Morgunblaðið - 18.03.1995, Side 44
44 LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
VALGEIR
SIGURÐSSON
isfirði um árabil.
Orti marga dægur-
lagatexta, sem
náðu aimannahylli,
einnig gamanvísur.
Faðir Valgeirs,
Sigurður Jónsson,
Guðmundur Böð-
varsson og Halldór
Laxness, skáld og
rithöfundar, áttu
sömu langömmu,
Margréti Þorláks-
dóttur (1802-
1842), er bjó með
manni sínum að
Fljótstungu í Hvít-
+ Valgeir Sigurðs-
son var fæddur
7. febrúar 1924 að
Steinum í Staf-
holtstungum, Mýr-
arsýslu. Hann lést
úr lungnakrabba-
meini í gjörgæslu-
deild á Landspítal-
anum 7. mars sl.
Voru foreldrar hans
Sigurður Jónsson, f.
3. ágúst 1900, d. 27.
nóvember 1930, er
dó aðeins þrítugur
að aldri úr berklum,
síðast verkamaður í
Reylgavík, áður vinnumaður í
Síðumúla í Hvítársíðu, og Mál-
fríður Einarsdóttir, f. 1. októ-
ber 1901, nú vistkona á Drop-
laugarstöðum í Reykjavík.
Fjögur alsystkini Valgeirs dóu
kornung. Hann ólst að mestu
leyti upp á Hömrum í Þverár-
hlíð. Stundaði nám við Reyk-
holtsskóla 1943-46, og varð
gagnfræðingur Jiaðan. Nam í
Kennaraskóla Islands 1946-
1949, og lauk almennu kenn-
araprófi það ár. Hóf kennslu
við Barnaskóla Seyðisfjarðar
1949 og starfaði þar sem kenn-
ari, skólastjóri 1957-58, og yf-
irkennari frá 1975. Hann var
stundakennari við Iðnskólann
1965-66. Valgeir var áhuga-
maður um íþróttir og í stjórn
íþróttafélagsins Hugins á Seyð-
ársíðu, en var frá Jörfa í
Haukadal. Hún var skáldmælt.
Þá var Stefán Jónsson rithöf-
undur og kennari föðurbróðir
Valgeirs. Skáldgáfuna hlaut
hann þannig víða að. Hann átti
fjögur hálfsystkini, en móðir
Valgeirs giftist tvívegis, eftir
að hún missti mann sinn, ung
að aldri. Annar maður hennar
var Gunnlaugur Jónsson. Með
honum átti hún dæturnar Gyðu
og Jónu, húsfreyjur hér í bæ,
og með Guðmundi Jónssyni,
hálfbróður fyrsta eiginmanns-
ins, átti hún Ólínu, húsfreyju í
Reykjavík, og Sigurð, sem dó
31 árs, ókvæntur og barnlaus.
Valgeir var einhleypur og barn-
laus. Útför hans fer fram frá
Seyðisfjarðarkirkju í dag, 18.
mars, og hefst athöfnin kl. 14.
ENN hefur dauðinn slegið til foldar
einn úr hópi okkar, sem útskrif-
uðumst vorið 1949 sem barnakenn-
arar frá Kennaraskóla íslands í
Reykjavík. Við vorum 27, sem þá
hlutum þessi eftirsóttu réttindi, þar
af tveir stúdentar. Nokkur höfðu
verið allt frá upphafi 1. bekkjar,
þar á meðal ég, en önnur bættust
við í öðrum eða þriðja bekk, ef þau
höfðu til þess/nægan undirbúning
að talið var, og loks þurftu stúdent-
amir ekki að dvelja við nám í skól-
anum nema í fjórða og síðasta bekk,
og þá ekki nema í nokkrum grein-
um. Aðallega í uppeldisgreinum og
kennsluæfingum.
í bekkinn okkar bættust haustið
1946 tveir úr Borgarfjarðarhéraði:
Sigurður Helgason frá Heggsstöð-
um í Andakíl og Valgeir Sigurðsson
frá Hömrum í Þverárhlíð. Þeir höfðu
stundað nám í Reykholtsskóla, Val-
geir var gagnfræðingur þaðan vorið
á undan og komst þess vegna inn
í annan bekkinn. Bergþór Finn-
bogason frá Hítardal settist sama
haust inn í þriðja bekkinn. Valgeir
var lítill vexti og fór lítið fyrir hon-
um. Dijúgur námsmaður var hann,
einkum lá stærðfræði vel fyrir hon-
um. Hann tók aldrei þátt í söng
innan skólans, en einhver söngur
mun hafa búið innra með honum,
því að marga dægurlagatexta
samdi hann undir ljúfum lögum, og
hafa þeir orðið vinsælir, eins og
kunnugt er. Hver man ekki text-
ann, sem þannig hefst: Hún var
með dimmblá augu, dökka lokka?
