Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sinfónískur áhugi Kneffel í Ganginum TONLIST FcMa- og Ilólakirkja SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt verk eftir Vivaldi, Jónas Tóm- asson og Dvorák. Einleikari Gunnar Kvaran. Stjórnandi Ingvar Jónas- son. Sunnudagurinn 12. mars 1995. ÖLL listumsvif spretta fyrst upp í gróðurreit áhugans en úr því verndaða umhverfí dragast ein- hveijir um síðir og taka sér stöðu, þar sem aðeins þeir hæfustu lifa af samkeppina. Áhugamannahópar á ýmsum sviðum geta verið góðar uppeldisstofnanir og auk þess gegnt því hlutverki, að auðga listlíf þeirra, sem ekki hafa gert listiðju að at- vinnu sinni. Staða atvinnumennsk- unnar og menntunarkröfur hafa áhrif á umfang og gæði slíkrar starfsemi. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna er ein slík stofnun, er hefur starfað í nokkur ár með tölu- verðum blóma og hélt tónleika í Fella- og Hólakirkju sl. sunnudag. Meðal viðfangsefna var áttunda sin- fónían eftir Dvorák og sýnir það hversu mikill metnaður ræður þarna ferð, auk þess sem til samstarfs við sveitina kom Gunnar Kvaran selló- leikari, er flutti e-moll sellósónötuna eftir Vivaldi og frumflutti einleiks- verk fýrir selló og strengjasveit eft- ir Jónas Tómasson. Það vekur athygli að sveitin er nær algerlega skipuð áhugamönn- um og að hljómsveitin hafði góð tök á viðfangsefnunum, með þeirri und- antekningu að inntónunin var á köflum ónákvæm en það atriði er jafnvel erfítt fyrir atvinnumenn. Tónleikamir hófust með sænskri konsertgerð á sellósónötu í e-moll eftir Vivaldi. Frá hendi höfundar var aðeins rituð sellóröddin og bass- inn en efri raddir undirleiksins var ætlast til að leiknar væru af sembal- leikaranum, oftast aðeins hljómskip- anin og þá af fíngrum fram. Rithátt- ur einleiks barokverka var því oft- ast svo, að einleikstónlínan var sam- felld og sjaldan rofin með millispili undirleiksraddanna. í raddsetningu Holgers Hallenberg eru fíðluradd- irnar útfærðar í kontrapunktískum stíl, þar sem mikið heyrist af eftirlík- ingum af tónferli einleikssellósins, er rýrir verkið af þeim tæra einfald- leika, sem einkennir Vivaldi umfram önnur baroktónskáld og í raun spill- ir fyrir einleiksröddinni, sem oft vildi dmkkna í þessum þétta og ó-vivald- iska tónvefnaði fíðluraddanna. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um ágætan leik Gunnars, sem einnig átti hlut í frumflutningi á Melodia & Consequenza, fyrir selló og strengjasveit, eftir Jónas Tómas- son, sem hann flutti ágæta vel. í þessu verki átti strengjasveitin erfíðar stundir varðandi inntónun strengjanna en einmitt ómstreitu raddskipan þarf að vera sérstaklega hrein í flutningi, svo að erfitt er að gera sér vel grein fyrir gerð verks- ins, sem var hægferðugt, eins og mörg verka Jónasar era. Áttunda sinfónían var meginvið- fangsefni tónleikanna og þar reis leikur sveitarinnar hæst og í raun aðeins ábótavant, þar sem snýr að inntónuninni og nákvæmni í inn- komum einstakra hljóðfæra. Að öðra leyti var flutningurinn skýr og er þá nokkuð vel að verki staðið, þegar þess er gætt, að nær allir í hljómsveitinni era áhugamenn og eða nemendur. