Morgunblaðið - 18.03.1995, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 18.03.1995, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Margrét Jóns- dóttir fæddist á ísafirði 17. októ- ber 1920. Hún lést á Vífilsstöðum 10. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru lijónin Jón Jónsson klæðskeri frá Höfða í Dýra- firði og Karlinna Jóhannesdóttir frá Seljalandi i Skut- ulsfirði. Hún var elst fjögurra systkina. Næst komu Kristín, Þór- arinn og Sigurður Albert. Mar- grét giftist Skafta Jósefssyni frá Setbergi í Eyrarsveit, f. 1. mars 1920, d. 28. nóvember 1993. Þau áttu saman fjögur TENGDAMÓÐIR mín, Margrét Jónsdóttir, er látin. Mig langar að minnast þeirra hjóna, en Skafti Jósefsson eiginmaður hennar lést fyrir rúmu ári. Það er eðlilegt að -minnast þeirra í sömu andrá, enda voru þau mjög samrýnd og samtaka í lífi og starfi, þó afar ólík væru. Þegar ég kom í fjölskylduna rétt fyrir 1970 voru erfiðleikar og fá- tækt frumbýlisáranna að baki, en það var oft minnst á spaugileg at- vik frá byrjun búskapar, þegar þrjár fjölskyldur bjuggu saman í sátt og samlyndi í 56 fermetra húsi. Það var löngu búið að stækka húsið í Heiðmörk 39 þegar ég kynntist þeim. Alltaf var manni tekið opnum örmum, hvemig sem á stóð á nóttu sem degi. Þau bókstaflega breiddu út faðminn á móti manni. Það var ánægjulegt að verða vitni að því að þau kunnu að njóta þess, hvort á sinn hátt, þegar fjárhagur- inn rýmkaðist, - enda var það fyr- ir þrotlausa vinnu og hagkvæmni í rekstri. Þau eignuðust ekki bíl fyrr en 1970 - en eftir það var alltaf nýlegur góður bíll á heimilinu, tíma- bundið allt að þrír. Þá spurði ég Skafta hvort hann væri með bíla- dellu. Hann hló bara og sagðist geta leyft sér það núna. Þau kunnu sannarlega að njóta lífsins í bestu merkingu þess orðs, gleðjast yfir smáatriðum í hvers- dagsamstrinu, sem oft fara framhjá þeim sem ekki lifa lífínu lifandi. Þau voru vel lesin og vel að sér um menn og málefni. Oft voru líflegar rökræður við eldhúsborðið í Heið- mörk 39 á síðkvöldum á sumrin er komið var við eftir daglanga dvöl í moldarvinnu í Grímsnesinu. Oftar en ekki var verið að planta og gróð- ursetja eitthvað ættað frá þeim. Stundum kom Skafti sjálfur með sína menn að hjálpa okkur við rækt- unarstörfin og skemmti sér konung- lega yfír ófagmannlegum tilburðum okkar við garðræktina. Ekki var látið hjá líða að bera saman upp- skeruna að hausti. Þau ferðuðust talsvert um landið, oftast akandi, en það hamlaði nokk- uð ferðalögum að Skafti var afar flughræddur eftir erfiða reynslu í æsku. Því var það að Margrét tók sér ferð á hendur ein og heimsótti okkur Jósef til Bandaríkjanna árið 1972. Það er kannski ekki mikið mál nú til dags, en fyrir 23 árum var það langt og strangt ferðalag. Þetta var hennar fyrsta utanlands- ferð. Dæmigert fyrir Margréti var að hún eignaðist strax vini í okkar vinum og kunningjum og þegar þetta fólk kom til íslands, gerði það sér ferð að heimsækja hana. Ævistarf þeirra var við garðyrkju eins og þau höfðu menntað sig til. Þau lögðu áherslu á vandaða og framúrskarandi vöru, en voru óhrædd að breyta um ef þeim fannst ástæða til. Þegar allir voru famir að rækta rósir sem stóðu í hálfan mánuð fannst Skafta það ekkert spennandi lengur og sneri sér að fresíu og öðrum blómum. Margrét rak verslun