Morgunblaðið - 18.03.1995, Page 32

Morgunblaðið - 18.03.1995, Page 32
32 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ JRwgtiiifclafetí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BRETLAND Evrópuumræða í skugga TÍMAMÓT í YIÐSKIPTALÍFI glæstrar fortíðar BANKARÁÐ íslandsbanka hefur ákveðið að leggja fram á aðal- fundi bankans tillögu um breytingar á samþykktum íslands- banka, sem fela í sér að eigandi þriðjungs hlutar í hlutafélaginu er skyldur til að kaupa hlutbréf annarra hlutahafa, sem þess krefj- ast. Orðrétt hljóðar tillagan á þennan veg: „Ef hluthafi á meira en einn þriðja hlutafjár og ræður yfir sam- svarandi atkvæðamagni, getur hver einstakur hluthafi krafist inn- lausnar hjá hluthafanum. Þá kröfu verður hann að gera innan átta vikna frá því að hann veit af þessum rétti sínum. Náist ekki sam- komulag um verð vísast í 22. gr. og 24. gr. laga númer 2 frá 1995.“ í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs Islandsbanka, að fyrir næstu áramót yrðu ís- lenzk stjórnvöld að fella úr lögum ákvæði, sem takmarka eign erlendra aðila í íslenzkum bönkum við 25%. Bankaráðið mundi samhliða ofangreindu leggja fram tillögu um að fella úr samþykkt- um bankans sams konar ákvæði um takmörkun á erlendri eign í bankanum. Kristján Ragnarsson sagði ennfremur, að hluthafi væri ekki skyldur til að gera kröfu um innlausn og bætti við: „Hver hlut- hafi yrði að meta hvað hann vildi gera, eftir því hver þessi stóri hluthafi væri, ef til þess kæmi og hvaða traust hann bæri til hans, erlends sem innlends, sem vildi eignast ráðandi hlut í bankanum." Þessi ákvörðun bankaráðs íslandsbanka markar ákveðin tíma- mót í viðskiptalífinu og ánægjulegt að eini einkabankinn í landinu skuli ríða á vaðið með þessum hætti. í öðrum löndum eru ákveðn- ar reglur, ýmist skráðar eða óskráðar, sem miða að því að tryggja hlut smærri hluthafa. I stórum almenningshlutafélögum með dreifðri eignaraðild getu'r einn stór hluthafi náð stjórn á hlutafélag- inu í krafti minnihluta hlutafjár vegna þess hve dreifingin á hlut annarra er mikil. Dæmi um þetta er 34% eignaraðilql Eimskipafé- lags íslands að Flugleiðum. Þegar rætt var um sölu á hlut Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyringa komu fram raddir um, að ef einn aðili eða fáir aðilar keyptu sameiginlega hlut bæjarins í fyrirtækinu ætti að gera þeim hinum sama skylt að bjóðast til þess að kaupa hlut annarra hlut- hafa, sem ella gæti orðið lítils virði. Þeir sem því héldu fram höfðu auðvitað rétt fyrir sér. Hugmyndir af þessu tagi hafa verið til umræðu hér undanfarin ár. Morgunblaðið hreyfði slíkum hugmyndum fyrst að ráði á árinu 1990 og hefur fjallað um þessa sjálfsögðu reglu við og við síðan. Tveir af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þeir Matthías Bjarnason og Eyjólfur Konráð Jónsson, fluttu þingsályktunartillögu á AI- þingi, sem að lokum var samþykkt, þess efnis, að lagasetning um þetta efni yrði undirbúin. Fyrir nokkrum vikum gerði Eiríkur Guðna- son, seðlabankastjóri, slíka reglu að umtalsefni í ræðu á ársfundi Verðbréfaþings íslands og benti þá m.a. á, að í sumum löndum hefði viðskiptalífið sjálft sett sér siðareglur um þessi efni. Þegar hugmyndum um að setja slík ákvæði í löggjöf var fyrst hreyft hér í Morgunblaðinu var þeim illa tekið af forystumönnum í viðskiptalífinu. Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið, hluta- bréfamarkaðurinn hefur tekið út ákveðinn þroska og menn gera sér nú betri grein en áður fyrir nauðsyn þess að vernda stöðu hlut- hafa í almenningshlutafélögum á margan hátt. Að sumu leyti með því að tryggja, að ársreikningar fyrirtækja gefi sem gleggsta mynd af stöðu fyrirtækjanna og ráðstöfun stjórnenda á fjármunum hluthafa. Að öðru leyti með því að tryggja það jafnræði á milli hluthafa, að minnihluti þeirra geti ekki ráðskast með fjármuni meirihlutans að vild. Ákvæði í lögum, reglugerðum og siðareglum viðskiptalífsins sjálfs, þess efnis, að hluthafi, sem eignast hefur ákveðinn tiltölu- lega stóran hlut í fyrirtæki, verði að bjóðast til þess að kaupa hluta-, bréf annarra hluthafa á ákveðnu verði er til þess fallið að tryggja stöðu margra smárra hluthafa. Þess vegna er sjálfsagt að taka upp slíka reglu, eins og gert hefur verið í mörgum öðrum löndum. Annað dæmi mætti nefna, sem líka er ástæða til að huga að, Víða um lönd er þeim, sem kaupa hlutabréf í fyrirtækjum, skylt að skýra frá því opinberlega hver kaup þeirra eru,' þegar þau eru komin upp í ákveðinn hundraðshluta. Nýlegt dæmi má nefna um viðskipti á hlutabréfamarkaðnum hér. Fyrir nokkrum mánuðum hóf þáverandi minnihluti í Islenzka útvarpsfélaginu hf. kaup á hluta- bréfum í fyrirtækinu án þess, að nokkur vissi hver kaupandinn var. Hið eina, sem menn vissu var, að mikil viðskipti voru í gangi með hlutabréf í fyrirtækinu. Þegar upp var staðið kom í ljós, að þáverandi minnihluti var orðinn að meirihluta og stjórnarskipti urðu í fyrirtækinu. Auðvitað er eðlilegt, að slík átök um fyrirtæki fari fram fyrir opnum tjöldum, fyrir liggi opinberlega hveijir eru að bjóða í hlutabréf og hvað þeir vilja greiða. Þannig er hluthöfum tryggður sá sjálfsagði réttur að geta vegið og metið hvort þeir vilja selja og hveijum þeir vilja selja. Bankaráð íslandsbanka hefur tekið hér merkilegt frumkvæði. Vonandi verður það til þess að fleiri stór fyrirtæki, sem skráð eru á almennum markaði, fylgi í kjölfarið og taki upp sams konar ákvæði í samþykktum sínum. Morgunblaðið hefur hingað til talið nauðsynlegt að setja ákvæði sem þessi í lög. Framtak íslands- banka vekur upp vonir um, að þrátt fyrir allt kunni viðskiptah'fið sjálft að taka að sér að koma fram þessum sjálfsögðu réttarbótum fyrir almenna hluthafa. AF ERLENDUM VETTVANGI Deilur um afstöðuna til Evrópusambandsins hafa hrjáð brezka íhaldsflokkinn. Ólafur Þ. Stephensen hitti fulltrúa andstæðra sjónar- miða í þingflokki íhaldsmanna að máli og komst meðal annars að raun um að söguleg sérstaða og glæst fortíð Bretlands setur mark sitt á allar umræður þar um Evrópumál. svokölluð fantabrögð forystu íhalds- flokksins við afgreiðslu Maastricht- sáttmálans, hefur uppi sams konar röksemdir. Hún segir að ólíkt mörgum körlum í þingflokknum, sem séu upp- teknir af útópískum hugtökum, myndi hún sér skoðun út frá eigin reynslu af fyrirtækjarekstri og útflutningi. „Reglugerðafargan Evrópusambands- ins hefur gert líf fólks ömurlegt þessi tuttugu ár, sem Bretar hafa verið þar innan dyra,“ segir hún. „Ef menn reka lítið fyrirtæki geta þeir allra sízt keypt sér meiri tíma og það tekur mikið af tíma fólks að uppfylla allar þessar kröfur.