Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 17 Reuter B andaríkj amaður í Bajkonúr BANDARÍSKI geimfarinn Nor- man Thagard veifar hér út um gluggann á rússnesku Sojus- geimfari í Bajkonúr-skotstöð- inni í Kazakhstan á sunnudag. Thagard, sem er 51 árs, varð fyrstur Bandaríkjamanna til að fara út í geiminn í rússnesku geimfari í gær en með honum voru um borð tveir Rússar, Gennadíj Strekalov og stjórn- andinn, Vladímír Dezjúrov. Thagard á að dvelja í 90 daga í Mír-geimstöðinni sem er á sporbaug um jörðu og á m.a. að kanna áhrif langrar vistar í nær algeru þyngdarleysi á mannslíkamann. I júní er ætlun- in að Mír eigi stefnumót við bandarísku geimfeijuna Atlant- is en í henni verða fimm Banda- ríkjamenn og tveir Rússar. Trúflokkaátök í Istanbul í Tyrklandi Utgöngubann í hverfi alavíta Istanbul. Reuter. ÚTGÖNGUBANN var í einu hverfi Istanbulborgar í gær eftir mikil átök í tvo daga milli manna af trú- flokki alavíta og lögreglunnar. Tal- ið er, að 17 manns hafi fallið og um 100 særst. Alavítar eru múslim- ar en trú þeirra er miklu ftjálslynd- ari en súnníta, sem eru í meirihluta í landinu. Þrátt fyrir útgöngubannið safn- aðist fólk saman við brennandi götuvígi í Gazi Mahelles-hverfinu en tyrkneskir embættismenn sögðu að „myrk öfl“ hefðu valdið uppþot- unum, sem hófust eftir að tveir menn voru skotnir og 15 særðir í árás á kaffihús alavíta. „Göngum ekki í gildruna" var samhljóða forsíðufyrirsögn í þremur helstu dagblöðum Tyrklands í gær og Tansu Ciller forsætisráðherra skoraði á landsmenn að gæta still- ingar, sérstaklega nú þegar tolla- bandalagið við Evrópusambandið væri að koma til framkvæmda. Ásakanir um mannréttindabrot í Tyrklandi urðu lengi til að tefja það. Hefur þingnefnd verið skipuð til að rannsaka málið. Lausir við öfgar Alavítar eru mjög andvígir öfg- um í trúmálum og hafa kvartað um ofsóknir og yfirgang af hálfu súnn- íta þar sem bókstafstrúarmönnum hefur verið að vaxa ásmegin. Alav- ítar eru af sítameiði íslams og líta til dæmis svo á, að skyldurnar fimm, sem aðrir múslimar verða að inna af hendi, séu aðeins táknrænar og fara því ekki eftir þeim. Uppþotin síðustu daga eru alvar- legustu atburðirnir af þessu tagi síðan öfgatrúarmenn brenndu 37 menntamenn inni á hóteli i bænum Sivas 1993. í janúar sl. kom einnig til átaka þegar um 200 alavítar réðust á sjónvarpsstöð eftir að fréttaskýrandi hafði sakað alavíta- samfélagið um sifjaspell. Alavítar eru alls staðar í minni- hluta í múslimalöndum og í Tyrk- landi eru þeir um 15-20% íbúa. Leyniþj ónustuforingi reyndi að velta Saddam YFIRVÖLD í írak hafa gripið til harðra refsinga til að stemma stigu við glæpum í landinu. Myndin er af íraka eftir að önnur höndin var skorin af honum á sjúkrahúsi. Hann hafði stolið sjón- varpi og jafnvirði 30 króna af frænda sínum. YFIRMAÐUR leyniþjónustu íraka í Persaflóastríðinu 1991 gerði fyrr í þessum mánuði misheppnaða til- raun til að velta Saddam Hussein forseta, að sögn bandarískra heim- ildarmanna. Blaðið The New York Times segir að maðurinn, Wafíq