Morgunblaðið - 15.03.1995, Side 25

Morgunblaðið - 15.03.1995, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 25 AÐSEIMDAR GREINAR Á vit AÐ UNDANFÖRNU hefur um- ræðan um stöðu okkar íslendinga og framtíðarsýn aukist verulega og tekið á sig nýja mynd. Aðstæður og þróun eru með ýmsu móti allt aðrar en fyrir nokkrum misserum og vandamálin sem við þurfum að glíma við af nýjum toga. Góður árangur hefur náðst á ýmsum sviðum Sú staðreynd blasir við að á ýmsum sviðum hefur náðst góður árangur í því að bæta samkeppnis- stöðu íslensks atvinnulífs í tíð nú- verandi ríkisstjórnar. Á sviði skatta- mála hefur orðið veruleg breyting frá því sem áður var. Ýmis skattar sem íþyngja atvinnurekstrinum og eru óháðir afkomu, s.s. aðstöðu- gjald, hafa verið felldir niður eða lækkaðir, ásamt því að tekjuskattur hefur verið lækkaður. Tekjuskatts- hlutfall fyrirtækja hér á landi er nú svipað því sem gerist í helstu samkeppnislöndum okkar. Slík þró- un hlýtur að vera ein meginforsend- an fyrir því, að hér takist að byggja upp öflugt atvinnulíf, sem getur tekið þátt í þeirri alþjóðlegu sam- keppni sem við verðum að standa okkur í, ef við ætlum að bæta lífs- kjörin. Þá hefur þróun raungengis verið mjög í rétta átt og er raungengið nú lægra en það hefur verið um langa tíð. Þetta styrkir til muna samkeppnisstöðu atvinnulífsins. Gengið í dag kemur öllu atvinnulíf- inu til góða og vegna núverandi stöðu í sjávarútvegi er líklegt að raungengið haldist hagstætt enn um sinn. Hvað gerist þegar upp- gangur hefst að nýju í sjávarútvegi er hins vegar óljóst. Það er eitt veigamesta verkefnið sem huga þarf að á næstunni. Reynslan hefur kennt okkur að við þurfum á ein- hvers konar sveiflujöfnun að halda til að uppgangur í sjávarútvegi og hækkun raungengis samfara því verði ekki til að veikja samkeppnis- stöðu annarra atvinnugreina sem geta tekið virkan þátt í því að auka hagvöxt og fjölga störfum. nýrra tíma Þriðja atriðið sem verulega hefur breyst til batnaðar í tíð núver- andi ríkisstjórnar er þróun vaxta. Vextir af verðtryggðum lánum hafa lækkað verulega undanfarið en óverð- tryggðir vextir eru hinsvegar ennþá nokkru hærri en geng- ur og gerist í helstu samkeppnislöndum okkar. Staðan er samt slæm Það þarf ekki að hafa mörg orð um þau gífurlegu gjaldþrot sem urðu í atvinnulífinu í kringum árið 1990, einkum vegna skelfilegra mistaka af hálfu þáver- andi stjómvalda í mótun samkeppn- ishæfrar efnahagsstefnu árin þar á undan. Segja má að í öllum greinum hafí fyrirtæki orðið gjaldþrota og í sumum tilvikum hafa nánast heilu greinarnar þurrkast út. Nægir þar að nefna húsgagnaiðnað, fataiðnað, ullariðnað auk málm- og skipa- smíðaiðnaðar sem nú er barist við að halda á lífí. Þá hafa stóriðjufyrir- tækin einnig átt við mikla erfiðleika að etja vegna aukinnar samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum og sam- dráttar í eftirspurn, þó verðþróun þar sé nú með hagstæðasta móti. Fjölmörg fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota vegna gjaldþrota við- skiptavina sinna og hár fjármagns- kostnaður hefur einnig leitt mörg fyrirtæki í gjaldþrot. í kjölfar þessa hefur fjárfesting í atvinnulífinu dregist gífurlega saman. Allt hefur þetta haft í för með sér að á síð- ustu árum hefur blossað hér upp áður óþekkt vandamál; atvinnu- leysi. Atvinnuleysið Það sem við þurfum nú að leggja áherslu á er að stemma stigu við varanlegu atvinnuleysi. Við megum ekki láta skammtímaaðgerðir