Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 47
DAGMAR
HANNESDÓTTIR
+ Uagmar KrisL
ín Hannesdóttir
var findd í Reyjija.
vík 17, maí 1921.
Hún andaðist á
Landspítalanum
24. febrúar sl„ á
sjötugasta og
fjórða aldursári.
Foreldar hennar
voru hjónin Hann=
es Krislján Hann-
esson málarameist-
ari og Guðrún
Kristmundsdóttir.
Hannes var fœddur
8, október 1892 í
Reylgavík og dó 12. júlí 1961.
Guðrún var fædd 28. apríl 1900
og dó 7. júlí 1977. Systkini
Dagmarar Kristínar eru Sig-
rún, fædd 15. október 1923,
húsmóðir í Reykjavík, gift Ás-
geiri Péturssyni, sýslumanni,
og Valgeir, málarameistari,
sem kvæntur er Ásdísi Árna-
dóttur, verslunarmanni og hús-
móður. Árið 1944 giftist Dag-
mar Guðmundi Þorleifssyni
skipstjóra í Reykja-
vík, Guðmundur var
fæddur 24, ágúst
1918 i Þorlákshöfn,
Foreldrar hans voru
hjónin Þorleifur
Guðmundsson bóndi
og alþingismaður
frá Háeyri og Hanu-
esína Sigurðardótt-
ir frá Akri á Eyr-
arbakka. Börn
þeirra eru: 1) Bragi,
offsetskeytinga-
maður, fæddur 4.
nóvember 1945,
kvæntur Guðrúnu
Ríkarðsdóttur sjúkraliða. Þau
eiga þijú börn og tvö barna-
börn. 2) Hannes kennari, fædd-
ur 8. janúar 1948, kvæntur
Kristínu Ármannsdóttur kenn-
ara. Þau eiga tvö börn. 3)
Hanna Guðrún, bankastarfs-
maður, fædd 19. ágúst 1952,
gift Guðmundi Hafsteinssyni
vélstjóra. Þau eiga tvö börn.
Útför Dagmarar fór fram frá
Fossvogskapellu 3. mars sl.
NÚ HEFUR amma Dósla kvatt
þennan heim eftir stutt en erfið veik-
indi og langar mig að minnast henn-
ar með nokkrum orðum. Nú síðustu
daga hafa komið fram ýmsar minn-
ingar sem geymdar hafa verið í kistu
huga míns um langan tíma, minning-
ar sem allar tengjast ömmu á einn
eða annan hátt.
Efst í huga mér er mynd af konu
sem alltaf var til staðar þegar á þurfti
að halda hvort heldur þegar ég var
lítil stelpa, óstýrilátur unglingur eða
nú eftir að ég er komin á fullorðins-
aldur og með eigin fjölskyldu. Alltaf
gaf hún sér tíma til þess að hlusta
og aldrei gerði hún lítið úr því sem
ég hafði að segja hvort sem eitthvert
vit var í því eður ei.
'Þegar ég var 8 ára kenndi mamma
mér að ferðast með strætisvagni
heim til ömmu svo að ég gæti farið
þangað eins oft og ég vildi. Nýtti
ég mér það óspart og oft tók ég
vinkonur mínar með mér því ég vildi
að allir fengju að kynnast ömmu sem
ég var svo stolt af og ekki leið á
löngu þar til allir vissu hver „amma
Dósla" var. Sama hve tíðar þessar
ferðir urðu tók amma alltaf á móti
okkur með opinn arminn, dúklagði
borð og bar síðan fram kræsingar
eins og henni einni var lagið og allt-
af var ég jafn stolt af því að eiga
ömmu sem kom fram við okkur
krakkana með svo mikilli virðingu
að engu skipti hvort við hefðum
verið 8 ára eða 78 ára því það var
einstaklingurinn sem skipti máli,
ekki aldur og önnur smáatriði.
Ég man eftir atviki þegar ég var
nýbúin að læra strætóleiðina heim
til ömmu að ég braut upp sparibauk-
inn minn, fór út i fiskbúð og keypti
signa grásleppu sem ég vissi að
ömmu þótti svo góð, hélt svo heim
til hennar og slógum við upp mikilli
veislu sem fáir aðrir kunnu að meta
en okkur þótti hreint lostæti og end-
urtókum við þessi veisluhöld oft eft-
ir þetta. Ekki hvarflaði það að mér
síðast er við snæddum saman grá-
sleppu að það yrði síðasta grásleppu-
veislan okkar eins hress og hún var
þá, en enginn getur séð hvað fram-
tíðin ber í skauti sér.
Amma var mikil fjölskyldumann-
eskja og það sem gladdi hana mest
undanfarin tvö og hálft ár voru
langömmubörnin hennar tvö Arna
Sif og Guðmundur Ingi og var gam-
an að fylgjast með ömmu þegar
„höfrungarnir" hennar tveir eins og
hún kallaði þau voru í heimsókn því
þá ljómaði andlitið hennar eins og
sól og fallegu augun hennar blikuðu
eins og gimsteinar þegar hún fylgd-
ist með þeim, þessum litlu fjörugu
verum. Þótt barnabarnabörnin séu
enn það ung að ekki munu verða
margar minningar í kistum huga
þeirra um ömmu Dóslu þegar fram
líða stundir munu myndir og sögur
um bestu ömmu sem hægt er að
hugsa sér hjálpa okkur við að halda
minningu hennar á lofti um ókomna
tíð.
