Morgunblaðið - 30.03.1995, Page 32

Morgunblaðið - 30.03.1995, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 MINNINGAR BERGSTEINN JÓNSSON Bergsteinn Jónsson fæddist á Orrustustöðum á Brunasandi 23. jan- úar 1921. Hann lést í Reykjavík 19. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Steinunn Bergsdótt- ir og Jón Stein- grímsson. Tvö systk- in átti Bergsteinn, þau Margréti, sem er látin, og Þorberg bónda í Prests- bakkakoti á Síðu. Bergsteinn var kvæntur Sigríði Kristjánsdóttur frá Hellu á Ár- skógsströnd, sem lifir mann sinn. Þau eignuðust tvær dætur, Steinunni, textílhönnuð og veit- ingamann sem gift er Sigurði G. Tómassyni, og Sigurbjörgu Elfu, snyrtifræðing og táknmál- stúlk en sambýlismaður hennar er Hörður Þórðarson. Steinunn og Sigurður eiga tvo drengi, þá Berg Eidjárn og Stein Eldjárn, og Sigurbjörg Elfa á tvær dæt- ur, þær Völu Steinsen og Erlu Harðardóttur. Bergsteinn var kvaddur í kyrrþey að eigin ósk. HAFl ég einhvem tímann efast um lýsinguna í ferðabók Eggerts og Bjama á Skaftfellingum sannfærðist ég endanlega um réttmæti hennar eftir að ég kynntist Bergsteini Jóns- syni. Bergsteinn var fæddur á Orr- ustustöðum á Brunasandi og Skaft- fellingur í marga ættliði, þótt ætt hans hafi á sínum tíma bæst kyn- fylgja frá Skúla fógeta sem honum -wþótti sómi að. Hann var fámáll og gagnorður. Svaraði helst aldrei með jái einu saman eða neii. Honum þótti beinlínis ókurteisi að svara þannig og gerði það varla nema tilneyddur, til að mynda ef hann reiddist og stundum í seinni tíð þegar hann leitaði þjón- ustu einhvers staðar þar sem hann vissi af reynslu að eðlislæg tilsvör hans gætu misskilist. Þannig var ekki alltaf auðvelt fyrir ókunnuga að átta sig á honum. En það lærði ég fljótt, að jánkaði hann einhveiju þurfti ekki að ræða það framar. Væri hann beð- inn bónar sem hann gat uppfyllt þurfti ekki að minnast á það oftar. Sömu sögu segja þeir fjölmörgu sem hann vann hjá eða fyrir. Það þurfti aldrei að segja honum nein verk nema einu sinni. Þar þurfti aldrei að ítreka neitt. Og bóngóður var hann þeim sem þekktu hann. Engin fyrirhöfn var of mikil þegar einhver nákominn honum þurfti á hjálp að halda. Jafnframt þessu þótti honum mesta óráð ef ein- hver vildi hafa eitthvað fyrir honum. Sú hugsun fylgdi honum alit til ævi- loka. Og ég held að honum hafí bein- línis þótt það vont ef minnst var á það sem hann gerði öðrum í greiða- skyni. Þannig beið okkar hjónanna ævinlega nýþrifinn bíll þegar við kom- um frá útlöndum og ótaldar eru þær bækur og bæklingar sem hann „bjargaði í band“ fyrir mig og stund- um þurfti hann að fylgja sérviskuleg- um leiðbeiningum frá eigandanum. Reyndar held ég að hann hafi bara kunnað vel að meta sérviskuna. Það var ekki fljótgert að kynnast Bergsteini Jónssyni. Hann var sein- tekinn en ef menn eignuðust trúnað hans áttu þeir hann alltaf að. Ég kynntist honum fyrst þegar ég var að draga mig eftir dóttur hans fyrir rúmum aldar- fjórðungi. Ég var svo heppinn að fá að kynn- ast honum sem yfír- manni og vinnufélaga og fylgjast með honum við störf. Betri verk- manni hef ég ekki kynnst. Hann var verk- hygginn og laginn svo af bar. Hann kákaði aldrei við neitt. Gekk að öllum verkum með þeim ásetningi að gera þau eins vel og nokkur kost- ur væri og kepptist jafn- an við. Kappið var reyndar stundum svo mikið að hann gekk nærri sér þótt þrekið væri geysi- legt framan af ævi. Hann var gagn- rýninn á verk sín og fann oft á þeim galla sem aðrir sáu alls ekki. Teldi hann sig ekki geta unnið eitthvert verk eins vel og honum fannst þurfa fékk hann annan til þess. Bergsteinn Jónsson naut ekki langrar formlegrar skólagöngu. En hann var engu að síður gagnmenntaður og víðlesinn. Á fullorðinsárum neyddist hann til þess að hætta að stunda iðn sína, múrverk- ið, og taka upp önnur störf. Fyrst var hann kjallarameistari á Hótel Sögu í nokkur ár og þótt hann hefði aldrei áður lagt sig eftir þess háttar hætti hann ekki fyrr en hann kunni skil á öllum víntegundum sem finna mátti í geymslum hótelsins. Síðan varð hann deildarstjóri