Morgunblaðið - 18.03.1995, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 37
AÐSENDAR GREINAR
Starfslok ríkisstarfsmanna
Hugmyndir um atvinnusköpun með flýtingu starfsloka hjá ríkinu
TIL að draga úr at-
vinnuleysi hvarfla ýms-
ar hugmyndir að mönn-
um. Ein er sú að hafa
megi áhrif til atvinnu-
sköpunar eða atvinnu-
jöfnunar með því að
flýta starfslokum hjá
hinu opinbera og/eða
fylgja fastar eftir' nú-
verandi reglum um
starfslok.
í marsmánuði 1994
voru 1.293 opinberir
starfsmenn í starfi, 65
ára og eldri. Þar af eru
733 einstaklingar 67
ára og eldri á þessu
ári. 478 einstaklingar
voru 68 ára og eldri, 262 voru 69
ára og eldri og 115 voru eða verða
70 ára á þessu ári. Karlar eldri en
67 ára voru 410 en konur 323. Með-
alstarfshlutfall karlanna er 108% en
kvennanna um 90% hvort sem litið
er til alls hópsins frá 65 ára aldri
eða einungis til þeirra, ssem eru eldri
en 67 ára.
Meðallaun til karlanna (fyrir 108%
starf) voru rúm 132.000 á mánuði
ef litið er til alls hópsins, þ.e. 65 ára
og eldri, en tæp 132.000 ef einungis
er tekið mið af þeim sem eru 67 ára
og eldri. Meðallaun kvennanna (fyrir
ca. 90% starf) reyndust hins vegar
rúm 81.000 á mánuði ef miðað er
við 65 ára og eldri en rúm 79.000
ef einungis eru taldir 67 ára og eldri.
Meðallaun fyrir fullt starf (100%)
reynast þannig vera um 122.000 á
mánuði hjá körlum en 90.000 hjá
konum.
Heildarlaunagreiðslur til þeirra
sem eru 65 ára og eldri að störfum
hjá ríkinu, fastráðnir, í mars sl. eru
tæpar 1.700 milljónir króna, þar af
eru greiðslur til þeirra, sem eru
67-70 ára um 955 milljónir.
Aðrir starfsmenn, eftirlaunamenn
í tímavinnu, hjá ríkinu yfir 65 ára
aldri á sama tíma voru 169 en alls
eru eftirlaunamenn í tímavinnu hjá
ríkinu 190. Af þeim eru 67 ára og
eldri á þessu ári alls 152.10 einstaki-
ingar eru 67 ára, 12 eru 68 ára, 17
eru 69 ára, 17 eru eða verða 70 ára
á þessu ári en 96 eru eldri en 70
ára, þar af 2, sem verða 80 ára á
árinu, fæddir árið 1914. Starfshlut-
fall eftirlaunamanna í tímavinnu hjá
Jón H. Karlsson
ríkinu lætur nærri að
vera 65%. Heildar lau-
nagreiðslur til þessara
eftirlaunamanna nema
tæpum 140 milljónum
króna á ársgrundvelli.
Af þessum 190 eftirla-
unamönnum voru 126
karlar og 64 konur.
Meðallaun karla og
kvenna voru nánast þau
sömu en konurnar þó
ívið hærri • eða um
60.000 á mánuði fýrir
65% starfshlutfall.
Þetta samsvarar um
90.000 króna mánaðar-
launum fyrir fullt starf
og er því um 11% hærra
en meðallaun 65 ára og eldri kvenna
í starfi hjá ríkinu í mars sl.
Nú er mönnum skylt að láta af
starfi þegar 70 ára aldri er náð og
er þvi fylgt hvað varðar fastráðna
ríkisstarfsmenn. Talsverð brögð eru
að því að eftirlaunamenn séu ráðnir
í tímavinnu eins og sjá má að ofan.
Til þess geta legið ýmsar ástæður,
sumar eflaust fullgildar en ætla má
að í einhverjum tilvikum sé um hreina
atvinnubótavinnu eða samúð stjórn-
enda einstakra stofnana með laun-
þegum að ræða.
Hagur Iaunþegans
Það er reynsla margra sem láta
af starfí fýrir fullt og fast að við-
brigðin séu mikil.
