Morgunblaðið - 11.03.1995, Side 39

Morgunblaðið - 11.03.1995, Side 39
/ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 39 SPURT OG SVARAÐ MESSUR Heilbrigðis- og tryggingarádu- neytiö og Sérfræðingafélag ís- lenzkra lækna svara spurningum lesenda um tilvísanakerfið. Lesendur Morgunblaðsins geta beint spurningum um nýja tilvísanakerfið til blaðsins og hefur heiibrigðis- og trygg- ingaráðuneytið fallist á að svara þeim, svo og Sérfræð- ingafélag íslenzkra lækna. Lesendur geta komið spurn- ingum sínum á framfæri í síma 691100 milli kl. 10 og 11 árdeg- is frá mánudegi til föstudags. Spurningum er hægt að beina til annars hvors aðilans eða beggja, allt eftir eðli spurning- arinnar. Nöfn og heimilisföng þurfa að fylgja með. Tilvísun gildir í allt að 18 mánuði Eggert Konráðsson hringdi en hann vinnur í miðbænum í Reykjavík og er hjarta- og sykur- sjúklingur og gengur reglulega á göngudeild. Hann spyr hvernig heilbrigðisráðuneytið sjái það í hendi sér að það geti verið ódýr- ara fyrir hann að fara frá mið- bænum í Reykjavík og á göngu- deild í Kópavogi til að fá tilvísun á hjartasérfræðing sem hann gengur mjög reglulega til. Svar heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytisins: Reglugerð um tilvísanir bygg- ist á því að samskipti læknis og sjúklings hefjist að jafnaði hjá heimilis- eða heilsugæslulækni. Sé ástæða til að leita sérfræðings vísar heimilislæknir sjúklingi til sérfræðings en sjúklingur velur til hvaða sérfræðings hann kýs að leita. Sparnaðurinn felst í því að sjúklingur fær oftar en nú úrlausn sinna mála hjá heimilis- eða heilsugæslulækni og þarf ekki að leita sérfræðings. Viðbótarkostnaður þeirra sjúklinga sem þurfa að vera hjá sérfræðingi langtímum saman verður hverfandi þegar litið er til þess að tilvísun getur gilt í allt að 18 mánuði og að komu- gjald á heilsugæslustöð er lágt, 200 krónur fyrir börn, örorku- og ellilífeyrisþega en 600 krónur fyrir aðra. Ekki er hægt að svara Eg- gerti tæmandi án þess að vita hvað það er sem hann sækir til hjartalæknis. Sé t.d. um eftirlit með blóðþrýstingi að ræða gæti heilsugæslustöðin sinnt því. A göngudeild sykursjúkra á Land- spítala þarf ekki tilvísun. Hve margir læknar verða starfandi? Þóra Þórðardóttir spyr: Hve margir háls- og eyrna- læknar verða starfandi innan ramma tilvísunarkerfisins l.júní á Stór-Reykjavíkursvæðinu, hve margir húðlæknar, barnalæknar og kvensjúkdómalæknar. Hún vill fá að vita hvort listar verði hangandi uppi með nöfnum lækna eða hvort hægt verði að fá þessar upplýsingar með öðru móti. Þóru er spurn: Ef svo vildi til að engir læknar yrðu starf- andi í þessum greinum, til hvaða göngudeilda yrði hægt að leita? Svar frá Sérfræðingafélagi ís- lenzkra lækna: Aliir sérfræðingar innan þeirra sérgreina sem Þóra nefnir og starfa á Stór-Reykjavíkur- svæðinu hafa sagt upp samningi sínum við Tryggingastofnun rík- isins. Það er því ekki um nein nöfn að ræða til að setja á lista. Varðandi göngudeildirnar, þá er þar ekki hægt að bæta við sjúklingum, nema að stjórnvöld séu tilbúin að leggja til gífurlega aukafjármuni í starfsemi þessara deilda. Slíkt er ekki sjáanlegt á ijárlögum þessa árs. Eina leiðin til að fá þjónustu innan þessara greina er að leita til sérfræði- lækna á stofu og greiða fullt gjald fyrir heimsóknina. Það er hins vegar skoðun stjórnar Sérfræðingafélags ís- lenzkra lækna að almannatrygg- ingalögin séu það sterk að Tryggingastofnun ríkisins sé ekki stætt á öðru en að endur- greiða sjúklingum hluta af þess- um kostnaði. Þá er tilvísunar- kerfið fallið um sjálft sig. Ef ekki er hér um að ræða