Morgunblaðið - 11.03.1995, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 43
Orku- og endurhæfingarlæknar
Aform um skerta
endurhæfingar-
þjónustu gagnrýnd
„KRÖFTUG endurhæfingarþjón- Kynnt hefur verið að endurhæf-
usta á sjúkrahúsunum styttir dvöl
sjúklinga þar og leiðir til þess að
fleiri geta útskrifast en ella,“ seg-
ir m.a. í ályktun frá Félagi ís-
lenskra orku- og endurhæfingar-
lækna.
Stjórn félagsins lýsir yfir
áhyggjum vegna fyrirsjáanlegs
samdráttar í endurhæfingarþjón-
ustu á sjúkrahúsum í kjölfar niður-
skurðar á fjárframlagi til heil-
brigðismála.
I ályktuninni segir: „Verði dreg-
ið úr endurhæfingarþjónustu á
sjúkrahúsunum samtímis minnk-
andi fjárveitingu til heimaþjónustu
leiðir það óhjákvæmilega til lengri
dvalar sjúklinga á sjúkrahúsum
og vaxandi hjúkrunarþyngdar á
bráðadeildum. Einnig leiðir það til
aukinnar eftirspurnar um vist á
öldrunardeildum og hjúkrunar-
stofnunum.
Maraþonsund
Aftureldingar
SUNDDEILD Aftureldingar stend-
ur fyrir maraþonsundi dagana
11.-12. mars nk.
Sundið fer þannig fram að sund-
fólkið skiptir með sér að synda í
boðsundi í einn sólarhring samfleytt
í sundlauginni að Varmá. Stefnt er
að því að synda minnst 100 km sem
er svipað og vegalengdin frá
Reykjavík til Þingvalla og til baka.
Börnin hafa gengið í hús í Mos-
fellsbæ og safnað áheitum en þau
eru að safna fyrir æfingaferð til
Hollands næsta sumar.
Búið er að opna sundlaugina að
Varmá eftir endurbætur á búnings-
aðstöðu og byggingu tengibygging-
ar og býður Iþrótta- og tómstunda-
ráð Mosfellsbæjar bæjarbúum að
koma og skoða aðstöðuna um helg-
ina og bregða sér í sund.
Fundur um Suð-
urlandsskjálfta
o g hugsanlegar
afleiðingar
OPINN fundur um Suðurlands-
skjálfta og hugsanlegar afleiðingar
verður haldinn í sal Garðyrkjuskóla
ríkisins á Reykjum, Ölfusi, þriðju-
dagskvöldið 14. mars kl. 20.
Frummælendur eru Ragnar Stef-
ánsson, jarðskjálftafræðingur, Karl
Björnsson, bæjarstjóri og formaður
almannavarnanefndar Selfoss og
nágrennis, Júlíus Sólnes, fyrrver-
andi umhverfisráðherra og prófess-
or við verkfræðideild Háskóla ís-
lands, og Björn Pálsson, forstöðu-
maður Héraðsskjalasafns Árnesinga
og íbúi í Hveragerði. Umræður og
fyrirspurnir verða að loknum fram-
söguerindum.
Kaffiveitingar verða í boði nem-
enda Garðyrkjuskólans.
Sjálfstæðisfé-
lögin í Reykja-
vík opna kosn-
ingaskrifstofur
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Reykja-
vík opna kosningaskrifstofur sínar
í dag, laugardag, kl. 11. Boðið er
upp á kaffi, gos og meðlæti. Fram-
bjóðendur hafa stutta framsögu og
strengjasveit barna spilar og fleira
skemmtilegt verður á boðstólum.
ingarrúmum á endurhæfingar- og
taugadeild Borgarspítalans
(Grensásdeild) verði fækkað úr 60
í 40 og að þessi 20 rúm verði
notuð til hjúkrunarvistar.
Starfsmenn deildarinnar hafa
langa og góða reynslu í endurhæf-
ingu og deildin er vel búin tækjum
til endurhæfmgar þannig að nýt-
ing á þekkingu, reynslu og aðstöðu
verður lakari fyrir bragðið. Nær
væri að nota þessi 20 rúm til end-
urhæfingar þeirra sjúklinga sem
bíða endurhæfingar á bráðadeild-
um spítalans og víðar.
Auk þess er daggjaldamálum
Reykjalundar þannig háttað að
óviðunandi er og gífurlegur halli
á rekstri Reykjalundar hefur ekki
fengist bættur. Allt þetta hlýtur
að koma fram í verulega skertri
endurhæfingarþjónustu."
Skrifstofumar eru sex talsins á
eftirfarandi stöðum: Kosningamið-
stöðin við Lækjargötu, 2. hæð fyrir
Nes- og Melahverfí, Vestur- og Mið-
bæjarhverfi, Austurbær og Norður-
mýri, Valhöll, Háaleitisbraut, 1. hæð
fyrir Hlíða- og Holtahverfi, Háaleit-
ishverfi, Smáíbúða-, Bústaða- og
Fossvogshverfi, Suðurlandsbraut 12
fýrir Laugarneshverfi, Langholts-
hverfí, Hraunbær 102b fyrir Árbæj-
ar- og Seláshverfí og Ártúnsholt,
Álfabakki 14a, Mjódd, fyrir Bakka-
og Stekkjahverfi, Fella- og Hóla-
hverfi og Skóga- og Seljahverfi og
Hverafold 1-3 fyrir Grafarvogs-
hverfi.