Því mætti ætla að áfall yrði minna
og jafnvel lítið ef menn hefðu lengri
aðlögunartíma að starfslokum þann-
ig að dregið væri úr starfshlutfalli á
einhveijum tíma áður en þeir full-
hætta.
Þegar starfsdegi hallar, starfsorka
og starfsgleði minnka, þætti mörgum
eflaust gott að geta dregið úr starf-
sviðveru eða jafnvel að geta látið af
starfi fýrr en ella ef því fýlgir ekki
réttindaskerðing til eftirlauna eða
veruleg röskun á framfærslumögu-
leikum. Þeir, sem komnir eru á eftir-
laun og hafa skilað sínu á vinnu-
markaði, eiga sannarlega skilið að
geta notið náðugra „ellidaga", geta
notið tómstunda, sem þeir hafa jafn-
vel farið á mis við og sinnt „vanrækt-
um“ hugðarefnum sínum. Sem betur
fer stendur eldri borgurum nú margs
konar afþreying til boða og flestir
ættu að geta fundið eitthvað við sitt
hæfí.
Með rýmri tíma skapast t.d. hinum
fjölmörgu ömmum og öfum í hópi
hinna eldri miklu betra tækifæri til
að sinna barnabömum sínum og efla
tengslin við þau. Eflaust kæmu
margir þeirra til með að létta á for-
eldrum með gæslu barnabarna að
hluta til. Við það styrkjast fjölskyldu-
bönd og án efa hafa barnabörnin
ýmislegt gott til ömmu og afa að
sækja. Kannske myndi eitthvað létta
á dagvistunarþörfinni við þetta og
ekki væri óeðlilegt að ömmurnar og
Ætla má að hægt væri
að rýma til fyrir nokkur
hundruð nýliðum hjá
ríkinu, segir Jón H.
Karlsson, með því að
flýta starfslokum.
afarnir fengju einhveija greiðslu fyr-
ir hjálpina frá börnum sínum og
tengdabörnum. En fyrst og fremst
hefðu tengsl barnanna við ömmur
og afa uppeldislegt gildi.
Þá er og ljóst að gamalreyndir
starfsmenn gætu reynst dijúgir leið-
beinendur nýjum og óreyndum
starfsmönnum og jafnvel „styrkt“
sjálf sitt með því að fá aukið hlut-
verk á starfslokatíma með tilsögn
við nýliða.
Hagur ríkis og atvinnulausra
Tæpast þarf að fjölyrða um gildi
þess að atvinnulausir fái raunhæf
viðfangsefni (vinnu), þótt hlutastarf
sé. Það hefur ómæld áhrif á sjálfs-
ímyndina og er fyrirbyggjandi á
margan hátt í félagslegu og heilsu-
farslegu tilliti. Þá hef ég grun um
(með fyrirvara um útkomu peninga-
gildisins) að slíkt fyrirkomulag og
hér er hugleitt reynist þjóðhagslega
hagkvæmt.
Ætla má að slík tilhögun þurfí
mikillar pólitískrar samstöðu við. Ég
mæli því með að áður en hún er
kynnt á hinu „pólitíska“ sviði verði
gerð trúverðug skoðanakönnun með-
al þjóðarinnar um viðhorf til slíkra
starfslokahugmynda og þá fyrst hjá
viðkomandi starfsmönnum sjálfum.
Niðurstöður slíkra kannana yrðu síð-
an notaðar til styrktar flutningi til-
lögu um breytta skipan starfsloka,
ef þær gefa tilefni til.
Ætla má að hægt væri að rýma
til fyrir nýliðum í nokkur hundruð
störfum hjá ríkinu með því að flýta
starfslokum þannig að:
1. Þegar ellilífeyrisaldri er náð
skerðist starfshlutfall viðkomandi
t.d. í 50% gegn 70% launum (hvati
til að draga úr starfí) fyrra ár af
tveimur en 50% launum seinna ár
af tveimur.
2. 67 og 68 ára haldi 50% starfs-
hlutfalli en láti af starfí í lok þess
árs, sem þeir ná 68 ára aldri fyrir
fullt og allt.
3. Á tveimur síðustu starfsárunum
verði það m.a. hlutverk fráfarandi
(t.d. 1 klst. á dag) að setja nýliða,
sem ætlað er að taki við starfínu, inn
í starfið.