“ Evrópa er lítill staður Gorman segir að stjómvöld í Evrópu tali sífellt um að skapa þurfí fyrirtækj- um jöfn skilyrði. I stað þess að fjar- lægja viðskiptahindranir, reisi þau hins vegar yfirleitt nýjar. „Afstaða Evrópusambandsins vinnur gegn Evr- ópu. Þótt því takist að skapa jöfn samkeppnisskilyrði innan Evrópu, get- um við ekkert gert varðandi aðra heimshluta, sem við eigum í sam- keppni við. Evrópusambandið er tolla- bandalag, ekki fríverziunarbandalag. Við erum eins og rauðskinnár, sem hreiðrum um okkur innan við skíðgarð viðskiptahindrana. “ Gorman segir að Bretar eigi allra sízt að takmarka sig við þennan vemd- aða markað, heldur verzla við allan heiminn eins og þeir gerðu áður fyrr. „Evrópa er í rauninni lítill staður,“ segir hún og minnir á að í álfunni búi aðeins tíundi hluti mannkyns. „Bret- land er í einstakri stöðu, miðað við afganginn af Evrópu. Við höfum alltaf búið á þessari eyju undan ströndum meginlandsins og við getum ekki breytt sögunni. Utlendir herir hafa ekki mðzt yfir okkur eins og megin- landsríkin. Við höfum siglt um heims- ins höf og tekið okkur bólfestu um allan heim, komið upp verzlunar- tengslum og njótum enn góðvilja víða um heim, auk tungumálatengslanna við stóra heimshluta. Við ættum að einbeita okkur að þessum möguleikum á ný. Við höfum alltof lengi beint sjónum til Evrópu." Teddy Taylor tekur __________ undir með Gorman: „Evr- ópa nýtur hvorki ríki- dæmis né hagvaxtar. Hún er svæði, þar sem atvinnuleysi er miklu meira en annars staðar í iðnvæddu ríkjunum. Við óttumst að hin nánu tengsl okkar við Evrópu geti haft alvarlegar efna- hagslegar afleiðingar. Við ættum að horfa til hagvaxtarsvæða heimsins, en ekki heimsálfu, sem stendur sig illa.“ Tengsl milli sjálfstæðis og lýðræðis Þótt efnahagslegar röksemdir séu uppistaðan í málflutningi Gormans og Taylors, eru þau bæði upptekin af sögulegri sérstöðu og glæstri fortíð DEILUR um Evró_pumál hafa hijáð brezka Ihaldsflokk- inn og ríkisstjóm hans undanfarin misseri. Nú er svo komið, eftir að þingmenn mótmæl- enda á Norður-írlandi fyrtust við íhaldsmenn, að ríkisstjórn Johns Major hefur ekki lengur traustan meirihluta á þingi. Níu þingmenn íhaldsflokksins voru reknir úr þingflokknum eftir að þeir greiddu atkvæði gegn stjórninni við afgreiðslu frumvarps um virðis- aukaskatt á eldsneyti, en sú afstaða þeirra mótaðist af andstöðu við Evr- ópusamræmingu. Sumir spá því að deilurnar um Evr- ópumálin eigi eftir að valda því að ríkisstjóm íhaldsmanna hrökklist frá völdum fyrr en ella. Ljóst er að ríkis- stjómin er sjálf klofin í afstöðu sinni til Evrópusambandsins. En hvað veldur hinum harðvítugu deilum um afstöðu til ESB í brezka íhaldsflokknum — deilum, sem eiga sér ekki samsvömn í öðrum hægri- flokkum í ríkjum Evrópusambandsins? Svörin, sem fást hjá „efasemdamönn- unum“ í þingflokknum (upp á síðkast- ið kjósa