Morgunblaðið - 30.03.1995, Side 8

Morgunblaðið - 30.03.1995, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Matarkarfan" 3% dýrari í ESB- fj|r landinu Dánmörku en á íslandi i Hveiju getum við nú logið til að plata lýðinn i ESB kubbur minn? Deilt um nýtt skipurit og ráðningn borgarritara Meirihluti borgarráðs samþykkti ráðninguna BORGARRÁÐSFULLTRÚAR Reykjavíkurlistans hafa samþykkt að ráða Helgu Jónsdóttur í stöðu borgarritara. Borgarráðsfulltrúar sjálfstæðismanna lögðu fram til- lögu um að ekki yrði ráðið í stöð- una fyrr en tillaga að breyttu skipulagi yfirstjómar borgarinnar hefði verið rædd í borgarráði. Borgarráðsfulltrúar Sjálf- stæðisflokks lögðu fram tillögu um að ekki yrði ráðið í stöðu borgarrit- ara fyrr en leiðrétt tillaga að breyttu skipulagi yfirstjómar borgarinnar hafi verið lögð fyrir borgarráð, þar sem ráðning í emb- ættið miðist við breytt skipulag. Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkur- listans lögðu fram frávísunartil- lögu þar sem segir að embætti borgarritara eigi sér langa sögu í borgarkerfmu og bentu á að nýtt skipurit hafí ekki verið samþykkt. Fegnrðar- drottning Reykjavíkur valin í kvöld FEGURÐARSAMKEPPNI Reykjavíkur 1995 verður haldin á Hótel íslandi í kvöld. Að þessu sinni taka 15 stúlk- ur þátt í keppninni. Húsið verður opnað klukk- an 19 og boðið verður upp á þriggja rétta máltíð. Að henni lokinni verður sett á svið sýn- ing og fléttast keppnin inn í hana. Stúlkumar koma tvisv- ar fram, fyrst á sundbolum og síðan í kvöldkjólum. Hin nýja fegurðardrottning verð- ur síðan krýnd á miðnætti. Frávísunartillagan var samþykkt með 3 atkv. gegn 2. Lögheimili borgarritara áfram í Kópavogi Borgarráðsfulltrúar Sjálf- stæðisflokks lögðu þá fram tillögu, um að kannað yrði áður en gengið yrði frá ráðningu Helgu Jónsdótt- ur í embætti borgarritara, en hann væri staðgengill borgarstjóra, hvort borgarritari myndi áfram eiga heima í Kópavogi og greiða sína skatta þar. Borgarráðsfulltrú- ar Reykjavíkurlistans lögðu fram frávísunartillögu, þar sem fram kom að kannað yrði þegar og ef Helga Jónsdóttir yrði ráðin borg- arritari hvort hún ætlaði sér að búa í Reykjavík. Hins vegar hefði búsetuskylda aldrei hvílt á emb- ættismönaum borgarinnar. Frá- vísunartillagan var samþykkt með 3 atkv. gegn 2. í framhaldi samþykkti meiri- hluti borgarráðs að ráða Helgu Jónsdóttur í stöðu borgarritara. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokks óskuðu bókað, að R-listinn hafi hafnað því að lagt yrði fram leiðrétt skipurit og jafnframt hafn- að að könnuð yrði búseta væntan- legs staðgengils borgarstjóra. Fram kom að þótt erfitt væri að rýna í plagg sem fullt væri af vill- um og óljósum skipuritum væri strax orðið ljóst að breytingar þessar ættu ekkert skylt við skýr- ari boðleiðir eða stjómunarlega styrkingu borgarkerfísins. Borgarritari yfirmaður 13 embættismanna Þá segir: „Borgarstjóri þrengir enn frekar að sér með því að fækka sínum næstu undirmönnum en fjölgar embættismönnum neðar í stjómkerfmu. Þannig er nýr borgarritari orðinn næsti yfírmað- ur eða tengiliður 13 embættis- manna og nýr framkvæmdastjóri menningar- og félagsmála næsti yfírmaður eða tengiliður 14 emb- ættismanna. Þessi aðferð brýtur algjörlega í bága við viðurkennda stjórnunarhætti og er nánast trygging þess að upplýsinga- streymi og boðleiðir muni strax gefa sig. Af þessu er augljóst að aðeins er verið að fjölga embættis- mönnum á kostnað borgarbúa og skjóta inn pólitískum bitlingum til stuðningsmanna R-listans.“ Bent er á að í borgarráði hafí ekki farið fram mat á sjö öðmm umsækjendum um stöðuna eða leitað til fagmanna um það. Vinnu- brögðin.beri ótvírætt vitni um póli- tískar embættisveitingar, sem þýði það eitt að nýir embættismenn sem þannig koma til starfa hljóta að búa sig undir að hætta störfum um leið og R-listinn tapar meiri- hluta í Reykjavík. Nýtt skipurit ekki á dagskrá í bókun borgarráðsmanna Reylq'avíkurlistans segir að bókan- ir sjálfstæðismanna séu fráleitar, þar sem nýtt skipurit sé ekki á dagskrá, hvorki til umfjöllunar né afgreiðslu. Verið sé að ráða í stöðu borgarritara miðað við það skipu- lag sem sé í gildi og f samræmi við samþykktir Reykjavíkurborg- ar. Það starf muni væntanlega taka breytingum eins og- önnur störf í Ráðhúsinu ef og þegar til- lögur þar að lútandi yrðu sam- þykktar og nýtt skipurit tæki gildi. Þá segir: „Aðdróttanir þær sem fram koma í bókun sjálfstæðis- manna eru vægast sagt ósmekk- legar og er vísað á bug. Að öðrum umsækjendum ólöstuðum er Helga Jónsdóttir ótvírætt sá hæfasti og hefur langa og mikla reynslu sem embættismaður.