Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.03.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ La traviata Keith Reed syngur hlutverk Germonts HELGINA 31. mars til 1. apríl mun Keith Reed syngja hlutverk Germonts í La tra- viata, sem nú gengur fyrir fullu húsi hjá ís- lensku óperunni. í kynningu segir: „Keith lauk meistara- prófi í tónlist frá Indi- anaháskóla vorið 1989 með söng sem aðalgrein. Að loknu námi flutti Keith til íslands ásamt fjöl- skyldu sini og kennir við Söngskólann í Reykjavík, Nýja Tón- listarskólann og Kennaraháskóla Islands. Hjá íslensku óperunni hefur Keith sungið hlutverk Almavíva greifa í Brúðkaupi Fígarós, Tonio í I Pagliacci, Monter- one í Rigoletto, Jagó í Otello og Andvara í Niflungahringnum. Keith fluttist til Þýskalands og starf- aði þar við óperuna í Detmold. Þar hefur hann meðal annars sungið hlutverk ill- mennanna í Ævintýr- um Hoffmanns, Scarpia í Toscu, Esc- amillo í Carmen og Belcore í Ástar- drykknum. Keith hef- ur einnig tekið þátt í hátíðarvikum í Þýska- landi. í Berlín söng hann meðal ann- ars 14. sinfóníu Sjostakovitsj og í Erfurt bassahlutverkið í Sálu- messu Verdis.“ KEITH Reed syng- ur hlutverk Germ- onts í La traviata. „Kertalog“ íMögu- leikhúsinu LEIKHÓPURINN Erlendur býður til forsýningar á verki Jökuls Jakobssonar, „Kerta- log“, í Möguleikhúsinu við Hlemm. Opnar forsýningar á verkinu verða í kvöld fimmtu- dagskvöld kl. 20.30, sunnudag kl. 15 og 6. apríl kl. 20.30. Frumsýning verður síðan á litla sviði Borgarleikhússins í apríl- lok. Leikgerð verksins er eft- ir Ásdísi Þórhallsdóttur sem einnig er leikstjóri. Verkið er annað af tveimur verðlaunaverkum í leikritasam- keppni Leikfélags Reykjavíkur árið 1971. Það fjallar um leit manneskjunnar að lífshamingju í brotakenndri spegilmynd veruleikans. Foreldrar Kalla hafa komið honum inn á mjög svo undarlega stofnun, þar sem persónur bæði lífs og liðnar velta fyrir sér tilgangi og merk- ingu hlutanna. Leikhópurinn Erlendur sam- anstendur af ungum leikurum GÍSLI Ó. Kærnested í hlut- verki sínu. sem lært hafa hér heima og erlendis, þeir eru; Halla Mar- grét Jóhannesdóttir, Gísli Ó. Kærnested, Marteinn Arnar Marteinsson, Ragnhildur Rú- riksdóttir, Rannveig Björk Þor- kelsdóttir, Sigrún Gylfadóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson. LISTIR Slitnar samræður SIGTRYGGUR Bjarni Baldvinsson: Spírall taminn af flugfiskum. 1994. MYNDLIST Við Ilamarinn — Ilafnarfirði MÁLVERK SIGTRYGGUR BJARNI BALDVINSSON Opið kl. 16-20 virka daga og kl. 14-20 um helgar (lokað mánud.) til 9. apríl. Aðgangur ókeypis. MENN nálgast myndlistina með mismunandi væntingar. Ýmsir sækjast einkum eftir hinu kunnuglega, og að geta látið sér líða vel á þekktum myndrænum slóðum. Hinir eru þó vonandi fleiri, sem stunda listsýningar einnig með vonina um að þar komi eitthvað á óvart; að eitt- hvað nýtt eða ókunnugt eigi eft- ir að opna þeim nýjar slóðir í listheiminum. í þessu sambandi má vissu- lega líta til þeirra sem eru að hefja ferilinn hveiju sinni. Sig- tryggur Bjarni Baldvinsson er ungur myndlistarmaður sem hefur þegar tekið þátt í nokkrum fjölda samsýninga, og hélt einkasýningu á heimaslóðum á Akureyri fyrir fjórum árum. Frá þeim tíma hefur hann haldið áfram listnámi í Frakklandi, en þar útskrifaðist hann frá Fagur- listaskólanum í Strasbourg síðastliðið ár. Hér er á ferðinni fyrsta einkasýning hans frá því námi lauk, en hann átti auk þess verk á opnunarsýningu þessa sýningarsalar fyrr í mánuðinum. Sigtryggur Bjarni sýnir hér níu verk. Þetta eru allt vandlega unnin málverk sem byggja á hlutveruleikanum, en tengjast honum þó aðeins að ytra byrði; hér má fremur tala um tvíræð- ar, slitnar og gamansamar sam- ræður við listina, einkum í sögu- legu samhengi. Þessi