Ég gæti nefnt fleiri, en það breytir
engu. Textamir hans Valgeirs lifa
áreiðanlega lengi enn, sökum létt-
leikans og upprunaleikans, sem í
þeim býr.
I Kennaraskólanum hefur lengi
verið gefið út skólablað, sem nefn-
ist Örvar-Oddur. Þegar við Valgeir
vorum þama nemendur sá ég um
blaðið. Til mín tóku að berast ljóð,
sem undirrituð vom með nafninu
Vasi. Mér leist vel á þessi ljóð og
birti þau að sjálfsögðu undir dul-
nefninu. Lengi vel áttaði ég mig
ekki á því, hver þessi ágæti höfund-
ur væri, en svo rann upp fyrir mér
ljós. Vasi var myndað úr fyrstu
tveimur bókstöfum nafns hans og
föðumafns. Mér fannst sýnt, að
þarna mundi á ferðinni upprennandi
skáld.
Sú hefur verið venja okkar frá
’49 að hittast á fímm ára fresti.
Valgeir gerði ekki víðreist um dag-
ana. Hann fór þó upp á Hérað við
og við. Á Seyðisfírði kunni hann
vel við sig. Á fund okkar skólafélag-
anna kom hann aðeins einu sinni,
þjóðhátíðarárið 1974, en hann var
haldinn í Árbæjarskóla. Þá var
Valgeir rétt fimmtugur að aldri og
hinn brattasti. Og víst mun honum
hafa þótt nokkuð í varið að hitta
okkur flest, eftir 25 ára aðskilnað.
Á Seyðisfírði bjó Valgeir á sama
stað lengst af, á Vesturvegi 4. Þar
bjuggu hjónin Kristín (venjulega
nefnd Kiddý) Jóhannesdóttir og
Guðjón Sæmundsson (d. 1993).
Valgeir varð sem einn af fjölskyld-
unni þarna, og í samtali við Kiddý
kom fram, að Valgeir hefði verið
ljúfur maður í umgengni. Um hann
stóð aldrei neinn styrr. Og þegar
ég spurði Kiddý um það, hvar Val-
geir yrði jarðsettur, sagði hún, að
það yrði á Seyðisfirði. — Við áttum
hann Valgeir, sagði hún; hann var
orðinn hluti af okkur. — Nemend-
urnir virtu hann og elskuðu, óhætt
að segja. Honum kom áreiðanlega
aldrei til hugar að kenna annars
staðar. Það segir sína sögu. Stærð-
fræðin var honum kær sem náms-
og kennslugrein. Að kenna í fjóra
áratugi á sama stað er gæfa út af
fyrir sig. Slíks verða ekki allir að-
njótandi.
Fyrir allmörgum árum tók Val-
geir að kenna vanheilsu. Hann fékk
kransæðastíflu og breytti þá nokk-
uð um lífsstíl. En eigi var það
hjartasjúkdómur, sem gerði enda á
líf hans, heldur krabbamein í lung-
um. Þeir, sem reykja, mega biðja
fyrir sér, að ekki fari fyrir þeim
eins og Valgeiri. Vissulega sleppa
margir, en aðrir falla frá um aldur
fram. Einhvers staðar hef ég lesið,
að flestir reykingamenn séu horfnir
fyrir sjötugt. Þetta er alvarleg
áminning.
Hugðarmál Valgeirs fyrir utan
kennsluna, sem var honum líf og
yndi, voru bóklestur og íþróttir. Þó
stundaði hann ekki slíkt, en áhugi
hans á þeim var mikill og viðvar-
andi. Hann átti gott bókasafn og
naut þess vel að annast um það og
grípa sér bók til lestrar úr því. Gildi
heimilisbókasafns er í því fólgið að
hafa í nánd andlega fjársjóði. Val-
geir var maður rólegrar íhugunar
og kunni best við fámenni utan
starfsvettvangs.
Já, Valgeir kunni vel við sig á
Seyðisfírði, og vék ég að því í einum
af mínum brögum, sem fluttur var
við endurfundi 1984, þótt Valgeir
væri. þar eigi mættur:
Og enn er Valgeir austanlands
og yrkir dægurljóð,
þótt iðki sjaldan dufl og dans
og daðri lítt við fljóð.
Valgeir orti um ást og ljúf kynni
manns og konu í dægurljóðum sín-
um, þótt hann væri einn á báti í
lífínu langa ævi. Um stúlkuna litlu
og sætu, með ljósa hárið, orti hann:
„Fyrir hana hjartað brann, hún er
allra besta stúlkan, sem ég fann.“
Slíkt ljóð heillar alla, sem unna
fögru máli og heilbrigðu lífi.
