Morgunblaðið - 18.03.1995, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 18.03.1995, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ I AÐSENDAR GREINAR Hléið á undan storminum NÚ ER komin þessi kyrrðartíð í verkfalli Kíog HÍK þegar lítilla sem engra tíðinda er að vænta af vígstöðv- unum. Með því móti vonast ríkisvaldið til að geta svelt uppi kennara svo þeir gangi sem fyrst að afarkostum þess. Þetta er vissulega skondin staða og skringileg. Það er ekki beinlínis vegna þess að hún sé einsdæmi í íslenskri kjarabaráttu, heldur hins hve langt þarf að fara út fyrir álfuna til að finna fyrirmyndina að rausnarskap ríkisins. Þar til fyrir nokkrum árum hélt ég að við Islendingar værum Evr- ópubúar, sem vildu öðru fremur varðveita tengslin við upprunann. Ég minnist þess hve þessi vitund var sterk í hugum minnar eigin kynslóðar. Hún var til dæmis leiðarljós okkar í andstöðunni við ame'rísk áhrif, sem okkur þótti vaða uppi með menningarlegrar flatneskju og öðru ámóta hugsun- í röðum verkalýðsfor- ystunnar hefur ríkt skefjalaus öfund í garð kennara, segir Halldór Björn Run- ólfsson, sem og ann- arra menntamanna. arleysi. Mótvægi við þessari út- þynningu var aðeins eitt: Meiri og betri menntun. Þó var á þeim árum ekki skollin á sú upplýsingabylting, sem nú er forsenda allra rauverulegra framfara. Mín kynslóð gat því ekki fundið óræk rök fyrir gildi menntunar. Þá vorum við tvíbent í afstöðu okkar til skólahalds. Það var ekki laust við að sumum okk- ar fyndust skólar til þess eins að umbreyta námsmönnum í embætt- isaðal og önnur miður þarfleg möppudýr. Það var býsna útbreidd skoðun á sjöunda og áttunda ára- tugnum að menntun gerði menn að hrokafullum málpípum þeirra, sem valdið hefðu. Breyttar forsendur Slík afstaða varð til þess að dijúgur hluti íslenskra náms- manna taldi það skyldu sína að tala máli hins hluta samfélagsins, sem ekki naut Iangrar skólagöngu. Það var m.ö.o. útbreidd skoðun meðal minnar kynslóðar að hvers kyns langskólanám væru forrétt- indi. Þessi forréttindi bar að þakka dugandi og fórnfúsum meðbræð- rum, sem sjálfir höfðu farið á mis við þá paradís að ganga mennta- veginn. Það hvarflaði að fæstum okkar að framtíð íslensks þjóðfé- lags væri þá þegar undirorpin aukinni __ sérhæfingu langskóla- manna. í skammsýni okkar töldum við að við gætum að eilífu haldið Halldór Björn Runóifsson Sjáhu hlutina í víbara samhengi! þjóðinni í vöggu áhyggjulausrar veiði- mennsku. Nú er sök sér ef almenningur hefur ekki áttað sig á breyttum forsendum. Það tekur þjóðir tíma að melta nýjar að- stæður. En til þess eru ráðamenn og ríkis- stjórnir að hjálpa þeim til aukins skilnings. Það hefur ríkisstjórn- um íslands mistekist á undanförnum tveim- ur áratugum vegna þess að ráðherrar þeirra hafa verið rúnir allri framsýni. Ég ætla ekki að fara að gera upp á milli allra þeirra stjórnmála- manna, sem slugsað hafa við heimadæmin því jafnvel þeir, sem byggðu fylgi sitt á fögrum fyr*r- heitum og fagurgala um nauðsyn kraftmikillar menntastefnu reynd- ust verstu svikarar þegar öll kurl komu til grafar. Hitt voru óræk teikn um íslenskt undanhald í menntamálum þegar einn okkar ágætu menntamálaráðherra hældi sér af því að vera ómenntaður en reyndist þó ekki verr en hinir, sem töldu sig sprenglærða. Hvað mundu sjómenn segja ef sjávarút- vegsráðherra gumaði af þekking- arskorti