Morgunblaðið - 30.03.1995, Page 29

Morgunblaðið - 30.03.1995, Page 29
28 FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LANDSBANKINN OG SAMBANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ hefur síðustu daga birt fjórar grein- ar, þar sem fjallað hefur verið um endalok Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga og þær aðgerðir, sem Landsbanki íslands greip til í því skyni að forða bankan- um frá milljarða tapi og íslandi frá alvarlegum álits- hnekki á erlendum fjármálamörkuðum. Greinar þessar eru ítarlegasta yfirlit, sem birzt hefur í íslenzkum fjöl- miðli um hrun viðskiptasamsteypu, sem áratugum saman var hin umsvifamesta í landinu. Tvennt vekur eftirtekt: í fyrsta lagi sú augljósa stað- reynd, að stjórnendur Sambandsins hafa ekki haft yfirsýn yfir rekstur samsteypunnar í allmörg ár áður en kom að endalokunum. í öðru lagi, að aðalviðskiptabanki fyrirtæk- isins hefur heldur ekki haft yfirsýn yfir stöðu þessa stóra viðskiptaaðila og hafði ekki hugmynd um lántökur Sam- bandsins erlendis né í öðrum viðskiptabönkum hér á landi. Fyrir einum áratug hefði enginn trúað því, að Sam- band íslenzkra samvinnufélaga mundi líða undir lok innan fárra ára. Á sama tíma og innviðir Sambandsins voru að bresta vildu forráðamenn þess festa kaup á einum helzta viðskiptabanka landsins, Útvegsbanka Islands, og höfðu uppi áform um stórfelldar byggingarframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Raunar réðust þeir í umfangs- mikla endurbyggingu á gömlu frystihúsi og byggðu nýjar höfuðstöðvar yfir fyrirtækið. Nokkrum misserum síðar var fyrirtækið komið í greiðsluþrot. Augljóst er, að Samband íslenzkra samvinnufélaga hefur haft of greiðan aðgang að lánsfé. Það hefur orðið mörgum dýrkeypt. Fyrr á árum sá verðbólgan um að greiða niður slíkar skuldir en eftir að verðtrygging kom til sögunnar má segja, að hver króna, sem veitt var að láni hafi verið bjarnargreiði við lántakandann. Þetta átti ekki sízt við um Sambandið, sem hefur ýmist notað þenn- an greiða aðgang að lánsfé í óarðbærar fjárfestingar eða til þess að greiða niður gífurlegt rekstrartap á einstökum þáttum starfsemi sinnar. Samband íslenzkra samvinnufélaga varð að risavaxinni viðskiptasamsteypu í skjóli pólitískrar fyrirgreiðslu Fram- sóknarflokksins. Áratugum saman áttu lítil og vanmáttug einkafyrirtæki í harðvítugri samkeppni við þennan risa. Að lokum varð það pólitíska skjól, sem Sambandið starf- aði í, fyrirtækinu að falli. Stjórnendur Landsbanka íslands stóðu frammi fyrir hrikalegum vanda, þegar þeim varð loks ljóst, hvert stefndi í rekstri Sambandsins. Viðbrögð bankans urðu hins vegar á þann veg, að sennilega er það meiriháttar fjármálalegt afrek, hvernig rekstur Sambandsins var til lykta leiddur og skuldir þess greiddar upp m.a. með yfir- töku eigna. Við lok síðasta árs hafði Landsbankinn af- skrifað 750 milljónir króna af skuldum Sambandsins og samstarfsfyrirtækja þess, sem er áþekk upphæð og lík- legt er, að bankinn tapi á rekstri eins dótturfyrirtækis bankans, Lindar hf. Fyrir nokkrum misserum var útlit fyrir, að bankinn gæti tapað um þremur milljörðum króna á Sambandinu. Landsbankinn stofnaði sérstakt fyrirtæki til þess að taka yfir eignir Sambandsins og koma þeim í verð með ýmsum hætti. Það vekur sérstaka athygli við lestur