Morgunblaðið - 30.03.1995, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 30.MARZ1995 21
ERLENT
Olga og pólitískt morð á Haítí
Andstæðingur
Aristide
Port-au-Prince. Reuter.
MIKIL spenna er á Haítí og fyrrver-
andi embættismaður herforingja-
stjómarinnar, sem steypti Jean-
Bertrand Aristide forseta í blóðugri
uppreisn árið 1991, var skotinn til
bana með vélbyssu á götu á þriðju-
dag.
Mireille Durocher Bertin, sem var
34 ára og harður stuðningsmaður
Raouls Cedras, leiðtoga herfor-
ingjastjórnarinnar fyrrverandi, var
skotin til bana í bifreið sinni ásamt
bílstjóra sínum og viðskiptavini.
„Þetta var augljóslega pólitískt
morð,“ sagði talsmaður bandaríska
sendiráðsins í Port-au-Prince.
Sjónarvottar sögðu að tilræðis-
mennimir hefðu komist undan með
leigubíl.
Durocher Bertin var oft talsmað-
ur herforingjastjórnarinnar og um
tíma skrifstofustjóri Emile Jonas-
drepinn
saints, forseta herforingjastjórnar-
innar. Hún varð að persónugervingi
andstöðu múlattayfírstéttarinnar
gegn Aristide forseta, sem komst
til valda með stuðningi fátækra og
ómenntaðra Haítíbúa.
Clinton til Haíti
Morðið var framið aðeins þrem
dögum áður en 6.900 friðargæslu-
liðar á vegum Sameinuðu þjóðanna
taka við hlutverki flölþjóðahersins,
sem kom Aristide aftur til valda í
friðsamlegri hemaðaríhlutun í sept-
ember. Bill Clinton Bandaríkjafor-
seti og Boutros Boutros-Ghali,
framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, heimsækja Haítí á föstudag
í tilefni þessara tímamóta.
'Bandaríkjastjórn fordæmdi
morðið og sagði að það mætti ekki
hindra umbætur á Haítí.
Tugþúsundir
flýja Tsjetsjníju
Rússar hafa umkringt bækistöðvar upp-
reisnarmanna í Gudermes og Shali
Moskvu, Genf, London. Reuter.
TALIÐ er að minnst 30.000 manns,
sem em á flótta undan rússneskum
hersveitum er sækja að borgunum
Gudermes og Shali í Tsjetsjníju,
muni á næstu dögum fara yfír
landamærin inn í grannhéraðið
Dagestan, að sögn talsmanns
Flóttamannahjálpar Sameinuðu
þjóðanna. /nter/ax-fréttastofan
sagði í gær að Rússar hefðu um-
kringt borginar tvær en þær hafa
verið öflugar bækistöðvar uppreisn-
armanna eftir fall höfuðborgarinnar
Grosní.
Talsmaðurinn sagði að nú þegar
væru 87.000 flóttamenn í Dagestan
og birgðir af hjálpargögnum af
mjög skomum skammti. Ætlunin
væri að reyna að koma upp tjald-
búðum til að hýsa fleira fólk en
menn óttuðust að upp gæti komið
kólera á svæðinu.
Æðsti yfírmaður heija Rússa í
Tsjetsjníju, Anatolí Kúlíkov, segir
útilokað að hefja á ný viðræður um
frið við Dzhokar Dúdajev, leiðtoga
Tsjetsjena, nema uppreisnarmenn
afvopnist. Hann sagði uppreisnar-
liðið nú hafa misst megnið af
þungavopnum sínum.
Talsmaður rússneska hersins
sagði í sl. viku að alls hefðu 1.367
rússneskir hermenn fallið í
Tsjetsjníju, sex munu hafa fallið við
Gudermes á þriðjudag. Rússneskir
mannréttindasinnar fullyrða að
24.000 óbreyttir borgarar hafí fallið
í bardögunum um Grosní.
Ósviknir
steinar
ekki skjá-
vænir
BRESKI skáldsagnahöfund-
urinn Barbara Cartland, sem
nú er 93 ára gömul, lýsti því
yfir í gær að hún hygðist selja
skartgripasafn sitt en það er
metið á rúmar 8 milljónir
króna. Framvegis ætlar hún
að láta nægja eftirlíkingar.
„Ég er alltaf í sjónvarpinu, á
hveijum degi, og þess vegna
er miklu betra fyrir mig að
vera með [eftirlíkingarnar],
ég þarf ekki að vera með
áhyggjur af þeim og auk þess
koma þær betur út á skján-
um“, sagði skáldkonan í gær,
skrýddbleiku eins og veiyu-
lega. „Ósviknir gimsteinar
koma ekki vel út á skjánum."
