Morgunblaðið - 18.03.1995, Page 8
8 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Næst skal ég sko fara að ráðleggingum fiskifræðingana . . .
Heimsklúbbur Ingólfs gefur út ferðaáætlun fram á haust
Boðið upp á ferðir til
fjögurra heimsálfa
„ SÓLRISUHÁTÍÐ" í tilefni af út-
gáfu ferðaáætlunar Heimsklúbbs
Ingólfs „Undur heimsins 1995“
verður haldin á Hótel Sögu á morg-
un. Ingólfur segir að boðið sé upp
á ferðir til fjögurra heimsálfa í
ferðaáætluninni. Hann nefnir sér-
staklega ferðir eins og Perlur Aust-
urlanda og Töfra Ítalíu. Hann segir
að verð á öllum ferðum hafi lækkað.
Ingólfur segir tvær ástæður fyrir
verðlækkuninni. „Annars vegar
hefur mér tekist að gera afar hag-
stæða samninga um fargjöld á lang-
leiðum, t.d. á austurleiðum og í
Karíbahafið, og hins vegar er gengi
erlendra gjaldmiðla hagstætt
núna,“ segir hann.
Þegar Ingólfur er beðinn að nefna
dæmi tekur hann fram að þriggja
vikna ferð með yfírskriftinni Perlur
Austurlanda kosti samtals 190.000
kr. Innifalið sé flug, gisting og morg-
unverður, ásamt aðstoð íslensks far-
arstjóra. Ingólfur segir að ferðin sé
sérstaklega sniðin fyrir yngra fólk
og sjálfstæða ferðalanga þótt hún
geti að sjálfsögðu hentað öllum.
Þeir telji sig að mestu geta spjarað
sig sjálfír en vilji geta leitað aðstoð-
ar þegar eitthvað bjáti á. Heimsóttir
verða staðir eins og Hong Kong,
Bangkok, Balí og Singapore.
Ari Trausti fararstjóri
Þegar spurst er fyrir um aðrar
ferðir segir Ingólfur að einna hæst
beri menningar- og listaferðina
Töfra Ítalíu í ágúst. Heimsóttar eru
helstu listaborgir á Ítalíu með
áherslu á listir, listasöfn, fagrar
byggingar og tónlist, m.a. með því
að hlýða á óperuna Carmen í hring-
leikahúsinu i Verona.
Ari Trausti Guðmundsson, jarð-
fræðingur, verður ásamt Ingólfí
fararstjóri í fyrstu ferðinni um vest-
urfylki Kanada í september. Farið
verður um Alberta og Bresku Kól-
umbíu og meðal annars komið við
á slóðum Stephans G. Stephansson-
ar skálds. Nefna má að ferðast
verður með sérstakri útsýnisjám-
braut um Klettafjöllin til Vaneouver
á strönd Kyrrahafsins.
Suður-Afríka
Að nýju verða teknar upp ferðir
til Suður-Afríku í nóvember. Ingólf-
ur segir að á þeim tíma sé blóma-
dýrðin hvað mest um vor á suður-
hveli. „Farið verður m.a. í Kruger-
þjóðgarðinn, stærsta friðaða villi-
dýrasvæði heimsins, dvalist í
Drekafjöllum, á baðstaðnum Dur-
ban á strönd Indlandshafs og loks
ekin „blómaleiðin" eftir suður-
ströndinni til Höfðaborgar," segir
Ingólfur og tekur fram að þar að
auki verði famar fjölmargar ferðir
með hópa og einstaklinga út um
allan heims.
Almenn kynning er í Arsal Hótel
Sögu kl. 14 síðdegis. Þar verður
myndasýning og almennar upplýs-
ingar um ferðirnar veittar. Ferðim-
ar verða á sértilboði á morgun í
tilefni dagsins. Nýja ferðabækl-
ingnum verður dreift en honum
fylgir happdrættismiði þar sem að-
alvinningur er farseðill í kringum
hnöttinn. Annað kvöld kl. 19.30
hefst svo í Súlnasal Hótel Sögu sjálf
Sólrisuhátíðin með kvöldverði og
fjölda skemmtiatriða. Veislustjóri
verður Ari Trausti Guðmundsson.
Aðgangur er ókeypis fyrir þá sem
panta sér ferð á hátíðinni. Ingólfur
segir viðskipti Heimsklúbbsins hafa
aukist jafnt og þétt síðustu þijú
árin en arður af starfseminni renn-
ur í sérstakan sjóð til lista- og
menningarmála.
