Morgunblaðið - 18.03.1995, Síða 20

Morgunblaðið - 18.03.1995, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Ýmsar uppákomur fyrir afmælisböm á veitingastöðum FYRR í þessari viku var að ósk fimm ára telpu farið á af- mælisdaginn á Hard Rock í Kringlunni. Það sem vakti fyrir þeirri stuttu var að fá ís með stjörnuljósum og starfsfólkið til að syngja fyrir sig afmælissönginn. Á meðan verið var að borða uppgötv- aði stúlkan að það var ekki bara hún sem átti afmæli á þessum merkisdegi því a.m.k. fjórir aðrir fengu sunginn fyrir sig afmælis- sönginn þann stutta tíma sem staldrað var við á staðnum. Afmælisveisla í Keiluhöllinni Sígildu tertuboðin virðast eiga við meðan börnin eru lítil og fyrir afa og ömmur en þegar krakkar komast á skólaaldur taka við öðru- vísi veislur, pizzuboð, partí þar sem gestum er boðið upp á ýmiss konar snakk og síðan er dansað, horft á myndbönd eða farið í ýmsa leiki. Sumir krakkar halda upp á afmæl- ið sitt í Keiluhöllinni. Þar standa til boða sérstakir afmælispakkar. Afmælisbamið fær að gjöf keilu og síðan geta gestir farið í einn leik sem tekur u.þ.b. klukkustund séu gestirnir til dæmis tíu. Verðið er 250 kr. á mann. Sumir koma með veitingar með sér eða panta þær og þá er oft gert hlé þegar leikur- inn er hálfnaður til að borða. Sigur- vegarinn í leiknum fær síðan einn leik í verðlaun. Þá geta þeir sem vilja keypt pyls- ur, kók eða franskar á staðnum. Pylsan kostar 120 kr., kók 70 kr. og lítill skammtur af frönskum er á hundrað krónur. Þá er hægt að kaupa pakka með pizzum, borð- skreytingu og tilheyrandi og kostar þá allur pakkinn 780 kr. á mann. Mac Donalds með sérþjálfað starfsfólk í afmælisveislur Foreldrar geta komið á Mac Don- alds með böm sín í sérstaka afmæl- isdagskrá. Þar er veislan í höndum sérþjálfaðs starfsfólks sem fer í ieiki með bömunum, veitir verðlaun og síðan er þeim gefíð að borða. Æski- legt er að einn fullorðinn komi með hveijum fimm börnum. Þátttökugjald á bam er 175 kr. og síðan maturinn sem valinn er. Barnagaman nefnist box með gosi, hamborgara, frönskum og leikfangi og kostar það 399 kr. Það eru þá 574 kr. á barn. Þá er hægt að fá afmælistertu sé þess óskað og börn- in eru leyst út með gjöfum. Vilji böm eldri en tíu ára halda veislu á Mac Donalds er í boði svo- kölluð stjömumáltíð sem kostar inn- an við sex hundruð krónur á mann- inn, stór hamborgari eða kjúkling- ur, franskar og gos. Samlokur í afmælið Subway er einnig með sérstök tilboð þegar afmælisveislur eða partí eru annars vegar. Þar er til dæmis hægt að fá svokallaðan risa- sub-samlokubát sem er 1,80 m að lengd með völdu áleggi á 6.999 krónur. Slíkur samlokubátur ætti að duga fyrir 30 manns. Þá er hægt að fá partíplatta á 2.199 krón- ur. Þar er um að ræða 18 kafbáta- bita með völdu áleggi. Auk þess er hægt að fá með kartöfluflögur, smákökur og gos. Sérstakur barna- pakki er hálfur samlokubátur, gos, smákaka og leikfang á 399 krónur. TRAUST, VALSSON ^Íf^lÓNSSON ÝTTU/Vf HEIMI Fjölvaútgáfan kynnir merka nýjung! Grundvallarrit um framtíð íshinds. Handbókí stjómmála- og skipulags frœði, gefur raunsœtt yfirlit yfir stöðu íslands í breyttum heimi. Höfundarnir, Trausti Vaisson skipulagsfræð- ingur og Albert Jónsson stjórnmálafræbingur, leggja spilin á borbib. Yfirgripsmikib verk meö skýrri framsetningu fyrir almenning og ógrynni skýringarmynda og korta í fullum litum. Helstu kaflar eru: Umskipti í alþjóbamálum — Mikilvœgi utanríkisviöskipta — Umhverfismál breyta vibhorfum — Tœkni og þekkingarumhverfi — Menningarþœttir í þróun þjóbmála — Breytingar í byggbaþróun heimsins — Ný Evrópa í mótun — ísland í nýrri heimsmynd — Breytingar á byggöamynstri á íslandi — Mat á leiöum til framtíöar. EFNIBÓKARINNAR SNERTIR OKKUR ÖLL! mBmnmmmmMusBKttwm Pizzuveislur Undanfarin ár hafa barnaafmæli hjá skólakrökkum ekki þótt al- mennileg nema þar væru á borðum pizzur og á mörgum pizzustöðum eru ýmis afmælistilboð. Hjá Pizza Hut er t.d. hægt að halda veisluna á staðnum eða fá sendar heim pizzur. Ef sent er heim fá börnin gos og síðan blöðru eða íspinna með. Þar er tilboðið fjöl- skyldupizza fyrir 4-6, brauðstangir og gos á 1.780 krónur. Auk þess fá afmælisgestirnir semsagt blöðrur og/eða íspinna. Hjá Hróa hetti er veittur 15% afmælisafsláttur af pizzum í af- mæli og 9 tommu pizza fylgir frítt með handa afmælisbarninu. Vilji foreldrarnir halda afmælið á Hróa hetti er krökkunum boðið upp á ís á eftir og þar hefja starfsmenn upp raust sína og syngja. 