Cartland er nú að vinna að
bók númer 617 og er fastlega
gert ráð fyrir að hún verði
hefðbundin ástarsaga þar
sem brúðirnar eru ávallt
hreinar meyjar og brúð-
gumar þeirra alltaf forrík
glæsimenni.
Reuter
BANDARÍSKIR hermenn kanna bíl, þar sem fyrrverandi embættismaður herforingjastjórnarinnar
á Haítí var myrtur ásamt bílstjóra og viðskiptavini í skotárás á þriðjudag.
□ /FOnixQ
FONIX 60 ARA 9 9
AFMÆLISTILBOÐ TIL PASKA 3 ÓO 9 ck m
Drjúgur afsláttur, allt að 20% á stórum- og 40% á smærri tækjum. 0/7=onixH
m ASKO
ÞVOTTAVELAR, TAUÞURRKARAR
OG UPPÞVOTTAVÉLAR
TAUÞURRKARAR
ASKO er sænsk hágæðavara, sem hvarvetna hlýtur góða dóma í
neytendaprófunum. Nú er ASKO á frábæru verði, t.d. ASKO 10504 þvottavél
með 1000 sn. vindingu á kr. 66.490,- stgr. Nýjar gerðir uppþvottavéla eru
væntanlegar strax eftir páska. Við tökum við pöntunum núna. Hollensku
FRESCO tauþurrkarana höfum við selt í 30 ár. Nú bjóðum við 5 kg. FRESCO
þurrkara á aðeins kr. 31.990,- og 3ja kg. á kr. 23.790,-.
KÆLISKAPAR, FRYSTISKAPAR
OG FRYSTIKISTUR
Dönsku GRAM kæliskáparnir eru glæsilegir, sterkir og sparneytnir. Þú
getur valið um 20 gerðir kæliskápa, með eða án frystis. Að auki 8
gerðir frystiskápa á 4 stærðir af frystikistum. Verðdæmi:
KF-263 kæliskápur m/200 Itr. kæli og 55 Itr. frysti á kr. 53.990,-
KF-355 kæliskápur m 275 Itr. kæli og 62 Itr. frysti á kr. 69.990,-
KS-300 274 Itr. kæliskápur án frystis á aðeins kr. 52.990,- stgr.
ára óbyrgft
OMENGUÐ GÆÐI
NILFISK NY,U NILFISK GM-GERÐIRNAR
mkrioiv ^ frábæru afmælisverðii
3 litir og 3 útfærslur: Sameiginlegt er 1200W mótor, inndregin snúra
og sogstykkjageymsla. GM200 og GM210 hafa rykmæli og stillanlega
rörlengd. GM210 að auki 2ja hraða mótor, TURBO-teppasogstykki
með snúningsbursta og nýjan síunarbúnað, svonefnda FIEPA-sfu, sem
er svo fullkomin, að hún heldur eftir 99,95% rykagna.
Ný NILFISK á frábæru kynningarverði, frá kr. 18.990,-
ELDAVÉLAR,INN8YGGINAROFNAR
OG HELLUBORÐ (RAF OG GAS)
Frábær tæki á enn betra verði. Margar gerðir og litir af ofnum, með
eða án blásturs, á verði frá kr. 19.990,-. Helluborð með 2 eða 4
hellum, keramikhelluborð í miklu úrvali, einnig gashelluborð.
Frístæðar eldavélar, 60 cm. eða 50 cm. breiðar, frá kr. 37.900,-.
FALLEGAR - VANDAÐAR
Einnig fjölmargar gerðir borðofna og örbylgjuofna á frábæru verði.
TURBO ELDHÚSVIFTUR
15 gerðir og litir. Venjulegar, hálfinnbyggðar, með útdregnum gler-
hjálmi, hálf-háfformaðar eða til innbyggingar í háf.
Verð frá aðeins kr. 6.280,-
LITLU TÆKIN A LAGA VERÐINU
Cea-inig) iddins euRm
Ávaxtapressur, borðeldavélar, borðofnar, borðviftur, brauðristar,
brauð- og áleggshnífar, djúpsteikingarpottar, dósahnífar, eggjasjóðar-
ar, handsugur, hárblásarar, hitamælar, hrærivélar, hraðsuðukönnur,
kaffivélar, matvinnsluvélar, rafmagnsofnar, ryksugur, ryk- og vatnssug-
ur, safapressur, straujárn, örbylgjuofnar - og margt fleira.
Já, við erum í afmælisskapi um þessar mundir. Staðgreiðslu- og magnafsláttur. Sextugir Og SÍungir....
EURO- og VISA-raðgreiðslur til allt að 36 mánaða án útborgunar.
Frí heimsending - og við fjarlægjum gamla ísskápinn, þvottavélina eða önnur
tæki þér að kostnaðarlausu - um leið og við komum með nýja tækið -
glæsilegt, notadrjúgt og sparneytið - og nú á afmælisverði.
/rQniX
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420