Forsætisráðherra um deilur samráðherra um úthafsveiðar
Svar Jóns er afstaða Islands
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
segist sammála bæði Þorsteini Páls-
syni sjávarútvegsráðherra óg Jóni
Baldvin Hannibalssyni utanríkisráð-
herra, en þeir hafa deilt undanfarna
daga um þá ákvörðun Jóns Baldvins
að hafna stuðningi við Kanadamenn
í deilu þeirra við Evrópusambandið.
Davíð segir hins vegar að Jón Bald-
vin fari með utanríkismál landsins
og svar hans til Kanadamanna sé
hið opinbera svar íslands.
„Ég er sammála afstöðu þeirra
beggja," sagði Davíð á blaða-
mannafundi í Valhöll í gær. „Báðir
segja að framganga Spánveija sé
stórlega ámælisverð og það tek ég
undir. Spánveijar áttu að bregðast
við eins og víð gerðum, sem stöðv-
uðum slikar veiðar í Smugunni þeg-r
ar smáfiskur var kominn yfír ákveð-
ið magn í afla. En með sama hætti
höfðu Kanadamenn ekki leyfi til að
taka skip utan lögsögu."
Hugsanlega betra að
ræða í ríkisstjórn
Davíð sagði að hugsanlega hefði
verið betra að utanríkisráðherra
hefði rætt svör sín við beiðni
Kanadamanna um stuðning í ríkis-
stjórn. Hins vegar væri hann hús-
bóndi sendiherrans í Washington
og erfítt væri að ná ríkisstjórninni
saman, nú þegar ráðherrar væru
um allt land í kosningabaráttu.
Málið hefði borið að með þeim
hætti, sem raun bar vitni, og hann
gerði ekki athugasemdir við svör
Jóns Baldvins.
Davíð sagði að jafnvel þótt svar
utanríkisráðherra hefði verið
„einkaskoðun" hans, eins og sjávar-
útvegsráðherra hefur sagt, yrði hún
tekin gild sem afstaða íslands. Rík-
isstjóm íslands væri ekki fjölskipað
stjórnvald og utanríkisráðherrann
svaraði fyrir utanríkismál.
Miðstöð nýbúa
Fjölmiðlar ráða
því hvem blæ
orðið nýbúi fær
Kristín IMjálsdóttir
UPPLÝSINGA- og
menningarmið-
stöð nýbúa tók til
starfa hinn 26. ágúst
1993. Miðstöðin er rekin
af íþrótta- og tómstundar-
áði Reykjavíkurborgar og
er til húsa að Faxafeni 12.
Opið er alla virka daga frá
10-16.30. Forstöðumaður
hennar er Kristín Njáls-
dóttir félagsráðgjafi.
- / hveiju felst starf-
semi miðstöðvarinnar?
- Hér geta nýbúar
fengið allar nauðsynlegar
upplýsingar eins og til
dæmis um atvinnuleyfí,
dvalarleyfi, heilsugæslu,
kennslu í íslensku, trygg-
ingar og leikskólapláss.
Margir þurfa á ráðlegg-
ingum að halda varðandi
vinnuleit og bendi ég þeim
á vinnumiðlanir og sumir vita til
dæmis ekki að hér á landi séu
verkalýðsfélög og hafa látið
hlunnfara sig á vinnumarkaði.
En það hefur reyndar minnkað.
Hér er menningarmiðstöð nýbúa.
Ýmis félög nýbúa hafa hér aðset-
ur eins og Félag Hollendinga,
Samfélag gyðinga, Félag Serba,
Félag nýrra íslendinga, íslensk-
filippseyska félagið og fleiri. Nú
eru hér tveir leshópar, fyrir en-
skumælandi og tælensk börn.
Bókasafn er á staðnum í sam-
vinnu við Borgarbókasafnið. Hér
eru haldnar samkomur og hátíðir
af ýmsum toga allan ársins hring
eins og til dæmis Loykratong-
hátíð Tælendinga, nýársfagnaður
13. janúar hjá Serbum, Heilags
Patreksdagur og svo mætti lengi
telja. Við höfum einnig milli-
göngu um að útvega fólki túlka.
