Morgunblaðið - 15.03.1995, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 15.03.1995, Qupperneq 42
42 MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐALSAFNAÐARFUNDUR GARÐASÓKNAR verður haldinn sunnudaginn 19. mars 1995 kl. 1530 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Messað verður í Garðakirkju kl. 1400 SÓKNARNEFND SKRIFSTOFUR TIL LEIGU Um 300 fm skrifstofuhúsnæði til leigu í vesturbænum, miðsvæðis. Upplýsingor í síma 24400. Berhaus Gulllax Lanqhali Gljáháfur Surimi rðu fí skadag ar 13.-18. mars 1995 c ö Hlaðborð í hádeginu kr. 890 2 _c CTJ *c <D -X 3 a 3 <f) £ Hlaðborð á kvöldín kr. 1.480 o E co Veítíngahúsíð Esja a Scandic Hótel Esja, Suðurlandsbraut 2, Sími 568-9509. Sverðtiskur Loðna Ufsí Kdkrabbi Framtalsaðstoð - skatttrygging Get bætt við mig einstaklingum með og án reksurs. Innifalið í gjaldtöku er svonefnd skatttrygging, en hún felst í því að framteljandi hefur með einu gjaldi í upphafi greitt fyrir: 1. Framtalsaðstoð. 2. Skattútreikning. 3. Svör við hvers konar fyrirspurnun frá skattyfirvöldum. 4. Kærur til skattsjóra og æðri yfirvalda. 5. Munnlegar upplýsingar um skatta- mál viðkomandi allt árið 1995. Upplýsingar, tímapantanir og frestbeiðnir veittar á skrifstofu minni ki. 9-17 alla virka daga. Notaðu tækifærið og tryggðu þér áratuga reynslu undirritaðs meðan færi gefst. Skattaþjómistan s/f Bergur Guðnason, hcll., Suðurlandebraut 52, 108 Reykjavík. síini 568-2828, fax. 568-2808. I DAG flyst upp í þriðju deild næsta vetur eftir sigur í úrslitakeppni fjórðu deild- arinnar. Margir telja að þeir fari beinustu leið upp í aðra deild, enda tveir Is- landsmeistarar í sveitinni. í sigursveit Taflfélags Hólmavíkur í 4. deild tefldu Jón Kristinsson (íslands- meistari 1971 og 1974), Sjá stöðumynd e Svarti kóngurinn stendur óheppilega í horninu: 15. Bxh6! - * Hg8? (Það kom ekki til greina að þiggja 3 fómina. Eftir 15. - i gxh6?? 16. Dxh6+ - Kg8 17. Rg5 verður ' hann að gefa drottn- inguna til að forðast mát. Þessi hróksieikur er ekki heldur góður, því hann lokar undankomuleið kóngsins.) 16. Bg5 - Be7 17. Df4! - Bxg5 18. Rxg5 - g6 19. Dh4+ - Kg7 20. Dh7+ og svartur gafst upp því hann er mát í næsta leik. Taflfélag Hólmavíkur b c d • f g h Helgi Ólafsson, eldri (ís- landsmeistari 1964), Guð- jón Jóhannsson, Ari Stef- ánsson, Pétur Pétursson, Kristinn Bjarnason og Jón Ólafsson. „Öðlingamót" fyrir 40 ára og eldri hefst í kvöld kl. 19.30 í félagsheimili TR, Faxafeni 12. SKÁK llmsjón Margeir Pctursson ÞESSI staða kom upp í þriðjudeildarkeppninni um daginn. Guðjón Gíslason (1.615), B-sveit Hellis, var með hvítt og átti leik, en Búi Guðmundsson, B-sveit UMSE, hafði svart. LEIÐRÉTT VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Gefið smáfuglunum VÍÐA er þröngt í búi hjá smáfuglunum nú þegar jarðbönn eru og eiga þeir vafalaust erfitt upp- dráttar þessa dagana. Það væri gustukaverk að gefa þessum greyjum á örugga, katthelda staði og þeir iauna manni von- andi greiðann með söng í sumar. Þeir þiggja með þökk- um flest það sem hent er til þeirra, en Velvak- anda hefur sýnst þeir sérstaklega sólgnir í flest feitmeti og hefur staðið þá að verki við það að plokka smjörið ofan af brauðinu sem fellur af gnægtaborði Velvak- anda. Epli og aðrir ávextir, kex og múslí- kom hverfa líka eins og dögg fyrir sólu. Vinkona Velvakanda segist geyma allt ónýtt og gam- alt brauð handa fugl- unum. Hún kurlar það í matvinnusluvél og bætir svo smjörlíki út í gumsið. Þeir þurfa feitmeti núna í kuldanum og éta allar tegundir af fítu. Þá er veisla hjá fuglunum. Það er gaman að fylgj- ast með smáfuglunum því þeir em eins ólíkir í hegðun og þeir eru margir. Tapað/Fundið Bökunartími I fermingarblaði Morgun- blaðsins s.l. sunnudag varð sú meinlega prent- villa í uppskrift að kóko- smarengstertu með jarð- arbeijafyllingu að sagt var að hún skyldi bökuð í 15 mínútur en átti að vera 45 minútur eins og glöggir lesendur hafa átt- að sig á. Þetta leiðréttist hér með. Heitir Jóna Björg í fermingarblaðinu mis- ritaðist nafn Jónu Bjarg- ar Sætran sem útbjó silki- breytingar fyrir lesendur. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Athugasemd Ólafur Hjálmarsson, deildarstjóri í íjármála- ráðuneytinu, vill koma á framfæri eftirfarandi at- hugasemd: „Í Morgun- blaðinu sl. sunnudag er ágæt úttekt á fjármálum og sparnaði í heilbrigðis- málum. í lok greinarinnar má svo skilja að það sé álit fjármálaráðuneytis- ins að meginhluti sparn- aðarins sé til kominn vegna þjónustugjalda. Hið rétta er að allar tölur benda til hins gagnstæða, þess að minnsti hluti sparnaðarins sé vegna þjónustugjalda og stærsti hlutinn vegna hagræð- ingar, kerfísbreytinga og niðurskurðar á framlög- um. Það verður að fara varlega í að áætla hveiju þjónustugjöld hafa skilað á kjörtímabilinu og ef það er gert verður að meta aðrar aðgerðir á sama hátt, einkanlega ef það á að nýtast til samanburð- ar. Að mati fjármálaráðu- neytisins hafa þjónustu- gjöld hækkað um 900- 1.000 milljónir kr. á ári, en til samanburðar er það svipuð fjárhæð og nemur þeim nýju verkefnum, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- ið hefur ráðist í. Aðrar aðgerðir hafa skilað tals- vert meiri sparnaði, eins og kemur reyndar fram í grein Morgunblaðsins." Krosshálsmen tapaðist KROSSHÁLSMEN tapaðist í janúarlok lík- lega á Hverfísgötu í Reykjavík. Krossinn er frá Jens, u.þ.b. 4 cm. á hæð að mestu úr silfri og í grófri silfurkeðju. Fundarlaunum heitið. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 611194. Gullarmband tapaðist GULLARMBAND tap- aðist í miðbænum sl. laugardagskvöld, ann- aðhvort á Lækjartorgi eða í Austurstræti. Armbandið er með „múrsteinsmunstri". Skilvísfinnandi vin- samlega hringi í síma 45325. COSPER Heyrð’elskan. Forstjórinn er kominn, en ég skal hafa ofan af fyrir honum þangað til þú kemur Víkverji skrifar... AÐ er ekki nóg með það að þvottaefnisauglýsendur ætli sjónvarpsáhorfendur vitlausa að gera, með endalausum, innihalds- iýrum lofrullum um ágæti eigin þvottaefnis, í sérdeilis vemmilegum og ósannfærandi hamingjuauglýs- ingum, þar sem hamingja heilu fjöl- skyldnanna er augljóslega undir því einu komin, að fjölskyldurnar noti einmitt það þvottaefni, sem auglýst er hveiju sinni, en ekki einhveija aðra og augljóslega mun lakari teg- und. Nú er auglýsingastríðið komið á nýtt og „æðra plan“ að mati Vík- vetja, því auglýsendurnir eru farnir að bera söluvöru sína, eða ríflegt sýnishorn hennar í hús, rétt eins og um hluta af bæklingaflóðinu væri að ræða. Þannig kom Víkveiji í liðinni viku að útidyrum heimilis síns í lok vinnudags og á hurðar- húninn hafði verið hengdur plast- poki, með talsvert myndarlegum þvottaefniskassa í. xxx KKI skiptir máli í sjálfu sér hvaða þvottaefnistegund átti hér í hlut, sem með svo ákveðnum hætti ruddi sér braut inn á heimili Víkveija og alla leið inn í þvottavél heimilisins. En Víkveiji getur þó ekki á sér setið að greina frá nokkr- um slagorðum sem fylgdu með í pokanum á sérprentuðum bæklingi, sem hann telur öll vera til þess fall- in að gengisfella verðmæti íslenskr- ar tungu: „Bylting í hreinskikrafti," var eitt þeirra. „Hreinni og bjartari framtíð fyrir þvottinn þinn,“ var annað. „Kveðjið þvottaduft fortíðar- innar og veljið ... fyrir framtíðina," það þriðja. „Gefðu fatnaðinum þín- um hreinni og bjartari framtíð með ...,“ það fjórða og og það fimmta var svohljóðandi: „Með ... eiga fötin þín hreinni og'bjartari framtíð." xxx ENGU er líkara en framleiðend- ur og auglýsendur þvottaefna ímyndi sér að líf og tilvera neytenda snúist um eitt og aðeins eitt: Hvaða þvottaefni á ég að nota og hvaða þvottaefni veitir mér og mínum mesta lífshamingju? Þvílík endemis þvæla og bull! Væri nú ekki vitinu nær, fyrir auglýsendurna og ráð- gjafa þeirra, að reyna að koma sér upp einhveiju örlitlu jarðsambandi og temja sér notkun orðaforða í auglýsingum sínum, sem er í ein- hverju samræmi við efnið sem verið er að auglýsa og þýðingu þess fyr- ir neytendurna? XXX VÍKVERJI minnist þess ekki að nokkur tegund auglýsinga sé jafn yfirdrifin og ógeðfelld og þvottaefnisauglýsingar, nema ef vera kynnu hinar mjög svo hvim- leiðu dömubindaauglýsingar, sem í sífellu leggja ofurkapp á að lýsa hinu „hamingjuríka tímabili" í lífi hverrar konu, þegar hún hefur á klæðum, með eða án vængja. Vík- veiji þekkir ekki eina einustu konu sem getur látið eitt orð jákvætt falla um þessa auglýsingaáráttu seljendanna á nauðþurftum eins og dömubindum, en ekki er honum kunnugt um að seljendurnir séu enn farnir að stunda útburð í hús á dömubindum sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.