Morgunblaðið - 18.03.1995, Page 40

Morgunblaðið - 18.03.1995, Page 40
40 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Húsnæðismál heilsugæslunnar í Kópavogi UMRÆÐA um heil- brigðismál hefur ekki verið uppbyggileg í fjöl- miðlum síðustu vikur og mánuði. Mótaða heild- arstefnu í heilbirgðis- málum þjóðarinnar hef- ur vantað. Skyndiá- kvarðanir hafa verið teknar og virðist þeim því miður fjölga. Fyrir um tveimur áratugum hófst uppbygging heil- sugæslu í dreifbýlinu. Henni er nú nær lokið en eftir stendur höfuð- borgarsvæðið þar sem talsvert vantar á að endar nái saman. Erfitt hefur verið að átta sig á hvað kemur næst enda hefur eng- in áætlun um uppbyggingu verið lögð fram. Þannig er vilji yfirvalda um uppbyggingu heilsugæslu á 'höfuðborgarsvæðinu óljós. Hvert á hlutverk heilsugæslunnar að vera? Það hlýtur að vera grundvallar- spurning. Sama má segja um aðra þætti heilbrigðismála. Svo lítur nú út sem verið sé að setja þjónustu sérfræðinga út á kaldan klakann. Það er mikilvægt fyrir alla Kópavogsbúa að ráðin verði bót á hús- næðisvanda Heilsu- gæslustöðvar Kópavogs sem allra fyrst, segir Björn Guðmundsson. Til að vita að hveiju þeir ganga þurfa kjós- endur að vita afstöðu þeirra sem bjóða sig nú fram í Reykjanes- kjördæmi. Var það á áætlun yfírvalda? Fyrir um ári ákvað þáverandi heilbrigðis- ráðherra skyndilega byggingu barnaspítala. Nú hafa þessi áform verið lögð til hliðar. Stefnuleysið er slæmt að flestu leyti. Þannig geta yfírvöld svo sem bæjaryfírvöld ýtt frá sér ábyrgðinni. Af hveiju ættu bæjaryfírvöid í Kópavogi að vilja uppbyggingu heilsugæslu ef íbúarnir geta leitað til heilsugæslustöðva í Reykjavík eða þá til sérfræðinga sem hafa fengið óhindrað að setja upp stofur? Heilsugæslustöð Kópavogs flutt- ist í núverandi húsnæði haustið 1980. Hún hafði áður búið við mikil þrengsli og erfiðar aðstæður á Di- granesvegi. Skiiningur yfirvalda var ekki mikill á stækkun húsnæðis og því var það að Bergur Vigfússon, forstöðumaður Sjúkrasamlags Kópavogs á þeim tíma, keypti hús- næði í Fannborg 7-9 sem hafði ver- ið ætlað undir verslunarrekstur. Húsnæðið taldist aldrei hentugt enda einungis ætlað til bráðabirgða. Hús- næðið er á tveimur hæðum án lyftu. í upphafí var starfsemin að mestu á efri hæðinni en með auknum um- svifum komust báðar hæðir í fulla notkun. Fljótlega var farið að benda á þörfína fyrir nýtt húsnæði fyrir stöðina. A 10 ára afmæli stöðvarinn- ar var gert sérstakt átak í þessum efnum, m.a. með opnu húsi til að vekja athygli á þrengslunum. Öllum þingmönnum Reykjaneskjördæmis var sent bréf þar sem fjallað var um ■fandamálið. Allt þetta hefur verið án árangurs. Staðsetn- ing stöðvarinnar þykir mjög góð og hefur ver- ið hugsað til hennar við uppbyggingu þjónustu fyrir aldraða í nágrenn- inu. Fyrir allmörgum árum fékk Hagvirki hf. leyfi til byggingar tveggja húsa í miðbæ Kópavogs, við hlið heil- sugæslunnar. Þessi hús seldust ekki og voru síðar tekin sem greiðsla upp í sölu- skattsskuld fyrirtækis- ins. Félagsmálastofnun Kópavogs fékk annað húsið en hitt var notað sem hluti greiðslu til Sláturfélags Suðurlands fyrir húsnæði Listaskól- ans í Laugarnesi