um alllangt skeið í litlu börn. Þau eru: Jó- hannes Finnur, lyfja- fræðingur, f. 17. ág- úst 1941, kvæntur Huldu Björgu Sig- urðardóttur; Jósef, læknir, f. 8. septem- ber 1943, kvæntur Elínu Guðmunds- dóttur; Hólmfríður, f. 4. ágúst, 1948, gift Gísla Gíslasyni; Auð- ur, hjúkrunarfræð- ingur, f. 9. júlí 1951, gift Þresti Sigurðs- syni. Margrét átti níu barnabörn og tvö barnabarnabörn. Utför Margr- étar fer fram frá Hveragerðis- kirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. húsi á lóðinni og nefndi Grein. Þar seldi hún vefnaðar- og hannyrða- vörur ýmiskonar. Stúlkurnar sem unnu hjá henni urðu vinkonur henn- ar upp frá því. Eins og áður sagði var varla hægt að hugsa sér ólíkari hjón. Skafti var kappsfullur og fljóthuga og allt gekk hratt fyrir sig ef hann fékk að ráða. Margrét var miklu rólegri og enginn asi á henni alla jafna, en hún komst allt, sem hún ætlaði sér með hægðinni. Man ég þegar hún heimsótti okkur til Bandaríkjanna að ég var stundum orðin óþolinmóð að komast af stað ef við ætluðum að fara eitthvað, en þau mæðgin sátu hin rólegustu og spjölluðu. Þrátt fyrir þetta ólíka fas og framgöngu féll aldrei styggðaryrði milli þeirra hjóna. A síðustu árum þegar heilsu tók að hraka hjá þeim báðum var enginn ósnortinn, sem fylgdist með gagnkvæmri um- hyggju þeirra og áhyggjum af heilsufari hvors annars. Þau fóru saman í veiðitúra ýmist með vinum eða fjölskyldunni. Margrét naut þessara ferða ekki síður en Skafti þótt laxveiðiáhuginn væri ekki eins mikill hjá henni. Þá gekk hún á fjöll eða skoðaði gróðurinn í umhverfinu. Ein ferð er minnisstæð frá síðari árum. Þá var hún orðin talsvert böguð af astma, en lét það ekki aftra sér frá að ganga á Hestfjall „upp að Eyrum“, og njóta hins stór- kostlega útsýnis sem enginn trúir nema sá sem sjálfur reynir. Þegar þau seldu garðyrkjustöð- ina vorið 1993 dótturdóttur sinni og eiginmanni hennar sem var að Ijúka námi frá garðyrkjuskólanum, vonuðust allir til að þau gætu átt ánægjulegt ævikvöld í skjóli bama sinna og bamabarna. Svo varð ekki. Skafti lést eftir erfíð veikindi 28. nóvember 1993. Margrét sagðist hafa fyrir svo margt að þakka og hélt lífsgleði sinni og andlegum styrk fram í andlátið. Líkamleg heilsa hennar var hins vegar orðin mjög léleg síðustu mánuði. I>ví tók hún með sama kjarki og æðruleysi og einkenndi allt hennar líf. Elín Guðmundsdóttir. Margrét Jónsdóttir, mágkona mín, er látin. Hún var eiginkona Skafta bróður míns í meir en fimm- tíu ár og það varð ekki langt á milli þeirra, aðeins um 15 mánuðir. Þau voru í fyrsta árgangi nem- enda í Garðyrkjuskólanum í Hvera- gerði og þar kynntust þau. Að námi loknu settust þau fljótlega að í Hveragerði, keyptu þar litla gróðr- arstöð og hófu garðyrkjubúskap snemma á fimmta áratugnum. Gróðrarstöðin stækkaði með árun- um og þau lögðu sig fram um að hafa vandaða vöru. Rósirnar þeirra stóðu svo lengi og þau hófu ræktun á fresíum sem eftir nokkra tilrauna- starfsemi heppnuðust mjög vel og urðu stór hluti af starfsemi stöðvar- innar. Þau áttu lífsstarf sitt í Hvera- gerði og tilheyrðu þeim hópi áræð- inna og dugmikilla manna og kvenna sem skópu Hveargerði og gerðu bæinn að miðstöð garðyrkj- unnar í landinu á fimmta áratugn- um — frumbýlinga sem nýttu jarð- hitann til framleiðslu grænmetis og blóma og gerðu