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna hefur unnið vel undir stjóm Ingvars Jónassonar lágfíðlu- leikara og í erfiðum verkum, eins þeirri áttundu eftir Dvorák, kemur það fram, að það er í átökum við stór verk, sem starfsemi áhuga- manna blómstrar, því þar fær trúin á að geta gert betur, ákveðnari merkingu en þegar eitthvað sem er létt fyrir fæti heppnast vel. Jón Ásgeirsson NÚ stendur yfir sýning í Gangin- um að Rekagranda 8 í Reykjavík sýning á málverkum Karin Knef- fel. Hún er þýskur málari, búsett í Diisseldorf, og hefur ekki hvað síst hefur vakið athygli fyrir andlitsmyndir sínar af dýrum. Um sölusýningu er að ræða. „STERK - úr fjarlægu hafi“, 1994. Ris úr hafi MYNPUST Gmbra ÞRYKKMYNDIR MARGRÉT BIRGISDÓTTIR Opið þriðjudaga til laugardaga frá 13-18. Sunnudaga 14-18. Lokað mánudaga. Til 29. mars. Aðgangur ókeypis. HILLINGAR, eða endurspeglun frá fjarlægum landsvæðum, nefnir hin unga grafíklistakona Margrét Birgisdóttir myndir sínar í listhús- inu Úmbru. Þessar myndir hefur listakonan unnið á alveg sérstakan hátt, sem mun vera liður í nýsköpun grafískra aðferða, þótt hún notist einnig við jafn hefðbundið efni og kopar. En annars notar hún álplötur og kallar til liðs við leikinn sandpappír og málningarlímband, en mun ekki nota hefðbundin kemísk efni svo sem sýrur til að brenna myndirnar inn í plöturnar, eins og margur mun þó ætla. Annars þekki ég ekki þessa tækni til hlítar og hefði verið vel þegið að fá útlistan á henni í skrá eða á einblöðungi, því að varla er hún ríkisleyndarmál. Margrét lauk námi við grafík- deild MHÍ vorið 1985, og hefur verið hóflega iðin við þátttöku á sýningum eftir það, en mjög færst í aukana síðustu tvö árin og á tíma- bilinu er þetta þriðja einkasýning hennar. Landslag hefur bersýnilega mikil ítök í hugarheimi Margrétar, og þá einkum fjöll og fossar, en þetta eru ímyndanir landslags frekar en að stuðst sé við afmörkuð svæði, eigin- lega allt hið fjöllótta eyland í hnot- skurn. Líka getur maður nefnt þetta draumsýnir og hugljómanir, í öllu falli bera fjöll listakonunnar þess merki að vera eitthvað alveg sér- stakt og náið, en um leið svo fjar- lægt og óhöndlanlegt. Eins konar minni kennileita, fyrirferðar og framrásar. Þetta teljast svo dæmigerðar myndir nálgunar, eru hógværar prúðar og látlausar og hreykja sér hvergi í grámósku sinni og hinum dökka granntón. En eitthvað þótti mér skrítið við áferðina og það löngu áður en ég vissi að ekki væri um venjulegar málmætingar að ræða, því yfirborðið er eitthvað svo hijúft og blæbrigðalaust, þótt reynt sé að bæta það upp með skreyti- kenndum ríkidómi smáforma. Það er þannig ekki allt fengið með nýj- ungunum og hugmyndafræðinni, því sjálfur grafíski miðillinn slær ekki af kröfum sínum þó um tilraun- ir og nýjungar sé að ræða, og hér skortir nokkuð á til að maður sé fullkomlega með á nótunum. Snoturleikinn er fyrir hendi og skynsemin einnig, en hins vegar vantar dýpt og grafískan kraft og það era atriði sem koma mismun- andi tæknibrögðum lítið við í sjálfu sér, öllu frekar skynrænum undir- tón þeirra og ferskri lifun gerand- ans. Bragi Ásgeirsson Sinf óníutónleikar Heimsfrægur rúss- neskur píanóleikari Grigory Sokolov TÓNLEIKAR Sinfóníuhljóm- sveitar íslands verða haldnir í Háskólabíói á morgun, fimmtudaginn 16. mars, kl. 20. Einleikari á tónleikunum er Grigory So- kolov og á efn- isskránni er Adagio eftir Magnús