Morgunblaðið - 11.03.1995, Síða 33

Morgunblaðið - 11.03.1995, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 33 MINNIIMGAR KLARA B. JÓNSDÓTTIR + Klara B. Jónsdóttir fæddist á Lambeyri við Tálknafjörð 7. nóvember 1921. Hún lést á heimili sínu í Hafnarfirði 16. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir og Jón Guðmundsson. Klara fluttist ung með foreldrum sínum til Pat- reksfjarðar og ólst þar upp ásamt þremur yngri systkinum sínum, en þau eru Marteinn, Magnús og Guðrún. Hinn 14. júlí 1945 giftist hún unnusta sín- um Guðmundi Sigurjóni Hjálm- arssyni frá Grænhóli á Barðar- strönd. Hófu þau búskap á Grænhóli og eignuðust fimm börn. Þau eru: Guðmundur Snor- ri, kvæntur Ástu Jónsdóttur, þau eiga fimm börn; Samúel Jón, kvæntur Guðfinnu Sigurðardótt- ur, þau eiga fjögur böm; Hjálm- ar Jón, kvæntur Hafdísi Harðar- dóttur, þau eiga fimm böm; Ingi Gunnar, kvæntur Gróu Guð- mundsdóttur, þau eiga fjögur böm; og Hugrún Ósk, gift Sveini Einarssyni, þau eiga tvo syni. Útför Klöm fór fram frá Haga- kirkju á Barðaströnd 27. febr- úar. NÚ ER farin frá okkur góð kona og alltaf kemur það á óvart þegar kall- ið kemur, þó hún hafi .átt við veik- indi að stríða. Klara fór ung að vinna fyrir sér, fyrst á Patreksfírði við ýmis störf og síðar fór hún á vertíð í Grindavík. Margar minningar koma upp í hugann eftir á svona tímamótum. Eg kynntist Klöru þegar ég kom fyrst að Grænhóli. Það var á fögru haustkvöldi, en talsvert var farið að rökkva og rafmagnið hafði bilað. Klara var eyðlögð yfír því að þetta þyrfti að koma upp á, þegar hún fengi loksins að sjá tilvonandi tengdadóttur sína, en mér fannst það bara notalegt að sitja við kertaljós og rabba saman. En best kynntist ég þó Klöru, þegar tengdapabbi veiktist og var sendur í hvelli inn á sjúkrahúsið á Patreksfírði og var þar í nokkra mánuði. Þá þurfti einhver að hlaupa undir bagga og aðstoða við mjaltir og fleira. Eg fór þá vest- ur til að hjálpa eitthvað til og þann tíma komst ég að því hvað göfuglynd Klara var og hversu mikla hjarta- hlýju og umhyggju hún bar fyrir börnum sínum og barnabömum. Allt- af mundi hún eftir afmælisdeginum þeirra og hafði þá samband. Á hveiju ári lagði Klara land undir fót og kom hingað suður þegar eitthvert barna- barnanna var fermt og dvaldi hún þá til skiptis hjá börnunum sínum, sem öll búa fyrir sunnan. Þetta var nokkur upplyfting fyrir hana og ánægja fyrir okkur hin. Klara pijónaði mikið, peysur og fleira. Bamabörnin nutu góðs af því. Einnig heklaði hún, saumaði út og málaði á tau á seinni árum. Hún var snillingur í að búa til pönnukök- ur og bömunum mínum fundust „pönsumar“ hennar ömmu heimsins bestu pönnukökur. Klara var mjög vönduð kona og orðvör. Aldrei sagði hún styggðaryrði um nokkum mann og alla tíð var hún mjög bjartsýn og jákvæð, þótt hún ætti við veikindi að stríða síðustu árin. Klara og Nonni fluttu til Hafnar- íjarðar í haust og bjuggu sér yndis- legt og fallegt heimili. Það var nota- legt að koma til þeirra, því manni var tekið opnum örmum og hlýjan og ástúðin streymdi frá þeim. Síð- asta barnabamið kom í heiminn tæpri viku áður en Klara dó — svona er tilveran, líf kviknar og líf slokknar. Blessuð sé minning Klöra. Elsku Nonni minn, Guð styrki þig og styðji um ókomin ár, því að miss- ir þinn er mikilL Guð blessi þig. Ásta Jónsdóttir. HILMIR REYNIS- SON + Hilmir Reynisson fæddist í Reykjavík 13. desember 1961. Hann lést af slysförum 14. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 27. febrúar. HINN 14. febrúar síðastliðinn feng- um við þær skelfilegu fréttir að Himmi vinur okkar hefði látist af slysföram. Maður hefði haldið að hann hefði verið búinn að taka út sín áföll, sem voru ófá í lífi hans, þó hann hafi alltaf staðið upp bjart- sýnni og lífsglaðari en nokkru sinni með háar hugmyndir, enda voru það hans stærstu kostir ásamt óendan- legu jafnaðargeði. Við kynntumst honum fyrst þeg- ar hann fluttist austur á Seyðisfjörð í kringum fermingu. Þar féll hann strax vel inn í hópinn, enda drengur sem öllum líkaði vel við. Þar tengd- ust þau bönd sem héldust alla tíð. Þótt stundum hafi liðið nokkur tími milli samfunda, var alltaf eins og við hefðum sést síðast í gær. Það lýsir því kannski best að þegar maður hitti hann, var maður alltaf boðinn velkominn á heimili hans og þar leið manni strax eins og heima hjá sér, t.d. þegar annar okkar hitti hann síðastliðið vor, vora hann og Jóhanna að halda sameiginlegum vini okkar afmælisveislu þar sem ekkert var til sparað. Þannig var Himmi, sannur vinur. Það er erfítt að trúa, að maður eigi aldrei eftir að sjá hann koma labbandi inn um dymar hjá Ingi- björgu og Nonna á Hjaltabakkan- um, með stríðnisbrosið á andlitinu. Maður fær ekkert að gert, en minn- ingin um allar þær góðu stundir, sem við áttum með honum, getur enginn tekið frá okkur. Við sendum ykkur öllum, sem eigið um sárt að binda, okkar dýpstu samúðarkveðjur og þökkum fyrir þann alltof stutta tíma sem við fengum notið vinskapar Himma. Þórhallur Jónsson og Sigurjón Heiðdal. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. Opel eöalmerki á uppleiö CORSA Opel Corsa Sdyra kr. 1.059.000 Oruggari fjölskyldubíl færbu ekki fyrir kr. 999.000.- Meb skráningu og íslenskri rybvörn Bílasýning laugardag Tvöfaldir styrktarbitar í huröum Bílbeltastrekkjarar undir framsætum Stillanleg hæö öryggisbelta fyrir farþega í fram- og aftursætum Útvarp og segulband meb þjófavörn og 6 hátölurum Heilir hjólkoppar .. sunnudag kl.14- 17 Komib og reynsluakib öruggasta bílnum í þessum verbflokki. Viö klœöskerasaumum Corsa aö þínum óskum. • Tvær vélastæröir, 1200ccog 1400cc • Sjálfskipting sem er fjögurra gíra meö sportstillingu, sparnaöarstillingu og spólvörn. • Alfelgur, vökvastýri, samlæsingar meö þjófavörn, höfuöpúöar fyrir aftursæti og margt, margt fleira getum viö boöiö þér meö "öruggasta bílnum í þessum veröflokki" Fossháls I 110 Reykjavík Sími 634000 B I L H E I M A R 1 £ .-ÉM * i | M \ \ \ \ \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.