garðyrkjuna að al- vöru atvinnuvegi á íslandi. Hún var frekar lágvaxin, alla tíð grönn, létt í spori og fagnaði manni svo innilega þegar maður kom í heimsókn. Hún hafi glaðlegt, ljúft fas, aðlaðandi bros og þar var svo stutt í hláturinn þegar svo bar und- ir. Hún leit björtum augum á lífið og var jákvæð í þess orðs fyllstu merkingu. Hún hafði í mörgu mjög ákveðnar skoðanir og varði þær af einbeitni og þeim ákafa sem stund- um einkenndi hana. En það var þessi mannlega hlýja sem gerði heimsóknir til þeirra Skafta svo eftirminnilegar. Lengst af var flörður á milli frænda og við sáumst ekki á hveij- um degi — Akureyri er ekki næsti bær við Hveragerði. Hingað til Akureyrar komu þau að heita mátti á hveiju ári enda yngsta dóttirin og fjölskylda hennar búsétt norðan- lands. Þau voru miklir aufúsugestir á okkar heimili og spunnust þá stundum hressilegar umræður um menn og málefni. Þau báru með sér andblæ þeirra sem alla ævi verða að treysta á sjálfa sig. Þau voru sjálfstætt fólk. Síðustu árin þraut heilsuna og þar kom, að hinn slyngi sláttumað- ur vann sitt verk. En okkur sem eftir erum fínnst það sorglegt að manneskja sem átti svo mikið að gefa öðrum og var svo andlega hraust skyldi verða að hverfa frá okkur í töpuðu stríði við sjúkdóm sem ekki lætur að sér hæða. Við eigum ekki annað eftir en þakka samfyigdina og þau forrétt- indi að hafa mátt eiga hana að vini og fjölskyldumeðlim. En minning- amar eru okkar og verða ekki frá okkur teknar. Pétur Jósefsson. Eg átti ekki von á því að fá sorg- arfregn að hún Magga í Hveragerði væri dáin. Það eru aðeins rúmir fjórtán mánuðir síðan hann Skafti Jósefsson, maðurinn hennar, and- aðist. Það er ekki hægt að skrifa minn- ingargrein um hana Möggu öðru- vísi en minnast á Skafta í leiðinni, því samhentari hjón voru ekki auð- fundin og annað var ekki nefnt án þess að minnast á hitt. Ég sem þessar fátæklegu línur rita, átti þess kost að kynnast þeim er Iiðið var á ævina, en mér var tekið svo vel á þeim bæ að það var eins og ég hefði alftaf þekkt þau. Það var tilhlökkunarefni að skreppa austur í Hveragerði og heimsækja þessi yndislegu hjón. Þar var alltaf tekið á móti okkur með bros á vör og uppdekkað borð hlaðið góðgæti var framreitt af alúð og snyrtimennsku og þegar kvatt var fór maður alltaf hlaðinn blómum og blessunarorðum og beðinn að koma sem fyrst aftur. Þau hjón höfðu kynnst á Garð- yrkjuskólanum á Reykjum, þar sem þau stunduðu bæði nám og útskrif- uðust árið 1941. Þau voru gefin saman í hjónaband 24. apríl 1943 og byggðu sér íbúðarhús og síðar garðyrkjustöð í Heiðmörk 39 í Hveragerði og bjuggu þar til dauða- dags. Þau eignuðust fjögur böm, tvo drengi og tvær stúlkur, og eru drengirnir báðir viðriðnir heilsu- gæslu, annar Iæknir en hinn lyfja- fræðingur auk þess sem önnur stúlkan er hjúkrunarfræðingur. Þá eignuðust þau níu bamaböm, allt stúlkur, og tvö bamabamaböm. Þegar veikindi fóru að hijá þau hjón komu börnin og bamabömin til aðstoðar og hefur bamabam þeirra ásamt eiginmanni og annarri dótturinni annast garðyrkjustöðina að undanfömu og er það gert af sama myndarbrag og áður. Magga var fædd á Isafirði, en það er alkunna að þaðan koma undantekningarlaust fallegar og góðar konur. Hún er engin undan- tekning. Stóð hún ótrauð við hlið manns síns í blíðu og stríðu og bjó