4. I það starfshlutfall, sem losnar,
verði ráðnir nýliðar úr hópi atvinnu-
um starfslok í lok 68. aldursárs. Allt
eins má hugsa sér að færa þetta
niður um eitt ár enn þannigað menn
hætti í lok 67. aldursárs því að áhrif
68 ára hópsins vega þungt (214 ein-
staklingar sem eru 68 ára á þessu
ári hafa samtals ca. 290 milljónir í
árslaun).
Ekki hefur á þessu stigi máls ver-
ið hugað að áhrifum á lífeyri og líf-
eyrisréttindi viðkomandi starfs-
manns ef til breyttra starfsloka
kæmi. Þau mál þarf að skoða sér-
staklega.
Til greina gæti komið, til mála-
miðlunar, að gera starfslokaflýti val-
kvæðan, þ.e. starfsmenn ættu val
og kost á flýttum starfslokum með
því að skrifa undir sérstakan samn-
ing þar um.
Lítum til fróðleiks á útkomu of-
angreindra hugmynda, að gefnum
forsendum.
Forsendur:
1. Starfslok í lok 68. aldursárs.
2. Greidd 70% laun á fyrra ári.
3. Greidd 50% laun á seinna ári.
Dæmi I. Ef starfslokum væri flýtt
þannig að starfshlutfall allra fastra
starfsmanna ríkisins yrði skert um
50% við 67 ára aldur þannig að full
starfslok yrðu í lok 68. aldursárs
myndi draga úr launagreiðslum til
þessa hóps sem hér greinir:
f. ár Aldur Laun í mars 1994 Laun eftir br. Mismunur Á ári
24 70 ára ■ 11.427.888 0 11.427.888 137.134.656
25 69 ára 16.363.763 0 16.363.763 196.365.156
26 68 ára 24.104.035 12.052.018 12.052.018 144.624.216
27 67 ára 27.667.367 19.367.157 8.300.210 99.602.521
Samtals kr. 48.143.879 577.726.549
lausra og þiggi þeir í laun þann mis-
mun, sem sparaðist við minnkun
starfshlutfalls fyrirrennarans. Það
sem þá vantar uppá, að lágmarks-
launum sé náð, greiðist til þeirra úr
atvinnuleysistryggingasjóði uns þeir
hafa tekið upp fullt starfshlutfall er
fyrirrennari hættir.
5. Tækifæri gæti skapast til hag-
ræðingar við flýtt starfslok. Ekki
þarf endilega að ráða í öll störf er
losna þannig.
6. Valdi minnkað starfshlutfall
vegna flýttra starfsloka því, að frá-
farandi starfsmaður nái ekki lág-
markslaunum miðað við sitt vinnu-
framlag sækir hann bætur til trygg-
ingakerfis skv. lögum þar um.
Áhrif þessa þyrfti að hugsa betur
og útfæra til hvaða kostnaðarauka
eða sparnaðar þau kynnu að leiða
fyrir ríkissjóð.
Peningar og stöðugildi
Hér að ofan er sett fram hugmynd
Störf sem við þetta myndu losna
yrðu sem hér segir:
70 ára 115, þar af 70 karlar og 45
konur
69 ára 147, þar af 85 karlar og 62
konur
68 ára 108 hálfsdagsstörf, þar af
56 karlar og 51 kona
67 ára 127 hálfsdagsstörf, þar af
71 karl og 57 konur
Samtals myndi losna um 262 heils-
dagsstörf og 235 hálfsdagsstörf eða
sem svarar um 380 fullum stöðugild-
um. Meðalstarfshlutfall beggja kynja
er nærri 100% (karlar 108% en kon-
ur 90% eins og kom fram áður).
Hugsa má sér aðrar og mildari
útfærslur á flýttum starfslokum en
þær myndu þá losa um færri störf
en í dæmi I og minna fé yrði til ráð-
stöfunar.
Höfundur var aðstoðarmaður fv.
félagsmálaráðherra.
Ennþá gerast
ævintýr
FREYVANGSHLEIKHÚSIÐ sýn-
ir um þessar mundir Kvennaskólaæv-
intýrið eftir Böðvar Guðmundsson
og má sannarlega segja að vel hafi
tekist til með svo fjölmenna sýningu.