þeir fremur að kalla sig raun- sæismenn) virðast við fyrstu sýn feng- in úr smiðju Thatcherismans og bera keim af fijálshyggju í efnahagsmál- um. Hræðileg vonbrigði Þannig segir Sir Teddy Taylor, einn níumenninganna, sem voru reknir úr þingflokknum: „Reynsla okkar af Evr- ópusambandsaðild hefur verið mjög slæm og valdið okkur hræðilegum vonbrigðum. Qkkur var _____________ sagt að aðild myndi bæta viðskiptakjör okkar og að við fengjum að taka þátt í svæði með mikla hag- vaxtarmöguleika. Sann- leikurinn er sá að verzlun ________ okkar við Evrópu hefur farið á versta veg og viðskiptahallinn frá upphafi er 100 milljarðar punda. Hlutur okkar í viðskiptum við Evrópu hefur raunar lækkað undánfarin tvö ár. Auk þess er kostnaðurinn við aðild- ina að sliga okkur. Landbúnaðarstefn- an kostar meðalfjölskylduna til dæmis 28 pund aukalega á viku í formi skatta og hærra matarverðs, að því er utan- ríkisráðherrann okkar segir. Nettó- framlag okkar til Evrópusambandsins er fimm pund á viku á hveria fjöl- skyldu." Teresa Gorman, annar brottrekinn íhaldsþingmaður og höfundur bókar- innar „The Bastards", sem fjallaði um Við höfum alltaf búlð á þessari eyju og sagan breytist ekki Breta. Því hefur löngum verið haldið fram að slík afstaða hafi byrgt Bretum yfirleitt — ekki bara íhaldsmönnum á hægri vængnum — sýn til meginlands- ins og veðurlýsingin fræga „þoka á Ermafsundi, meginlandið einangrað" stundum verið notuð til að lýsa hugs- anaganginum. Dr. Christopher Hill, prófessor í alþjóðastjórnmálum við London School of Economics, bendir á að reynslan af tveimur heimsstyijöldum hafi mót- að hugsanagang Breta mjög sterkt: „í huga fólks eru sterk tengsl á milli varðveizlu lýðræðislegs þingræðis og þess að hafa verið fijáls frá ytri áhrif- um.“ Sir Teddy Taylor hafnar því reynd- ar algerlega að hann taki afstöðu út frá sögunni, og segir „raunsæismenn" leggja áherzlu á kalt mat á hagsmun- um eins og þeir blasi við í dag. Hann viðurkennir þó að afstaðan til ESB mótist af sögulegri reynslu: „Það hef- ur alltaf verið meiri áhugi á Evrópu- sambandinu í löndum á borð við Þýzkaland og Ítalíu, sem eru ekki mjög stolt af fortíðinni og líta á Evr- ópu sem eitthvað spennandi og já- kvætt, sem þau geta hlakkað til. Þess vegna hefur Evrópusambandið verið vinsælla í þessum ríkjurn." Bretar eiga engan hlut í sögu meginlandsins Teresa Gorman skefur hins vegar ekki utan af hlutunum: „Það er alger- lega andstætt þjóðarsál Breta að Evr- ópa stjórni Bretlandi. Ef ég væri meg- inlandsmannéskja, sem hefði orðið fyrir innrásum allra hinna á megin- landinu aftur á bak og áfram í ald- anna rás, fyndist mér kannski skyn- samlegt að hafa náið ríkjasamband til þess að hindra að slíkt gæti gerzt aftur í framtíðinni. En Bretar eiga engan hlut í þeirri sögu. Við þurfum ekki að halda okkur í röndina á Evr- ópu og halda að án hennar getum við ekki spjarað okkur." Sir Peter Hordern, formaður Evr- ópumálanefndar þingflokks íhalds- manna, gefur lítið fyrir röksemdir „efasemdamannanna“. Hann segir að ævinlega hafí verið tuttugu til þijátíu vandræðagemsar í þingflokknum, sem hafi haft allt á hornum sér í Evrópu- málum. Það, sem