nægja, því tímabundnar fram- kvæmdir leysa ekki varanlega atvinnuleys- ið. Leiðin til lausnar felst í að byggja þá sem eru atvinnulausir upp til nýrra verkefna og aðstoða þá við takast á við þennan ógnvald í lífi hvers manns, sem fyrir því verður að upp- lifa „þetta jarðneska helvíti“ eins og Guð- mundur J. Guðmunds- son formaður Dags- brúnar hefur komist að orði um atvinnuleysið. Innan fyrirtækjanna þarf á sama tíma að leita leiða til að nýta betur öll hugs- anleg markaðstækifæri bæði hér innanlands og erlendis. Atvinnuleysi meðal ungs fólks er einn alversti þáttur atvinnuleys- isins. Það er varla hægt að ímynda sér neitt ömurlegra, fyrir ungan mann eða konu sem hefur hug á að takast á við krefjandi starf, en að byrja á því að vera atvinnulaus, oft og tíðum eftir margra ára menntun. Ein leið sem bent hefur verið á og gæti hugsanlega hjálpað nokkuð til að takast á við þetta vandamál væri að auðvelda þeim sem vilja, að fara á eftirlaun fyrr en ella. Með slíkum aðgerðum, mætti án efa skapa allmörg störf fyrir ungt fólk. Leiðir til lausnar Það er ljóst að þau fyrirtæki sem eru orðin gjaldþrota munu ekki njóta hins bætta starfsumhverfis, sem tekist hefur að skapa með efna- hagsstefnu núverandi ríkisstjórnar á undanförnum árum. Þau eru farin og koma ekki aftur. Fólkið er hins vegar enn til staðar og þekking þess. Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir í dag felst því öðru fremur í að nýta tækifæri þeirra fyrirtækja sem eftir eru og þekk- ingu og hæfileika fólksins sem misst hefur störfin og þeirra sem eru væntanlegir inn á vinnumarkað- inn á næstu árum. Við þurfum því Páll Kr. Pálsson að finna leiðir til að skapa núver- andi og nýjum fyrirtækjum svigrúm til að nýta tækifærin. Veigamikill þáttur í að styrkja stöðu íslensks atvinnulífs felst í að fá innlenda neytendur til að versla í enn ríkara mæli innlendar vörur og þjónustu og draga þannig úr innflutningi. íslenskar vörur og þjónusta eru samkeppnisfærar á flestum sviðum við erlendar vörur og gæðin eru yfirleitt þau sömu eða jafnvel betri. Á þessu þarf stöðugt að hamra gagnvart neytendum og hefur sýnt sig að aðgerðir s.s. „ís- lenskt - já takk“ á vegum ýmissa samtaka og „íslenskir dagar“ ís- lenska útvarpsfélagsins hafa haft töluverð áhrif. Hin varanlega leið til lausnar atvinnuleysinu felst h'ns vegar í því að efla útflutning á íslenskum vör- um, þjónustu og þekkingu og gjald- eyrisöflun í gegnum uppbyggingu ferðamannaiðnaðar. Til þess að okkur takist það þarf að koma til mun virkari þátttaka þeirra sem Varanleg leið til lausnar atvinnuleysinu, að mati Páls Kr. Pálssonar, felst í því að efla útflutning. ráða yfir fjármagni hér innanlands í eignarhaldi á fyrirtækjum. Hér er einkum átt við aukna þátttöku lífeyrissjóða á hlutabréfamarkaðin- um sem æskilegt væri að ætti sér stað í gegnum fjárfestingafyrirtæki þannig að um bein tengsl og hags- muni einstakra lífeyrissjóða innan einstakra fyrirtækja yrði ekki að ræða. Auk innlends ijármagns er jafn- framt ljóst að það þarf erlent fjár- magn. Erlent áhættufé er nauðsyn- legt ef við ætlum okkur að komast upp úr öldudalnum fyrir aldamótin. