Morgunblaðið - 18.03.1995, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.03.1995, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hvassviðri og snjókoma hrekur fólk úr húsum og veldur snjóflóðum og ófærð Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson REYNIR Georgsson, Eiríkur Jónsson og Þórður Guðmundsson voru hætt komnir á Akrafjalli. Miðdalir Fjárhús- þak féll BJÖRGUNARSVEITIN Ósk í Búð- ardal var kölluð út eftir að þak hafði fallið undan snjófargi af fjár- húsi við bæinn Svínhól í Miðdölum í gær. Kristján Jóhannsson, í björg- unarsveitinni, segir að byijað hafí verið á því að handmoka farg af þakinu og komst niður í húsinu í gegnum strompinn til að kanna aðstæður þar. Tveimur kindum hefði verið bjargað undan þakinu og svo virtist sem fáar kindur hefðu drepist. Þegar rætt var við hann á tólfta tímanum var verið að koma með snjóruðningstæki til að auð- velda innkomu. Flytja átti féð á næstu bæi. Þijúhundruð kindur voru í fjárhúsunum. A annan tug nautgripa hafði verið fluttur úr ijósi á öruggari stað í hlöðu. Siglufjörður Búið að rýma 32 íbúðir Siglufirði. Morgunblaðið. VEGNA yfirvofandi snjóflóðahættu á Siglufírði voru fjögur hús rýmd í gær til viðbótar þeim 17 húsum sem rýmd höfðu verið áður. Alls er því búið að rýma 21 hús með 32 íbúðum, en tvö þessara húsa eru fjölbýlishús. Húsin, sem öll eru í suðurhluta bæjarins, standa við Laugaveg, Suðurgötu og Norðurtún. Hús þessi eru fyrir neðan Strengsgil og Jör- undarskarð en þaðan er talin mesta hættan á að snjóflóð kunni að falla. Björn Valdimarsson, formaður almannavarnanefndar á Siglufirði, sagði að gerð hefði verið tilraun til að kanna ástandið í fjallinu fýrir ofan bæinn í gær en vegna þess hve veður var slæmt tókst það ekki sem skyldi og varhugavert þótti að vera á ferð í fjallinu. Þó sagði hann ljóst að mikil tilfærsla á snjó hefði átt sér stað og skafið hefði af mel- um og óttaðist hann að sá snjór hefði sest í gilin. Mjög óhagstæð veðurspá er fyrir Siglufjörð, hvöss norðvestan átt og éljagangur en norðvestan áttin er sú átt sem almannavarnanefnd ótt- ast mest þegar snjóflóðahætta er fyrir hendi. Akrafjall Snjóflóð tók með sér tvo pilta FJÓRIR tæplega tvítugir menn voru hætt komnir í Akrafjalli þegar snjófljóð féll í svokallaðri Selbrekku sem er í vestanverðu fjallinu og einn aðal uppgöngustaður á fjallið sé gengið frá Akranesi. Flóðið tók með sér tvo þeirra og urðu þeir að fá hjálp félaga sinna til að losa sig úr snjónum. Meiðsl mannanna eru lítil en óhætt er að segja að þeir hafi sloppið með skrekkinn. Mennirnir gengu á fjallið um miðjan dag á fimmtudag en hugðu ekki á neina langferð. Þrír mann- anna eru Akurnesingar en sá fjórði hollenskur vinur þeirra. Ferð þeirra var farin sem venjuleg útivistarferð og eins og einn þeirra sagði til að sýna Hollendingnum íslenskt vetr- arveður í sínum versta ham. Allir eru þeir vanir fjallgöngum og hafa heimamennirnir oft gengið á þessar slóðir fýrr. „Hræddir“ Eiríkur Jónsson, eirin þeirra fé- laga, segir að síst af öllu hafi þá grunað að snjóflóð gæti orðið svo neðarlega í þessari brekku. Hann segir að skyndilega þegar þeir voru á göngu í miðri brekkunni hafi snjórinn farið af stað og hann, sem gekk fyrstur og síðan Þórður Guð- mundsson sem gekk síðastur, hafi báðir lent í flóðinu og borist með því nokkra leið. Hinir tveir voru lausir allan tímann og komu félög- um sínum strax til hjálpar. „Þeir byijuðu á því að hreinsa vel frá höfðinu á mér,“ segir Eiríkur,„og sneru sér síðan að Þórði. Þeim tókst eftir dágóða stund að losa okkur báða og síðan forðuðum við okkur af svæðinu eins fljótt og hægt var. Eiríkur segir að veður hafi verið mjög slæmt á þessum slóðum en þeir hafi verið vel búnir. „Það amar ekkert að okkur nú,“ segir hann. „Að sjálfsögðu urðum við hræddir. Sérstaklega þegar við vorum enn fastir í flóðinu og áttum jafnvel von á nýju flóði." Eiríkur segir að svona lífreynsla sitji í þeim og kenni þeim að fara varlega. Á þessum slóðum var af- taka veður og frekari hættur eru fýrir hendi. Miklar snjóhengjur eru efst í