“ Nýtt og betra bóluefni við lambablóðsótt Frumkvöðlarann- sóknir á Keldum Valgerður Steinþórsdóttir Líffræðirann- SÓKNIR eru hljóð- lát vísindi og fara oft leynt fyrir öðrum en þröngum hópi fræði- og fagmanna. Merk rann- sókn af því tagi er frum- kvöðlastarf dr. Valgerðar Steinþórsdóttur á Keld- um. Áðferð hennar til að éinangra eiturefni úr bakteríu til að búa til nýtt og betra bóluefni við lambablóðsótt í lömbum og gamadrepi í svínum hefur vakið athygli fræði- manna út um allan heim. Valgerður segir að rannsóknin sé gerð til að svara kröfum tímans um betra bóluefni. „Hér á landi beinist bóluefnið gegn lambablóðsótt í lömbum. Lambablóðsótt er bakt- eríusjúkdómur og orsakast af eiturpróteini frá clostridium perfringens-bakteríum. Okkar starf er að þróa bóluefni gegn eiturpróteininu. Við beitum erfðafræðilegum aðferðum til að einangra gen próteinsins og flytja inn í aðrar bakteríur. Að því loknu stefnum við að því að gera stökkbreytingar til að afeitra genið og vemda um leið virkni þess sem mótefnavaka.“ - Hvað eru rannsóknimar komnar langt? „Við emm búin að einangra genið. Byijað var á því að nota genafeiju í kólibakteríum, al- gengusta tæki í erfðafræðirann- sóknum. En af því að framleiðsl- an var lítil fómm við í annað kerfí, bacillus subtilis, til að framleiða próteinið og emm komin með kerfi til að gera stökkbreytingarnar, þ.e.a.s. komin að því að gera breytingu til að eyðileggja eiturvirknina." - Hver er þýðing rannsóknanna fyrir framtíðina? „Eins og er framleiðum við bóluefni og mótefnasermi. Serm- ið er framleitt með því að sprauta hesta með bakteríum og prótein- um þeirra með þeim afleiðingum að þeir mynda mótefni. Síðan er serminu sprautað í lömb til að vernda þau fyrir sýkingunni. Hið sama má gera við svín og í því skyni hefur töluvert af sermi verið flutt til Danmerkur á und- anförnum árum. Ekki má heldur gleyma því að töluverður mark- aður er hérlendis á bóluefni og sermi. Almennt má segja um utan- landsmarkaðinn að hann er mjög stór. Spumingin er hins vegar hvort við komumst inn á þennan markað því önnur bóluefni eru til þó þau virki kannski ekki jafn vel. En svo nefndur sé annar kostur bóluefnisins verður með nýju aðferðinni auðveldara að staðla framleiðsluna, þ.e. mæla nákvæmlega áhrif bólusetning- arinnar." - Hefur verið gerð tímaáætlun fyrir rannsóknirnar? „Við höfum verið með styrk frá Rannsóknarráði ríkisins við verkefnið og önnur umsókn um styrk til þróunarvinnu liggur fyrir ráðinu. Umsóknin felur í sér þriggja ára áætlun um þróun á bóluefninu. Á þeim árum ætti að vera hægt að þróa eiturpró- tein sem hefur ekki eiturvirkni, þ.e. próteinið sem sóst er eftir, og gera á því bóluefnisprófanir ►Dr. Valgerður Steinþórs- dóttir fæddist 17. júlí árið 1961 í Neskaupstað. Valgerð- ur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöð- um árið 1981 og BS-námi í líf- fræði frá Háskóla íslands árið 1986. Hún varð doktor í sam- eindalíffræði frá veirufræði- deild Glasgow-háskóla árið 1991. Að námi loknu starfaði Val- gerður á rannsóknastofu í veirufræði í rúmt ár og hefur starfað við þróun á nýju bólu- efni við lambablóðsótt á Keld- um frá því í desember árið 1992. Verkefnastjóri rann- sóknarinnar er Eggert Gunn- arsson. á dýramódelum. Vonandi getum við hafist handa við áætlunina í sumar.“ - Hvernig hafa undirtektir fræðimanna verið? „Þegar við fórum á ráðstefnu í Bandaríkjunum í janúar kom- umst við að því að engum öðrum hefur tekist að framleiða pró- teinið í öðrum bakteríum. Við höfum fengið töluverð viðbrögð við kynningunni. Okkur hafa borist bréf héðan og þaðan úr heiminum þar sem menn hafa verið að sækjast eftir próteinum frá okkur eða mótefnum, sem við höfum þróað, til notkunar í sjúkdómsgreiningu. Við höfum líka orðið vör við að mikill áhugi er fyrir því að kanna hvernig próteinið virkar í sjúkdómnum. Við höfum áhuga á því að vinna að því og aðilar, t.d. í Bretlandi, hafa ver- ið að sækjast eftir að komast í samstarf við okkur um þá vinnu. Ég á von á að við eigum eftir að vinna með þeim. Við höfum reyndar reynslu af því að vinna með erlendum aðilum því vinnan við bacillus subtilis var unnin í samstarfí við rannsóknastofu í Finnlandi. Ég fór til Finnlands í tvo mánuði í haust til að vinna þá vinnu. Við vorum með námskeið fyr- ir dýralækna í tengslum við fund Dýralæknafélags Islands um síð- ustu helgi. Við töluðum um sjúk- dóma af völdum clostridium- baktería og kynntum vinnu okk- ar. Onnur kynning fór fram á ráðstefnu um rannsóknir í læknadeild í janúar. Á báðum kynningum var mikill áhugi. Við getum alls ekki kvartað yfir því.“ Með nýju aAferð- Inni er auðveid- ara að staðla framleiðsluna y

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.