og stendur nú autt. Þetta húsnæði hefur stjórn heiisu- gæslunnar séð sem góða lausn á vandamálum stöðvarinnar. Ekkert annað húsnæði er á lausu í miðbæn- um og að öllum líkindum verður ekki byggt neitt nýtt á næstunni. í dag má ekkert útaf bera með bíla- stæði við stöðina. Aukist bílaumferð vegna aukinnar notkunar húsnæðis á svæðinu er allt komið í hnút. Því höfðum við hugsað okkur að núver- andi húsnæði yrði notað sem íbúðir og eða þjónusta með aðsókn í há- marki utan venjulegs vinnutíma svo sem fyrir Náttúrufræðistofu Kópa- vogs. Vaxandi óánægja starfsfólks með aðstöðuna í dag mun leiða til að það leitar sér vinnu annars stað- ar og ég held að flestum þætti það miður ef starfsemi heilsugæslu legð- ist af á miðbæjarsvæði Kópavogs. Þess skal getið að til hefur staðið að byggja nýja heilsugæslustöð fyrir Kópavogsbúa í einu af nýju hverfun- um til að þjóna aukinni þörf með vaxandi íbúafjölda. Búið er að teikna þessa stöð og átti að vera búið að taka fyrstu skóflustunguna en það hefur dregist eins og koma vili fyrir á bestu bæjum. Sú stöð á að vera staðsett í nýju hverfí í Kópavogsd- alnum í þjónustukjarna og er ætluð sex læknum. Hún mun því geta þjón- að 9.000-10.500 miðað við það að hver heilsugæslulæknir geti sinnt 1.500-1.750 manns. Þetta er sú aukning sem gert er ráð fyrir í Kópa- vogi á næstu árum. Reiknað hefur verið með að stöðin komist í notkun eftir 3-4 ár. íbúar í Kópavogi í dag eru rúm- lega 17.000 og því þyrftu læknar að vera 10-11 í stað 7 sem eru í dag. Mögulega mætti troða einum til viðbótar í núverandi húsnæði en þá mundi það hafa áhrif á aðra starf- semi. Stjórn stöðvarinnar hefur við hveija fjárhagsáætlun óskað eftir Qölgun lækna án þess að því væri sinnt. Umræðan um nýja heilsugæslu- stöð á miðbæjarsvæði Kópavogs hef- ur ekki verið hávær. Hún hefur ver- ið bundin við staðarblöðin. Nú nálg- ast alþingiskosningar og þá örvast oft umræða um mál sem annast fara lágt. Hér í Kópavogi hafa á þessum tíma setið tvenns konar bæjarstjórnir. Sú fyrri með Alþýðu- flokki og Alþýðubandalagi sem missti völd 1990 hafði uppi fögur orð en ekkert meira. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur ekki viljað sinna málinu. Það er mikilvægt fyrir alla Kópa- vogsbúa að ráðin verði bót á hús- næðisvanda Heilsugæslustöðvar Kópavogs sem allra fyrst. Til þess að vita að hveiju þeir ganga þurfa kjósendur að vita afstöðu þeirra sem bjóða sig nú fram í Reykjaneskjör- dæmi. Höfundur er hcilsugæslulæknir. Björn Guðmundsson • • Orneí'ni og sainein- ing sveitarfélaga OFT ER minnst á það í ræðu og riti að Islendingum sé annt um móðurmál sitt. Það skal vanda sem vel á að standa, hvort heldur það á að standa á byggingarlóð eða vegvísi. Þessa stundina er deilt um hvort velja skuli nafnið Suðurnes- bær eða Reykjanesbær sem sam- heiti nokkurra sveitarfélaga á Reykjanesskaga. Deilan um ofangreind orðskrípi er áminning um að tímabært er að taka upp ákveðinn þátt mál- ræktar, nefnilega ræktarsemi við örnefni því að örnefnum fylgir líka menningarsaga. Þarna hefur því miður stundum skort nokkuð upp á málvernd. Fyrir nokkrum árum reyndist það háskalegt ömefnum að bænd- ur