nú standi íhalds- flokknum fyrir þrifum, sé hins vegar að hann hafi aðeins tólf atkvæða meirihluta á þingi og þess vegna geti þessi litli hópur, sem hafi átt það skil- ið að vera rekinn úr þingflokknum, komið stjórninni í vandræði og náð athygli fjölmiðla. Víglínan dregin við upptöku Evrópumyntar Auðvitað er mikið til í þessu og staðan á þingi er ein ástæða þess að John Major hefur reynt að höfða til efasemdamanna að undanförnu. Þó er málið ekki svona einfalt. Almenn- ingsálitið í Bretlandi hefur að undan- förnu snúizt gegn Evrópusambandinu, ekki sízt vegna áforma um upptöku sameiginlegs gjaldmiðils. Bretar hafa aðra afstöðu til gjaldmiðils síns en margar aðrar þjóðir; sterlingspundið er nokkurs konar þjóðar- og sjálfstæð- istákn. Bretum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar mælskari ESB-andstæðingar spyija hvort þéir vilji skipta á mynd af drottningunni og Jacques Delors á peningaseðlunum. Röksemdir Kenneths Clarke fjár- málaráðherra um að sameiginlegur gjaldmiðill myndi treysta viðskipti við önnur Evrópuríki, auka samkeppnis- hæfni fyrirtækja og lækka vexti, fell- ur því ekki endilega í fijóan jarðveg. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 33 „Skilaboð“ til íslend- mga ÞINGMENN brezka Ihaldsflokks- ins eru — óumbeðnir — ósparir á ráð til íslendinga í Evrópumálun- um. Þannig segir Sir Teddy Taylor: „EFTA voru skynsamleg sam- tök. Vandamálið nú til dags er aðild EFTA að Evrópska efnahags- svæðinu, sem mér lízt engan veg- inn vel á. Með aðild að EES verða menn að samþykkja 60% af löggjöf Evrópusambandsins, þótt þeir eigi engan þátt í að ákveða hana.“ Um fiskveiðimál segir Taylor: „Við fengum alls konar tryggingar í fiskveiðimálunum. En ákvarðanir um fiskveiðar eru teknar með at- kvæðagreiðslum, þar sem meiri- hluti ræður. Þá eru tryggingarnar einskis virði. Eg skora þess vegna á íslenzku þjóðina, sem ég ber mikla virðingu fyrir: Hlustið ekki á „tryggingar", „yfirlýsingar“ eða , jákvæða afstöðu". Allt slíkt er í raun einskis virði. Ef tryggingar fyrir loforðum Evrópusambands- ins varðandi fiskimið Islendinga eru ekki skrifuð inn í aðildarsamn- inginn, eru þær verðlausar.“ Og Taylor bætir við: „Látið ekki blekkjast af loforðum, tryggingum eða yfirlýsingum eins og Bretar gerðu því miður.“ Erfið reynsla að vera utan ESB Sir Peter Hordern tekur allt annan pól í hæðina og segir að Evrópusambandið vonist til að geta fjölgað aðildarríkjum, og út á það muni ríkjaráðstefnan 1996 ganga. „ Við vitum hvernig það er að vera utan Evrópusambandsins. Það er alls ekki ánægjuleg reynsla, vegna þess að þar eru teknar ákvarðanir, sem snerta efnahags- og viðskipta- líf þeirra sem standa fyrir utan en þeir hafa engin áhrif á. Það er mikilvægt að lítil lönd hafi hlut- verki að gegna innan Evrópusam- bandsins, þannig að rödd þeira megp heyrast þar. Heimurinn nú á dögum er orðinn svo samtvinnaður að það er litið gaman að standa einangraður. Þess vegna er mikilvægt að sér- hvert land eigi sína fulltrúa innan þeirrar fjölskyldu þjóða, sem Evr- ópusambandið stendur fyrir,“ seg- ir hann. Aðspurður hverjar hann telji lík- urnar á að íslendingar fái