Morgunblaðið - 15.03.1995, Síða 1
72 SÍÐUR B/C/D/E
62. TBL. 83. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuter
Grálúðustríð Spánverja og Kanadamanna
Spánveijar hefja
veiðamar að nýju
Madrid, Brussel, Ottawa. Reuter.
SPÆNSKIR útgerðarmenn fyrir-
skipuðu í gær togurum sínum að
hefja tafarlaust grálúðuveiðar að
nýju á umdeildum miðum utan við
landhelgi Kanada. Spánvetjar sögð-
ust einnig ætla að krefja kanadíska
ferðamenn um vegabréfsáritanir og
Javier Solana, utanríkisráðherra
Spánar, sagði að þeir kynnu að
senda fleiri herskip á svæðið til að
vernda spænsku togarana.
„Við höfum sagt skipstjórunum
að bíða ekki mínútu lengur, leggja
út netin og hefja veiðar,“ sagði tals-
maður spænskra útgerðarmanna
sem komu saman í Vigo, heimahöfn
togarans Estai, sem kanadísk varð-
skip tóku á fímmtudag. Um 17
spænskir togarar eru á svæðinu og
hættu veiðum eftir töku Estai.
Brian Tobin, sjávarútvegsráð-
herra Kanada, staðfesti að spænsku
skipin hefðu hafið grálúðuveiðar
utan við landhelgina með „ögrandi
hætti“.
Bonino segir
ESB reiðubúið
til viðræðna
Emma Bonino, sem fer með sjáv-
arútvegsmál innan framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins
(ESB), sagði að ESB væri reiðu-
búið að hefja samningaviðræður
við Kanadastjórn í dag, miðviku-
dag, ef spænska togaranum yrði
sleppt.
Sir Leon Brittan, utanríkisvið-
skiptafulltrúi ESB, neitaði að svara
spurningum blaðamanna um hvort
Evrópusambandið myndi grípa til
viðskiptaþvingana ef togaranum
yrði ekki sleppt.
Hóta að senda fleiri herskip
Bonino kvaðst ekki vera ánægð
með þá ákvörðun spænsku
stjórnarinnar að senda herskip á
miðin utan við kanadísku land-
helgina. Spænski utanríkisráð-
herrann sagði hins vegar að til
greina kæmi að Spánveijar sendu
fleiri herskip á svæðið. Hann kvað
einnig hugsanlegt að Spánveijar
slitu stjórnmálasambandi við
Kanada en kvaðst vona að til þess
þyrfti ekki að koma.
Ákveðið var að aflýsa fundi
kanadískra, spænskra, franskra
og þýskra embættismanna, sem
ráðgerður var í gær.
Brian Tobin sagði að stór hluti
afla Estai, eða um 80%, hefði ver-
ið ókynþroska smáfiskur. Svar
spænska utanríkisráðherrans við
þessu var að engar alþjóðlegar
reglur hefðu verið settar um lág-
marksstærð þeirrar grálúðu sem
veiða mætti á þessum slóðum.
■ Skipveijarnir þjóðhetjur/ 27
■ Hegðun Evrópubúa/ 26
*
Utgöngubann
í Istanbúl
ÚTGÖNGUBANN var í einu
hverfi Istanbúlborgar í gær eft-
ir mikil átök í tvo daga milli
manna af trúflokki alavíta og
lögreglunnar. Talið er, að 17
manns hafi fallið og um 100
særst. Þrátt fyrir útgöngubann-
ið safnaðist fólk saman við
brennandi götuvígi í Gazi Ma-
hellesi-hverfinu og í höfuðborg-
inni Ankara slösuðust fjölmarg-
ir er lögreglan réðst að fólki
sem mótmælti árásunum á ala-
víta í Istanbúl. Á myndinni setur
tyrkneskur hermaður brauð í
skjóðu konu í Gazi Mahellesi en
vegna útgöngubannsins áttu
margir í erfiðleikum með að
verða sér úti um matvæli.
■ Útgöngubann í hverfi/17
Reuter
Major á Gaza
Þorskurinn stendur
vel í Barentshafi
STERKIR þorskárgangar eru að
vaxa upp í Barentshafi og vöxtur
fisksins er aftur orðinn eðlilegur.
