Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.03.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 43 Orku- og endurhæfingarlæknar Aform um skerta endurhæfingar- þjónustu gagnrýnd „KRÖFTUG endurhæfingarþjón- Kynnt hefur verið að endurhæf- usta á sjúkrahúsunum styttir dvöl sjúklinga þar og leiðir til þess að fleiri geta útskrifast en ella,“ seg- ir m.a. í ályktun frá Félagi ís- lenskra orku- og endurhæfingar- lækna. Stjórn félagsins lýsir yfir áhyggjum vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í endurhæfingarþjón- ustu á sjúkrahúsum í kjölfar niður- skurðar á fjárframlagi til heil- brigðismála. I ályktuninni segir: „Verði dreg- ið úr endurhæfingarþjónustu á sjúkrahúsunum samtímis minnk- andi fjárveitingu til heimaþjónustu leiðir það óhjákvæmilega til lengri dvalar sjúklinga á sjúkrahúsum og vaxandi hjúkrunarþyngdar á bráðadeildum. Einnig leiðir það til aukinnar eftirspurnar um vist á öldrunardeildum og hjúkrunar- stofnunum. Maraþonsund Aftureldingar SUNDDEILD Aftureldingar stend- ur fyrir maraþonsundi dagana 11.-12. mars nk. Sundið fer þannig fram að sund- fólkið skiptir með sér að synda í boðsundi í einn sólarhring samfleytt í sundlauginni að Varmá. Stefnt er að því að synda minnst 100 km sem er svipað og vegalengdin frá Reykjavík til Þingvalla og til baka. Börnin hafa gengið í hús í Mos- fellsbæ og safnað áheitum en þau eru að safna fyrir æfingaferð til Hollands næsta sumar. Búið er að opna sundlaugina að Varmá eftir endurbætur á búnings- aðstöðu og byggingu tengibygging- ar og býður Iþrótta- og tómstunda- ráð Mosfellsbæjar bæjarbúum að koma og skoða aðstöðuna um helg- ina og bregða sér í sund. Fundur um Suð- urlandsskjálfta o g hugsanlegar afleiðingar OPINN fundur um Suðurlands- skjálfta og hugsanlegar afleiðingar verður haldinn í sal Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum, Ölfusi, þriðju- dagskvöldið 14. mars kl. 20. Frummælendur eru Ragnar Stef- ánsson, jarðskjálftafræðingur, Karl Björnsson, bæjarstjóri og formaður almannavarnanefndar Selfoss og nágrennis, Júlíus Sólnes, fyrrver- andi umhverfisráðherra og prófess- or við verkfræðideild Háskóla ís- lands, og Björn Pálsson, forstöðu- maður Héraðsskjalasafns Árnesinga og íbúi í Hveragerði. Umræður og fyrirspurnir verða að loknum fram- söguerindum. Kaffiveitingar verða í boði nem- enda Garðyrkjuskólans. Sjálfstæðisfé- lögin í Reykja- vík opna kosn- ingaskrifstofur SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Reykja- vík opna kosningaskrifstofur sínar í dag, laugardag, kl. 11. Boðið er upp á kaffi, gos og meðlæti. Fram- bjóðendur hafa stutta framsögu og strengjasveit barna spilar og fleira skemmtilegt verður á boðstólum. ingarrúmum á endurhæfingar- og taugadeild Borgarspítalans (Grensásdeild) verði fækkað úr 60 í 40 og að þessi 20 rúm verði notuð til hjúkrunarvistar. Starfsmenn deildarinnar hafa langa og góða reynslu í endurhæf- ingu og deildin er vel búin tækjum til endurhæfmgar þannig að nýt- ing á þekkingu, reynslu og aðstöðu verður lakari fyrir bragðið. Nær væri að nota þessi 20 rúm til end- urhæfingar þeirra sjúklinga sem bíða endurhæfingar á bráðadeild- um spítalans og víðar. Auk þess er daggjaldamálum Reykjalundar þannig háttað að óviðunandi er og gífurlegur halli á rekstri Reykjalundar hefur ekki fengist bættur. Allt þetta hlýtur að koma fram í verulega skertri endurhæfingarþjónustu." Skrifstofumar eru sex talsins á eftirfarandi stöðum: Kosningamið- stöðin við Lækjargötu, 2. hæð fyrir Nes- og Melahverfí, Vestur- og Mið- bæjarhverfi, Austurbær og Norður- mýri, Valhöll, Háaleitisbraut, 1. hæð fyrir Hlíða- og Holtahverfi, Háaleit- ishverfi, Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi, Suðurlandsbraut 12 fýrir Laugarneshverfi, Langholts- hverfí, Hraunbær 102b fyrir Árbæj- ar- og Seláshverfí og Ártúnsholt, Álfabakki 14a, Mjódd, fyrir Bakka- og Stekkjahverfi, Fella- og Hóla- hverfi og Skóga- og