Morgunblaðið - 11.03.1995, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 41
Anand féll á tíma
með unnið
SKAK
Las Palmas,
Kanarícyjum
ÚRSLITAEINVÍGI UM
ÁSKORUNARRÉTTINN
GEGN KASPAROV.
9.-23. mars.
ENGINN hefði nokkru sinni getað
spáð fyrir um gang mála í fyrstu
einvígisskák þeirra Vyswanathans
Anands frá Indlandi og Gata
Kamskys frá Bandaríkjunum. An-
and er frægur fyrir að vera fljótast-
ur að hugsa og leika af öllum stór-
meisturum í heimi, en þrátt fyrir
það féll hann á tíma með unna
stöðu.
Undirrituðum er ekki kunnugt
um að Anand hafi áður fallið á tíma
á alþjóðlegu móti. Svo virðist sem
taugarnar hafi brostið rétt eins og
síðasta sumar þegar þeir Kamsky
háðu einvígi í FIDE-heimsmeistara-
keppninni. Þá blasti sigur við An-
and, hann hafði tveggja vinninga
forskot þegar þijár skákir voru eft-
ir. Samt náði
Kamsky að jafna
og hann vann
síðan úrslita-
skák.
Það er ólík-
legt að Anand
nái að jafna sig
eftir þetta
óvænta og
hrikalega áfall. Kamskyvar
Það hefði líklega stalheppinn.
verið skárra ef Kamsky hefði unnið
hann á borðinu. Alls á að tefla tólf
skákir. Það er gífurlega mikið í
húfi. Sigurvegarinn teflir heims-
meistaraeinvígi við Kasparov í Köln
í haust og tryggir sér tugi milljóna
króna í verðlaunafé.
Faðir Gata Kamskys, Rustam
Kamsky, lætur skapið oft hlaupa
með sig í gönur og er iðulega til
vandræða. Þeim feðgum hefur verið
hótað með háum fésektum haldi
hann sig ekki á mottunni. Rustam
hefur gerst sekur um að hóta Nigel
Short öllu illu í vitna viðurvist. Á
Indlandi í síðasta mánuði fór það í
skapið á honum að einn aðstoðar-
manna Kamskys, stórmeistarinn
Shabalov, gaf sig á tal við vinkonu
annars keppanda. Rustam gekk
seinna í skrokk á aðstoðarmannin-
um fyrir tiltækið og varð það til
þess að hann sagði sig úr vistinni.
1. einvígisskákin:
Hvitt: Anand
Svart: Kamsky
Spánski leikurinn
I. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5
- a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7
6. Hel - b5 7. Bb3 - d6 8. c3 -
0-0 9. h3 - Bb7 10. d4 - He8
II. Rbd2 - Bf8 12. a4 - h6 13.
Bc2 — exd4 14. cxd4 — Rb4 15.
Bbl - g6 16. Ha3
Hannes Hlífar Stefánsson lék 16.
e5 gegn Jóhanni Hjartarsyni í auka-
keppninni um íslandsmeistaratitil-
inn sl. haust, en eftir 16. — de5
17. de5 - Rh5 18. e6?! - Hxe6
19. Hxe6 - fxe6 20. Re5 - Dd5!
mátti svartur vel við una.
16. - Bg7 17. e5
Áður hefur verið leikið hér 17.
Hae3 eða 17. Rh2. Þessari nýjung
Anands hefði svartur átt að svara
með Rfd5 nú eða í næsta leik.
- dxe5 18. dxe5 - Rh5?! 19.
axb5 - axb5 20. Db3! - c5 21.
Re4
Það hefur sýnt sig að byijun
Kamskys er misheppnuð. Hann
verður nú að láta biskupaparið af
hendi.
21. - Bxe5 22. Rxc5 - Bxf3 23.
Dxf3 - Hc8 24. Re4!
Hvítu biskuparnir njóta sín vel í
opinni stöðu og engin samvinna er
á milli svörtu mannanna.
24. - Kg7 25. Hdl - De7 26.
Be3 - Hed8 27. Ha7 - De6 28.
Rc5 - Hxdl+ 29. Dxdl - Dd5
30. Dg4! - Hc7. 31. Hxc7 - Bxc7
32. g3 - Dc4
Hér gerðist hið ótrúlega. Anand
féll á tíma í vinningsstöðu: 33.
Bd4n—- Rf6 34. Bxg6! og hvítur
vinnur peð án þess að svartur fái
nokkrar bætur. T.d. 34. — fxg6 35.
Dd7+ - Df7 36. Re6+ - Kg8 37.