Framboðs-
fundur fyrir
ungt fólk
STÓR fundur með frambjóðendum
stjórmálaflokkanna verður haldinn
í Háskólabíói á vegum Félags stjórn-
málafræðinema í dag. Fundurinn
er hluti af átaki félagsins og stjórn-
málaflokka, sem ætlað er að hvetja
ungt fólk til þess að taka afstöðu
og nýta atkvæðisrétt sinn í komandi
kosningum. Hefst hann klukkan
13.00.
Frambjóðendur frá öllum flokk-
um munu flytja framsögu og talar
hver í sjö mínútur. Fyrstur talar
Halldór Ásgrímsson fyrir B-lista
Framsóknarflokks, þá Ólafur Ragn-
ar Grímsson fyrir G-lista Alþýðu-
bandalags, Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir fyrir V-lista Kvennalista, Jón
Baldvin Hannibalsson fyrir A-lista
Alþýðuflokks, Mörður Árnason fyrir
J-lista Þjóðvaka og Friðrik Soph-
usson fyrir D-lista Sjálfstæðis-
flokks.
Kynningar-
fundir Kvenna-
listans á Norð-
urlandi eystra
KVENNALISTAKONUR á Norður-
landi eystra halda kynningarfundi
vítt og breitt um kjördæmið næstu
daga.
Fundur verður sunnudaginn 12.
mars kl. 14 á Pizza 67 á Dalvík og
kl. 20.30 sama dag á Siskóbar í
Ólafsfirði.
Mánudaginn 13. mars kl. 20.30
verða kvennalistakonur í Breiðu-
mýri í Reykjadal og miðvikudaginn
15. mars kl. 20.30 á veitingastaðn-
um Bakka á Húsavík.
FRÉTTIR
Forystumenn
Amnesty funda
á Islandi
Lóuþrælar
syngja
KARLAKÓRINN Lóuþrælar úr
Vestur-Húnavatnssýslu heldur
tónleika í Fella- og Hólakirkju í
dag, laugardaginn 11. mars kl.
17. Ingveldur Hjaltested sópran-
söngkona og Guðmundur Þor-
bergsson syngja einsöng með
kórnum. Einnig kemur fram
sönghópurinn Sandlóur, en þær
eru flestar eiginkonur kórfélaga.
■ LJÓSBROT, Ijósmyndafélag
framhaldsskólanema, heldur ljós-
myndasýningu í Ráðhúsi Reykja-
víkur. Öpnun sýningarinnar verður
mánudaginn 13. mars kl. 17 og
verðlaunaafhending fer fram kl.
17.30. Sýningin stendur frá 13-20
mars og er opin kl. 8-19 virka daga
og kl. 12-18 um helgar. Aðgangur
er ókeypis.
■ STJÖRN Félags háskólakenn-
ara lýsir yfir stuðningi við kjarabar-
áttu Kennarasambands íslands og
Hins íslenska kennarafélags. Barátta
kennara fyrir bættum kjörum er
jafnframt barátta fýrir bættri mennt-
un þjóðarinnar. Bætt menntun er
forsenda auðugs menningarlífs og
nýsköpunar í atvinnulífinu, segir í
ályktun sem blaðinu hefur borist.
FORYSTUMENN Amnesty Int-
ernational hittast hér á landi um
helgina og í tengslum við her-
ferð Amnesty International
vegna mannréttindabrota gegn
konum verður dagskrá í Þjóð-
leikhúsinu mánudaginn 13. mars
kl. 20.30. Þar mun m.a. Ross
Daniels, formaður heimsstjórnar
Amnesty Intemational, ávarpar
gesti.
Dagskráin mánudagskvöld
ber yfirskrfitina: Úr ríki samvis-
kunnar. Sigurður A. Magnússon,
formaður íslandsdeildar Am-
ensty International býður gesti
velkomna og Ross Daniels flytur
stutt ávarp. Jóhann K. Eyjólfs-
dóttir fjallar um konur og mann-
réttindi og Ágúst Þór Árnason
segir frá mannréttindabrotum í
Asíulöndum.
Meðal þeirra listamanna sem
koma fram eru gítarleikararnir
Rúnar Þórisson og Hinrik
Bjarnason sem leika tónlist frá
Suður-Ameríku. Belgíski hörpu-
leikarinn, Sophie Schoonjans
leikur nokkur innlend og erlend
verk. Leikararnir Vigdís Gunn-
arsdóttir og Hinrik Ólafsson lesa
ljóð og syngja ásamt Steinunni
Ölínu Þorsteinsdóttur við gítar-
undirleik Péturs Jónassonar og
Hrafnhildar H. Guðmunsdóttur.
Einnig flytur Ingibjörg Haralds-
dóttir ljós úr nýútkominni bók
sinnin Höfuð konunnar og Hjör-
leifur Sveinbjörnsson les úr þýð-
ingu sinni á bók kínversku skáld-
konunnar Jung Chang Villtir
svanir. Á mánudagskvöldið verð-
ur frumflutt á íslandi fornt kín-
verskt ljóð sem talið er vera
fyrsta ljóðið sem ljallar um bar-
áttu fyrir mannréttindum.
SÝNISHORN AF FERMINGARFATAÚRVALINU í
Kóda, Bristol, Þorpinu, Nínu,
Keflavík Ðorgarkringlunni Akranesi
Œlauelsjakki
7-99°
Hrlauelsvesti
3-dd°
(Tlauelsbuxur
4.900
Sítokíiiir
5.900
^Blússa
2.990
isfsendum 5% staðgreiðsluafsláttur