í faginu, en reyndist svo ekki verr en spekingarnir? Alvöruleysi Mannvitsbrekkurnar, sem eftir komu, settu hina gáfulegustu hluti á oddinn eins og afnám bókstafs úr íslenska stafrófínu og flutning allrar framhaldsmenntunar til heimahaganna. Nú skyldi ekki lengur mulið undir námsmenn með farareyri og uppihaldi í útlöndum, enda þótt slíkt væri margfalt ódýr- ara og árangursríkara en menntun heimafyrir. Sem betur fer féll sú vitleysa um sjálfa sig þegar ráðherrann hrökklaðist úr stólnum. Sem yfir- maður menningarmála lagði sama gáfumenni til að íslenskir kvik- myndagerðarmenn einbeittu sér að auglýsingagerð í stað þess að stunda sníkjur til eflingar inn- lendri kvikmyndagerð. Þannig hefur mennta- og menn- ingarmálum þjóðarinnar verið stjórnað af meira eða minna al- vöruleysi í a.m.k. tvo áratugi. Á sama tíma hefur almenningi verið talin trú um að menntun tröllríði ríkiskassanum og hér sé offram- boð af langskólagengnu fólki. Menntamálaráðherrann, sem hamaðist gegn zetunni, vildi helst telja niður menntun í landinu svo íslendingar yrðu samkeppnisfærir við ódýran vinnulýð í Austurlönd- um fjær. Dýrkeypt níska Það kemur hins vegar á daginn að við erum prósentvís varla hálf- drættingar á við Dani og Þjóð- veija í fjárframlögum til mennta- mála. Þannig eyða þeir sjö til átta prósentum þjóðartekna _sinna til uppfræðslu á meðan við íslending- ar stynjum þungan yfir skitnum fjórum prósentum. Þegar fólks- fjöldi landanna þriggja er tekinn með í reikninginn verður rausnar- skapur okkar gagnvart komandi kynslóðum Islendinga hreinn brandari. Þó þykjumst við ætla að standa jafnfætis þessum þjóðum í nýsköpun, tækniframförum og velmegun á komandi árum. Samkvæmt öllum útreikningum OECD er það helber óskhyggja. Þjóðir, sem sýna afkomendum sín- um slíka nísku, eru dæmdar til að heltast úr lest þróaðra ríkja í byijun næstu aldar. Við féflettum nú ekki einasta börnin okkar, eins og prófessor Þorvaldur Gylfason orðar það í nýlegri grein sinni í Morgunblaðinu, heldur sviptum við þau einnig öllum framtíðar- möguleikum. Þessa þróun má ekki einasta þakka íslenskum stjórnmálaleið- togum heldur og taglhnýtingum þeirra í verkalýðsforystunni. í röð- um hennar hefur ríkt skeíjalaus öfund í garð kennara sem og ann- arra menntamanna. Þeirri öfund má líkja við sjúklegan ótta Krónos- ar, guðsins gríska, sem var svo smeykur við eigin afkvæmi að hann kaus að éta þau áður en þau komust á legg. Þetta sannaðist á samfloti kennara með BSRB, sem skilaði þeim ekki öðru en stöðugu launahrapi. Máttleysi og fordómar Verkalýðsleiðtogar sem gera sig seka um að uppnefna menntamenn „bölvaða akademíkkera“ um Ieið og þeir kjassa kvalara sína hinum megin við samningsborðið eiga vissulega enga samleið með okk- ur. Við eigum heldur enga samleið með þeim. Það var öðru fremur þess vegna sem ég taldi verkfall okkar kennara illa tímasett. Það þýðir lítið fyrir kennara að setja fram kröfur sínar á sama tíma og leiðtogar hinna breiðu verkalýðs- fylkinga þá með þökkum hvaða hungurlús, sem í þá er hreytt. Enda sýndi það sig að stjórnvöld kusu að láta okkur bíða uns búið væri að semja á almennum vinnu- markaði. Það hefur ætíð reynst heilladijúgt herbragð að ráðast fyrst á garðinn þar sem hann er lægstur. Kennarar geta heldur ekki sýnt samstöðu með öflum, sem svara handabandi þeirra með tómri fyrir- litningu. Þeir