undan- þágur frá sjávarútvegsstefnu Evr- ópusambandsins segir Sir Peter: „Svar við því fæst aðeins í aðildar- viðræðum." SirTeddy Taylor Teresa Gorman Bill Cash Sir Peter Hordern Andstæð sjónarmið ■ Horfum til vaxt- ■ Reglugerðafarg- arsvæða, ekki álfu an ESB hefur gert sem stendur sig illa. líf fólks ömurlegt. ■ Maastricht bjó til pólitískan Frankenstein. ■ Þetta fullveldis- tal er kjaftæði og byggt á fáfræði. Fullyrðingar hans um að myntbanda- lag þurfi ekki að þýða pólitískan sam- runa, eru Iíka, eins og Christopher Hill segir, „aðeins orð. Auðvitað yrði sameiginlegur gjaldmiðill í raun gífur- lega stórt skref fram á við í samruna- þróuninni og hefði gríðarlega tákn- ræna þýðingu. Þetta vita allir og þess vegna hefur víglínan verið dregin við upptöku sameiginlegrar Evrópumynt- ar.“ Bill Cash, helzti foringi efasemda- manna í þingflokki íhaldsflokksins (hann er enn í þingflokknum, enda sat hann hjá við áðumefnda atkvæða- greiðslu, en greiddi ekki atkvæði gegn stjórninni) leggst eindregið gegn þátt- töku Breta í evrópsku myntbandalagi. Fyrir tveimur árum var honum reynd- ar bolað úr formennsku Evrópumála- nefndarinnar, sem Sir Peter Hordem gegnir nú, vegna þessarar afstöðu sinnar. „Ef við höfum bandalag án landamæra og sameiginlegan gjald- miðil, jafngildir það einu og óskiptu ríki. Enginn getur andmælt því,“ segir Cash. Sameiginleg mynt yrði ekki ónæm fyrir spákaupmennsku Hann metur það svo að sameiginleg mynt Evrópusambandsríkja verði æ fjarlægari draumsýn. Erfiðleikar pes- etans, escudosins og frankans sýni fram á það. „Sameiginleg mynt verður heldur ekki frekar ónæm fyrir spá- kaupmennsku en gjaldmiðlar aðildar- ríkjanna eru núna. Ef sameiginlegri mynt yrði komið á, yrðu afleiðingarn- ar af atlögu að henni skelfilegar. Efna- hagslíf Evrópu, sem allt yrði sam- tengt, myndi hrynja saman. Við getum forðazt þetta með því að reka þá skyn- samlegu stefnu að vernda okkar eigin gjaldmiðil með mikilli skilvirkni í efna- hagslífinu og stöðugleika í verðlagi." Cash er þeirrar skoðunar að Bretar ættu nú þegar að skipta um stefnu og hafna sameiginlegri mynt. Hann segir að þannig mætti hafa áhrif á almenningsálitið í Frakklandi fyrir forsetakosningarnar. „Ef Frökkum yrði ljóst að þeir stæðu einir með Þjóð- veijum, myndu þeir ekki greiða þeim frambjóðanda atkvæði sitt, sem vildi leiða þá inn í myntbandalag með Þýzkalandi." ESB verði gírað niður Cash segir að áður en undirbúning- ur fyrir ríkjaráðstefnu Evrópusam- bandsins á næsta ári kemst á skrið, eigi almenningur og pólitískir leiðtog- ar í Evrópu, sem ekki samþykki æ nánari samruna ESB-ríkjanna, að láta í sér heyra. „Það þarf að semja um allt skipulag Evrópusambandsins upp á nýtt. Við eigum að hafna sameigin- legri mynt þegar í stað ti! að ná for- ystu í umræðunni. Við eigum síðan að leggja til að valdsvið stofnana Evrópusambandsins verði skert méð róttækum hætti til þess að ná þessu öllu saman niður á jörðina aftur. Síðan eigum við að spyija önnur Evrópuríki hvort þau ætli í raun og veru að halda áfram á þessari geggjuðu _________ braut, sem mun valda stór- kostlegum óstöðugleika, eða hvort þau vilji gíra Evrópusambandið niður að því marki, að við höfum sameiginlegan markað og reynum að tryggja að hann virki eins og hann á að gera, endurbætum sameiginlegu landbúnað- arstefnuna og drögum úr áhrifum Evrópudómstólsins með því að þrengja valdsvið ESB.