stóraukn- ar álögur á sjúklinga þessa lands. Svar frá heilbrlgðis- og trygg- ingaráðuneyti: Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins um uppsagnir sem borist hafa stofn- uninni fyrir 1. mars 1995 og um nýja sérfræðinga sem hafa til- kynnt sig til starfa verða sex háls-, nef- og eyrnalæknar, tíu barnalæknar, einn húð- og kyn- sjúkdómalæknir og fjórir kven- sjúkdómalæknar í viðskiptum við Tryggingastofnun ríkisins við störf á landinu öllu þann 1. júní. Þar af verða tveir háls-, nef- og eyrnalæknar, sex barnalækn- ar, enginn húð- og kynsjúkdóma- læknir og þrír kvensjúkdóma- læknar starfandi í Reykjavík og nágrenni. Listar með nöfnun þeirra lækna sem verða með samning við Tryggingastofnun þann 1. júní nk. munu liggja frammi í sjúkratryggingadeild Trygginga- stofnunar, Laugavegi 114 og Tryggvagötu 28, hjá umboðum Tryggingastofnunar um allt land og á heilsugæslustöðvum. Ef svo vill til að ekki verði neinn læknir starfandi í sérgrein verður hægt að leita til göngu- deilda sjúkrahúsa. Upplýsingar um þessar göngudeildir er að finna í símaskrá, svo og hjá skiptiborði viðkomandi sjúkra- húss. Guðspjall dagsins: Kanverska konan. (Matt. 15.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14 á vegum Kirkju heyrnarlausra. Sr. Ingunn Hagen frá Bergen prédikar. Sr. Miyako Þórðarson. HRAFIMISTA: Guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Ein- söngur Ingunn Ósk Sturludóttir. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11 á vegum samstarfsnefndar krist- inna trúfélaga. Hafliði Kristinsson forstöðumaður Hvítasunnusafn- aðarins prédikar. Sr. Hjalti Guð- mundsson þjónar fyrir altari. Full- trúar kristinna safnaða lesa ritn- ingarorð. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriks- son. Barnastarf í safnaðarheimil- inu kl. 11 og í Vesturbæjarskóla kl. 13. Föstumessa kl. 14. Altaris- ganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. Organisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Æskulýðsmessa kl. 14. Æskulýðsfélagið og ferming- arþörn taka þátt í messunni und- ir stjórn Dagnýjar Höllu Tómas- dóttur. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arin- bjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu- stund kl. 10. „Þjáningin." Sr. Sig- finnur Þorleifsson, sjúkrahús- prestur. Messa og barnasam- koma kl. 11. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Karl Sigurbjörns- son. Kl. 12.30. Hver var Guðríður Símonardóttir? Dagskrá á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju, þar sem Steinunn Jóhannesdóttir, rit- höfundur flytur hádegiserindi. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Organisti Pavel Manasek. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Óvæntir gestir koma í heimsókn. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Biskupsvísitasía. Biskup ís- lands, herra Ólafur Skúlason, prédikar. Báða bjöllusveitir koma fram. Drengjakór Laugarnes- kirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Kór Laugarnes- kirkju syngur. Stjórnandi og org- anisti Jónas Þórir. Barnastarf á sama tíma. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Munið kirkjubílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Orgel og kórstjórn Reynir Jónas- son. Margrét Eggertsdóttir, cand. mag. flytur erindi um sr. Hallgrím Pétursson eftir guðs- þjónustu. Veitingar. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Vera Gulasciova. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Barnastarf á sama tíma í umsjá Elínborgar Sturludóttur og Sigurlínar ívars- dóttur. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Sigrún Steingríms- dóttir. Fundur með foreldrum fermingarbarna eftir guðsþjón- ustuna. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa með altaris- göngu á sama tíma. Organisti Daníel Jónasson. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. (Ath. breyttan tíma.) Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. Barna- guðsþjónusta á sama tíma. Um- sjón Ragnar Schram. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón Val- gerður, Hjörtur og Rúna. Guðs- þjónusta kl. 14. Gídeonfélagar heimsækja söfnuðinn og annast ritningarlestra. Guðjón St. Garð- arsson prédikar. Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Eir kl. 15.30. Organisti Bjarni Þór Jónatansson. Vigfús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson þjónar. Organisti Oddný Þor- steinsdóttir. Barnastarf á sama tíma í umsjón Þórunnar og Vigfús- ar. Kristján Einar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJ A: Guðsþjón- usta kl. 11. Gídeonfélagar lesa ritn- ingarlestra og kynna starf sitt. Organisti Örn Falkner. Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum á sama tíma. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 14. Fermdur verður Barði Már Jónsson, Engj- aseli 58. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. Kvenfélag kirkjunnar heldur kökubasar að lokinni guðs- þjónustu. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjónusta kl. 14. Fermd verður María Rachel Ágústsdóttir, Hrafnhólum 8, Reykjavík. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Samkoma á morgun kl. 16.30. Auðug orðin öllu, er yfirskriftin. Ræðumaður: Ástríður Haralds- dóttir. Gospelkórinn syngur. Barnasamverur á sama tíma. Létt máltíð á vægu verði eftir sam- komuna. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffladelf- ía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Barnagæsla og barnasamkoma á sama tíma. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðs- þjónusta kl. 14. Bjargarkaffi eftir messu. Þórsteinn Ragnarsson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálp- ræðissamkoma kl. 20. Anne Gur- ine og Daníel Óskarsson stjórna og tala. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma sunnudag kl. 17. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Altarisganga. Barnastarf í safn- aðarheimilinu kl. 11. Jón Þor- steinsson. BRAUTARHOLTSKIRKJA, Kjalarnesi: Guðsþjónusta kl. 11. Gunnar Kristjánsson. GARÐAKIRKJA: Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13. Bragi Friðriksson. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Aðalsafnaðar- fundur verður haldinn í samkomu- sal íþróttahússins að messu lok- inni. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14, altarisganga. Organisti Helgi Bragason. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. ST. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Messa kl. 14. Frímúrarar taka þátt í athöfninni og lesa ritningar- lestra. Nemendur úr Tónlistar- skóla Njarðvíkur koma fram. Fermingarbörn og foreldrar hvött til að mæta. Organisti Steinar Guðmundsson. Eftir messuna verður systrafélag kirkjunnar með kaffisölu. Baldur Rafn Sigurðsson. KÁLFATJARNARKIRKJA: Kirkju- skóli í dag, laugardag, í Stóru- Vogaskóla kl. 11. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11 í umsjá Málfríðar Jóhannsdóttur, Ragnars S. Karls- sonar og sr. Sigfúsar Ingvasonar. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur Ólafur Oddur Jónsson. Ræðuefni: Hver eru einkenni kirkjunnar? Kór eldri borgara syngur við guðs- þjónustuna. Organisti Einar Örn Einarsson. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11 í umsjá Sig- rúnar og Bjargar. Fundur um sorg og sorgarviðbrögð 13. mars kl. 20.30. Tómas Guðmundsson. KAPELLA HNLFÍ, Hveragerði: Messa kl. 11. Tómas Guðmunds- son. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: Sunnudagaskóli í Landa-, kirkju kl. 11 og í Hraunbúðum kl. 13.15. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Á fræðsluhelgi verður fjallað um alkóhólismann og í guðsþjón- ustunni verður sjónum beint að honum og lausnarleið kirkjunnar. Barnasamvera í safnaðarheimili meðan á prédikun stendur. Altar- isganga. í messukaffi stjórnar Flosi Karlsson, læknir, umræðum -og svarar fyrirspurnum. Ungl- ingafundur KFUM og K Landa- kirkju fellur niður vegna helgar- móts í Vatnaskógi. AKRANESKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta í dag, laugardag, kl. 11. Stjórnandi Sigurður Grétar Sig- urðsson. Kirkjuskóli yngstu barn- anna í safnaðarheimilinu kl. 13. Stjórnandi Axel Gústafsson. Messa sunnudag kl. 14. Skúli Svavarsson, kristniboði, prédikar. Altarisganga. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 11.15. Árni Pálsson. BRIPS Umsjón Arnór Ragnarsson Bridsfélag Breiðholts SL. ÞRIÐJUDAG hófst þriggja kvölda Barómeter. Staða efstu para er þessi: Guðm. Baldursson-GuðmundurGrétarsson _ 45 Una Árnadóttir - Kristján Jónasson 33 Maria Ásmundsd. - Steindór Ingimundarson 31 Baidur Bjartmarsson - Halldór Þorvaldsson 24 Leifur Kristjánsson - Gísli Tryggvason 23 Keppnin heldur áfram næsta þriðju- dag. Æskilegt væri að bæta við einu pari. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við Hermann í síma 41507. Spilað er í Þönglabakka 1, kl. 19.30. Bridsfélag Reykjavíkur Sl. miðvikudag, 8. mars, lauk aðal- sveitakeppninni, urðu úrslit andi: eftirfar- 1. riðilLLandsbréf 65 Samvinnuferðir Landsýn 54 S. Ármann Magnússon 32 VÍB . 29 2. riðill: Ólafur Lárusson 54 Tryggingamiðstöðin 51 Hjólbarðahöllin 37 Jón Stefánsson 34 3. riðill: Esther Jakobsdóttir 62 Metró 59 Næsta keppni félagsins er einmenn- ingur með Barómetersniði. Þetta form er þekkt úr íslandsmótinu og hefur notið mikilla vinsælda. Spilað er í húsi BSÍ í Þönglabakka 1, 3. hæð, og hefst spilamennskan kl. 19.30. Bridskvöld byrjenda Sl. þriðjudag 7. mars var Brids- kvöld byrjenda og var spilaður eins kvölds tvímenningur að vanda. Úrslit kvöldsins urðu þannig: NS-riðill: Hallgrímur Markússon - Ari Jónsson 184 Þórdís Einarsdóttir - Birgir Magnússon 161 Margrét Gunnarsdóttir - Sigrún Ólafsdóttir 156 AV-riðill: HrannarJónsson-GísliGíslason 195 Sverrir Ágústsson - Níels Hafsteinsson 192 Jensína Stefánsd. - Siguijón Guðröðarson 155 Á hveijum þriðjudegi kl. 19.30 gengst Bridssamband Islands fyrir spilakvöldi sem ætluð eru byijendum og bridsspilurum sem ekki hafa neina keppnisreynslu að ráði. Spilaður er ávallt eins kvölds tvímenningur og spilað er í húsnæði BSÍ í Þönglabakka 1, 3. hæð, í Mjóddinni. Bridsfélag Hafnarfjarðar Sl. mánudag, 6. mars, lauk Butlern- um og urðu úrslit þannig: Friðþjófur Einarss. - Guðbr. Sigurbergss. 88 Erla Siguijónsdóttir - Kristján Ólafsson 81 Njáll Sigurðsson - Bjarni Ó. Sigursveinsson 81 SkúliRagnarsson-GuðlaugurEllertsson 62 ■ Ólafur Gíslason - Þórarinn Sófusson 52 Hæsta skor annað kvöldið fengu: BjömStefánsson-DagurHalldórsson 41 Jón Andrésson - Þorvaldur Þórðarson 27 SkúliRagnarsson-GuðlaugurEllertsson 22 Nk. mánudagskvöld hefst Lista- brids en það er tveggja kvölda tví- menningur þar sem skorin eru fyrir- fram ákveðin, líkt og í Landstvímenn- ingnum. Spilað er í íþróttahúsinu v/Strandgötu og hefst spitamennskan kl. 19.30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.