gátu fengið sérstakan nýbýla- styrk eða nýbýlalán. Þá ruku menn upp til handa og fóta og breyttu bæjum sínum í „nýbýli“ með því að leggja niður gömul og góð bæjanöfn, nöfn landnámsbæja hurfu en í staðinn komu „Lyng- holt“ og „Birkihlíð" eða álíka skáldleg nöfn. Landbúnaðarráðu- neytið lagði á þennan hátt fé til höfuðs gömlum örnefnum. Og enn er lagt fé til höfuðs ör- nefnum þótt á óbeinan hátt sé, því að nú þykir mikill fjárhagslegur ávinningur af sameiningu sveit- arfélaga. Þá þykir mönnum stund- um sem sameinuð sveitarfélög þurfi endilega að heita einu nafni og þéttbýl sveit megi ekki heita sama nafni og sú sem dreifbýl er. Og þá upphefst sama kák og klast- ur og þegar gömlum bæjum var breytt í „nýbýli" með því að skipta um nöfn á þeim. Því miður virðist mega þurrka út forn örnefni án þess að nokkur hreyfi and- mælum. Og raunar þarf ekki einu sinni sameiningu sveitarfé- laga til að ömefnum sé breytt. Garðahrepp- ur varð að Garðabæ sameiningarlaust og gaf þannig fordæmi. Nýlega varð Mosfells- sveit Mosfellsbær. Hvaða þörf var á sín- um tíma að breyta -hrepp og -sveit í -bæ og -bæ? Nú gerist eft- irleikurinn æ óvandari, nafnskrípum rignir yfir af sama hugmyndaflugi og forðum „lyng- holtum" og „birkihlíðum". Ef eitt- hvað er þá eru nýtísku sameining- arnöfn með „bæjum“ og „byggð- Ömefnum fylgir menn- ingarsaga. Aðalsteinn Davíðsson spyr, í tilefni orðsins Suðurnesbær, hvar er nú málvemdin? um“ ennþá flatrímaðri en nýbýla- nöfnin fyrr á ámm. Það er þá helst reisn yfir nöfnum eins og Dala- byggð, Vesturbyggð, Snæfellsbær, Borgarbyggð, Hornafjarðarbær? Og nú bætist hugsanlega í ofan- skráð eymdarsafn annaðhvort Suð- urnesbær eða Reykjanesbær - nöfn sem standast ekki einu sinni landfræðilega því að í nágrenni við byggðar- lag það, sem bera skal nafnið, er ekkert Suð- umes og yfir vjðáttu- miklar óbyggðir að fara til að kornast út á Reykjanes. Hvar er nú mál- vemdin? Því mega ekki gömlu örnefnin haldast? Hví þegja fulltrúar stofnana á borð við Örnefnastofnun og Is- lenska málstöð? Raun- ar era margar stofnan- ir og mörg félög sem ættu að mótmæla hástöfum. En í Guðs bænum. Reynum eft- ir föngum að láta örnefni landsins í friði. Það er ekki eins erfitt og menn virðast halda. Sakna menn t.d. nafnliðarins „bæjar“ eða „byggðar" þegar talað er um Kópavog en ekki „Kópavogsbæ“ eða „Digranesbyggð“? Mega ekki sveitarfélög heita mörgum nöfnum rétt eins og nú er orðið tíðkanlegt að skíra börn mörgum nöfnum? Þykir mönnum nokkuð athugavert við nafnið „Eyja- og Miklaholts- hreppur“? Svo heitir nýlega sam- einað sveitarfélag þar sem búa smekkvísir og ræktarsamir menn. Ég vona að Keflvíkingar og nágrannar þeirra reynist smek- kvísir og láti ekki bjóða sér mál- fræðilega eða landfræðilega vit- leysu í staðinn fyrir aldagömul örnefni. Munum að staðanöfnin era hluti af sögu okkar og tungu. Höfundur er cand. mag. Aðalsteinn Davíðsson Alþjóðadagnr hreyfihamlaðra SJÁLFSBJÖRG, landssamband fatl- aðra, er aðili að FIM- ITIC — alþjóðasamtök- um hreyfíhamlaðra (Intemational Feder- ation of Disabled Wor- kers and Civilian Handicapped). í dag, 18. mars, er 36. al- þjóðadagur þessara