“ Cash segir ekki nóg með að Evrópu- samruninn ógni þjóðarvitund Breta. „Samrunaþróunin er komin á það stig að hún ógnar Evrópu," segir hann og vísar til gotneskra hryllingssagna Mary Shelley og Edgars Allans Poe: „Maastricht bjó til pólitískan Franken- stein, sem gengur berserksgang í House of Ushers.“ Sir Peter Hordern deilir ekki þess- ari framtíðarsýn efasemdamannanna og hann hefur engar áhyggjur af því þótt sterlingspundið hverfi af sjónar- sviðinu. Hann segir að þótt Bretar eigi þess kost að standa utan mynt- bandalagsins, verði þeir að horfast í augu við það. „Ég tel að Evrópumynt- in muni einn daginn verða fyrir valinu sem gjaldmiðill Bretlands. Málin munu einfaldlega þróast þannig. Það er óskynsamlegt að lýsa því yfir fyrir- fram að við munum ekki samþykkja sameiginlega mynt til þess að vernda fullveldið, ef athafnamenn komast að þeirri niðurstöðu að sameiginleg mynt sé nákvæmlega það sem Bretland þarf á að halda." Enginn sakaði Churchill um að skerða fullveldið Sir Peter segir að það sé tóm vit- leysa að fjalla um sameiginlega mynt á tilfinningalegum þjóðernisnótum, og hann kann að vitna í söguna, rétt eins og efasemdamenn. „Lengst af seinustu þijúhundruð ár hefur sterl- ingspundið verið á gullfæti. Það var undirstaða iðnaðar- og viðskiptastyrks heims- veldisins. Vegna gull- forðans gátum við boðið upp á lága vexti. Eftir seinna stríð gengum við __________ í Bretton Woods-sam komulagið, sem batt sterlingspundið við dollarann, sem var sjálfur á gullfæti. Enginn sakaði Winston Churchill um að ganga á fullveldi Breta með þessum samningum. Þetta fullveldistal er þess vegna kjaftæði og byggt á fáfræði." Höldum forræði í utanríkis- og varnarmálum En hvar dregur Sir Peter þá mörk- in varðandi fullveldi Bretlands? Hann segir að til þess að hægt sé að líta á Evrópusambandið sem eitt og sama ríkið, verði núverandi aðildarríki að hafa misst vald á fjárlögum sínum, utanríkismálum og varnarmálum. Útreiðin við Súez sýnir að við gátum ekki staðið einir Hann bendir á að fjárlög Evrópusam- bandsins séu mjög lág upphæð miðað við fjárlög aðildarríkjanna og þau verði ekki aukin án samþykkis allra aðildarríkjanna. Ekki sé heldur líklegt að mikið breytist í utanríkis- eða varn- armálum á ríkjaráðstefnu Evrópusam- bandsins á næsta ári. Sir Peter segir meginverkefni þeirr- ar ráðstefnu að tryggja að hægt verði að fjölga aðildarríkjunum. Út frá ör- yggishagsmunum segir hann bráð- nauðsynlegt að taka Austur-Evrópu- ríkin inn í sambandið; byija á Ung- veijalandi og Póllandi og stefna svo alla leið austur til Rússlands. Niður- staðan að hans mati ætti að verða stórt fríverzlunarsvæði, sem engu að síður hefði lága tolla gagnvart um- heiminum. Hann segist sömuleiðis telja að taka þurfi á landbúnaðarkerfi Evrópusambandsins og fjársvikum í sambandi við sjóðakerfí þess. Leiðin til þess arpa sé að veita Evrópuþing- inu aukin völd. Sir Peter segir að með