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram hér að lútandi og má þar t.d. nefna ákvörðun núverandi ríkisstjórnar um starfsemi til að laða að erlent áhættufé. Með markvissu starfi til að laða að erlenda fjárfesta hefur ríkis- Áskorun til forsætisráðherra vegna kjaradeilu kennara KJARADEILA kennara snýst ekki eingöngu um kjarabætur, heldur nauðsynlegar breytingar á skólakerfinu og þá kostnað þeim samfara, ef hugur fylgir máli hjá ráðamönnum. Hvorki fjármála- né menntamálaráðherra virðast færir um að leysa deiluna. Því hlýtur forsætisráðherra að hafa þá skyldu að beita sér með þeim hætti að ásættanleg niðurstaða fáist í þetta mál. Um hvað er verið að semja? Um nauðsyn endurbóta á menntakerfinu hafa verið skifaðar skýrslur og unnin lagafrumvörp sem sum hafa orðið að lögum sbr. nýju grunnskólalögin. Sama er hvort um er að ræða skýrslur um skólastarf eða löggjöf, allstaðar er gengið út frá viðamiklum breyting- um á skólanum; lengri kennslu- tíma, bæði fleiri skóladögum og lengri viðveru; meiri samvinnu for- eldra og kennara í grunnskóla, en skóla og atvinnulífs vegna fram- haldsskólans og þess þunga sem þar er á starfs- og verknámi; reglu- legu samræmdu námsmati; blönd- un fatlaðra og ófatlaðra nemenda, einsetnum skóla og samfelldri við- veru og stóraukinni þjónustu við fjölskylduna. í skýrslu nefndar um mótun menntastefnu kemur einnig fram að nauð- synlegt er talið „að bæta starfsaðstæður kennara" og að „kjara- samningar þeirra verði endurskoðaðir frá grunni". Einstakt tækifæri Á grundvelli alls þessa ákváðu kennara- félögin KÍ og HÍK, að ganga saman til við- ræðna við ríkisvaldið um gerð nýrra kjaras- aminga sem tækju mið af skýrslum og löggjöf, engu síður en veruleikanum og kröfum for- eldra. M.a. var einn liður í kröfum kennara að vinnutími kennara og skólastjórnenda yrði skilgreindur upp á nýtt. Þar með gafst ríkisvald- inu einstætt tækifæri til að stíga fyrstu skrefin til breytinga á skóla- kerfínu, því það er ekki á hveiju ári að kennarafélögin ganga sam- einuð til samninga. Þannig er unnt að semja við alla kennara grunn- og framhaldsskólans í senn, sem og að gefinn er kostur á nýrri skil- greiningu vinnutíma, sem er for- senda þeirra breytinga sem fara þarf í. Greiðslur fyrir lengri vinnu- tíma og breytt skólakerfi Ríkið hefur boðið kennurum sömu grunnkaupshækkanir og aðrir hafa fengið. Síðan hafa verið settar 740 milljónir kr. vegna breytinga á skólakerf- inu, bæði fyrir grunn- og framhaldsskólann. Hér er um að ræða greiðslu fyrir lengri vinnutíma og breyting- ar á skólakerfinu samkvæmt nýjum og eldri lögum. Ljóst er einnig að þessar fjárhæðir duga hvergi til að mæta þessum breytingum. Þannig er ekki hægt að líta á að hér sé um að ræða launabætur umfram þegar gerða kjarasamninga, nema því sem leiðir af breytingum á skólastarfínu, lengri vinnutíma o.þ.h. Á bekk með Grikk- landi og Tyrklandi Við stöndum í raun á þeim tíma- mótum varðandi menntun, að við Tillögur Þjóðvaka, segir Jóhanna Sigurðar- dóttir, eru að á tveim kjörtímabilum náum við því markmiði að verja sambærilegu og okkar nágrannaþjóðir til menntamála. verðum að gera breytingar á okkar menntakerfí til að verða samkeppn- isfær við aðrar þjóðir og fylgja því eftir með meira fjármagni. Við vilj- um breytingar á skólakerfínu ekki síst á grundvelli fjölskyldustefnu og atvinnuuppbyggingar, sem er forsenda frekari velmegunar. Þar erum við langt á eftir öðrum þjóð- um sem við berum okkur saman við, en við erum á bekk með Grikk- landi og Tyrklandi varðandi fjár- magn til menntamála. Við Islend- ingar látum nú nálægt 4% af okkar landsframleiðslu til menntamála, meðan hin Norðurlöndin veija til þess 6-7%. Tillögur Þjóðvaka eru Jóhanna Sigurðardóttir stjórnin hrint af stað mjög svo