Leikstjórinn Helga E. Jónsdóttir
hefur unnið frábært starf. Hún leik-
stýrir þessum stóra hópi lítt þjálfaðra
ungmenna af festu og skörungsskap
og margar útfærslur hennar í sam-
Kvennaskólaævintýrið
er vissulega þess
virði, segja þær Edda
Eiríksdóttir og Jenný
Karlsdóttir, að gamlar
námsmeyjar, kærastar
og velunnarar skólans
flykkist fram í
Freyvang.
bandi við leikmynd eru mjög snjall-
ar. Hljómsveitin undir stjóm Reynis
Schiöth leikur undir söng af smek-
kvísi og öryggi og gerir það góðan
söng enn betri. Tónlistin er eftir þá
Garðar Karlsson, Jóhann Jóhannsson
og Eirík Bóasson. Lögin eru mjög
áheyrileg, falla vel að efni verksins
og gefa því mjög skemmtilegan blæ.
Leikritið er sett saman úr mörgum
smáþáttum sem tengjast gegnum
þann ramma sem gamli Húsmæðra-
skólinn var.
Segja má að leikarar standi sig
allir með prýði, en sérstaka ánægju
vekja kvennaskólastúlkurnar. Þær
eru svo léttar og leikglaðar á sviðinu
og svo syngja þær eins og englar.
Já, vel á minnst ekki, eru nú engla-
meyjarnar sístar. Önnur þeirra leikur
á þverflautu af miklu öryggi og báð-
ar syngja þær blíðum englarómi. Já,
stelpur mínar, þið voruð allar saman
stórfínar og eðlilegar — því svona
vorum við — akkúrat svona.
Sveitastrákarnir voru líka mjög
trúverðugir og söngur þeirra þegar
þeir horfa álengdar á 6. bekkjar
ballið var einstaklega góður.
í stuttri blaðagrein er tæpast kost-
ur að gera öllum leikurum skil, en
athygli vekur leikur Hjördísar
Pálmadóttur í hlutverki fröken
Grímu, Jónsteins Aðalsteinssonar
sem fór á kostum sem Helgi smá-
bóndi og húsfreyjurnar Jóra og Þóra,
en þær Anna Helgadóttir og Emelía
Sverrisdóttir léku þær af snilld.
SVIPMYND úr Kvennaskólaævintýri Freyvangsleikhússins.
Það er mikið vandaverk að skrifa
um liðna tíð sem þó lifír í hugum
fjölmargra. Gömlu húsmæðraskól-
arnir heyra fortíðinni til og verða
tæpast endurvaktir í sinni gömlu
mynd. Böðvari Guðmundssyni hefur
tekist mætavel að vekja þann hugblæ
sem yfir þessum kvennaskólaárum
ríkir. Raunar tókst þetta svo vel að
við vinkonurnar köstuðum ellibelgn-
um og upplifðum næstum 40 ára
ævintýri að sjá okkur sjálfar og
æskurómatíkina á jafn sannfærandi
hátt og raun bar vitni.
Ef til vill má kalla slíkt fortíðar-
fíkn, en sýningin í Freyvangsleikhús-
inu er svo sannarlega trúverðugur
bautasteinn um það sem einu sinni
var — og var sannkallað ævintýri.
Það gengur kraftaverki næst að á
þessum tímum iífsgæðakapphlaups
og tímaleysis skuli vera hægt að
setja upp svo fjölmennan söngleik
með heimamönnum. Að félagar semji
tónlistina, leiki og syngi með svo
miklum ágætum er sannarlega gleði-
efni. Öll þessi mikla vinna er unnin
í sjálfboðavinnu til viðbótar löngum
vinnudegi. Áhugi og fórnfýsi þess
hóps er sannarlega lofsverð.
Kvennaskólaævintýrið er vissu-
lega þess virði að gamlar námsmeyj-
ar, gamlir kærastar og allir velunnar-
ar skólans flykkist fram í Freyvang
og eigi þar ánægjulega kvöldstund
við leik og söng þessa ágæta fólks.
Sannarlega ber að þakka allt það sem
lyftir geði og vekur gleði og það
gerir Freyvangsleikhúsið með sóma.
Við erum farnar að hlakka til að
koma aftur ásamt gömlum skóla-
systrum. Þá verður nú hlegið hátt
og klappað dátt.
Hafið heila þökk fyrir skemmtun-
ina.
Höfundar eru fyrrum námsmeyjar
á Laugalandi.