kímni byggir á afar vönduðum vinnubrögðum, þar sem kunnáttu og þjálfun ber að sama brunni hins óvænta. I verk- inu „Vísir að sýningu fyrir kaffi- hús eða bar“ (1995) er það öðr- um þræði listalífið sem Sigtrygg- ur Bjarni er að fjalla um, með því að taka fyrir hið óvænta samlíf, sem hefur þróast á sýn- ingarvettvangi myndlistarinnar hér á landi undanfarin misseri; eiga skotskífur og málverk sam- leið? Listasagan hefur áður fjall- að um svipað efni, og enn er svarið jákvætt. Staða listamannsins er ætíð áhugavert viðfangsefni, og kem- ur hér fram í verkinu „Heilag- fiski eða Listamaðurinn, efinn og köllunin" (1993), þar sem geislabaugurinn og skuggi hans eru glöggar áminningar um þessar tvær hliðar þess afls, sem knýr listamanninn við listsköp- unina. Fleiri slík samræðuverk og óvæntar samsetningar mætti nefna hér, en auk þeirra eru til- vísanir í listasöguna sem vert er að veita athygli. Daniel Buren er þekktur fyrir kórréttar lóð- réttar línur á ýmsu formi (sbr. framlag hans á Listahátíð hér á landi fyrir fáum árum), en Jack- son Pollock fyrir villt línumynst- ur í stórum rétthyrndum fleti. Hvoru tveggja breytist í kringl- óttu formi sem listamaðurinn nefnir „Buren fullur Pollock ekki“ (1995), þar sem gerður er leikur að óvæntum aðstæðum; „Blóm á leiði Jackson Pollock" (1995) og „Peinture Rouge“ (1993) má einnig skoða sem slík- ar slitnar samræður við listasög- una. Sá myndheimur sem hér birt- ist er að nokkru skyldur þeim anga nýja málverksins, sem Helgi Þorgils Friðjónsson hefur verið helsti fulltrúi fyrir hér á landi. Vönduð vinnubrögðin og óvæntar lausnir tengja verk Sig- tryggs Bjarna einnig við málverk Sigurðar Árna Sigurðssonar, sem sömuleiðis sótti sína list- menntun að hluta til Frakka og hefur vakið hefur mikla athygli síðustu ár. Þannig er ekki hægt að segja að Sigtryggur Bjarni sé að ryðja nýjar brautir. Verk hans hér sýna engu að síður að hann virð- ist hafa alla burði til að skapa sér persónulegan og áhugaverð- an stíl á vettvangi málverksins, og verða þannig hluti af þeirri endurnýjun, sem sífellt er nauð- synleg í listinni, eigi hún að halda áfram að eflast og dafna. Því er rétt að bjóða hér nýjan listamann velkominn á vettvang, og hvetja listunnendur til að líta inn við Hamarinn á næstu dög- um, og þá í samræmi við ögn óvenjulegan opnunartíma. Eiríkur Þorláksson Listrænn siíuirvefur LEIKLIST Leikfélag Akureyrar ÞAR SEM DJÖFLAEYJAN RÍS Leikgerð Kjartans Ragnarssonar á skáldsögum Einars Kárasonar, Þar sem Djiiflaeyjan rís og Gulleyjan. Leikstjóm: Kolbrún K. Halldórsdótt- ir. Lýsing: Ingvar Bjömsson. Leik- mynd og búningar: Axel Hallkell Jóhannesson. Tónlistarstjóra: Karl O. Olgeirsson. Föstudagur 24. mars. EINHVERS STAÐAR las ég, að helsti styrkur verka Williams Sha- kespeare sé sá, að í þeim haldi hann aldrei fram eigin lífs- og trúarskoð- unum. Hann birtir þar viðbrögð mis- jafnlega ólíkra manna gagnvart vel- gengni og andstreymi, miðlar af fijóu ímyndunarafli og glöggskyggni sinni á margslungið manneðli, en rekur ekki áróður, sem byggir á persónulegu áliti hans eða skoðun- um. Þetta viðhorf er listamönnum leikhússins nauðsynlegt, ef verk þeirra eiga að standast. Leikritið Þar sem Djöflaeyjan rís, er ekki boðun skoðana, heldur lýtur því lögmáli, sem vikið er að hér að framan. Þar er ekki haldið fram áliti höfundar, heldur birtir það þeim mun gleggri myndir frá ákveðnu tímabili í lífí. íslensku þjóðarinnar. Einar Kárason er ungur maður, en eigi að síður tekst honum fágætlega vel að hagnýta sér glefsur úr minninga- sjóði einhvers annars, er hann seilist eftir umgerð og hugmyndum til tímabils, sem hann á engar minning- ar um. Við, sem eldri erum og varð- veitum misjafnlega ljósar endur- minningar frá hemámsárunum hér á landi og fylgdumst þá með þeim margþættu þjóðlífsbreytingum, sem komu í kjölfar þess, hljótum að við- urkenna, að skáldverk Einars túlki vel þann þjóðlífsdigul eða bræðslu- pott, sem mest kraumaði í, er straumur fólks !