Morgunblaðið - 18.03.1995, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. MARZ 1995 53
BRÉF TIL BLAÐSINS
Norsku stjórninni má
ekki verða að ósk sini
Frá Sverri Sverrissyni:
ÉG SÁ það í fréttum fyrir skemmstu
að norsk stjórnvöld eigi sér nú þann
draum heitastan að Alþýðuflokkur-
inn tapi duglega í kosningum í vor
og Jón Baldvin
Hannibalsson
hverfi úr utan-
ríkisráðuneyt-
inu. Þá fyrst telja
þeir sig hafa
unnið sigur í
Smugudeilunni
við íslendinga.
Það var haft eftir
norsku dagblaði
að harka íslend-
inga í Smugu-
málinu sé fyrst
og fremst Jón Baldvin að kenna og
það verði auðvelt að fá íslendinga
ofan af þessum veiðum þegar nýr
utanríkisráðherra taki við.
Þetta kemur okkur ekkert á
óvart, þeim sjómönnum, sem höfum
verið að veiðum í Barentshafi síð-
ustu tvö ár. Við teljum að íslending-
ar eigi rétt á sínum skerfi veiðiheim-
ilda á þessum slóðum, enda þorsk-
stofninn þar ekki í hættu. Okkur
skilst líka núna að þessar veiðar
okkar eigi sinn þátt í því að nú sé
hægt að fara að hækka laun land-
verkafólks, kennara og fleiri stétta.
En þegar veiðarnar hófust, þá
sýndu ráðamenn okkur hvorki
stuðning né skilning. Nema einn
þeirra: Jón Baldvin Hannibalsson,
utanríkisráðherra. Hann hefur háð
harða baráttu fyrir veiðum íslenskra
skipa, bæði erlendis og heima fyrir.
Þegar Kanadamenn brugðust okkur
svo með baksamningum við Norð-
menn, þrátt fyrir stuðning okkar
við þá í Norður-Atlantshafsfisk-
veiðinefndinni, þá brást Jón Baldvin
hárrétt við, en núverandi og fyrrver-
andi sjávarútvegsráðherra gengu
eins og áður í lið með norsku stjórn-
inni gegn íslenskum hagsmunum.
íslenskir sjómenn vita að þeir
hafa getað treyst á Jón Baldvin
Hannibalsson. Norska stjómin held-
ur hins vegar áfram að treysta á
aðra íslenska ráðamenn. Vonandi
verður henni ekki að ósk sinni.
SVERRIR SVERRISSON,
Skeljabraut 36, Seltjarnarnesi.
Hver vill leggja stein í götu
afreksíþróttafólks?
Frá Guðmundi Haraldssyni:
SÚ umræða sem átt hefur sér stað
í fjölmiðlum að undanförnu um
þolfimi hér á landi hefur verið mjög
neikvæð fyrir alla sem vinna að
þessari íþrótt. Það sýnir ekki mik-
inn áhuga á uppbyggingu íþróttar-
innar að ætla að hindra okkar
fremsta keppnisfólk í því að auka
hróður okkar lands á erlendum
vettvangi og er það þeim sem þann-
ig vinna til skammar. Þolfími er
íþróttagrein sem er í mikilli upp-
sveiflu og nýtur orðið mikilla vin-
sælda víða um heim.
ídag eru sjö alþjóðleg þolfimi-
sambönd í heiminum sem hafa
umboðsmenn víða um heim og
keppnir sem kostaðar eru af ýms-
um fyrirtækjum. Eitt af þessum
fyrirtækjum er Suzuki sem kostað
hefur þolfimikeppnir International
Aerobies Federation, IAF, en það
er með sterkustu mótunum sem
haldin eru í heiminum.
Okkar besti þolfimimaður,
Magnús Scheving, hefur unnið
margra glæsilega sigra á þessum
mótum og er silfurhafi frá síðustu
heimsmeistarakeppni sem IAF hélt
á síðasta ári. Einnig náði Magnús
yfirburðasigri á Evrópumeistara-
móti í Sofiu sem haldið var af IAF
í febrúar sl. og varði þar með titil
sinn frá árinu áður. Magnús hefur
sett ísland í fremstu röð þolfimi-
fólks í heiminum.
Fimleikasambandið hefur unnið
að þolfimi undanfarin ár ásamt
öðrum Norðurlandaþjóðum og átt
fulltrúa í norrænu þolfiminefnd-
inni. Þolfimi var tekin upp sem ein
af keppnisgreinum fimleika innan
Alþjóða fimleikasambandsins, FIG,
á síðasta ári. Á svipuðum tíma
gekk Magnús Scheving í raðir Ár-
menninga. í bréfi til Fimleikasam-
bandsins frá því í febrúar 1994
óskaði Glímufélagið Ármann að
þolfími yrði viðurkennd sem keppn-
isgrein innan Fimleikasambands-
ins. Þetta var samþykkt af Fim-
leikasambandinu og staðfest af
íþróttasambandi íslands.