brekkunni og geta auðveld- lega farið af stað. Lögreglan á Akranesi vill því biðja fólk að gæta varúðar. Þórshöfn Björgunar- sveitin á vakt Þórshöfn. Morgunblaðið. VERSTA veður hefur geisað hér á Þórshöfn sl. tvo daga (fimmtudag og föstudag) og sýnir Vetur kon- ungur alla sína makt með tölu- verðri veðurhæð, blindhríð og stormi. Það var algerlega ófært jafnt innan þorps sem utan og gífur- legt fannfergi. Björgunarsveitin Hafliði var á vakt í stjórnstöð sinni samfleytt í tvo sólarhringa og sáu björgunar- sveitarmenn um að aka fólki til og frá vinnu. Sú þjónusta var mjög vel nýtt, bæði nótt og dag, en vakta- vinna er nú hjá Hraðfrystistöð Þórs- hafnar allan sólarhringinn svo næturakstur var töluverður. Snjó- bíll Björgunarsveitarinnar var not- aður í aksturinn og einnig þrír stór- ir, vel dekkjaðir jeppar en eigendur þeirra hleyptu lofti úr dekkjunum svo bílarnir nánast flutu ofan á sköflunum. Rafmagnslaust varð á bóndabæ í Þistilfirði og var það afar óþægi- legt því þar er starfrækt kúabú svo Hafliðamenn fluttu þangað starfs- mann Rafmagnsveitunnar til þess að bjarga málunum. Einnig var fólki úr sveitinni ekið til vinnu sinnar hingað til Þórshafnar. Björgunarsveitarmenn höfðu góðar gætur á höfninni og bátunum og þurftu þeir að berja ísingu af bátum og færa til trillu sem var hálffull af sjó. Að öðru leyti var nokkuð gott ástand við höfnina. Verksvið björgunarsveitarmanna einskorðaðist ekki við akstur og bátagæslu heldur þurftu þeir einnig að moka fólk út úr húsum sínum en sum hús eru næstum fennt í kaf. Víða í húsum fólks ríkir kulda- legt, grænleitt rökkur vegna fann- fergis á gluggum og innilokunar- kenndin gerir vart við sig þar sem svo er ástatt. Menn hér líta björtum augum til framtíðarinnar þrátt fyrir lætin veðrinu og vilja trúa því að sumarið verði sólríkt og gott eftir þennan snjóþunga vetur. Suðureyri Snjóflóð hreif með sér mann Suðureyri. Morgunblaðið. SNJÓFLÓÐ féll á jarðgangamunn- ann í Súgandafirði í fyrradag og hreif með sér einn mann sem barst með flóðinu 10-15 metra. Á annan tug Súgfirðinga tepptist á ísafirði síðasta miðvikudag eftir að stórt snjóflóð féll á veginn skammt neðan við jarðgöngin í Súgandafirði og lokaði honum. Brugðið var á það ráð á fimmtudag- inn að flytja snjóbíl Suðureyrar- hrepps í gegnum göngin frá ísafirði til þess að flytja fólkið frá göngum og út á Suðureyri. Þegar verið var að taka snjóbílinn ofan af flutningabílnum stóð Valur Sæþór Valgeirsson, annar bílsjtóri snjóbílsins, í gangamunnanum og sagði til, þegar snjóflóð féll og hreif hann með sér. Valur segir svo frá: „Mér fannst fyrst eins og hvöss hviða væri að skella á mér og loft- ið fylltist snjókófí, en þegar um hægðist stóð ég í fæturna niður- grafinn i flóðið svo að andlitið stóð eitt upp úr flóðinu. Hendurnar hafði ég niður með síðunum og gat hvorki hreyft legg né lið og því algerlega bjargarlaus. Félagar mínir, sem stóðu allir innar í munnanum, hlupu strax til og fóru að leita að mér og fundu mig fljótlega, en ég hafði borist með flóðinu 10-15 metra. Flóðið var það þétt að ég losnaði ekki úr holunni fyrr en búið var að grafa frá mér allan snjó. Þetta er eflaust svipað og að vera settur í spennitreyju." Val varð ekki meint af volkinu og eftir að hann hafði verið losaður úr flóðinu var ekið á snjóbílnum til Suðureyrar með langþreytta ferða- langa. Sérfræðingar hafa látið reikna út kostnað við tilvísanakerfið Telja ríkið bera yfir 90 millj. kostnað af kerfinu SÉRFRÆÐINGAR telja að við útreikning á kostnaði af upp- töku tilvísanakerfis vanmeti heilbrigðisráðherra fastan kostnað við rekstur heilsugæslustöðva. Þetta leiði til þess að ráðuneytið komist að rangri niðurstöðu. Út- reikningar Jóhanns Rúnars Björg- vinssonar hagfræðings, sem hann vann fyrir sérfræðinga, benda til að tilvísanakerfið leiði til 90-200 milljóna króna kostnaðarauka fyrir ríkið. Sérfræðingar gerðu Davíð Odds- syni forsætisráðherra grein fyrir útreikningunum í fyrradag. Davíð sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði ekki enn haft tækifæri til að leggja mat á