Nú þegar ég kveð hana ömmu
mína langar mig að votta pabba,
Hönnu og Hannesi mína dýpstu sam-
úð því missirinn er mikill, Guð styrki
ykkur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Vertu sæl, amma mín,
Dagmar Bragadóttir.
Elsku amma Dósla kvaddi þetta
líf á sólfögrum og yndislegum vetr-
armorgni. Hún er horfin á vit ævin-
týranna til ástkærs eiginmanns síns,
laus við þjáningar og erfið veikindi.
Þessu trúi ég og hugga mig við þeg-
ar ég hugsa til þess að það verði
ekki fleiri heimsóknirnar eða fjöl-
skylduboðin með Dóslu. Það er stórt
skarð hoggið i litla fjölskyldu þegar
svo mikilvægur hlekkur fellur frá.
Heimili ömmu Dóslu var alltaf
vettvangur fjölskyldufunda hvort
sem var á stórhátíðum eða þegar
börnin, barnabörnin og tengdabörn
hittust þar í óvæntri heimsókn.
Alltaf var þar nóg af kræsingun-
um og var það henni ávalit mikið
kappsmál að allir væru nú duglegir
að borða, og lét það óspart í ljós ef
henni líkuðu ekki matarvenjur okk-
ar.
Dagmar eða ömmu Dóslu eins og
allir kölluðu hana kynntist ég fyrst
árið 1988 þegar núverandi eigin-
maður minn Guðmundur Helgi
Bragason fór með mig í heimsókn á
Grenimelinn til að kynna mig fyrir
ömmu sinni og afa. Þau kynni voru
óvænt og skemmtileg því aldrei hafði
ég hitt fyrir svo hress og skemmtiieg
fullorðin hjón sem kunnu svo sannar-
lega að njóta lífsins og hvors annars.
Amma Dósla varð fljótt í miklu
uppáhaldi hjá mér því það var alveg
einstaklega skemmtilegt að ræða við
hana og sýndi hún öllu áhuga hvort
sem verið var að ræða nýjustu tísku
eða ættfræði. Þetta var kona sem
lá ekki á skoðunum sínum og ég gat
verið alveg örugg um það að fá
hreinskilin svör og athugasemdir
hvort sem mér líkaði það betur eða
verr. Já, þetta var ákveðin kona með
bein í nefinu sem var svo sannarlega
höfuð fjölskyldunnar. Þegar ég
hugsa um ákveðni hennar kemur
mér helst til hugar þegar hún varð
að leggjast inn á spítala þá sleppti
hún því að reykja á spítalanum sem
henni fannst ekkert tiltökumál, því
það var allt of mikið ónæði fyrir
hjúkrunarfólkið að vera að keyra
hana fram til að reykja. Það fannst
henni hallærislegt eins og hún sagði.
Ég og eiginmaður minn töluðum oft
MINNINGAR
um það að hún væri nú eiginlega
einum of tillitssöm, því hún máttl
aldrei heyra minnst á að biðja um
hjálp, sem hún var þó mjög þakklát
íyrir ef henni var boðin hún að fyrra
bragði,
Amma Dósla var mikil félagsvera
og var hún dugleg við féiagsHfið,
spilaði vist og bingó og var alltaf til
í heimsóknir, Eftir að hún eignaðist
svo barnabarnabömin sin tvö, Örnu
Sif dóttur okkar Guðmundar Helga
og Guðmund Inga son Dagmar og
Bjarna áttu þau stóran þátt í lífl
hennar og var hún dugleg að biðja
um myndir af þejm og fá fréttir að
þeim ef henni fannst líða of langt á
milli heimsókna, Það er yndislegt
að sjá að svo litlar verúr geti glatt
mannshjartað eins og raun er Qg
síðustu mánuðir vora ömmu Dóslu
mjög erfiðir en ailtaf gat hún brosað
og glaðst yfir að sjá andlit þeirra
þrátt fyrir að þróttur hennar leyfði
vart meira.
Litlu langömmubörnin munu
spytja lengi um elskulega ömmu sína
sem var þeim svo góð, og biðja um
að fara til ömmu Dóslu og fá köku
og tala við hana í leikfangasímann
sinn. Hún mun lifa í minningu okkar
að eilífu og aldrei gleymast.
Elsku besta vinkona, amma og
langamma, við söknum þín mikið.
Hvil þú í friði.
Inga Sólveig.
Dagmar Kristín Hannesdóttir var
borinn og barnfæddur Reykvíkingur.
Móðir hennar, Guðrún Kristmunds-
dóttir, var ættuð úr Hrunamanna-
hreppi í Árnessýslu og öðram þræði
af Víkingslækjarætt af Rangárvöll-
um. Hannes faðir hennar var einnig
ættaður úr Árnessýslu. Var hann
afkomandi Hannesar landpósts, sem
kom til Reykjavíkur 1842 með for-
eldrum sínum og settust þau nokkru
síðar að á Grund í Þingholtunum,
sem Grundarstígur er kenndur við.
