum mínuro við Aðalbjörn í Bakka að dæma ætla ég að hann hafi hafí mikinn hug á að gera hér stórvirki. Við megum ekki vera tortryggin í garð nágranna okkar heldur vinna með þeim að eflingu atvinnulífsins.“ Ólafur taldi að ef málið gengi upp næðust upphafleg markmið bæjar- stjórnar um að tengja veiðar og vinnslu en það voru einmitt markm- iðin með stofnun Ósvarar á sínum tíma. Fyrirtækið keypti togara EG en Þuríður keypti fískvinnsluhús og vélar þrotabúsins. Að sögn Aðalbjörn mun Ösvör kaupa fasteignir og vélar Þuríðar hf. Spurður að því hvort þær illdeilur sem risið hafa í bænum vegna þessa máls sagði Ólafur að ekki væri hægt að ætlast til þess að allir væra sömu skoðunar í svona stórum og við- kvæmum málum. „Ég tel að mikill meirihluti Bolvíkinga sé því hlynntur að fá Aðalbjörn til samstarfs," sagði hann. Hann sagði að þrennt skipti mestu máli í þessari umræðu. í fyrsta lagi treysti þessi niðurstaða stöðu veikra atvinnufyrirtælqa í bænum. í öðra lagi væri komið í veg fyrir atvinnu- leysi. Og í þriðja lagi lagaðist staða bæjarsjóðs Bolungarvíkur verulega, skuldir hans lækkuðu um fjórðung. Sagði Ólafur að menn mættu ekki gleyma því að þegar EG varð gjald- þrota hefði bærinn orðið að setja meira fjármagn í nauðvöm í atvinnu- málum en hann í raun hefði haft efni á. „Vil hann ekki sem minn herra“ „Samkvæmt kauptilboðinu sem ég verð að taka afstöðu út frá, það er það eina sem við höfum I höndunum, verða skuldir Ósvarar að öllum líkind- um meiri eftir sameiningu en fyrir. Það styrkir ekki stöðu fyrirtækisins, heldur veikir,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins og alþingismaður, eftir fundinn í gær. „Hér kemur aðili sem mun ráða fyrirtækjunum en tekur sjálfur enga áhættu með sína eign. Bakki er hafður á þurru. Raunar græðir hann 30 milljónir því að af þeim 80 milljónum sem fást í Vest- fjarðaaðstoð lætur hann aðeins 50 ... sem hlutafé inn í Ósvör. Auk þess græðir Bakki á verðmæti hlutabréf- anna umfram kaupverð. Eigið fé Ósvarar miðað við söluverð á afla- heimildum sem hefur farið hækk- andi, er um 200 milljónir kr. Bakki kaupir 120 milljóna kr. hlut af því fyrir 57 milljónir. Þessu gæti hann náð út með því að selja bréfín." Kristinn sagðist einnig gagnrýna sölu hlutabréfanna á grandvelli þeirra sjónarmiða að félagið væri almenningshlutafélag með dreifðri eignaraðild sem nú yrði einkafyrir- tæki. Það væra slæm skipti. „Við höfum reynt það áður og eigum ekki að vera að draga upp gamla drauga," sagði hann. Hann sagði að það vefð- ist fyrir sér að skilja af hveiju menn hefðu ekki viljað veita heimild til aukningar hlutafjár upp í 200 millj- ónir fyrr en eftir að búið væri að afhenda Bakka meirihlutann. Sagðist hann vilja veita almenningi heimild til að kaupa þarna hlutabréf. Ekki er allt neikvætt að mati Krist- ins. Hann sagði að það væri jákvætt að auka ætti hlutafé í Ósvör og að Bakki teldi sig hafa einhveija sem vildu kaupa það. Þá væri það ják- vætt að sett hefði verið inn í sam- þykkt bæjarstjómar að hlutabréfin yrðu ekki afhent fyrr en forsendum væri fullnægt. „Það er auðvitað af hinu góða ef aðrir aðilar vilja koma til liðs við okkur. Ég býð Aðaibjöm velkominn til samstarfs en vil hann ekki sem minn herra,“ sagði Kristinn. Ýmsir fyrirvarar Við umræður á bæjarstjómarfund- inum í gær komu fram efasemdir hjá minnihlutanum, sérstaklega Kristni, um að þær forsendur sem Bakki hf. gæfí sér I kauptilboðinu gengju eftir. Forsendur kaupandans koma fram í 4. grein kauptilboðsins. Gert er ráð fyrri þvi að Vestfjarða-' aðstoð fáist. Þær forsendur era gefnar að Byggðastofnun samþykki Ósvör hf. sem nýjan skuldara yfírtekinna lána vegna kaupa á hlutabréfum og að skilmálum þeirra verði breytt í víkj- andi lán með sambærilegum skilmál- um og kjöram og lán sem veitt era samkvæmt Vestfjarðaaðstoð eða að skilmálamir verði þeir að lánin verði afborgunarlaus í fímm ár og greiðist síðan á tíu áram. Á móti þessum skuldbindingum leggur Bakki Ósvör til nýtt hlutafé og aflaheimildir, alls að verðmæti 107 milljónir kr. Kaupandi gefur sér þær forsendur að veðskuldir Ósvarar fái skilmála- breytingu þannig að lánin beri ekki vexti og verði afborgunarlaus næstu fímm ár en greiðist eftir það á að minnsta kosti tíu árum með hagstæð- ustu vöxtum viðkomandi lánastofn- ana. Einnig að öðrum veðkröfum Ósvarar verði breytt þannig að þau verði að jafnaði afborgunarlaus næstu tvö ár og greiðist á næstu tólf árum eftir það. Vaxtakjör lána verði endurskoðuð þannig að þau verði með hagstæðustu lqörum við- komandi lánastofnana. Aðalbjörn Jóakimsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að nú yrði gengið í það af fullum krafti að vinna þessa fyrirvara og tryggja það að kaupin næðu fram að ganga. Kvaðst hann vonast eftir því að hægt yrði að halda hluthafafund í Ósvör eftir tíu daga til að kjósa fyrirtækinu nýja stjórn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.