Dxf7+ — Kxf7 38. Rxc7 og vinn-
ur, eða 34. — Be5 35. Bxe5 —
Dxg4 36. hxg4 Kxg6 37. f3 með
góðum vinningslíkum í endatafli.
Karpov á toppinn í Linares
Anatólí Karpov, FIDE-heims-
meistari, vann Khalifman frá Rúss-
landi í sjöundu umferð stórmótsins
í Linares á Spáni í fyrrakvöld. Vasilí
ívantsjúk, Úkraínu, vann landa sinn
Alexander Beljavskí sem var efstur
fyrir umferðina. Þeir Karpov, Top-
alov og ívantsjúk eru nú jafnir og
efstir með fimm vinninga. Önnur
úrslit urðu þau að Short vann
Drejev, Topalov vann Illescas, Ivan
Sokolov vann Shirov en jafntefli
gerðu Tivjakov og Ákopjan,
Ljubojevic og Lautier.
Staðan eftir sjö umferðir:
I. -3. Karpov,Topalovogívantsjúk 5 v.
4.-5. Beljavskí og Shirov 4'/i v.
6. Khalifman 4 v.
7. -8. DrejevogTiyjakov 3VÍ v.
9.-10. Illescas og Short 3 v.
II. Ljubojevic 2VÍ v.
12,—13.1. Sokolov og Lautier 2 v.
14. Akopjan IV2 v.
Öðlingaskákmót að byrja
Árlegt skákmót öðlinga, þ.e. 40
ára og eldri, hefst miðvikudaginn
15. mars kl. 19.30 í félagsheimili
Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni
12. Tefldar verða sjö umferðir eftir
Monrad-kerfi, ein umferð í viku.
Teflt verður á miðvikudagskvöld-
um, umhugsunartíminn er ein og
hálf klukkustund á skákina. Skák-
stjóri verður Ólafur Ásgrímsson,
alþjóðlegur skákdómari, sem haft
hefur veg og vanda af öðlingamót-
unum frá upphafi.
Skákþing Norðlendinga
Skákþing Norðlendinga 1995
verður haldið á Blönduósi helgina
17.—19. mars. Keppni í opnum
flokki fer fram á Hótel Blönduósi
og hefst föstudaginn 17. mars kl.
14. Keppni í öðrum flokkum hefst
daginn eftir kl. 14. Keppni í barna-
og unglingaflokki fer fram í Skjól-
inu, félagsmiðstöð unglinga. Tefld-
Hagstæðustu
arsins ?
Verðið á Renault 19 RN
árgerð 1995
er aðeins kr. 1195.000.-
»IBilWBWWBWWWBBaiBBMBBilBlllliíWlliWi(WM8KBBi888BWB8BBBa8W8>BBi8l /
INNIFALIÐ :
Hörkuskemmtileg og sparneytin 1400 vél, vökvastýri, rafdrifnar
rúðuvindur, fjarstýrðar samlæsingar, fjarstýrt útvarp/segulband,
styrktarbitar í hurðum, bílbeltastrekkjarar, samlitir stuðarar,
málmlitur, ryðvörn, skráning ..
Fallegur fjölskyldubíll á fínu verði.
ar verða sjö umferðir í öllum flokk-
um. Umhugsunartíminn í fyrstu
þremur umferðunum verður hálf-
tími á skákina, en í hinum fjórum
verður ein og hálf klukkustund á
fyrstu 30 ieikina, en hálftími til að
ljúka skákinni.
Auk opna flokksins verður teflt
í kvennaflokki, unglingaflokki
13—16 ára og barnaflokki 12 ára
og yngri. Sigurvegarinn í opna
flokknum öðlast rétt til setu í áskor-
endaflokki á Skákþingi íslands.
Veitt verða sex peningaverðlaun í
opna flokknum, þau hæstu kr. 20
þús. Skráning fer fram hjá Páli
Leó, Blönduósi, í símum 95-24229
og 95-24010. Skráningu í opna
flokkinn lýkur fimmtudaginn 16.
rnars en laugardaginn 18. mars kl.
12 í hinum.
Hraðskákmót Norðlendinga fer
fram sunnudaginn 19. mars og
hefst kl. 14. Keppendur eiga kost
á gistingu og fæði á Hótel Blöndu-
ósi á sérstöku tilboðsverði.
Mótið er öllum opið.
Margeir Pétursson
Y Hvar^
gerir þú
betri
bílakaup
ik o Á
Reynsluaktu
Renaultl
m
Sns-'s&T
Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf.
ÁRMÚLA 13 • SÍMI 5 5 3 1 236
O
miliams
RENAIJLT I
_r Formulal —
. Þrefal«|ur
heimsmeistari