á til höfuðborgarinn- ar og stærri kaupstaða við lok heims- styrjaldarinnar. Og braggahverfið, sem blasir við áhorfendum á leik- sviði LA um þessar mundir í frá- bærri leikgerð Kjartans Ragnarsson- ar á tveim skáldsögum Einars er gjört af miskunnarlausu raunsæi og þar er enginn skortur á fjölþættum manngerðum og breytilegum skoð- unum. Leiksviðið er galopið og nýtt til hins ýtrasta, allt upp í ijáfur, og hreyfingar hraðar og djarflega stokkið. Framan af, meðan bemsku- heimurinn ræður þar ríkjum, eru ærslin með ólíkindum, en allt er þar útspekúlerað eða hnitmiðað, málin breytast í átök og leiðir liggja til ýmissa átta, við blasa bjartar vonir, en oftar hyldýpi vonbrigða og ör- væntingar. Hér verður ekki teygður lopinn til þess, að réttlæta lofstafi heldur kveðinn upp sá dómur, að sýning þessi sé frábær. Leikstjóm Kolbrúnar K. Halldórsdóttur er ekki einungis vönduð heldur ber vott um áræði sem ekki bregst. Úr þessum efniviði slær hún magnaðan örlaga- vef undarlegra og oft harmrænna átaka. Og leikarar fara á kostum. Það er ekki ofsagt, að Sigurveig Jónsdóttir vinni leiksigur í hlutverki Karólínu, móður, ömmu, spákonu og kjölfestu í ringulreiðinni. Gervi, látbragð og áköf en þreytt rödd em með afbrigðum sannferðug. Tommi verður svo skemmtilega hlýr og græskulaus í túlkun Þráins Karis- sonar. Það eitt hvemig hann opnar veskið til þess að gefa, er saga út af fyrir sig. Og Rósa Guðný Þórs- dóttir túlkar dýpstu örvæntingu og uppgjöf í hlutverki ekkjunnar af nærfærni og sannri innlifun svo að áhorfendur hljóta að fínna til. Son hennar, Gijóna, leikur Sigurþór Abert Heimisson og túlkar þróun til forherðingar afbragðs vel. Væskill, sem verður undir í hörkulegum leikj- um drengjanna og endar síðast sem geðlurðulegur kokkáll, er leikinn á sannfærnadi hátt af Barða Guð- mundssyni. Bergljót Arnalds er eðli- lega glyðmleg í hlutverki Dollíar, sem lítt kann fótum sínum forráð í samskiptum við sterkara kynið (sem svo var nefnt hér áður fyrr). Guð- mundur Haraldsson sem leikur Dóra er snöfurmannlegur og syngur með ágætum. Hann bregður einnig upp ýktri en sannfærandi smámynd af einum þeirra náunga, sem í þá daga nefndust kynvillingar og virtust þá ekki vera á hverju strái. Sunna Borg leikur tvö hlutverk og fer létt með það. Hún bregður upp ýktri glans- mynd af Gógó í Ameríkunni en Fía er meiri fyrirferðar í meðfömm hennar, enda svarkur og svíðingur, er engir þola fremur en aulann Tóta, mann hennar, sem Aðalsteinn Bergdal leikur af svikalausri „karek- atúr“-leikni. Samleikur þeirra tveggja er minnilegur. Þórhallur Gunnarsson leikur Badda, átrúnað- argoð Karólínu, sem með hroka og blekkingum dekurdrengsins siglir hraðbyri til sjálfseyðingar. Leikur Þórhalls er sterkur, en sannfærandi allt til enda og rís hæst í leikslok við gröf Danna, drengsins, sem hafði löngum verið sjálfum sér samkvæm- ur og náð settu marki, er slys batt enda á líf hans. Dofri Hermannsson leikur hann af sannfærandi hóg- værð. Tónlistarstjóri sýningarinnar er Karl O. Olgeirsson og fellur dægur- tónlist, einkennandi fyrir tvenna tíma, vel inn í sýninguna og skiptir miklu máli. Axel Hallkell Jóhanns- son hefur veg og vanda af ágætri en einfaldri leikmynd, sem minnst var á hér að framan, og búningar em vel við hæfi. Ingvar Björnsson annast um lýsingu, sem skiptir miklu í hraðri sýningu á mjög opnu sviði, er krefst nákvæmrar beitingar ljóss og skugga. Það er ástæða til að óska LA til hamingju með vandaða sýningu á vandasömu verkefni. Bolli Gústavsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.