verða að fínna sig og finna til sín sem sérstakt afl ætli þeir sér forystu í tækni- og upplýsingabyltingiT komandi ára. Þeir eru nógu margir til að valda straumhvörfum ef þeir standa saman. Þá megum við gjarnan áminna foreldra betur um það að aukin menntun barna þeirra sé nauðsynleg forsenda fjárhags- legra og félagslegra framfara. Það staðfesta allar hagtölur veraldar. Því verður að koma íslenskum for- eldrum í skilning um að eitt séu kennarar en annað barnapíur. Fyrst þurfa þó kennarar að sækja í sig veðrið sem harður þrýstihópur. Þeir verða að læra þá lexíu að strika út á kjörseðlun- um þá stjórnmálamenn, sem gera sig seka um fordóma gagnvart þeim, hvar í flokki sem þeir fínnast. Slíkir menn eiga hvort sem er ekkert erindi á þing því þeir verða þjóðinni ætíð til trafala. Kennarar, kynnið ykkur afstöðu frambjóðenda til menntunar og fellið miskunnarlaust fauskana! Höfundur er kennari við Myndlista- og handíðaskóla íslands. ISLENSKT MAL HELGI Skúli Kjartansson sendir mér hið vandaðasta bréf, og birti ég kjarna þess með þökkum. Hann segir meðal annars nær upphafí: „Eitt þarfasta heimilistæki mitt er svokölluð matvinnsluvél. Hún er að því leyti áþekk hræri- vél að henni má bregða í margra kvikinda líki með því að tengja við drif hennar ólík áhöld, svo sem deigkrók, rifjám eða þeyt- ara. En sá búnaður sem vél þess- ari er eiginlegastur er tvíblaða hnífur sem snýst í botni skálar og gerir hvort tveggja í senn að hræra saman því sem í skálina er látið og skera það í smátt. Búnað af þessu tæi vantar þjált nafn á íslensku.“ Helgi fjallar því næst um er- lend orð, sem um þetta tæki hafa verið notuð, og svo tek ég orðrétt úr bréfi hans: „í mataruppskrift í Morgun- blaðinu sá ég nýlega svo tekið til orða að tiltekin hráefni skyldi setja í „kvörn (matvinnsluvél)“, og er þar greinilega átt við þessa hnífaskál. Hún er að vísu ekki „kvörn“ í þess orðs eiginlegustu merkingu, því að eiginleg kvörn er til þess gerð að nudda sundur hart og þurrt efni, kom, kaffí, þurrt krydd eða annað slíkt. Fyr- ir löngu var þó reynt að útvíkka kvarnarhugtakið með nýyrðinu „kjötkvöm“ fyrir það heimilis- tæki sem þó hefur þráast við að sleppa sínu hálfdanska heiti: „hakkavél“. Ein eða tvær kyn- slóðir málhreinsunarfólks söxuðu í kjötkvöm það sem aðrir hökk- uðu í hakkavél. Nú held ég að flest matreiðslufólk „saxi“ með hníf og þurfi því aðgreiningar vegna að „hakka“ í vél, og hrá- efnið er orðið alltof fjölbreytt til að eðlilegt þyki að kenna slíka vél við kjöt öðru fremur. Kjöt- kvarnarstríðið er sem sagt tapað. Snoðlíkt orð, þeytikvörn, hef ég þó vanið mig á að nota um þetta sem á ensku heitir „blend- er“, hvort sem það er sérstakt tæki eða matvinnsluvél í þeím sérstaka ham. Ég tel orðinu til tekna þijá kosti. I fyrsta lagi er það einfalt, stutt og þjált. í öðm lagi verður það gangsærra en ella vegna hliðstæðunnar við hið ágæta orð „þeytivinda". Þeyti- vinda vinnur sama verk og eldri vindur, en með öðrum hætti, Umsjónarmaður Gísli Jónsson 773. þáttur nefnilega með hröðum snúningi. Þannig vinnur líka þeytikvörnin sama verk og hakkavél, en öðru vísi, einmitt með hröðum snún- ingi. í þriðja lagi vinnur þeyti- kvörnin verk sem í eldri tækjum voru ýmist unnin með þeyturum eða hakkavél, og minna liðirnir „þeyti-“ og „kvörn“ á þessi tvenns konar hlutverk, að þeyta og hakka... Þeytikvörn mæli ég með, og vildi gjarnan sjá hvað þú, Gísli, hefur um það að segja.