Morgunblaðið - 18.03.1995, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
FRÉTTIR: EVRÓPA
Uthafskarfaveiðarnar á Rey kj aneshry gg að hefjast
Þýskur fræðimaður
Heimilt að nota smáan
möskva og klæddan poka
SAMKVÆMT nýjum reglum sjáv-
arútvegsráðuneytisins um veiðar á
úthafskarfa, er heimilt að nota
hveija þá möskvastærð sem menn
kjósa í 35 öftustu metrum trollsins
og klæða þann hluta beigsins og
pokann með hvaða hætti sem er.
Almennar reglur um möskvastærðir
og klæðningu poka gilda ekki utan
200 mílnanna. Á undanförnum
vertíðum hafa gilt sömu reglur um
karfaveiðar innan og utan lögsögu,
en þá er lágmarksmöskvastærð 135
millimetrar og óleyfilegt er að
klæða pokann.
Reglur ráðuneytisins um úthafs-
karfaveiðarnar kveða á um að til-
kynnt skuli hvenær skip hefur slík-
ar veiðar og hættir þeim. Skylt er
að hafa úthafskarfann aðgreindan
frá öðrum afla um borð og skal
hann veginn sérstalega við löndun.
Þá skulu skipstjórar haida afla-
dagbækur og nákvæmar skýrslur
um veiðarnar.
Þá er þess farið á leit við skip-
stjórnarmenn að þeir greini frá því
í afladagbókum, hve mikill hluti
aflans utan lögsögunnar sé djúp-
karfi. Loks má geta þess, að nú
mega skipin stunda veiðar bæði
innan og utan landhelginnar í sama
túr, en svo var ekki í fyrra.
Smáriðin troll endingarbetri
Litlar líkur eru á því, að skipin
verði með önnur veiðarfæri en 135
millimetra möskvann í miklum
mæli, þar sem dýrt er að vera með
tvenns konar troll um borð. Þá er
smáriðið troll einnig mun þyngra í
drætti en troll með stærri möskva.
Skýringin á þessari breytingu nú
er sú, að komið hefur í ljós að troll-
in með 135 millimetra möskvanum
hafa ánetjazt mikið, en svo er ekki
með troll með smærri möskva. Þá
eru holin oft geysistór og þegar
trollið er dregið um borð, getur það
hreinlega brunnið í sundur í renn-
unni undan þunganum. Troll með
stærri möskva eru sterkari og slitna
minna við þessi.átök.
Loks hefur Hafrannsóknastofnun
bent á, að karfínn á þessum slóðum
sé afar einslitur. Þama sé ekki um
neinar aðrar tegundir að ræða og
allur karfínn sé kynþroska og af
svipaðri stærð. Því sé engin hætta
á ferðum þó smár möskvi sé notaður.
Á karfaveiðum á Reykjaneshrygg.
Morgunblaðið/Agnes Bragadóttir
Gamafrystihús IceMac
komíð tíl Kamtsjatka
Deilt um áfallinn kostnað vegna tafa á greiðslum
GAMAFRYSTIHUSIÐ, sem út-
gerðarfélagið UTRF á Kamtsjatka
í Rússlandi keypti af fyrirtækinu
IceMac fiskvinnsluvélar hf. í
Reykjavík er nú komið á áfangastað
í borginni Petropavlosk eftir nokkr-
ar tafir. Gámarnir, 18 alls, voru
kyrrsettir í Pusan vegna ógreiddra
flutningsgjalda, en deilur stóðu milli
UTRF og IceMac um áfallinn kostn-
að vegna þess að greiðslur fyrir
húsið skiluðu sér seinna er ráð var
fyrir gert.
Kaupendur greiddu síðan flutn-
ingskostnaðinn, 3,5 milljónir króna,
og leystu gámana út og verður
húsið sett upp í sumar.
Frystihúsið sett upp á landi
Rússnesku kaupendumir áttu að
taka við gámafrystihúsinu í kóresku
hafnarborginni Pusan og IceMac
að kosta flutning á því þangað.
Rússarnir greiddu allt kaupverðið,
3,1 milljón dollara, eða um 200
millj. kr., eftir nokkra töf, en þegar
kom að því að þeir tækju gámana
í Pusan, kom í ljós að IceMac hafði
ekki greitt fyrir flutninginn á þeim
þangað, sem nam að jafnvirði 3,5
milljónum króna.
Verksmiðjuskip í eigu UTRF,
sem var á leið til Kamtsjatka frá
Kína kom við til að taka gámafrysti-
húsið, en það hafði þá verið kyrr-
sett, þar sem ekki hafði verið greitt
fyrir flutninginn. íslenzkir og rúss-
neskir aðilar komu að málinu til að
leysa það, en á endanum greiddi
umboðsmaður UTRF í Pusan fyrir
flutninginn og vom gámamir síðan
fluttir til Petropavlosk.