útreikn- ingana og vildi þvi ekki tjá sig um málið. „Meginniðurstaða okkar er að ráðuneytið leyfir sér, vísvitandi að því er við teljum, að sieppa gífur- lega mikilvægum forsendum úr út- reikningunum þegar það reynir að reikna út tilkostnað við komu á heilsugæslustöðvar. Þeir reikna ein- ungis með beinum greiðslum sjúk- linga og greiðsium Tryggingastofn- unar til læknanna fyrir hvert verk, en sieppa algerlega ölium föstum kostnaði eins og launakostnaði að- stoðarfólks, húsnæðiskostnaði, hvort heldur er vegna húsaleigu, húsbygginga, viðhalds eða tækja- kaupa. Þeir bera þetta saman við verktakagreiðslur til sérfræðinga þar sem allur fastur kostnaður er innifalinn. Við borgum aðstoðar- fólki laun, borgum húsnæðiskostn- að, sjáum um viðhald á tækjum o.s.frv.,“ sagði Páll Torfi Önundar- son, gjaldkeri Sérfræðingafélags íslands. Fastur kostnaður ekki talinn með Að mati heilbrigðisráðuneytisins kostar hver koma á heilsugæslustöð 1.153 krónur og þar af borgi ríkið 708 krónur. Að mati sérfræðinga er þessi kostnaður 3.252 krónur og þar af greiði ríkið 2.807 krónur. Kostnaðurinn af komu til sérfræð- ings er að þeirra mati 3.487 krónur og þar af hlutur ríkisins 1.682 krón- ur eða talsvert minni en af komu sjúklings á heilsugæslustöð. Páll Torfí sagði að út frá þessum tölum ætti að vera ljóst að tilflutn- ingur verkefna frá sérfræðingum til heilsugæslunnar fæli í sér aukinn kostnað fyrir ríkið. Að mati Jóhanns Rúnar mun kostnaður ríkisins við upptöku til- vísanakerfísins aukast um 93 millj- ónir við það eitt að setja fastan kostnað i rekstri heilsugæslustöðv- anna inn í reiknilíkan heilbrigðis- ráðuneytisins. • Kostnaður við vinnu sérfræðinga eykst Páll Torfi sagði að ef sú forsenda ráðuneytisins stæðist að tilvísana- kerfið myndi leiða til þess að 30% af verkefnum sem sérfræðingar sinna í dag myndu færast frá þeim til heilsugæslunnar myndi meðai- verð vegna komu tii sérfræðings hækka vegna þess að flóknustu verkefnin yrðu áfram eftir hjá sér- fræðingum. Ef kostnaður við hveija komu til sérfræðings myndi hækka um 15% við tilkomu tilvísanakerfis- ins yrði kostnaðarauki ríkisins af kerfínu 147 milljónir. Hann sagði að hægt væri með fleiri dæmum að færa rök fyrir þeirri fullyrðingu sérfræðinga að tilvísanakerfi yki kostnað ríkisins. Mat ráðuneytisins unnið af óháðum aðila Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra sagðist ekki hafa séð skýrsluna og því gæti hann ekki lagt mat á þá útreikninga sem hún byggðist á. Hann sagði að ef sérfræðingar myndu afhenda sér hana myndi hann óska eftir því að Verk- og kerfisfræðistofan hf. legði mat á útreikninganna, en hún reiknaði það út á sínum tíma að ríkið myndi spara um 120 milljónir með því að taka upp tilvísanakerfi. Sighvatur sagði að hann hefði enn ekki fengið neinar upplýsingar í hendur sem bentu til að niður- staða Verk- og kerfisfræðistofunn- ar um sparnað af kerfínu væri röng. Þvert á móti hefði hann fengið upp- lýsingar sem gæfu tilefni til að ætla að spamaðurinn gæti verið meiri og vísaði þar til þess að heim- sóknir sjúklinga til sérfræðinga á Akureyri, þar sem tilvísanakerfí hefur verið í gangi, væru miklu færri en í Reykjavík þar sem ekki væri notast við tilvísanakerfi. „Það er álit sérfræðinga Verk- og kerfisfræðistofunnar að þeir hafí farið mjög varlega í að meta kostnaðaráhrifin af kerfinu. Þeir hafa auk þess látið hafa eftir sér að þeir hafí lagt sjálfstætt mat á allar upplýsingar sem þeir hefðu fengið frá heilbrigðisráðuneytinu,“ sagði heilbrigðisráðherra. Sighvatur sagði að bygging heilsugæslustöðva kæmi tilvísana- kerfínu ekkert við. Það væri unnið eftir langtímaáætlun um uppbygg" ingu heilsugæslustöðva og eftir henni yrði farið óháð upptöku tilvís- anakerfísins. Um þa gagnrýni að ekki væri tekið tilliti til kostnaðar við rekstur heilsugæslustöðva eftir upptöku tilvísanakerfisins sagði Sighvatur að á þennan kostnað hefði óháður aðili, Verk- og kerfis- fræðistofan, lagt mat. Hann hefði engar forsendur til að vantreysta því mati.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.