honum og börnum þeirra fagurt og gleðiríkt heimili. Ég held að Magga sé ánægð að ekki leið lengri tími á milli kveðjustunda þeirra er raun varð á. Þau búa nú saman á himn- um og rækta sín fögru blóm þar um aldur og ævi. Ég færi öllum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur og þakka fyrir ágæta viðkynningu á undanförnum ámm með orðum skáldsins frá Fa- graskógi: Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfír velferð bama þinna. Þú vildir rækta þeirra ættaijörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðii mjúkra móðurhanda að miðla gjðfum - eins og þú. (Davíð Stefánsson) Guð. blessi minningu góðrar konu. Jörundur Þorsteinsson. Það var árið 1939 að ung stúlka, Margrét Jónsdóttir, kom frá ísafirði til að stunda nám við Garðyrkju- skólann á Reykjum í Ölfusi. Var hún í hópi fyrsta árgangs skólans. í skólanum kynntist Margrét mannsefni sínu, ungum prestssyni er Skafti Jósefsson hét. Þau felldu hugi saman og ákváðu að setjast að hér í Hveragerði enda bauð stað- urinn upp á mikla möguleika fyrir ungt garðyrkjufólk. Þau keyptu litla gróðrarstöð við Heiðmörk ásamt litlu íbúðarhúsi og þar varð þeirra starfsvettvangur til æviloka, þau vom samhent og unnu að uppbygg- ingu og stækkun stöðvarinnar. Einnig byggðu þau við íbúðarhúsið enda stækkaði fjölskyldan ört, en bömin urðu fjögur, allt dugnaðar- og myndarfólk, og hlutu menntun hvert á sínu sviði. Þau hjón Margrét og Skafti vom áhugasöm um allt er viðkom vexti og viðgangi mála í litla þorpinu þeirra. Margrét gekk fljótlega í kvenfélagið og starfaði þar af áhuga. Er kom að því að reisa skyldi kirlrju hér á staðnum studdu þau hjón það af alhug og starfaði Mar- grét lengi í sóknamefnd Hveragerð- iskirkju og var formaður nefnd- arinnar um árabil. Öll störf hennar þar vom unnin af miklum dugnaði og samviskusemi, blóm úr gróður- húsum þeirra hjóna prýddu kirkjuna og eins kertin sem vom árleg gjöf. Þessar gjafir og fleiri komu sér vel þar sem fjárhagur kirkjunnar var bágur fyrstu árin. Til að spara sá sóknamefndin um þrif á kirkjunni og em mér þeir dagar minnisstæðir er ég starfaði með Margréti í sókn- arnefnd og við mættum í hreingem- ingar. Það var gaman að vinna með henni, allt vel skipulagt og loka- verkið var að hagræða á altarinu. Það gerði Margrét ævinlega sjálf, setti blóm í vasa og ný kerti. Hún unni kirkjunni sinni og öllu er henni viðkom. Hún var trúuð og stafaði frá henni hlýju og kærleika. Slíku samferðafólki er ómetanlegt að kynnast. Fyrir hönd annarra í sóknamefnd Hveragerðiskirkju vil ég þakka aila þá velvild og ræktarsemi er Mar- grét sýndi kirkjunni og sérstaklega gott samstarf er aldrei bar skugga á. Ættingjum og vinum bið ég guðs blessunar. Laufey S. Valdimarsdóttir. I dag er við kveðjum Margréti Jónsdóttir eða Möggu eins og hún var kölluð langar okkur systumar að minnast hennar í örfáum orðum. Það em liðnir rétt tæpir þrir áratug- ir síðan við kynntumst þeim hjónum Möggu og Skafta en hann lést fyr- ir rúmu ári. Varla er hægt að tala um annað nema hitt sé nefnt. Magga og Skafti voru samhent hjón en þó svo ólík, Skafti ætíð hress og fljótur til en Magga róleg og gaf öllu tíma sem hún tók sér fyrir hendur. Um árabil rak Magga verslunina MARGRET JÓNSDÓTTIR Grein. Unnum við systumar báðar hjá henni og betri húsbónda var