Sú breyting hefur nú orðið á fyrri
áætlunum að frystihúsið verður
ekki um borð í verksmiðjuskipi eins
og áður hafði verið fyrirhugað. Því
verður á hinn bóginn komið fyrir á
landi nálægt vinnslustöð þegar
snjóa leysir með vorinu og stefnt
er að því að vinnsla geti hafist í
húsinu í haust þegar vertíð hefst.
Rússarnir neituðu að greiða
áfallinn kostnað vegna
tafa á greiðslum
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins telja rússnesku kaupend-
urnir hverfandi líkur á því að Ice-
Mac uppfylli þau ákvæði samnings-
ins að greiða fyrir flutning gá-
manna til Pusan og kosta uppsetn-
ingu frystihússins og þjálfun starfs-
manna þess.
Gunnlaugur Ingvarsson, fram-
kvæmdastjóri IceMac, segir að
Rússarnir hafi verið orðnir mörgum
mánuðum á eftir með greiðslur og
því hafi dregizt jafnlengi að senda
gámana utan. Vegna þess hefði
IceMac orðið að taka á sig veruleg-
an kostnað, meðal annars vegna
trygginga á gámunum og gengis-
taps og hefðu Rússamir verið ófá-
anlegir til að greiða þennan kostn-
að. Því hefði IceMac tekið þá
ákvörðun að greiða ekki fyrir flutn-
inginn á gámunum til Pusan.
Þá hefði einnig verið hætt við
að setja húsið upp um borð í verk-
smiðjuskipi en reisa það þess í stað
á landi. Fyrir vikið þyrfti að bæta
frystivélum við kerfið og um það
hefði verið gerður nýur samningur
upp á 50 milljónir króna. Inni í
þeim samningi væri uppsetning á
húsinu. „Eg vona að þessi mál séu
endanlega leyst, en við tökum það
skýrt fram að við vinnum ekkert í
uppsetningu hússins nema fá það
greitt fyrirfram. Mikilvægt er að
við setjum húsið upp svo allt virki
eins og til er ætlazt, en ekki ein-
hveijir sem til þess hafa takmark-
aða þekkingu," segir Gunnlaugur
Ingvarsson.
Hagsmunum
smáríkja ekki
fórnað í ESB
Meinhard Hilf
Grundvallareglur
Evrópusam-
bandsins (ESB)
og reynsla Lúx-
emborgar sýna að
smáríki þurfa
ekki að afsala sér
sjálfsákvörðunar-
rétti í helstu
hagsmunamálum
sínum til sam-
bandsins, að sögn Meinhards Hilfs,
sem er prófessor við háskólann í
Hamborg og þekktur fræðimaður
á sviði Evrópusambandsréttar.
Hilf ræddi í erindi á vegum
Útflutningsráðs um reynslu
Lúxemborgar sem eina smáríkis-
ins innan ESB. Hann sagði að
smáríki hefði, samkvæmt skil-
greiningu Sameinuðu þjóðanna,
hálfa milljón íbúa eða færri og
hefði að auki yfirleitt eitt eða tvö
grundvallarhagsmunamál. Hilf
sagðist ekki vilja/æða hvað hugs-
anleg innganga íslendinga í ESB
gæti haft í för með sér, heldur
segja frá reynslu Lúxemborgara
og leyfa mönnum að draga sínar
ályktanir af henni.
Hann sagði ekki vafa á því að
Lúxemborg hefði notið áhrifa inn-
an ESB langt umfram það sem
stærð og fólksijöldi segði til um,
til dæmis væru ýmsar stofnanir
sambandsins þar til húsa. Að hiuta
til væri þetta af landfræðilegum
0g sögulegum ástæðum, þar sem
landið væri eitt af stofnríkjum
Efnahagsbandalags Evrópu og í
hjarta álfunnar og stærri ríkin
hefðu frekar viljað sjá stofnanir í
Brussel og Lúxemborg en hjá
hvert öðru. Smæðin gæti jafnvel
verið kostur: Lúxemborg hefði
átta sinnum verið í forsæti ESB
og hefði þótt standa sig vel, en
hlutirnir gengju einna hægast fyr-
ir sig þegar Þýskaland væri í for-
sæti vegna hins mikla fjölda emb-
ættismanna og áhrifahópa sem
vildu koma nálægt ákvarðanatöku
og samningum.