fjölgun aðild- arríkja hljóti niðurstaðan að verða fremur lausriðið samband. Það sé sjálfsagt mál að dreifa framkvæmda- stjómarmönnum á ríkin og hann sjái ekki að Bretar þurfi fleiri en einn mann í framkvæmdastjórninni. Hins vegar komi ekki til greina að afnema neitunarvald í ráðherraráðinu. Stingi önnur aðildarríki upp á því — þá - muni Bretar einfaldlega beita neitun- arvaldi sínu í ráðherraráðinu. Aðild vartn gegn dvínandi áhrifum Breta „Evrópusambandsaðildin hefur ekki skaðað þjóðarvitund Breta á nokkurn hátt,“ segir Peter Hordem. „Það hafa verið nokkur atriði, sem hafa farið í taugamar á okkur hvað varðar nýjar reglugerðir, en það hefur ekki verið neitt meira en það.“ Hann segir að þvert á móti sé reynslan af aðildinni góð. Hún hafi bætt viðskiptakjör Breta, dregið úr margvíslegum viðskiptahindrunum, sem meginlandsríkin hafi reynt að reisa, hvatt til fjárfestingar í Bret- landi og unnið gegn dvínandi áhrifum þeirra á alþjóðavettvangi. Undir þetta síðasta tekur Neil Carmichael, framkvæmdastjóri hóps þingmanna og áhrifamanna í íhalds- flokknum sem kallar sig The Conser- vative Group for Europe: „Við komum okkar betur fram þegar við stöndum með öðmm Evrópuríkjum. Við þurfum ekki annað en að rifja upp útreiðina, sem við fengum við Súez 1956 til að átta okkur á því að við gátum ekki lengur staðið einir.“ Þegar rætt er við þá, sem kalla sig Evrópusinna í hópi brezkra íhalds- manna er þrátt fyrir allt ljóst að þeir era hvergi nærri tilbúnir að ganga jafnlangt í átt til frekari samruna á ríkjaráðstefnunni og ýmis stjórnmála- öfl á meginlandi Evrópu. Christopher Hill, sem er meðal annars sérfræðing- ur í mótun brezkrar utanríkisstefnu og utanríkis- og varnarsamstarfi Evr- ópusambandsríkjanna, segir líklegt að viðhorf stjómar íhaldsmanna — verði hún áfram við völd þegar ríkja- ráðstefnan hefst — muni mæta and- stöðu bæði hjá Frökkum og Þjóðveij- um. Hins vegar sé á það að líta að brezka stjórnin hafi ekki setið með hendur í skauti, heldur sé hún nú önnum kafín við að móta eigin stefnu fyrir ríkjaráðstefnuna. Svo geti farið að Bretar geti safnað liði gegn sam- bandsríkishugmyndum Frakka og Þjóðveija, sem risti hvort sem er ekki sérlega djúpt. Tillögur Breta ganga meðal annars út á eflingu Vestur-Evrópusambands- ins, þó þannig að aðildarríkin hafi áfram vald á eigin herafla. „Bandarík- in era nú hlynnt Vestur-Evrópusam- bandinu og Frakkar og Þjóðveijar átta sig ef til vill á að það getur ekki þróazt út í evrópskt vamarbandalag þegar í stað. Þess. vegna er ekki lík- legt að mjög hart verði deilt um hlut- verk VES og tillögur Breta gætu hlot- ið brautargengi," segir Hill. Hvað varðar samstarf Evrópusam- bandsríkjanna í utanríkismálum, segir Hill ólíklegt að nokkuð breytist. „Eng- inn býst í rauninni við því að meiri- hlutaatkvæðagreiðslur verði teknar upp í einhverri alvöru við mótun sam- eiginlegu utanríkis- og öryggisstefn- unnar eða að ESB gefi ríkjum utan sambandsins öryggistryggingar. Ég á þess vegna von á að Bretar verði mátulega fastir fyrir á þessum víg- stöðvum og að þeir muni komast upp með það,“ segir Hill.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.