Samaraii, sem missti embætti sitt í hreinsunum fyrir nokkru, hafí reynt að fá aðstoð kúrdískra upp- reisnarmanna í norðurhéruðunum og síta í Suður-írak, síðar hafi hann komist undan til Sýrlands. Oft hefur komið upp orðrómur um byltingartilraunir í írak og skærur eru töluverðar í landinu milli írakshers og ýmissa uppreisn- arhópa. Stjórn Bills Clintons Banda- ríkjaforseta, sem stutt hefur við bakið á íröskum andstæðingum Saddams, mun hafa tekið meira mark á þessari tilraun en öðrum vegna þess að reynt var að sam- ræma aðgerðir ýmissa andstöðu- hópa. Warren Christopher utanrík- isráðherra er sagður hafa skýrt Fahd, konungi Saudi-Arabíu, frá uppreisnarhugmyndunum í ferð sinni til Jeddah fyrir skömmu. Embættismenn í bandaríska varnarmálaráðuneytinu og erlendir stjórnarerindrekar í Sýrlandi segja að eitt af því sem hafi kollvarpað áformunum hafi einmitt verið sú staðreynd að hugmyndin var á vit- orði allt of margra. Ýkti stuðning í hernum Samarii mun einnig hafa gert allt of mikið úr þeim stuðningi sem hann ætti hjá íröskum hermönnum og í úrvalssveitum Saddams, Lýð- veldisverðinum svonefnda. Gert var ráð fyrir að fýrst myndu hersveitir undir stjórn Iraska þjóð- arráðsflokksins, helsta stjórnarand- stöðuflokksins í Irak, og sveitir Jal- als Talabanis, Kúrdaleiðtoga er nýtur hylli stjórnvalda í Washing- ton, leggja til atlögu í norðri gegn írösku fótgönguliði. Keppinautur Talabanis meðal Kúrda, Massoud Barzani, ákvað hins vegar að halda sig til hlés og ráðast ekki á hersveit- ir Saddams nokkru sunnar, eins og ákveðið hafði verið. Mun ástæðan fyrir sinnaskiptunum einkum hafa verið að engin merki sáust um að íraskir hermenn hygðust leggja Samaraii lið. Viðskiptabanni ekki aflétt Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna tók á mánudag á dagskrá viðskipta- bannið, sem sett var á írak vegna innrásarinnar í Kúveit 1990. Eng- inn fulltrúi mælti að sögn Reuters með því að banninu yrði aflétt. Samkvæmt því mega írakar flytja inn matvæli og lyf en olíuútflutn- ingur þeirra er háður ströngum takmörkunum og vilja stjórnvöld í Bagdad ekki hlíta þeim. Neyð almennings er mikii í írak en Bandaríkjamenn benda á að Saddam virðist hafa næga peninga til að láta reisa glæsihallir og efla herinn, neyðina noti hann markvisst til að reyna að hafa áhrif á almenn- ingsálit á Vesturlöndum. Fyrrverandi leiðtogar austur-þýska konuniinistaflokksiiis Sjö kærðir fyrir manndráp Berlín. Reuter. SJÖ fyrrverandi félagar í miðstjórn austur-þýska kommúnistaflokksins voru í gær formlega kærðir fyrir manndráp. Eru þeir sakaðir um að bera ábyrgð á dauða 47 manna er voru drepnir er þeir reyndu að flýja land. Kærurnar voru lagðar fram í jan- úarmánuði en ekki var hægt að gera þær opinberar fyrr en að öllum hinum stefndu hafði verið birt kær- an, sem er 1.600 blaðsíður. Erþetta umfangsmesta ákæruskjal í réttar- sögu Þýskalands. Mennirnir eru einnig kærðir fyrir tilraun til manndráps í 24 tilvikum vegna einstaklinga er særðust á jarðsprengjum við flóttatilraunir. Einungis tveir hinna