Sérstaða í skatta-
málum virt
Á hinn bóginn nyti Lúxemborg
góðs af grundvallarreglum ESB,
sem kveða meðal annars á um
jafnrétti ríkja sambandsins, vald-
dreifíngu og virðingu fyrir sér-
kennum þeirra. Hagsmunir Lúx-
emborgar væru einkum tvennir:
fijáls alþjóðaverslun og skattaív-
ilnanir sem gera landinu kleyft að
hýsa umtalsverða alþjóðlega
bankastarfsemi. Fyrri hagsmun-
unum væri augljóslega vel borgið
innan ESB, en það hafi komið
fyrir að hin ríki ESB hafí gert
athugasemdir við sérstöðu lands-
ins í skattamálum. Stjórnvöld í
Lúxemborg hafi hins vegar gert
þeim grein fyrir að þetta væri
grundvallarmál og því hafi kröfum
um breytingar ekki verið fylgt
eftir að hálfu ESB.
Hilf sagði ljóst að með inngöngu
nýrra ríkja í ESB - sem kynnu
að verða 30-34 talsins - yrði að
„dýpka sambandið“ enn meira og
fækka þeim málaflokkum þar sem
ríki gætu beitt neitunarvaldi. Það
myndi á hinn bóginn ekki eiga við
í þeim málum þar sem grund-
vallarhagsmunir væru í húfi -
nýjum ríkjum yrði ekki boðið að
ganga í ESB og þau síðan beðin
að afsala sér sjálfsákvörðunarrétti
í þeim málaflokkum.
Meinhard Hilf heldur fyrirlestur
á morgun, laugardag, kl. 15 á
Sóion Islandus, þar sem hann mun
ræða stöðu smáríkja í Evrópu.
Deila á Tyrkjasamning
ÞINGMENN á Evrópuþinginu létu
í ljós óánægju sína með að ekki
væru strangari skilyrði um umbæt-
ur í mannréttindamálum í samningi
Evrópusambandsins við Tyrkland
um tollabandalag, er samningurinn
var ræddur á þinginu fyrr í vik-
unni. Þingið hafði áður neitað að
samþykkja samninginn nema þrýst
yrði á Tyrki í mannréttindamálum
og voru margir þingmenn æfír yfír
því að forysta ESB hefði ekki tekið
tillit til krafna þeirra.
Alain Lamassoure, Evrópuráð-
herra Frakklands, sem varð fyrir
svörum af hálfu ráðherraráðs ESB,
varaði menn við of mikilli fullkomn-
unarhyggju. Hann sagðist deila
áhyggjum manna af ástandi lýð-
ræðis og mannréttinda í Tyrklandi.
Hins vegar hefðu þau mál verið
tekin upp við tyrknesk stjórnvöld
og þau lofað stjórnarskrárbreyting-
um og pólitískum umbótum.
Samkomulag um
aukaaðild Slóveníu
Brusscl. The Daily Telcgraph.
SAMKOMULAG hefur náðst um
að Slóvenía fái aukaaðild að Evr-
ópusambandinu innan þriggja mán-
aða.
Verður Slóvenía þar með sjöunda
ríki Mið-Evrópu er fær aukaaðild
en áformað er að þau hljóti fulla
aðild að ESB árið 2000. Að Kýpur
og Malta meðtöldum yrðu aðildar-
ríki sambandsins þar með orðin 22
um aldamótin.
Slóvenía er það fyrrum lýðveldi
Júgóslavíu, sem best stendur efna-
hagslega, og hið eina sem á mögu-
leika á ESB-aðild í fyrirsjáanlegri
framtíð.
Samkomulagið um aukaaðild
náðist eftir að ítalir féllu loks frá
andstöðu sinni. Hétu Slóvenar því
að tryggja réttindi í héraðinu Istriu,
sem sviptir voru eignum sínum við
lok síðari heimsstyijaldarinnar.
Stækkun sambandsins mun reyn-
ast mjög erfið og ljóst er að ekki
veðrur hægt að viðhalda sömu land-
búnaðar- og byggðastefnu eftir að
ríki á borð við Pólland og Ungveija-
land fá aðild.
Er nú unnið að því innan ESB
að kanna hvaða leiðir séu færar í
þeim efnum og hvaða breytingar
verði að gera á hagkerfum ríkjanna
níu áður en þau geta gengið inn í
ESB. Einnig er hart deilt um það
hvaða stefnu eigi að taka upp gagn-
vart þeim í félagslegum málum.
Óttast Padraig Flynn, sem fer með
félagsleg málefni í framkvæmda-
stjórninni, að ríkin muni fara fram
á og fá undanþágu samskonar und-
anþágu og Bretar frá hinum félags-
lega kafla Maastricht-sáttmálans.