I leikfimi vorum við Valgeir sam-
an, eins og að líkum lætur. Kennt
var í íþróttahúsi Jóns Þorsteinsson-
ar við Lindargötu. Kennarinn var
hinn ágæti íþróttamaður Baldur
Kristjónsson frá Útey í Laugardal.
Valgeir var sæmilegur íþróttamað-
ur, en oft kom fyrir í tímum, að
hann færi úr liði um öxlina. Kipptu
þá einhveijir hraustir menn í liðinn.
Þetta er okkur bekkjarfélögum
hans minnisstætt, eftir næstum
hálfa öld. Valgeiri brá lítt við þetta,
enda maðurinn rólegur og yfírveg-
aður jafnan. í brag, þar sem minnst
er kennara okkar í Kennaraskóla
íslands, og Baldurs Kristjónssonar
er getið í einu erindanna, gat ég
ekki á mér setið að fara nokkrum
orðum um Valgeir Sigurðsson:
Hjá Baldri Kristjóns bröltum við
í bolta og leikfimi,
og hann var sjálfur hress og ör.
og hlaðinn lífskrafti.
Við hlupum yfir hest og rá
og hugrökk æfðum stökk.
Svo ákaft Vasi ólmaðist,
að öxl úr liði hrökk.
Að Valgeiri gengnum, eru fjórir
horfnir úr hópnum okkar frá ’49. Á
undan honum hafa kvatt þeir Stein-
þór Bjarni Kristjánsson, frá Hjarð-
ardal ytri í Önundarfírði (1959), Jón
Sigurðsson, cand. theol., kennari
(1966), sem sat að sjálfsögðu ein-
ungis í fjórða bekk, og Arngrímur
Jónsson, skólastjóri á Núpi (1973).
Við munum Steinþór allvel enn
og einnig litla Jón.
Og Amgrím trega allir menn,
- þann eðla menntaþjón.
Með Valgeiri er kvaddur góður
og gegn maður, traustur starfsmað-
ur, ágætur félagi og listamaður
orðsins. Fari hann vel á vegu hins
ókomna. Með samúðarkveðjum til
ættingja hans og vina frá gömlum
bekkjarfélaga. Og ég leyfí mér að
bera fram þakkir fyrir hönd félag-
anna þar fyrir góð kynni.
Áuðunn Bragi Sveinsson.
Hann Valgeir kennari er dáinn.
Hann var í útvarpinu um daginn
með pistil að heiman. Við vorum
famir að hlakka til að hitta hann
á afmælinu í sumar og þá er hann
horfinn svo skyndilega. Það er erf-
itt að orða tilfínningar sínar.
Hryggð. Söknuður. Eftirsjá eftir
gömlum, góðum dögum.
En hann Valli mundi ekki vilja
heyra neina mærð eða tilfinninga-
semi. Hann var alltaf meira á léttu
nótunum. Svolítið kaldhæðinn
stundum, stutt í vísumar og kvæð-
in með kímni sína og hrynjandi.
Hann hafði gott brageyra, hann
Valli, þó maður minnist þess ekki
að hafa heyrt hann syngja mikið.
Seyðfírska skáldið sem aldrei gaf
út ljóðabók en átti texta sem sungn-
ir voru um allt land og inná hljóm-
plötur. Það þótti ekki merkilegt
þorrablót hér á árum áður ef Val-
geir lagði ekki til gamanvísur,
stundum með dálítið háðskum und-
irtóni. Engin tilviljun að hann hafði
dálæti á Steini Steinarr.
Valgeir varð umsjónarkennari
’51 árgangsins strax í fyrsta bekk.
Hann hafði fljótt undarlega sterk
áhrif á mann þessi litli, fallegi
maður með dökka, kmllaða hárið
og reykingalyktina. Það er víst ekki
ofsögum sagt að bekkurinn tók
hann smám saman í dýrlingatölu.
Valgeir hafði einstakt lag á því að
vekja okkur áhuga á lærdómnum.
Fyrst kom móðurmálið sem þá hét
reyndar lestur, skrift, réttritun og
skólaljóð. Hann hafði sjálfur svo
mikla ást á því og reyndist létt að
miðla henni til okkar. Þar lék allt
í höndunum á honum. Hvemig hann
las upp, sagði frá, fór með ljóð og
skrifaði á töfluna. Mann langaði til
að læra að skrifa eins vel og Valli.
Annars er erfítt að útskýra með
orðum hvemig góður kennari fer
að því að töfra nemendur sína til
náms.
Öll kvæðin sem við lærðum! Þjóð-
skáldunum var raðað upp í tvö hefti
skólaljóðanna og svo var bara geng-
ið á röðina:
Snemma lóan fyrir mánudag.
Eldgamla ísafold fyrir föstudag.
