Morgunblaðið - 18.03.1995, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 29
Svikin loforð
D-listans
ÁRNI Sigfússon, oddviti D-list-
ans í Borgarstjóm Reykjavíkur,
kvartar undan því í grein í Morgun-
blaðinu þann 7. mars s.l. að núver-
andi meirihluti í borgarstjórn vilji
ekki standa við þau kosningaloforð
sem hann gaf sem borgarstjóri s.l.
vor. Eitt slíkra loforða var um að
borgarsjóður legði 100 milljónir
króna til nýbyggingar barnaspítala
á lóð Landspítalans. Lætur Árni í
það skína að það sem ráði afstöðu
Reykjavíkurlistans sé almenn nei-
kvæðni ef ekki í óvild í garð góðs
málefnis.
En hvernig blasa
staðreyndirnar við þegar
grannt er skoðað?
í kosningabaráttunni s.l. vor
barðist D-listinn örvæntingarfullri
baráttu til að halda völdum. Öllu
var tjaldað sem til var og meira
að segja skipt um borgarstjóra í
ofboði. Sá gerðist mikil hamhleypa
Árni Sigfússon virðist
nú hafa gleymt því, seg-
ir Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, að meira
að segja hans eigin
flokksmenn vildu ekki
efna það meðan þeir enn
og sjálfstæðismenn vissu sem var,
að ekki var hægt að innleysa lof-
orðið fyrir kosningar. En fjölmiðlar
gerðu þessum atburði góð skil og
þá var tilganginum náð.
Þann 31. maí, eftir að D-listinn
hafði tapað meirihluta sínum í
Reykjavík, en áður en Reykjavíkur-
listinn hafði tekið við, var bréf
heilbrigðisráðherra lagt fram að
nýju í borgarráði og enn frestað.
Núna, þegar aftur
nálgast kosningar, rit-
ar Árni Sigfússon
umrædda grein í
Morgunblaðið og
undrast hvers vegna
Reykjavíkurlistinn
hefur ekki staðið við
kosningaloforð hans.
Virðist hann nú hafa
gleymt því, að meira
að segja hans eigin
flokksmenn vildu ekki
efna það meðan þeir
enn gátu og sviku með
því alla aðila í þessu
máli; heilbrigðisyfir-
völd, starfsfólk og
sjúklinga á Landspít-
alnum og Kvenfélagið Hringinn,
sem sér nú hugsjón sína í hættu.
Ætlar D-listinn nú
að endurtaka
leikinn ?
í þýðingarmiklum og
viðkvæmum málum
eins og hér er um að
ræða er ekki betra að
veifa röngu tré né
öngvu. Menn eiga ekki
að lofa meiru en þeir
eru vissir um að geta
staðið við. í þessu sam-
bandi vil ég svo minna
á að ríkisstjórnin gerði
um það samþykkt að
byggja barnaspítala á
lóð Landspítalans. Sú
samþykkt getur ekki
staðið eða fallið með því hvort borg-
arsjóður leggi ríkissjóði til fé til
þessarar byggingar enda hafði rík-
isstjórnin aldrei neitt fast í hendi
frá borginni eins og ég hef rakið
hér að ofan. Málið er á verk- og
valdsviði ríkisins og engan veginn
sæmandi að varpa ábyrgð af því
yfir á eitt sveitarfélag í landinu.
Annaðhvort stendur ríkisstjórnin
við sína samþykkt eða ekki.
Núverandi borgaryfirvöld munu
að sjálfsögðu stuðla að uppbygg-
ingu heilbrigðisþjónustu fyrir
Reykvíkinga, að því marki sem
þeim ber, en þau hljóta að leggja
höfuðáherslu á að veita bömum og
fullorðnum í Reykjavík þá þjónustu
sem þau eru ábyrg fyrir lögum
samkvæmt. Það verður ekki gert
með sviknum loforðum D-listans.
Höfundur er borgarstjóri í
Reykjavík.
HYUIlDfll
Ríkulega búinn
Accent
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
gátu og sviku með því
alla aðila í þessu máli.
í orði fremur en á borði og lofaði
að leysa hvers manns vanda.
Á Landspítalanum hefur lengi
verið mikill áhugi á því að koma
upp bættri og fullkomnari þjónustu
við börn en barnadeildin þar býr
nú við mjög þröngan kost. Kvenfé-
lagið Hringurinn hefur jafnframt
haft það sem sitt aðal baráttumál
í áratugi að koma upp fullkomnum
barnaspítala og með þrautseigju
og dugnaði hefur félagið safnað
umtalsverðum Ijármunum til spítal-
ans. Þegar við bættist að sá ráð-
herra sem sat í heilbirgðismála-
ráðuneytinu s.l. vor hafði mikinn
áhuga á málinu virtist mönnum
ekkert að vanbúnaði og ríkisstjórn-
in ákvað að byggja 4.000 m2 barn-
aspítala.
Þá greip Árni tækifærið. Hann
lýsti því yfir að Reykjavíkurborg
myndi styrkja bygginguna með 100
milljónum króna framlagi. Þetta
gerði hann þrátt fyrir að ljóst sé
af lögum um verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga að sjúkrahúsrekst-
ur og uppbygging ríkisspítala sé
alfarið í höndum ríkisins, en ýmis-
legt annað sem varðar sérstaklega
hagsmuni barna, eins og uppbygg-
ing og rekstur leikskóla, sé í hönd-
um sveitarfélaga.
En yfirlýsingin um 100 milljónir
var eðlilega hent á lofti af heilbrigð-
isráðherra sem ritaði borgar-
stjóranum í Reykjavík, Árna Sigf-
ússyni, bréf 28. apríl 1994 þar sem
hann óskaði eftir því að hann stað-
festi yfirlýsingu með bréfi til ráðu-
neytisins. Bréfið var lagt fram í
borgarráði þann 10. maí en hlaut
ekki afgreiðslu — var frestað. Engu
að síður gerðist það þann 26. maí,
við sérstaka athöfn á Landspítala-
lóð í tilefni samnings sem gerður
var milli heilbrigðisráðuneytisins,
Ríkisspítalanna og Kvenfélagsins
Hringsins um uppbyggingu barna-
spítalans, að fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins mætti og hélt þar ræðu.
Þar lofaði hann stuðningi Reykja-
víkurborgar við framkvæmdina. Þá
voru aðeins tveir dagar til kosninga
Negld vetrardekk fylgja!
og sumardekkin í skottið
| Ódýrasti bíllinn í sínum flokki
I 4 dyra HYUNDAI NISSAN TOYOTA MMC
ACCENT SUNNY COROLLA LANCER
RÚMTAK VÉLAR 1341 CC 1397 CC 1331 CC 1299 CC
HESTÖFL 84 89 90 75
LENGD/mm 4117 4230 4270 4275
BREIDD/mm 1620 1670 1685 1690
HJÓLAHAF/mm 2450 2430 2465 2500
ÞYNGD 980 1000 1020 940
VERÐ 1.039.000 1.171.000 1.299.000 1.245.000
• Vökva- og veltistýri
• 84 hestöfl
• 1300 ccvél
• Stafrænt útvarp
og segulband
með 4 hátölurum
ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 553 12 36
Hafið samband við sölumenn okkar
eða umboðsmenn um land allt
Argus & örtcin / SÍA BL-Q02-01