fyrr- nefndra greina hér í blaðinu og er traustvekjandi, að innan bankans hefur bersýnilega verið til staðar sérfræði- leg þekking og reynsla til þess að takast á við svo viðamik- inn vanda. Þeir ungu menn, sem þar komu mest við sögu, hafa markað djúp spor í fjármála- og fyrirtækjasögu þjóð- arinnar. Bankastjórnin sjálf tók réttar ákvarðanir á rétt- um tíma. Bankakerfið íslenzka er nú á góðri leið með að komast út úr kreppunni. Afskriftir vegna utlánatapa fara væntan- lega minnkandi á næstu árum. Islenzku bankarnir hafa þrátt fyrir allt komizt betur frá þessum vanda en bankar í nálægum lö'ndum. Viðskiptavinir bankanna hafa vissu- lega borgað tapið en framundan er betri tíð. Sambandið var stærsta vandamálið, sem íslenzka bankakerfið þurfti að fást við. Landsbankinn hefur stað- izt þá eldraun. Sá lærdómur, sem draga má af viðskiptum Sambandsins og Landsbankans er sá, að stjórnmálaleg sjónarmið og pólitísk fyrirgreiðsla eigi ekki heima í banka- kerfinu. Því fyrr, sem þau áhrif eru hreinsuð út að fullu þeim mun betra. Það gerist endanlega með þeirri einka- væðingu ríkisbankanna, sem nú er að komast á dagskrá. * Vaxandi áhugi stóriðjufyrirtækja á Islandi STÆKKUN álversins í Straumsvík og járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga eru vænlegustu kostirnir hvað varðar frekari stóriðju hér á landi á næstunni, að mati stjórnarformanns Landsvirkjunar. f- ;" j : ':T f j Rétti tíminn til samninga Stjómarformaður Landsvirkjunar er bjartsýnn á uppbyggingu nýrrar stóríðju hér á landi á næstu ámm, segir til dæmis vaxandi áhuga erlendra fyrirtækja á stækkun álversins í Straumsvík. Hannsegír Helga Bjamasyni að hér séu möguleikar á hæfílega litlum fj árfestingarkostum sem henti vel í byrjun þeirrar uppsveiflu sem er á mörkuðum fyrir afurðir stóriðjufyrirtækja. Nú sé rétti samningstíminn fyrir íslendinga. JÓHANNES Nor- dal stjómarform- aður Landsvirkj- unar segir greinilegt að stórfelld breyting hafi orðið á þróuninni í orkufrekum iðnaði frá því um mitt síðasta ár eftir langvar- andi samdráttarskeið og lægð í áliðnaði og öðrum orkufrekum iðnaði. Síð- ustu mánuði hafa birst fréttir um áhuga á stækkun álvers íslenska álfélagsins í Straumsvík og verksmiðju íslenska Jóhannes Nordal frekum iðnaði verið teknar á uppgangstíma eins og nú er. Þá gefíst tækifærin til að ná samningum, sérstak- lega í fyrrihluta upp- sveiflunnar og þá hafí þeir góða samnings- stöðu sem séu tilbúnir með góð verkefni. Góður tími til samninga - Telur þú að nú sé tækifærið fyrir okkur til að ná samningum um nýja stóriðju? Stóriðjukostir og raforkukerfi Landsvirkjunar 50 km Vatnsaflstöð ■ □ Gufuaflstöð 1 A Miðlunarlón O Aðveitustöð ▲ A Háspennulína « -——. Stóriðja hl járnblendifélagsins á Grundartanga og athugun á bygg- ingu sinkverksmiðju í Gufunesi og á Grundartanga. Fleiri erlendir aðil- ar hafa sýnt áhuga á fjárfestingum í orkufrekum iðnaði á Islandi, segir Jóhannes, þegar hann er spurður um þessar breyttu aðstæður. Segir hann að þetta sé vegna hækkunar afurðaverðs og batnandi afkomu I greininni. „Sú skoðun er að ná yfír- höndinni að framundan sé nokkurra ára góðæri í þessum greinum og að það standi ef til vill lengur en oftast áður vegna þess hvað Iítið hefur verið fjárfest á síðustu árum og enn hefur ekki verið ráðist í stórfelldar framkvæmdir," segir