Fífilbrekka, gróin grund í næstu
viku, öll erindin!
Og mörg þessara kvæða kann
maður enn í dag.
Valli hlýddi yfír, útskýrði og
hjálpaði til ef við mundum ekki.
En hann skammaði okkur ekki,
jafnvel þegar ekkert gekk. Hann
vakti ekki í manni óttann heldur
löngunina til að standa sig, metnað-
inn. Svo vildi maður ekki gera Val-
geiri það að standa á gati. Þá setti
hann nefnilega upp svolítinn
hryggðarsvip en á eftir kom brosið
og hrósið þegar vel gekk. Þetta
voru góðar aðferðir sem virkuðu
vel. Meira að segja reikningurinn
varð skemmtilegur hjá Valla, að
maður tali nú ekki um landafræð-
ina. Hann fór með okkur í heilu
ferðalögin þama í gömlu stofunum
sem við færðumst á milli eftir því
sem við eltumst. Og svo var farið
uppí bæjarstjórnarsal til að horfa á
bíómyndir. Já, það var gaman í
skólanum hjá Valgeiri.
Þannig liðu þessir dagar og þessi
ár og ’51 árgangurinn óx úr grasi
og varð að hippum og blómabömum
og hvað það nú allt heitir. Alltaf
sá maður Valgeir þó á göngu sinni
frá Vesturvegi og uppí skóla og til
baka inná Vesturveg. Það var eitt
af því sem maður hélt í bamaskap
sínum að mundi aldrei breytast.
Hann hélt áfram sínu þrotlausa
starfí að uppfræða börnin í bænum
og koma þeim til manns.
Snemma á unglingsárunum fór-
um við félagarnir að leita til Val-
geirs eftir textum við lög sem við
þóttumst vera að semja. Hann var
þá orðinn þekkt nafn í dægurlaga-
heiminum, búinn að gera fullt af
textum fyrir Svavar Gests og Ragn-
ar Bjarnason. Við ætluðum varla
að þora að fara til hans. En hann
tók okkur með brosi þar sem við
stóðum tvístígandi á stéttinni, bauð
okkur inn í herbergi til sín, dró fram
kvæði og sýndi okkur. Svo skrifaði
hann niður bragliði og áherslur í
laginu með strikum og punktum.
Alltaf tók hann okkur vel og sýndi
áhuga jafnvel þegar við vorum
komnir í leðuijakka og með þetta
voðalega bítlahár sem þótti hreint
ekki nógu gott í þá daga. En Valla
var alveg sama. Hann var ekkert
að hafa áhyggjur af því hvemig við
litum út, kom bara fram við okkur
einsog jafningja eins og hann var
vanur og hjálpaði okkur áfram.
Þegar voraði fann maður Valgeir
úti í garði. Þar dvaldi hann mest
allt sumarið í frítíma sínum. Það
var góð hvíld eftir vetrarkennsluna.
Hjá honum og Kiddý var garðurinn
alltaf hinn fegursti og vann til
ófárra verðlauna gegnum árin. Það
var þó ekki vegna verðlauna sem
Valgeir eyddi tíma sínum í garðin-
um. Hann kunni svo vel við sig inn-
an um plöntur og tré. Ekki að hann
væri að hafa orð á því. Hann var
■ Dóttir okkar og systir, t
BERGÞÓRA GUÐRÚN ÞORBERGSDÓTTIR,
lést í Panama 13. mars.
Vinsamlegast minnist hennar með framlögum til Tónlistarhúss.
Hildur Bjarnadóttir, Þorbergur Þorbergsson,
Bjarni Þorbergsson, Gunnlaugur Brjánn Þorbergsson.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
RAGNHILDUR ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Götu,
Hvolshreppi,
andaðist á öldrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, 17. mars.
Aðstandendur.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓNA ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR,
síðast til heimilis
á Hrafnistu i Reykjavík,
(áður Hátúni 8, Reykjavík),
lést í Landspítalanum 16. mars sl.
Eiður Steingrímsson, Soffía G. Þorsteinsdóttir,
Rósa Sólveig Steingrímsdóttir, Már Þorvarðarson
og barnabörn.
t
Hjartkær eiginkona mín, dóttir, móðir
okkar, tengdamóðir og amma,
JENNÝ HALLBERGSDÓTTIR,
Álfaskeiði 94,
Hafnarfirði,
andaðist á heimili sínu föstudaginn
10. mars.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er vin-
samlegast bent á Krabbameinsfélagið.
Fyrir hönd aðstandenda,
Birgir Magnússon,
Þuriður Sigurðardóttir,
Magnús R. Birgisson, Björk Guðlaugsdóttir,
Día Björk Birgisdóttir, Erlendur G. Arnarson
og barnabörn.