Var skýrt frá þessu í norska
sjávarútvegsblaðinu Fiskaren í
gær. Samkvæmt mælingum
norsku hafrannsóknastofnunar-
innar virðist einnig sem kólnunin
í Barentshafi sé að stöðvast.
Þetta kom fram í rannsóknaleið-
angri, sem er nýlokið, en í honum
var ástand ungfisksins kannað
sérstaklega. Að loknum sams kon-
ar leiðangri í fyrra töldu fiskifræð-
ingar ástæðu til að óttast, að úr
vexti fisksins drægi vegna minni
sjávarhita en fiskifræðingarnir
Ásmund Bjordal og Knut Sunnaná
segja, að nú sé staðan önnur og
betri.
Góður vöxtur
Niðurstöðurnar að þessu sinni
voru ekki neikvæðar að neinu leyti
og virðist vöxturinn vera góður
og nýliðunin einnig.
Þorskárgangurinn frá 1990 lof-
ar mjög góðu og lengdarvöxturinn
ágætur. Er meðallengdin 54 sm
og hlutfallið milli lengdar og
þunga gott. Þá hafa ekki fundist
nein óeðlileg merki um, að þorsk-
urinn éti undan sjálfum sér.
Knut Sunnaná var leiðangurs-
stjóri og segir hann, að hlýsjávar
hafi gætt langt inni í Barentshafi.
Ástand sjávarins verður þó kannað
betur í öðrum leiðangri á næst-
unni.
JOHN Major, forsætisráð-
herra Bretlands, kom í gær í
opinbera heimsókn á sjálf-
sljórnarsvæði Palestínu-
manna á Gaza. Hann er annar
þjóðhöfðinginn sem heimsæk-
ir höfuðstöðvar Yassers Araf-
ats, leiðtoga Frelsissamtaka
Palestínumanna, PLO. Tansu
Ciller, forsætisráðherra Tyrk-
lands, sótti Arafat heim á síð-
asta ári. Major tilkynnti eftir
fund sinn með Arafat að Bret-
ar myndu veita Palestínu-
mönnum 82 milljóna punda
aðstoð fram til ársins 1997.
Major hóf för sína í Israel á
sunnudag og í dag heldur
hann til Amman í Jórdaníu.
Staðan í
Bosníu
alvarleg
Sarajevo. Reuter.
ENGINN árangur varð af tveggja
daga viðræðum Yasushis Akashis,
sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna í
Bosníu, við bosnísk stjórnvöld og
Bosníu-Serba. Akashi hélt í gær frá
Sarajevo eftir að honum mistókst
að koma á fundi stríðandi fylkinga.
„Staðan er mjög alvarleg," sagði
Akashi áður en hann hélt til Zagreb.
„Ef við höfumst ekkert að á næstu
tveimur til þremur vikum, er hætt
við að bardagar hefjist að nýju,“
sagði Akashi. Hann hélt til Sarajevo
til að reyna að blása lífi í vopnahlés-
samkomulagið sem komið var á um
áramót. Vopnahléið hefur itrekað
verið rofið að undanförnu og óttast
SÞ mjög að það verði brátt úti. Eitt
dæmi um þetta var skot serbneskrar
leyniskyttu á flugvél Akashis er
hann kom til Sarajevo á sunnudag.
Serbar eru æfir vegna þess að á
iaugardag myrtu leyniskyttur tvær
serbneskar stúlkur og lokuðu þeir
síðustu opnu leiðunum inn í
Sarajevo, svokölluðum „bláum leið-
um“ vegna þessa, auk þess sem
leyniskyttur þeirra hertu á skothríð-
inni í borginni.
Akashi segir deilur um „bláu leið-
irnar“. standa í vegi fyrir samninga-
viðræðum. Þá þvertaka múslimar
fyrir að framlengja vopnahléssam-
komulagið, sem rennur út 1. maí,
samþykki Serbar ekki tillögu fimm-
veldanna um skiptingu Bosníu, sem
kveður á um að þeir haldi 49% lands
í Bosníu en múslimar og Króatar fái
51%.