Morgunblaðið - 30.03.1995, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Kristjana
Helgadóttir
Burtfararpróf
í Listasafni
Islands
TÓNLEIKAR verða haldnir á veg-
um Tónlistarskólans í Reykjavík í
Listasafni íslands laugardaginn
1. apríl kl. 18. Tónleikamir eru
burtfararpróf Kristjönu Helga-
dóttur flautuleikara frá skólanum.
Á efnisskrá eru Sónata í f-moll
eftir Telemann, Músíkmínútur fyr-
ir einleiksfiautu eftir Atla Heimi
Sveinsson, Sónata fyrir flautu og
píanó eftir Robert Muczynski, Són-
atína fyrir einleiksflautu eftir
Henri Tomasi og Doodle and
Flight eftir Mike Mower. Pianó-
leikari er Anna Guðný Guðmunds-
dóttir.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.
------♦ ♦ «----
Rokksöng-
leikurinn Ef
LEIKKLÚBBUR Nemendafélags
Fjölbrautaskóla Suðurlands frum-
sýnir á Hótel Selfossi á föstudags-
kvöld rokksöngleikinn Ef, eftir
Gunnar Hersvein í leikstjórn Dav-
íðs Kristjánssonar.
I kynningu segir: „Leikritið
fjallar um það þegar Lykla-Pétur
og Djöfullinn gera veðmál sín á
milli um það hvor geti fyrr snúið
systrum, annarri kristinni en hinni
djöfladýrkanda, til „réttrar" trúar
og er tónlistin í leikritinu fjöl-
breytt, allt frá rólegum lögum upp
í hart rokk.“
» ♦ »
Ingvar sýnir
á Húsavík
Húsavík. Morgunblaðið.
LISTMÁLARINN Ingvar Þor-
valdsson sýndi list sína í Safna-
húsiinu um síðustu helgi og voru
það bæði vatnslita- og olíumyndir.
Sýningin stóð yfir í þrjá daga og
sóttu hana á fjórða hundrað
manns.
Við opnunina léku nemendur
Tónlistarskólans einleik og sam-
leik, þau Jóhanna Gunnarsdóttir
píanó, Kristján Þor Magnússon
saxófónn og Þorvaldur M. Guð-
mundsson gítar.
FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 23
TOPPMERKIN I DAG
A = HJÁLMAR
■ The N-.1 heimet In the worid.™
*
ÞLI H EFU R
*
*
*
VIE)
HÖFUM
HJÓLIÐ
= LJOS OG HRAÐAMÆLAR
CAT EYE®
TREK .USA : fjallahjól
SHVL = GÍRSKIPTAR
GARY FISHOR $ : fjallahjól
V/SA
Reiðhjólaverslunin
ÚRN/NNl?
Opiö alla laugardaga
frá 10°-°-16°-°
Sendum um land allt
í C-Gíró og póstkröfu
SÍMI 588-9890
I
et...
Lambalærissneiðar á kartöflubeði handa fjórum
4 lærissneiðar
salt og svartur pipar úr kvöm
1 laukur, saxaour
2 hvítlauksrif, söxuð
ólífuolía
200 g sveppir, skomir í tvennt
og svo í sneiðar
1/2-1 msk smjör
2 msk söxuð ný steinselia
1 tsk timjan eða rósmarín
8 vænar kartöflur, afhýddar og
skomar í sneiðar
1 msk brætt smjör (má sleppa)
Ofninn er hitaður í 175°. Laukurinn er mýktur (olíu á pönnu ásamt hvítlauknum
en ekki látinn brúnast. Sveppimir eru steiktir létt og undir lokin bætt við
smjörklípu og kryddjurtum ásamt ögn af salti og pipar. Lauknum er síðan
blandað saman við. Skorið er í röndina á lærissneiðunum á nokkrum stöðum.
Þær eru saltaðar og pipraðar og brúnaðar vel í olíu. Kartöflusneiðamar eru
lagðar í léttsmurt ofnfast fat. Á þær er stráð ögn af salti og ef til vill dreypt á þær
ögn af bræddu smjöri eða ólífuolfu. Lærissneiðamar eru svo lagðar ofan á og
lauk- og sveppablandan sett ofan á kjötið. Rétturinn bakaður i ofninum í um 30
mínútur eða þar til kjötið og kartöflumar er hæfilega matreitt. Salat úr nýju
grænmeti er gott meðlæti.