Bl. Jóhanns- son, Píanókonsert nr. 2 eftir Chopin og Sinfónía nr. 4 eftir Lutoslawsky. Hljómsveitarstjóri er Osmo Vanska. í kynningu segir: „Rússneski píanóleikarinn Grigory Sokolov öðlaðist heimsfrægð aðeins 16 ára gamall þegar hann vann til fyrstu verðlauna í Tsjajkovskíj keppninni í Moskvu 1966. Hann stundaði nám í fæðingaborg sinni Leningrad og hélt þar sína fyrstu tónleika 12 ára gamall. Sokolov er einn eftirsóttasti píanóleikari heims í dag og hefur hann komið fram á helstu listahátiðum og leikið með þekktustu hljómsveit- um. Grigory Sokolov mun halda tónleika á vegum Tónlistarfélags- ins í íslensku óperunni laugar- daginn 18. mars kl. 14.30. Píanókonsert nr. 2 samdi Chopin um það leyti er hann varð ástfanginn í fyrsta sinni þá 19 ára gamall og hafði það greinileg áhrif á tónsmíðina. Konsertinn var frumfluttur í Varsjá fyrir nákvæmlega 165 árum, nánar til- tekið 17. mars 1830. Er Magnús Blöndal Jóhannsson kom heim frá námi um 1950 var hann brautryðjandi í raftónlist hér á landi, síðar tók hann þátt í stofnun og starfi Musica Nova sem var mjög byltingakenndur hópur á sínum tíma. Þegar Magn- ús Blöndal samdi Adagio árið 1981 eftir nokkurt hlé á tónsmíð- um kvað við annan tón því í tón- verkinu ræður ríkjum rómantík og blíða. I Póllandi, föðurlandi Chopin, hafa nýir straumar ætíð átt greið- an aðgang og á það ekki síst við um tónlist en tónsköpun í Pól- landi á þessari öld hefur verið með miklum blóma og nægir að nefna nöfn eins og Panufnik, Gorecki, Penderecki og Lut- oslawsky. Fjórðu sinfóníuna sem er síðasta hljómsveitaverk hans, samdi hann fyrir Fílharmóníu- hljómsveit Los Angeles árið 1992 og var hún frumflutt þar undir stjórn Finnans Esa Pekka Salon- en. Það er líka Finni sem stjórnar þessari sinfóníu fyrst á íslandi en það er aðalhljómsveitarstjóri SÍ, Osmo Vanska. Lutoslawsky lést í febrúar 1994.“ Gamli vesturbærinn Fundur um sögu- og menn- ingar- hátíð ALMENNUR fundur með íbú- um gamla vesturbæjarins verður haldinn í kvöld í Tjarn- arsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 20.30 til undirbúnings sögu- og menningarhátíð sem haldin verður í hverfínu í vor, dagana 20.-28. maí. Til fundarins er boðað í sameiningu af Reykja- víkurborg og íbúasamtökunum á svæðinu. í kynningu segir: „Sögu og menningarhátíð í gamla vest- urbænum er tilraunaverkefni sem samþykkt var einróma í Borgarstjórn Reykjavíkur sl. vor að hleypa af stokkunum. Þótt borgin hafi átt frumkæði að hátíðinni er það eitt aðal- markmiðið með henni að virkja íbúa hverfisins og hvetja þá til þess að skapa dagskrána og það sem boðið verður upp á. Reykjavíkurborg er hins vegar bakhjarlinn og styrkir hátíðina með 2,5 milljóna króna framlagi á fjárhags- áætlun þessa árs. Fundarboðendur vonast til þess að íbúar gamla vestur- bæjarins fjölmenni á þennan undirbúnings- og kynningar- fund og komi þar á framfæri hugmyndum sínum um það sem bjóða mættu upp á á há- tíðinni. Framlag borgarstofn- ana til hátíðarinnar verður jafnframt kynnt, en stefnt er að því að halda myndarlega sýningu um þróun vesturbæj- arins í tengslum við hátíðina. Raddbandið skemmtir fund- armönnum með söng og era allir íbúar og annað áhugafólk um þetta tilraunaverkefni vel- kornið."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.