“ Ekki þarf langt mál um að flytja. Umsjónarmaður mælir hið besta með orðinu þeytikvörn og óþarfí að rökstyðja kosti þess umfram það sem bréfritari hefur gert. ★ Um leiðir og afurðir. Orðin leið og afurð eru kven- kyns, I-stofnar eins og sorg og búð. Fleirtala nefndra orða er eins í nefnifalli og þolfalli: leiðir, um leiðir; afurðir, um afurðir; sorgir, um sorgir; búð- ir, um búðir. Þess vegna skipta merin eftir atvikum við Flugleið- ir og íslenskar sjávarafurðir. Menn ræða um sorgir og fara í búðir. Myndi nokkur óbijálaður maður yrkja um *sorgi eða fara í *búði fyrir helgina? Margsinnis hef ég hins vegar heyrt vitleysuna „Flugleiði“, og er þá orðið haft karlkyns og í fréttum frá Húsavík í útvarpinu var sama kynvilla komin yfír ís- lenskar sjávarafurðir. Talað var um að skipta við „ísl. sjávar- afurði“. Skýringin á þessu kom í fréttinni. Islenskar sjávarafurð- ir voru nefndar „þeir“. Það er skýring, en fjarri því að vera afsökun. Orðin leið og afurð eru kvenkyns og eiga að beygjast samkvæmt því. ★ „Núna sé ég að ung stúlka úr skólunum heldur að „drusla“ sé komið af drasl, og lángar mig að benda á að það kynni að vera misskilníngur, þó orðin þurfi ekki að vera með öllu óskyld fyrir því. Sá sem er í drasli heitir, ég held áreiðanlega, ekki drusla heldur draslari. Drusla er afturá- móti kvenkynsmynd orðsins drus eða druss (og kynni að sínu leyti vera dregið af þurs) sem ljóst verður af gamalli vísu. A þakkar gestrisni auðsýnda sér og sínum með þessum orðum: Hafðu þökk fyrir mig og mína mætur hlúnkapus. B þakkar á móti: Það var gott fyrir þig og þína, þú ert einginn drus.“ (Halldór Laxness: Úng stúlka og málið, 1979.) ★ Tíningur. 1) Eftir kappleik Stjörnunnar og KA á dögunum voru einhveij- ir úr áhorfendahópi með leiðindi og derring við dómarana. Nú brá svo við, að í vörpunum, og það ekki síður þeim ríkisreknu sem eiga að vera fyrirmynd um málf- ar, hófust upp ræður um hugsan- lega „eftirmála“. Ósköp er þetta álappalegt. En hver eftirmálin kunna að verða, er óljóst, þegar þetta er skrifað. Vísast svo um þetta til hins ágæta innanhúss- blaðs ríkisútvarpsins, Tungu- tak, sem umsjónarmaður þrá- vitnar í. 2) Og mikið lifandi undur og skelfing er orðið „tippari" ömur- lega púkalegt. Þá er nú giskari skárra, enda hafa það upp tekið þeir íþróttafréttamenn sem vanda vilja mál sitt. 3) Lungi (kk.) er kjarni ein- hvers eða það mesta (besta) úr því, t.d. lunginn úr fiskinum, deginum. Lunga er aftur á móti vel þekkt líffæri. En frétta- ritari Svæðisútvarps Norður- lands hafði sig upp í að segja að „lungað úr fjárveitingunni færi“ o.s.frv. Vonandi lifír þó fjárveitingin á því lunganu sem eftir er. 4) Kristín Aðalsteinsdóttir í Keflavík minnti mig á tvennt sem ég kem fúslega áleiðis: a) Gleymum ekki hinu ágæta orði kringlóttur; nú er eins og allt slíkt sé „hringlaga". b) Það er ekki „blíða“ á Gríms- stöðum á Fjöllum í 27 stiga frosti. Fjarri því, en kannski logn. Þetta er sitt hvað, enda segir í alkunnum texta: „logn og blíða“. Blíða er ekki nema frostlaust sé, eða a.m.k. því sem næst. Kaldlyndur og kuldalegur maður er ekki blíður. Auk þess fær Guðni Jóhann- esson fréttamaður vænan plús fyrir að segja að 37 keppendur yrðu að hætta við „að renna sér
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.