Hingað leita gjarnan stofnanir
eins og til dæmis leikskólar eða
Sálfræðideild skóla til að fá túlk.
Sem dæmi má nefna að tælenski
túlkurinn, sem er reyndar löggilt-
ur skalaþýðandi og dómtúlkur,
hefur nóg að gera því það eru
ekki fleiri færir í að túlka fyrir
Tælendinga af íslensku.
Þess ber að geta að miðstöðin
er fyrir Reykjavík en þegar hringt
er utan af landi þá
sinni ég því líka.
- Leita margir
nýbúar til ykkar?
- í fyrstu reyndi
ég að hafa tölu á þeim
sem kæmu eða hringdu, en gafst
svo upp á því. En til marks um
þörfina má nefna að í janúar síð-
astliðnum gaf ég út bækling í tvö
þúsund éintökum á níu tungu-
málum. Hann er uppurinn. Þann-
ig að ég held að starfsemin hér
sé að verða ágætlega kynnt með-
al nýbúa.
- Hver er svo helsti Þrándur
í Götu nýbúa?
- Tungumálið. Ég hugsa að
flestir nýbúar myndu nefna það.
Tungumálið er lykillinn að því
að bjarga sér á íslandi og þannig
er það sjálfsagt í öllum öðrum
löndum. Þótt margir íslendingar
kunni ensku þá kunna Víetnam-
arnir, Tælendingarnir eða Aust-
ur-Evrópubúarnir yfírleitt ekki
ensku.
- Hver sýnist þér vera staða
kvenna sem giftast hingað?
- Það er ekki hægt að alhæfa
um það frekar en sambönd og
hjónabönd á íslandi almennt.
Sum ganga upp og önnur ekki.
►Kristín Njálsdóttir er fædd
16. nóvember 1963. Hún lauk
stúdentsprófi frá Verslunar-
skólanum árið 1983 og prófi í
uppeldisfræði og félagsráðgjöf
frá Háskóla íslands 1989.
Kristín vann við meðferðar-
störf í Noregi að því búnu en
fluttist svo heim og gerðist
forstöðumaður félagsmið-
stöðvarinnar Bústaða. Kristín
hefur verið forstöðumaður
Upplýsinga- og menning-
armiðstöðvar nýbúa frá því
hún var opnuð í ágúst 1993.
Það er fullt af hamingjusamlega
giftu fólki þar sem annar aðilinn
er íslenskur en hinn frá einhveiju
öðru landi. En, auðvitað eru dæmi
um að þau hjónabönd hafi ekki
gengið upp frekar en önnur. Það
eru dæmi um óheppileg sambönd,
sem hefur kannski verið stofnað
til á röngum grundvelli. En þau
eru alls ekki í meirihluta. Umræð-
an um asískar konur, sem var
kannski hvað háværust fyrir einu
og hálfu ári síðan, var eingöngu
neikvæð fyrir þær sjálfar. Hún
varð alls ekki til að hjálpa þeim.
- Er orðið nýbúi búið að vinna
sér sess í málinu?
- Ábyrgð fjölmiðla
á því hvem sess orðið
nýbúi hlýtur er mikil.
Mér fannst orðið mjög
jákvætt þegar það
kom fyrst fram. Og
margir sem hingað leita, einkum
ungt fólk, segja að ef það á að
fara að kalla það einhveiju öðru
en sínu eigi nafni, ef það á sem-
sagt að telja það til einhvers hóps,
þá kjósi það fremur heitið nýbúi
en útlendingur. En þegar farið
er að nota orðið í fjölmiðlum sem
yfírskrift yfír neikvæðum fréttum
þá fer maður að hafa sínar efa-
semdir. Ég hef til dæmis í huga
frétt í DV þar sem maður sagði
að tuttugu nýbúar hefðu ráðist á
sig og það var haft í fyrirsögn.
Síðan kom í ljós að í hópnum
voru einungis fjórir nýbúar og
ekki einu sinni um árás að ræða
af þeirra hálfu, en blaðamaðurinn
hafði ekki fyrir því að athuga
þetta nánar áður en þessu var
slegið upp. Ég vona því að fjöl-
miðlar beri gæfu til að forðast
að stuðla að því að orðið nýbúi
fái neikvæðan blæ. Þetta orð
hefur marga kosti og nægir að
nefna þann að allir geta borið
það fram.
Tungumálið
helsti Þrándur
í Götu nýbúa