Jóhannes. Segir hann að reynslan sýni að venjulega hafi ákvarðanir um fjár- festingar í áliðnaði og öðrum orku- „Já, ég tel að við séum á mjög góðu samningstímabili núna. Tvær ástæður eru fyrir því. Sú stóriðja sem til greina kemur er fjármagnsfrek, áfangarnir yfírleitt stórir og dýrir. Ákvarðanir um fjár- festingar eru því ekki teknar fyrr en fyrirtækin eru búin að ná sér fjárhagslega eftir samdráttartímann og sjá fram á góðar rekstraraðstæð- ur I nokkur ár, nema þeim gefíst kostur á að bæta við framleiðslu í litlum áföngum. Þannig er staðan einmitt í dag. Hér á landi eru fyrir hendi nokkr- ir tiltölulega litlir fjárfestingamögu- leikar sem vafalaust eru mjög hag- kvæmir. Þá á ég fyrst og fremst við stækkun verksmiðjanna í Straums- vík og á Grundartanga. Á þessum stöðum er góð aðstaða fyrir og þess vegna mögulegt að fjárfesta á hag- kvæmari hátt miðað við framleiðslu- magn en í alveg nýjum fyrirtækjum. Það hjálpar einnig til að nú eigum við þónokkra ónotaða orku og ýmsa hagkvæma og hæfilega stóra virkj- unarmöguleika fyrir verksmiðjur af þessari stærð.“ Jóhannes telur að lengri bið verði á að ráðist verði í stærri verkefni, eins og til dæmis nýja álbræðslu Atlantsáls. Ekki sé nógu mikið svigrúm á markaðnum fýrir svo mikla framleiðsluaukningu auk þess sem fyrirtækin séu ekki búin að jafna sig nægilega vel eftir lægðina á markaðnum til að vilja ráðast í svo mikla fjárfestingu. Alusuisse sýnir vaxandi áhuga Jóhannes segir að aukinn áhugi á stóriðju hér á landi hafí víða kom- ið fram. Hann bindur þó mestar vonir við stækkun álversins í Straumsvík. í upphafi ársins var gert samkomulag við svissneska fyr- irtækið Alusuisse-Lonza, eiganda íslenska álfélagsins, um hagkvæmn- iathugun á stækkun álversins. Verið er að bera saman hagkvæmni þess að flytja hingað kerskála frá Þýska- landi og byggja nýjan kerskála með svipaðri tækni og nú er notuð í Straumsvík. Þessari athugun er nú að verða lokið og á fundi sem fyrir- hugaður er í næstu viku verður framhaldið rætt, að sögn Jóhannes- ar. Rætt er um að auka framleiðslu ÍSAL um 60 þúsund tonn á ári og er það um það bil 60% stækkun núverandi álvers. Jóhannes segir að fram- leiðsla álversins hafi verið að aukast á síðustu árum, úr 83-85 þúsund tonnum á ári í um 100 þúsund tonn. Það hafí einkum orðið vegna tæknibreyt- inga og aukinna afkasta i kerunum. - Hvernig metur þú horfurnar miðað við stöðuna nú? „Of snemmt er að segja til um það nú þar sem niðurstöður liggja ekki fyrir. Ég er hins vegar bjart- sýnn á að niðurstöður hagkvæmni- athugunar verði jákvæðar, að þetta reynist arðbær framkvæmd. Og hún yrði mjög vel tímasett. Framleiðsla verksmiðjunnar kæmi á markað á góðum tíma, vel á undan öðrum sem hugsanlega vildu auka framleiðslu. Það tekur aðeins tvö ár að byggja verksmiðjuna. Hún gæti hafið fram- leiðslu um mitt ár 1997.