18 tommu pizza með 2 áleggs- tegundum kostar þar 1.340 kr. en síðan er veittur 15% afsláttur. Dominos veitingastaðurinn er með afmælispakka, þijár 15 tommu þizzur með tveimur áleggstegund- um kosta 3.055 kr. og þeim fylgja diskar, glös, servíettur og glaðning- ur handa afmælisbarninu. Ef pizz- urnar verða fleiri lækkar verðið. Þessi listi er síður en svo tæm- andi, aðeins sýnishorn af því sem í boði er. Það er sennilegt að flest- ir veitingastaðir bjóðist til að gleðja afmælisgesti sína með einhveijum hætti. Neytendavernd á alþjóðadegi neytenda Stjórnvöld gagnrýnd fyrir sinnuleysi Morgunblaðið/Halldór SIGRÍÐUR Arnardóttir lögfræðingur Neytendasamtakanna, Jóhannes Gunnarsson formaður, Þuríður Jóns- dóttir varaformaður og Jón Magnús- son, formaður Neytendafélags höfuð- borgarsvæðisins. ALÞJÓÐADAGUR neyt- endaréttar var á miðviku- daginn og leiðbeiningar Sameinuðu þjóðanna um neytendavernd voru efst á baugi að þessu sinni sam- kvæmt tillögu alþjóðasam- taka neytenda. Leiðbein- ingarnar voru samþykktar af allsheijarþingi SÞ fyrir tíu árum og forsvarsfólk íslensku Neytendasamtak- anna hefur fylgst með frammistöðu hérlendra stjórnvalda hvað þær varð- ar. Ekki verður sagt að rík- isstjórnir síðan 1985 hafi fengið háa einkunn fyrir fylgni við samþykkt SÞ eða aðra fjölþjóðasáttmála á sviði neytendamála. Jón Magnússon, formað- ur Neytendafélags höfuðborgar- svæðisins, sagði að ísland hefði dregist aftur úr öðrum Norðurlönd- um, verðlag hér væri hærra en þar og ljóst að íslensk stjómvöld tækju framleiðenda- og atvinnurekenda- hagsmuni fram yfir hag neytenda. Eðlilegrar samkeppni væri ekki gætt af stjómvöldum og eftirliti með viðskiptum væri ábótavant. Jón benti sérstaklega á nokkur tilmæli leiðbeininga SÞ til ríkisstjórna: Að þær ættu að gera neytendum kleift að njóta hámarkshagnaðar af fjármagni sínu — fá sem mest fyrir þá pehinga sem þeir leggja til þjóð- arbúsins. Að þær ættu að auka að- hald við framleiðendur og dreifend- ur, efla eftirlit með hömlum og slæmum viðskiptavenjum og tryggja virka samkeppni. Að þær ættu að hvetja til samvinnu fyrir- tækja við neytendasamtök, tryggja upplýsingar um bætur til neytenda og stuðla að þjálfun kennara og fjölmiðlafólks í miðlun upplýsinga til neytendaj Stjórnvöld vom gagnrýnd á fund- inum fyrir að sinna ekki heldur öðr- um samþykktum um neytendamál; skuldbindingum á evrópska efna- hagssvæðinu og í Norðurlandasam- starfi. Viðkvæðið er peningaskortur, að sögn forsvarsmanna Neytenda- samtakanna, en áhrifin þjóðhagsleg hvað varðar gæði útflutnings, auk augljóslega lakari stöðu neytenda. Jafnframt væri auðvitað alvarlegt að íslensk stjómvöld héldu ekki íjöl- þjóðasamþykktir. EES skyldaði þau til dæmis til stuðnings við neytenda- samtök í landinu, en lítið færi fyrir honum. Hvað Norðurlandasamstarf varðaði hefði sérstaks styrks verið óskað frá Norðurlandaráði til að íslendingar gætu skipað sérfræð- inganefndir um ýmis hagsmunamál neytenda. Jafnframt hefðu formenn Neytendasamtaka á Norðurlöndum sent forsætisráðherrum landanna bréf þann 8. mars um aukinn stuðn- ing við neytendastofnanir í löndnum og samstarf þeirra. Viðhorf jákvætt til N eytendasamtakanna Könnun Félagsvísindastofnunar um viðhorf almennings í garð Neyt- endasamtakanna var ennfremur kynnt á blaðamannafundi samtak- anna í vikunni. Jóhannes Gunnars- son, formaður samtakanna, sagðist ánægður með útkomuna, sem var mjög jákvætt viðhorf tæpra 27% aðspurðra og frekar jákvætt hjá tæpum 43%. Jóhannes sagði ekki koma á óvart að konur væru ívið jákvæðari en karlar og fólki á miðj- um aldri, búsett á suðvestur-horn- inu, væri hlýjast til samtakanna. Sjómenn og bændur væru hins veg- ar neikvæðastir, enda hefðu for- svarsmenn bænda lengi rekið áróður gegn samtökunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.