áhugaverðu máli. Vonandi tekst að ná saman þeim aðilum sem fást við þessi mál beint og óbeint í dag, s.s. Útflutningsráði, markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Lands- virkjunar, einstökum ráðuneytum, rannsóknarstofnunum, Ferðamála- ráði og fjölda annarra samtaka og stofnanna. Þá má heldur ekki gleyma fyrir- tækjunum sjálfum sem mörg hver hafa þekkingu, hæfni og getu til að sækja út á erlendan fjármagns- markað og fá til liðs við sig erlenda áhættufjárfesta. Fjöldi íslenskra fyrirtækja í öllum greinum atvinnu- lífsins hefur í dag afurðir, bæði vörur og þjónustu, ásamt orðspori sem gerir þeim kleift að leita sér áhættufjármagns erlendis. Það hefur sýnt sig í tíð núver- andi ríkisstjórnar að besta leiðin út úr vandanum felst í að styðja hjól atvinnulífsins við að snúast í þá átt sem þau vila fara. Núver- andi ríkisstjórn hætti strax opinber- um stuðningi við einstök fyrirtæki og lét af sjóðasukki fyrri ára. Þá ákvað hún einnig að liðka fyrir samningum aðila á vinnumarkaðn- um eftir því sem hægt væri, þegar þess gerðist þörf. Einnig hafa á síðustu árum verið stigin veigamik- il skref í átt til einkavæðingar ríkis- rekinna fyrirtækja og stofnana sem eiga mun betur heima í höndum almenningshlutafélaga en ríkisins, eins og tíðkast í dag í flestum ná- grannalöndum okkar. Þessar aðgerðir eu nú farnar að skila umrtalsverðum árangri. Auð- vitað vildum við öll sjá hlutina ger- ast hraðar. Við skulum þó hafa hugfast að efnahagsstefna núver- andi ríkisstjórnar á hvað mestan þátt í að við erum nú á leið upp úr öldudalnum. Hefur einhver hug á að sigla niður á við á nýjan leik? Eins og máltækið segir kennir neyðin naktri konu að spinna og sitjandi kráka sveltur á meðan fljúgandi fær. Með því að virkja það sem við eigum heima við og leita markaðsmöguleika erlendis mun okkur án efa takast að vinna okkur út úr atvinnuleysinu. Til þess að það takist verðum við hins vegar að bera gæfu til að standa saman og treysta stoðirnar sem við stönd- um á. Höfundur er verkfræðingur. að á tveim kjörtímabilum náum við því markmiði að veija sambærilegu og okkar nágrannaþjóðir til menntamála, sem er forsenda framfara og bættra lífskjara á ís- landi. Áskorun til forsætisráðherra Kjaradeila kennara hefur nú staðið í þijár vikur með ómældum erfíðleikum fyrir fjölskyldur og áhyggjum þeirra sem eiga að út- skrifast úr skólum sínum í vor eða Ijúka mikilvægum áföngum. Til að ljúka þessari kjaradeilu þurfa orð og efndir að fara saman hjá ríkisvaldinu um nauðsynlegar breytingar á skólakerfinu, en tii þess þarf meira fjármagn en ríkis- valdið hefur boðið. Verði það gert er fyrst hægt að segja að marktæk skref hafí verið tekin í átt til þess skólakerfís sem allir virðast sam- mála um, foreldrar og kennarar, sem og höfundar skýrslna og laga- frumvarpa. Þannig væri einnig hægt að leggja drög að þeirri fjár- festingu í verkmenntun, sein leggja mun grunn að frekari velferð fólks- ins f landinu. Kjaradeilan er orðin svo alvarleg, að forsætisráðherra hefur þær skyldur að höggva á þann hnút sem deilan er í, svo samningar náist. Þeirri áskorun er hér með komið á framfæri. Þannig yrði aflétt þeirri óvissu sem ríkir um frekara skóla- hald á þessari önn, samhliða því að lagður yrði grunnur að þeirri fjárfestingu í menntun sem er for- senda framfara og atvinnuupp- byggingar á komandi árum. Höfundur er alþingismaður og formaður Þjóðvaka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.