Á þingi Fimleikasambandsins í
lok ágústmánaðar var kosin ný
þolfíminefnd og óskað eftir því við
Magnús Scheving að hann gæfi
kost á sér í nefndina til eflingar
íþróttinni og uppbyggingar hér á
landi. Magnús varð við þeirri beiðni
og hefur skilað miklu og árangurs-
ríku starfí á þessum tíma. Á sama
tíma hefur hann heimsótt skóla
víðsvegar þar sem kynning hans á
þolfímiíþróttinni hefur tengst góðu
lífemi, reglusemi og baráttu gegn
vímuefnum.
Það er ekki tilviljun að Magnús
var valinn íþróttamaður ársins 1994
af íþróttafréttamönnum, þeir vissu
að Magnús var vel að þessum titli
kominn og hafði unnið vel til hans.
Ég vona að allir íþróttamenn og
aðrir þeir sem vilja vinna íþróttum
farsældar standi saman að upp-
byggingu okkar fremsta afreks-
fólks svo það geti áfram haldið
uppi heiðri íþróttahreyfíngarinnar
hér á landi og erlendis.
GUÐMUNDUR HARALDSSON,
formaður Fimleikasambands íslands.
Upplýsingar um
Intemettengingu
við Morgunblaðið
VEGNA fjölda fynrspurna
varðandi Intemet-tengingu við
Morgunblaðið, skal eftirfarandi
áréttað:
Tenging við heimasíðu
Morgunblaðsins
Til þess að tengjast heimasíðu
Morgunblaðsins, sláið inn slóðina
http://www.centrum.is/mbl/
Hér liggja ýmsar almennar upplýs-
ingar um blaðið, s.s netföng starfs-
manna, upplýsingar um hvernig
skila á greinum til blaðsins og
helstu símanúmer.
Morgunblaðið á Internetinu
Hægt er að nálgast Morgun-
blaðið á Internetinu á tvo vegu.
Annars vegar með því að tengjast
heimasíðu Strengs hf. beint með
því að slá inn slóðina
http://www.strengur.is eða með
því að tengjast heimasíðu blaðsins
og velja Morgunblaðið þaðan.
Strengur hf. annast áskriftar-
sölu Morgunblaðsins á Internetinu
og kostar hún 1.000 krónur.
Sending efnis
Þeir sem óska eftir að senda
efni til blaðsins um Internetið noti
netfangið: mbl@centmm.is.
Mikilvægt er að lesa vandlega
upplýsingar um frágang sem má
finna á heimasíðu blaðsins. Það
tryggir öruggar sendingar og
einnig að efnið rati rétta leið í
blaðið. Senda má greinar, fréttir
og myndir eins og fram kemur á
heimasíðu blaðsins.
Mismunandi tengingar
við Internet
Þeir sem hafa Netscape/Mos-
aic-tengingu eiga hægt um vik að
tengjast blaðinu. Einungis þarf að
slá inn þá slóð sem gefin er upp
hér að framan.
Þeir sem ekki hafa Netscape/
Mosaic-tengingu geta nálgast
þessar upplýsingar með Gopher-
forritinu. Slóðin er einfaldlega
slegin inn eftir að forritið hefur
verið ræst.
Mótöld
Heppilegast er að nota a.m.k.
14.400 baud-mótald fyrir
Netscape/Mosaic tengingar. Hægt
er að nota afkastaminni mótöld
með Gopher-forritinu.
ANTIK
Gallerí Borg - antik heldur uppboð
í dag, laugardaginn 18. mars.
Uppboðið fer fram í húsnæði verslunarinnar,
Faxafeni 5, og hefst kl. 14.00.
Bjóðum til dæmis: Skápa, sófa, sófaborð, skrifborð, ljósakrónur,
handofnar mottur, snyrtiborð, stóla, postulín og fleira.
Uppboðshlutirnir verða sýndir í dag, í
Faxafeni 5 frá kl. 10.00-13.00.
ATH! ALUR HLUTIRNIR VERÐA SELDIR
HÆSTBJÓÐANDA!
antik
FAXAFENI 5, SÍMI 581-4400.
Framsókn'95_______
Halldór Ásgrímsson
veröur á almennum fundi í Brúarásskóla í Jökulsárhlíð í dag kl. 14:00 og viö opnu
koningaskrifstofu Framsóknarmanna á Neskaupstað kl. 20:00. Sunnudaginn 19. mars
verður hann í Austurlandskjördæmi og á fundi um sjávarútvegsmál í Sandgerði kl.20:30.
Mánudaginn 20. mars verður hann á vinnustaðafundum í Reykjavík.
B Framsóknarílokkurinn
kjarni málsins!