samtaka. Alþjóðadag- urinn hefur verið notaður til að vekja athygli á ýmsum mál- efnum sem varða hreyfihamlaða. Nú hafa Sameinuðu þjóðirnar valið annan dag sem alþjóðadag fatlaðra, 3. desember ár hvert, og hefur FIM- ITIC mælst til þess við aðildarsam- tök sín að sá dagur verði framveg- is dagur allra fatlaðra. Það er því tilhlýðilegt að vekja athygli á samþykkt Sameinuðu þjóðanna um jafna þátttöku fatl- aðra sem tók gildi 3. desember 1993. Sú samþykkt hefur að geyma 22 reglur sem allar miðast að fullri þátttöku og jafnrétti fatlaðra. Ráð- inn var umboðsmaður til að stjórna framkvæmd þessara mannréttinda- reglna, Bengt Lindkvist, fyrrv. fé- lagsmálaráðherra Svíþjóðar og nú- verandi þingmaður. í reglunum er því beint til aðild- arríkja Sameinuðu þjóðanna að þau m.a. skyldu gera ráðstafanir til að vekja athygli samfé- lagsins á málefnum fatlaðra, réttindum þeirra, þörfum, mögu- leikum og framlagi. Aðildarríkin skyldu jafnframt tryggja fötl- uðum góða læknis- þjónustu og endurhæf- ingu. Einnig að viður- kenna að hjálpartæki eigi að vera aðgengi- leg fyrir alla fatlaða sem þarfnast þeirra, m.a. að fötluðum sé gert fjárhagslega kleift að afla þeirra, þ.e. að hjálpartæki og búnaður eigi að vera þeim til reiðu ókeypis eða á svo lágu verði að fatlaðir eða fjölskyld- ur þeirra hafí ráð á að kaupa þau. Aðildarríkin skulu gera sér grein fyrir almennu mikilvægi aðgengis hvað snertir jöfnun tækifæra á öll- um sviðum samfélagsins, þ. á m. byggingum, almenningsfarartækj- um og öðrum farartækjum, svo og götum og öðru umhverfi. I reglunum er einnig að finna ákvæði um að yfírvöld menntamála bera ábyrgð á því að fatlaðir hljóti menntun í almennum skólum. Menntun fatlaðra skuli vera óað- skiljanlegur hluti af áætlanagerð- um, mótun námskráa og skipulagi skóla í menntakerfí landsins. Yfir- völd skulu viðurkenna þá megin- reglu að gera verður fötluðum Guðríður Ólafsdóttir kleift að njóta mannréttinda sinna, ekki síst á sviði atvinnumála. Hvað varðar almannatryggingar skulu aðildarríkin sjá til þess þegar stuðn- ingur er veittur að tillit sé tekið til þess kostnaðar sem lendir oft á fötluðum og fjölskyldum þeirra af völdum fötlunarinnar. Aðrar reglur sem settar voru fjalla um fjölskyldulíf og mannlega reisn, menningu, tómstundir og íþróttir, trúariðkanir, upplýsingar og rannsóknir ásamt fleiri þáttum. Alstaðar er lögð áhersla á að samtök fatlaðra verði höfð með í ráðum og þekking þeirra nýtt þeg- ar stefnumörkun í málefnum fatl- aðra er unnin. Síðasta miðvikudag var fundur hjá Verslunarráði Islands með stjórnmálamönnum. Þar kom fram Yfirvöld menntamála, segir Guðríður Ólafs- dóttir, bera ábyrgð á því að fatlaðir hljóti menntun í almennum skólum. hjá fjármálaráðherra að enn þurfi að taka til í íslenska velferðarkerf- inu. Það er von Sjálfsbjargar að sú tiltekt verði ekki til þess, frekar en orðið er, að ýta fötluðum, öldruð- um og sjúkum út af íslenska vel- ferðarvagninum. Það er einnig von okkar að yfirvöldum þessa lands beri gæfa til að vinna eftir þeim reglum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett í málefnum fatlaðra. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.