Seljahverfi og Hverafold 1-3 fyrir Grafarvogs- hverfi. Framboðs- fundur fyrir ungt fólk STÓR fundur með frambjóðendum stjórmálaflokkanna verður haldinn í Háskólabíói á vegum Félags stjórn- málafræðinema í dag. Fundurinn er hluti af átaki félagsins og stjórn- málaflokka, sem ætlað er að hvetja ungt fólk til þess að taka afstöðu og nýta atkvæðisrétt sinn í komandi kosningum. Hefst hann klukkan 13.00. Frambjóðendur frá öllum flokk- um munu flytja framsögu og talar hver í sjö mínútur. Fyrstur talar Halldór Ásgrímsson fyrir B-lista Framsóknarflokks, þá Ólafur Ragn- ar Grímsson fyrir G-lista Alþýðu- bandalags, Þórunn Sveinbjarnar- dóttir fyrir V-lista Kvennalista, Jón Baldvin Hannibalsson fyrir A-lista Alþýðuflokks, Mörður Árnason fyrir J-lista Þjóðvaka og Friðrik Soph- usson fyrir D-lista Sjálfstæðis- flokks. Kynningar- fundir Kvenna- listans á Norð- urlandi eystra KVENNALISTAKONUR á Norður- landi eystra halda kynningarfundi vítt og breitt um kjördæmið næstu daga. Fundur verður sunnudaginn 12. mars kl. 14 á Pizza 67 á Dalvík og kl. 20.30 sama dag á Siskóbar í Ólafsfirði. Mánudaginn 13. mars kl. 20.30 verða kvennalistakonur í Breiðu- mýri í Reykjadal og miðvikudaginn 15. mars kl. 20.30 á veitingastaðn- um Bakka á Húsavík. FRÉTTIR Forystumenn Amnesty funda á Islandi Lóuþrælar syngja KARLAKÓRINN Lóuþrælar úr Vestur-Húnavatnssýslu heldur tónleika í Fella- og Hólakirkju í dag, laugardaginn 11. mars kl. 17. Ingveldur Hjaltested sópran- söngkona og Guðmundur Þor- bergsson syngja einsöng með kórnum. Einnig kemur fram sönghópurinn Sandlóur, en þær eru flestar eiginkonur kórfélaga. ■ LJÓSBROT, Ijósmyndafélag framhaldsskólanema, heldur ljós- myndasýningu í Ráðhúsi Reykja- víkur. Öpnun sýningarinnar verður mánudaginn 13. mars kl. 17 og verðlaunaafhending fer fram kl. 17.30. Sýningin stendur frá 13-20 mars og er opin kl. 8-19 virka daga og kl. 12-18 um helgar. Aðgangur er ókeypis. ■ STJÖRN Félags háskólakenn- ara lýsir yfir stuðningi við kjarabar- áttu Kennarasambands íslands og Hins íslenska kennarafélags. Barátta kennara fyrir bættum kjörum er jafnframt barátta fýrir bættri mennt- un þjóðarinnar. Bætt menntun er forsenda auðugs menningarlífs og nýsköpunar í atvinnulífinu, segir í ályktun sem blaðinu hefur borist. FORYSTUMENN Amnesty Int- ernational hittast hér á landi um helgina og í tengslum við her- ferð Amnesty International vegna mannréttindabrota gegn konum verður dagskrá í Þjóð- leikhúsinu mánudaginn 13. mars kl. 20.30. Þar mun m.a. Ross Daniels, formaður heimsstjórnar Amnesty Intemational, ávarpar gesti. Dagskráin mánudagskvöld ber yfirskrfitina: Úr ríki samvis- kunnar. Sigurður A. Magnússon, formaður íslandsdeildar Am- ensty International býður gesti velkomna og Ross Daniels flytur stutt ávarp. Jóhann K. Eyjólfs- dóttir fjallar um konur og mann- réttindi og Ágúst Þór Árnason segir frá mannréttindabrotum í Asíulöndum. Meðal þeirra listamanna sem koma fram eru gítarleikararnir Rúnar Þórisson og Hinrik Bjarnason sem leika tónlist frá Suður-Ameríku. Belgíski hörpu- leikarinn, Sophie Schoonjans leikur nokkur innlend og erlend verk. Leikararnir Vigdís Gunn- arsdóttir og Hinrik Ólafsson lesa ljóð og syngja ásamt Steinunni Ölínu Þorsteinsdóttur við gítar- undirleik Péturs Jónassonar og Hrafnhildar H. Guðmunsdóttur. Einnig flytur Ingibjörg Haralds- dóttir ljós úr nýútkominni bók sinnin Höfuð konunnar og Hjör- leifur Sveinbjörnsson les úr þýð- ingu sinni á bók kínversku skáld- konunnar Jung Chang Villtir svanir. Á mánudagskvöldið verð- ur frumflutt á íslandi fornt kín- verskt ljóð sem talið er vera fyrsta ljóðið sem ljallar um bar- áttu fyrir mannréttindum. SÝNISHORN AF FERMINGARFATAÚRVALINU í Kóda, Bristol, Þorpinu, Nínu, Keflavík Ðorgarkringlunni Akranesi Œlauelsjakki 7-99° Hrlauelsvesti 3-dd° (Tlauelsbuxur 4.900 Sítokíiiir 5.900 ^Blússa 2.990 isfsendum 5% staðgreiðsluafsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.