Hannes landpóstur er í reynd þjóð-
sagnapersóna, kunnur fyrir áreiðan-
leika og þrek í erfiðum póstferðum
um landið. En hann var líka mikill
dýravinur. Hann barðist m.a. fyrir
því að aðbúnaður hesta væri bættur
og sveið mjög hversu oft og víða
þeim var beitt á guð og gaddinn.
Kemur þetta fram í hinu ágæta
kvæði Þorsteins skálds Erlingssonar,
sem hann orti um Hannes látinn.
(Þyrnar, bls. 333.)
Þennan hug til manna og málleys-
ingja hefur Dagmar erft í ríkum
mæli, þvi hún var einatt málsvari
þeirra sem minna máttu sín, ekki
síst barnanna.
Dagmar var bráðgjör og gjörvuleg
stúlka. Sviphrein var hún og hafði
festulega framkomu, þannig að fólk
bar traust til hennar frá fyrstu kynn-
um. Hún sagði jafnan skoðun sína
afdráttarlaust og lét einu gilda hvort
viðmælendur voru henni sammála
eða ekki.
Hún fór að starfa strax á æsku-
árunum og vann þá verslunarstörf.
Var um árabil starfsmaður Mjólkurs-
amsölunnar í Reykjavík og víðar.
Eftir að hún hafði komið börnunum
sínum upp fór hún á ný til starfa.
Þá gerðist hún starfsmaður Iðunnar
apóteks á Laugavegi. Hún mat mik-
ils þann vinnustað og eignaðist þar
góða vini, sem hún starfaði með um
langt árabil.
Dagmar og Guðmundur settu
saman heimili sitt á Gunnarsbraut
og bjuggu þar um langt skeið. Var
það ætíð rómað fyrir snyrtimennsku
og háttvísi. Þau voru enda einstak-
lega samrýnd t öllu lífi sínu og starfi,
hjónin og börn þeirra.
Lífsbaráttan leiddi svo til þess að
Dagmar varð oft að hafa á hendi
hlutverk húsmóður og heimilisföður,
því bóndi hennar var einatt á hafi
úti, stýrimaður eða skipstjóri á tog-
urum. Þetta starf leysti hún vel og
trúmannlega af hendi. Það leyndi
sér heldur ekki umhyggja barna
hennar I erfiðum veikindum síðustu
mánuðina. Þá gáfu þau á móti, minn-
ug umhyggju hennar fyrir velfarnaði
þeirra.
Með Dagmar er gengin sæmdar-
kona og góður drengur. Samferða-
menn hennar minnast hennar með
þakklátum huga og biðja minningu
hennar ævarandi blessunar.
Ásgeir Pétursson.
t
Innilegor þekkir fyrir auðeýnda samúð og hlýhug við andlát og
utför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
VILBORGAR RUNÓLFSDÓTTUR
frá Hvammsvík,
Halldór Kr. Magnússon,
Rafn Magnússon, Eva GuðmMndsdóttir,
Inga Magnúsdóttir, Ingvi Jónsson,
Þorbjörg ), Magnúsdóttir, Olafur Halldórsson,
Kristrún I. Magnúsdóttir, Ingólfur Hjaltalm,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innllegustu þakkir fyrir auðsýnda semúð og vinarhug við andlát
og útför föður okkar, tengdaföður, afa og iangafa,
PÉTURS GUÐMUNDSSONAR.
Sérstakar þakkir fœrum við starfsfólki Sólvangs.
Fyrir hönd vandamanna,
Gunnar Pétursson, Guðbjörg H. Guðbrandsdóttir.
Þakka öllum þeim, er sýndu samúð
vegna fráfalls eiginmanns míns,
ERLINGS A. JÓNSSONAR,
Hóholti 6,
Garðabæ,
og heiðruðu minningu hans.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki
heimahlynningar Krabbameinsfélags-
ins, félögum í kvæðamannafélaginu
Iðunni og hestamannafélaginu Gusti.
Fyrir hönd aðstandenda,
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför
ERLINGS VALS ÁRNASONAR,
Sólheimum 40.
Einar Róbert Árnason, Margrét Guðmundsdóttir
og fjölskylda,
Ingi R. Arnason og synir.
t
Elskulegur sonur og bróðir,
ÓSKAR INGIINGVARSSON,
Reynimel 84,
lést þriðjudaginn 7. mars.
Útförin hefur farið fram t kyrrþey.
Pálína Jónsdóttir,
Guðfinna Ingvarsdóttir,
Einar Ingvarsson,
Alda Ingvarsdóttir.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og hlýjan vin-
arhug við andlát og útför elskulegs eig-
inmanns míns og föður,
KARLS FERDINANDSSONAR,
Heiðarvegi 7,
Reyðarfirði.
Guð blessi ykkur öll.
Guðný Sigurðardóttir,
Jóhanna Karisdóttlr.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end-
urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl-
unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins I Hafnarstræti 85, Akur-
eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer
691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari
ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
linulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.