Morgunblaðið - 11.03.1995, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 11.03.1995, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1995 45 BRÉF TIL BLAÐSINS Markaðslaun Jónasi G. Jónassyni: EINN hópur háskólamenntaðra launþega hefur nokkra sérstöðu á hinum svokallaða vinnumarkaði. Það eru verkfræðingar og tækni- fræðingar. Ef tekið er dæmi um Stéttarfélag verkfræðinga þá eru um 260 verk- fræðingar félags- ins starfandi hjá ríki, 60 hjá Reykj avíkurborg og 400 á almenn- um markaði dreift á verk- fræðistofur, iðn- fyrirtæki og aðra Jónas vinnustaði. Þessi Jónasson staðreynd gefur verkfræðingum og tæknifræðing- um einstaka stöðu á vinnumarkað- inum. Verkfræðingar og tækni- fræðingar starfa aðallega á þremur vettvöngum þar sem ríkir mjög mismunandi launa- og starfs- mannastefna. Það hefur verið reynslan að um leið og birtir upp í atvinnuástandi þá hreyfast verk- fræðingar til á markaðinum og leita þar sem betra er að hafa. Samkeppni um verkfræðinga Aðilar vinnumarkaðarins eru duglegir að draga fram staðreyndir um „markaðinn" hvað hann þolir og hvað ekki. Það er því kominn tími til beita markaðsreglum á kjarabaráttuna sjálfa. Þannig ætti markaðurinn að ráða t.d. hver væri þróun launa verkfræðinga og það ætti að vera eftirspurnin eftir hæf- um verkfæðingum sem færir þeim bestu kjörin. Þannig getum við t.d. smám saman unnið á úreltu og af- brigðilegu launakerfi ríkisins þar sem „almennur markaður" verk- fræðinga tekur ekki þátt í slíkum skrípaleik sem stundaður er hjá ríki. Sem dæmi má taka að munur á yfírvinnulaunum hjá ríki og á al- mennum markaði er á bilinu 30-90% verkfræðingi á almennum markaði í hag. Þannig eru nú dæmi um að verk- fræðistofa ræður verkfræðing frá ríkisstofnun og greiðir honum hærri laun. Ríkisstofnunin verður annað- hvort að ráða jafnhæfan mann á betri launum eða mann með minni starfsreynslu, kosta til hans þjálf- unar en greiða í staðinn lægri laun vegna minni starfsreynslu. Það er hinsvegar umhugsunarvert hvort þetta sé ekki bara eðlilegt. Hinsvegar virkar þetta líka vel gagnvart til dæmis verkfræðistof- um ef þær greiða lægri iaun en almennt gerist á „markaðinum". Þar eru eins og annars staðar verk- fræðingar með upplýsingar frá Stéttarfélaginu um hvað er greitt að meðaltali á hinum ýmsu vett- vöngum og sækja í önnur störf inn- an „markaðs verkfræðinga". Þann- ig neyðast stofur eins og ríkið, sem ætla að byggja upp þjónustu byggða á starfsfólki með reynslu og hæfni einfaldlega til að bjóða betur ef fyrirtækin ætla sér að halda hæfum starfsmönnum. Þetta hefur áhrif á allan markað verk- fræðinga, hvatning fyrir fyrirtæki og hvatning fyrir verkfræðinga til að halda við sinni sérþekkingu og auka hæfni sína. Stefna SV og kjarakönnun Þetta er helsta ástæða þess að yfirlýst skoðun Stéttarfélags verk- fræðinga er að nútíma kjarabarátta muni einkennast af kröfum um hæfni, ábyrgð og árangur í starfí ásamt samkeppni um hæfustu verk- fræðingana. Þetta hefur reyndar verið stefna félagsins síðustu ár. Þess vegna stendur Stéttarfélagið fyrir kjarakönnun á hverju ári og gefur niðurstöður út í riti til svar- enda og félagsmanna. Þar er að finna bestu upplýsingar um hvað raunverulega er greitt á hveiju starfssviði og á helstu starfsvett- vöngum verkfræðinga. Stefna SV er að vera þessi upplýsingabrunnur um markaðinn fyrir verkfræðinga. Niðurstöður kjarakönnunar eru notaðar til að reikna út svokölluð markaðslaun verkfræðinga. Þessi laun eru í raun landsmeðaltal. Það er að markaðslaunin endurspegla meðaltalið af öllum starfssviðum og öllum starfsvettvöngum. Mark- aðslaunataflan er uppfærð fjórum sinnum á ári og gerðar eru minni kannanir á milli með slembiúrtaki úr félagaskrá SV. Þessar upplýs- ingar ásamt upplýsingum í samn- ingum SV, upplýsingum frá kjara- rannsóknanefnd, spá Þjóðhags- stofnunar og vísitölur Hagstofu Is- lands eru notaðar til að uppfæra töfluna. Hvað á þá Stéttarfélag að gera þar sem samdráttur verður á vinnu- markaði verkfræðinga? Það á að gera nákvæmlega það sem það er að gera í dag: Vinna að því að víkka út vinnumarkaðinn til að auka eftir- spumina. Það stefnir að aukinni getu verkfræðinga til markaðssetn- ingar á eigin hæfni og þekkingu. Það stefnir að almennri notkun vinnustaðasamninga þar sem metin eru fyrmefnd atriði ásamt öðra. Það er grandvöllurinn fyrir skyn- samlegri umbun fyrir vinnuframlag verkfræðingsins sem tengd er ábyrgð, hæfni og árangri í starfi. JÓNAS G. JÓNASSON, framkvæmdastj. SV Sjábu hlutina í víbara samhengi! 3M0t0ttidbbitíib - kjarni málsins! Tröllvaxinn vinningur framundan! Þrefaldur fyrsti vinningur á laugardag. Landsleikurinn okkar! i MERKISMENN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.