ákærðu, Erich Miickenberger og Kurt Hag- er, yfirhugmyndafræðingur flokks- ins, eru hins vegar sakaðir um að hafa tekið beinan þátt í þeirri ákvörðun að drepa flóttamenn. Hin- ir fimm eru taldir meðsekir, þar sem þeir hafi ekki sinnt þeirri skyldu sinni að taka upp mannúðlegri að- ferðir við landamæravörslu. Fimm- menningarnir eru þeir Egon Krenz, Horst Dohlus, Gúnther Kleiber, Harry Tisch og Gunther Schabowski. Talið er að erfitt geti reynst að sakfella þá vegna eðlis kærunnar. Þegar hafa um tuttugu landa- mæraverðir, sem skutu flóttamenn, verið sakfelldir en í flestum tilvikum hlotið væga dóma eða skilorðs- bundna. Enginn valdamaður í fyrr- um Austur-Þýskalandi hefur til þessa verið dæmdur og tveir þeirra valdamestu, Erich Honecker og Erich Mielke voru ekki taldir nægi- lega heilsuhraustir til að réttað yrði í máli þeirra. Honecker lést í útlegð í Chile en Mielke varð að afplána sex ára fangelsisdóm fyrir að hafa myrt tvo lögreglumenn árið 1931. Frakkar gagnrýna Castro FRANSKIR fjölmiðlar gagn- rýndu flestir í gær Frangois Mitterrand forseta fyrir að bjóða Fídel Castro Kúbu- leiðtoga í op- inbera heim- sókn. Er hann fyrsti vest- ræni leiðtog- inn sem Castro sækir heim. Castro segir boðið jafn- gilda því að „aðskilnaðarstefn- an“ gagnvart Kúbu hafí verið rofín. Blaðið Figaro sagði frönsku þjóðina vera agndofa yfir því að einum alræmdasta einræðisherra heims væri sýndur þessi heiður. Bretar fækka hermönnum Fidel Castro BRESKA stjórnin tilkynnti í gær að fækkað yrði um sjö hundruð menn í herliðinu á Norður-írlandi. Patrick May- hew írlandsmálaráðherra sagði þetta mestu fækkun í herliðinu frá upphafí og hún væri möguleg vegna vopna- hlésins sem staðið hefur í sex mánuði. Flug stöðvast vegna féleysis FELLA hefur orðið niður nær allt innanlandsflug frá flugvell- inum Khabarovsk í Rússlandi þar sem flugvallarstjórnin hef- ur ekki haft efni á eldsneyti. Flugvöllurinn er sá mikilvæg- asti í austurhluta Rússlands. Einungis er haldið uppi milli- landaflugi og einu flugi til Moskvu á dag. Geta farþegar í það flug ekki keypt miða með meira en sólarhrings fyrirvara. Deng orðinn hraustur RÍKISSTJÓRI héraðsins Sichuan í Kína sagði í gær að hinn níræði leiðtogi Deng Xiao- ping hefði náð fullri heilsu á ný eftir slæma inflúensu. „Rétt eins og ég kemur hann frá héraði þar sem fólk er langlíft. Við getum búist við að hann verði langlífur en hversu langlífur get ég ekki spáð fyrir um,“ sagði Xiao Yang, ríkisstjóri og tók fram að amma hans hefði orðið 104 ára og móðir hans væri níræð. Deng Xiaop- ing „Mannrán“ fyrir hest FJÓRTÁN ára kanadísk stúlka, búsett í Surinam ásamt foreldrum sínum, setti á svið mannrán til að geta keypt sér hest. Hún hvarf á dularfullan hátt frá heimili sínu á miðviku- dag og eftir að „mannræningj- arnir“ hótuðu því að myrða hana greiddu foreldrarnir tólf þúsund dollara lausnargjald. Lögregla sagðist hafa komist á snoðir um svikin með því að veita manninum sem tók við peningunum eftirför.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.