varla hægt að hugsa sér. í Grein kom margt fólk víðs vegar af land- inu því segja má að flest það fólk sem dvaldi á Heilsuhæli NLFÍ hafi komið í búðina. Tók Magga ávallt vel á móti öllum með sinni hlýju og fann maður sérstaka ánægju hjá henni þegar ísfirðingar litu inn og hægt var að spjalla um gömlu dag- ana fyrir vestan. Önnur okkar systra flutti norður í land fyrir nokkram árum og þegar Magga og Skafti áttu leið hjá litu þau inn og komu færandi hendi, og þegar þau vora farin ilmaði hús- ið af Fresíulykt og minnti á komu þeirra. Að leiðarlokum viljum við syst- urnar þakka þeim heiðurshjónum Möggu og Skafta samfylgd liðinna ára og velvilja í okkar garð. Biðjum við þeim Guðs blessunar í nýjum heimkynnum. Bömum, tengdaböm- um, bamabömum og bamabama- bömum vottum við samúð okkar okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Magnea og Sigurlaug. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því leiðir okkar Margrét- ar Jónsdóttur lágu fyrst saman. Margrét var ein í hópi þeirra sem voru fyrstu nemendur Garðyrkju- skólans á Reykjum í Ölfusi þegar hann var stofnaður árið 1939. Var ég þá stelpukrakki að sumrinu hjá bróður mínum og fjölskyldu hans, en hann var einn af fyrstu kennur- um skólans. Svo vildi til að stúlk- urnar þijár sem voru nemendur skólans bjuggu í sama húsi og við og var því samgangur strax mikill. Möggu, eins og hún var kölluð í okkar hópi, kynntist ég best. Magga var ákaflega myndarleg stúlka, glaðsinna og félagslynd þannig að allir löðuðust að henni og þannig var hún alla tíð. Kunningsskapur okkar Möggu rofnaði aldrei. Atvikin höguðu því svo að við vorum bundn- ar fjölskylduböndum til margra ára. Samstiga Möggu á garðyrkju- skólanum var ungur maður, Skafti Jósefsson frá Setbergi í Grundar- firði, og varð hann eiginmaður hennar. Þar stigu þau bæði mikið mikið gæfuspor. Þau voru sérstak- lega samhent hjón, sem studdu hvort annað í langri sambúð. Frá upphafi búskapar þeirra ráku þau stóra garðyrkjustöð í Hveragerði og vora rósirnar hans Skafta mjög rómaðar, enda var hann snillingur í allri sinni ræktun. Margrét og Skafti vora ein af frumbyggjum Hveragerðis. Þau byijuðu smátt, enda efnahagurinn ekki beysinn í fyrstu. Fyrsta heim- ili þeirra var lítið hús sem þau festu kaup á við Heiðmörk. Þó rými væri ekki mikið létu þau sig hafa að búa í þessu húsi með annarri fjölskyldu, vinafólki sínu, fyrstu árin. Þau bjuggu síðan áfram í þessu litla húsi til margra ára. Þar var gott að koma. Nokkuð mörgum árum seinna eftir að börnin fjögur voru fædd, byggðu þau við húsið. Var það svo vel heppnað að þama var risið myndarlegt einbýlishús og allt heimilið eins notalegt og mest mátti vera, eins og öll árin höfðu verið hjá Möggu og Skafta. Það var gott að koma í Heið- mörkina, enda ferðimar margar og á árum áður oft gist yfir helgi. Garðyrkjustöð þeirra hjóna er enn í fullum rekstri innan íjölskyld- unnar. Eftir lát Skafta hefur hún verið í höndum dótturdóttur þeirra og eiginmanns hennar. Vil ég þakka Möggu minni allt sem hún var mér og fjölskyldu minni gegnum árin. Góð kona er gengin. Farsælu lífi er lokið. Um leið og ég kveð vinkonu mína Margréti Jónsdóttur votta ég böm- um þeirra hjóna og flölskyldum þeirra dýpstu samúð mína. Sigrún Þorsteinsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.