“ Jóhannes segir greinilegt að stjórnendur Alusuisse-Lonza hafi vaxandi áhuga á þessu verkefni. Auk þess hafí fleiri erlend fyrirtæki sýnt því mikinn áhuga, einmitt Afegna umfangs fjárfestingarinnar og tímasetningu. Hann vill ekki greina frá því hvaða fyrirtæki þetta eru. Segir aðalatriðið að hraða við- ræðum við Svisslendinga því það myndi einfalda mjög málið og flýta ef þeir vildu standa fyrir framkvæmdinni. Nóg orka til fyrir stækkun álversins ÍSAL þarf yfír 1.000 gígawattstunda raforku fyrir stækk- unina og auk þess er gert ráð fyrir að um leið verði samið um kaup þess á forgangsorku fyrir fram- leiðsluaukningu síðustu ára sem rek- in hefur verið á afgangsorku. Segir Jóhannes að stækkað álver myndi nýta alla þá orku sem Landsvirkjun hefur tiltæka, það er þá orku sem ekki hafa verið full not fyrir frá því Blönduvirkjun komst í gagnið. Einn- ig þurfí að gera ákveðnar endurbæt- ur til að ná meiru út úr núverandi virkjunum. Ef ráðist verður í stækk- un álversins yrði ekkert rafmagn eftir til að mæta árlegri aukningu I raforkunotkun hér innanlands og segir Jóhannes að um leið þyrfti því að ráðast í framkvæmdir við nýja virkjun. Segir hann að ýmsir hag- kvæmir virkjanamöguleikar séu fynr hendi til að anna eftirspurn lands- manna á næstu árum og selja öðrum iðjuverum en ÍSAL sem hér vildu Ú'árfesta. Nefnir hann einkum stækkun virkjana á Þjórsár-Tungn- ársvæðinu þar sem stíflur og lón eru að stórum hluta þegar fyrir hendi, svo sem stækkun Búrfellsvirkjunar og byggingu Vatnsfells- eða Sultart- angavirkjunar svo og aðveitufram- kvæmdir á hálendinu. Einnig hækk- un stíflugarðs Blöndu og gufuafls- virkjun á Nesjavöllum. Stjórnarformaður Landsvirkjunar telur ekki að stækkun álversins í Straumsvík þurfí að raska hugmynd- um um nýtt álver Atlantsáls á Keilis- nesi. Fyrirhugað hafi verið að megin- hluti orku fyrir nýja álverið kæmi frá nýjum orkuverum og íslendingar eigi næga virkjunarkosti. Þau stór- iðjuáform sem nú væru helst rædd krefðust aðeins virkjunar hluta af þeim möguleikum sem fyrir hendi væru á Þjórsár-Tungnársvæðinu. Jóhannes telur ólíklegt að nokkuð gerist í viðræðum við Atlantsáls- hópinn fyrr en í lok þessa árs eða þegar kemur fram á næsta ár. Hann telur að stóriðjuáformin sem nú er verið að kanna hafí heldur engin áhrif á hugmyndir um útflutning á raforku til Bretlands eða meginlands Evrópu. Það sé ekki á dagskrá fyrr en eftir tíu ár. Þá verði að ráðast í stórvirkjanir á Austurlandi fyrir slík- an útflutning. Áhugaverðir mðguleikar á Grundartanga Jóhannes segir að enginn vafí sé á því að orkufrek stóriðja, eins og álframleiðsla og kísiljárn- eða kísil- málmframleiðsla, liggi best við aðstæðum á Is- landi. Hins vegar sé fleira í skoðun. Mikil vinna hafi verið lögð í að kanna möguleika í öðrum grein- um til að auka fjölbreytnina. Ýmis- legt hafí komið út úr því sem gæti orðið áhugavert í framtíðinni. Innan Islenska járnblendifélags- ins á Grundartanga hefur undan- fama mánuði vaknáð áhugi á að ráðast í stækkun verksmiðjunnar. Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri segir að fyrir fímmtán árum hafi verið gerð athugun á möguleikum til stækkunar og nú sé verið að dusta rykið af þeim pappírum. Hins vegar hafí ekki enn verið hafín raun- veruleg vinna við hagkvæmniathug- un miðað við aðstæður í dag. Telur hann að afurðaverð sé enn of lágt til að standa undir nýrri fjárfest- ingu. Hann líti hins vegar á þetta sem framtíðarmöguleika, á næstu 5-7 árum, og vilji menn vera tilbún- ir ef þettayrði fýsilegur fjárfesting- arkostur. Áætlar Jón að það myndi kosta 2,5 til 3,5 milljarða að setja upp nýjan ofn. Jámblendiverksmiðjan bræðir kís- iljárn og hefur komið til tals að auka framleiðslu þess eða helja fram- leiðslu hreins kísilmálms. Jón segir að kísilmálmur sé mikið notaður í vissum greinum efnaiðn- aðar. Mikill vöxtur hafi verið í notkuninni á því sviði og hugsanlegt að rými sé fyrir aukna fram- leiðslu. Á vegum Jámblendifélagsins er hafín athugun á möguleikum þess að hefja magnesíumvinnslu þar sem kísiljárn yrði notað sem hráefni. Segir Jón það spennandi verkefni, ef það geti orðið arðbært. Bandaríska fyrirtækið Zink Corporation of America hefur einn- ig litið til Grundartanga með bygg- ingu sinkverksmiðju. Hugmyndin er að forvinna hráefnið í Gufunesi og bræða það í verksmiðju á Grund- artanga. Unnið er að hagkvæmniat- hugun. Hákon Björnsson, fram- kvæmdastjóri Áburðarverksmiðj- unnar, segir vonir við það bundnar að niðurstöður liggi fyrir I lok þessa árs. Verði ákveðið að ráðast í fram- kvæmdir, sem kosta 10 milljarða kr., gæti framleiðsla hafist í lok ársins 1998. Jóhannes Nordal segir að hug- myndir um stækkun Gmndartanga- verksmiðjunnar, magnesíumvinnsla og sinkverksmiðja séu dæmi um þann áhuga sem sé að vakna á stór- iðju hér á landi nú þegar aðstæður á heimsmarkaði séu að breytast. Hann vill ekki leggja dóm á ein- staka kosti, segist þó vera sann- færður um að stækkun járnblendi- verksmiðjunnar sé vænlegur kostur þegar góðar aðstæður skapist á markaðnum. Eftir því hafi verið beðið og ýmislegt bendi til að mark- aðurinn sé að jafna sig eins og ál- markaðurinn. Hann segir erfiðara að dæma um magnesíum- og sink- verksmiðjur, þær séu annars eðlis, ný fyrirtæki sem krefjist meiri rannsókna en stækkun fyrirtækja sem fyrir eru. Eina Evrópulandið með samkeppnishæft orkuverð - Nú sækjast fieiri eftir fyrirtækj- um sem þessum. Hver er samkeppn- isstaða Islands? „Orkuverðið er áreiðanlega síst lakara nú í samanburði við það sem aðrir bjóða en það var þegar við vorum að ræða um Atlantsál fyrir nokkrum árum. Að vísU er orkuverð enn mjög lágt sums staðar I heimin- um, til dæmis í Miðausturlöndum og Suður-Ameríku, en þá aðallega á stöðum sem eru fjær markaðnum en ísland. Við erum vel í sveit sett- ir og með góðan markaðsaðgang, auk þess sem hér ríkir stöðugleiki í efnahagslífi og stjórnmálum. Orkuverum fyrir stóriðju fer fækkandi í Evrópu og er búist við að mjög dragi úr framleiðslu í Þýskalandi og víðar á næstu árum. Kanada var skæðasti keppinautur okkar fyrir fáeinum árum enda að- stæður svipaðar og hér. Það hefur einnig breyst. Virkjunarmöguleikar þar hafa verið nýttir og Kanada- menn geta varla boðið lengur upp á sama lága orkuverðið. Loks hefur orkuverð í Noregi hækkað vegna útflutnings á raforku í kjölfar teng- ingar við raforkukerfí annarra Evr- ópulanda. Ég met það svo að brátt verði ísland eina landið í Evrópu sem getur boðið samkeppnishæft orku- verð,“ segir Jóhannes. Markaðsskrifstofa iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar hefur á undanförnum árum unnið að kynn- ingu á möguleikum íslands. Jóhann- es segir að þó þessi vinna hafi ekki borið skjótan árangur sé hún að skila sér nú. Þá bendir hann á að mikið hafi verið unnið við lagfæring- ar á virkjunaráformum og það skili sér í ódýrari og hagkvæmari virkjun- um. „Eg tel að við höfum unnið heimavinnuna vel og okkur muni takast að nýta tækifærin þegar þau korna," segir hann. Einir með samkeppnis- hæfa raforku Sýna áhuga á stækkun álversins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.