á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði og í því starfi kynnti hann sér líffærafræði, sótti námskeið fyrir læknastúdenta í þeirri grein og ég efast um að margir læknastúdentar hafi staðið honum á sporði í þeim fræðum. Um það eru aðrir dómbærari en ég. í tómstundum var hann síkvikur og leitandi. Ekki get ég talið allt sem hann sinnti. Og allt af sama eldmóðinum og áhugan- um. Á yngri árum stundaði hann íþróttir af áhuga, líkamsrækt, fijálsar íþróttir, skotfimi. Seinna stundaði hann skíðaíþróttina, lærði að dansa og sinnti hvorutveggja meðan hann hafði heilsu til. Hann heillaðist ungur af fluginu, var meðal þeirra fyrstu sem lærðu að fljúga hérlendis, átti um tíma flugvél og kenndi flug um skeið. Hann lagði stund á Esperantó, átti bréfa- skipti við fjölda fólks í öllum heims- homum á því máli og vann að málefn- um esperantista hér heima. Fyrir nokkrum árum lærði hann bókband og náði þvílíkum tökum á bandi og gyllingu að fágætt er, jafnvel meðal fagmanna. Þar naut sín vel gott lita- skyn hans og smekkur. Bergsteinn var smiður góður á tré og jám, eins og hann átti kyn til. Við áttum marga góða stund saman, þegar hann og Sigríður tengdamóðir mín unnu að byggingu sumarbústaðar austur í Grímsnesi. Hann var því vanur frá bamæsku að gefast ekki upp við neitt og smíða bara það sem vantaði. En kannski var það líka arfur frá æsku- slóðum að fátt kunni hann betur að meta en góð verkfæri. Hann bar virð- ingu fyrir verkfæmm sínum og hirti þau vel, þreif þau að notkun lokinni og gekk frá þeim með því hugarfari að geta gengið að þeim vandræðalaust. Bergsteinn Jórisson fékk engin auðævi úr foðurgarði og varð aldrei ríkur að veraldargæðum. En heilbrigð viðhorf íslenskrar sveitaalþýðu átti hann að heimanfylgju og gleymdi aldrei uppruna sínum. Hann var sann- færður sósíalisti frá því hann komst til vits og ára. Þá hugsjón missti hann aldrei hvað sem á dundi og jafn- vel nú síðustu vikumar þegar hann háði strangt dauðastríð þótti honum einna verst að geta ekki notað kosn- ingaréttinn. Hann var fylginn sér og fastur fyrir í málflutningi. Hann hafði gaman af rökræðum um pólitík og þreyttist aldrei á þeim. Hann leitaði víða fanga, vitnaði í blöð og bók- menntir og skýrði atburði líðandi stundar frá eigin sjónarhomi. Einna lengstar rökræður held ég þó að hann hafi átt við svila sinn og kæran vin en gallharðan andstæðing í stjómmál- um, Baldur Kristjánsson bónda og hreppstjóra að Ytri-Ijömum í Eyja- firði. Þeir skiptust á löngum bréfum síðustu áratugina og ef þau bréf verða ekki sagnfræðingum framtíðarinnar heimild um stjómmál tímans verða þau að minnsta kosti okkur aðstand- endum þeirra til skemmtunar og fróð- leiks. Bergsteinn var einatt óbilgjam og einarður í skoðunum en hann reyndi ekkert endilega að þrengja þeim upp á aðra. Ef fólk var honum ekki sammála lét hann sér fátt um finnast en breytti ekkert eigin af- stöðu. Hann fór gjaman sínu fram og skeytti þvi þá engu hvað öðmm fannst. „Mig varðar bara ekki um það,“ sagði hann iðulega þegar þann- ig stóð á. Og þar við sat. Þessi öfga- lausa og óáreitna afstaða, sem sumir myndu eflaust kalla þverúð var hon- um sjálfgefin og eðlislæg en ekki sprottin af neinni tillærðri þörf til að ganga fram af fólki. í viðmóti var hann frekar hægur og skipti sjaldan skapi þótt skap ætti hann nóg. Ef honum mislíkaði, dró hann enga dul á það en ræddi það síðan lítið eða ekki. Hann var umtalsgóður, lítt for- vitinn um annarra hagi og alveg laus við hnýsni. Jafnframt fylgdist hann af velvild og natni með þeim sem honum var annt um. En hann var samt ekkert að fjölyrða um það ef svo bar við að hann yrði fyrir von- brigðum með þá sem næst honum stóðu. Bergsteinn Jónsson var einhver merkilegasti maður sem ég hef kynnst. Það má kannski segja um hann eins og sagt var um annan mann og þyrfti ekki fleiri orð: „Hann var Skaftfellingur." Hann bar ótvíræð aðalsmerki uppruna síns. Hugurinn leitaði oft á heimaslóðir og hann fór austur á Síðu helst á hveiju ári, jafn- vel tvisvar sum árin ef þess var nokk- ur kostur, og dvaldi í góðu yfirlæti hjá Beggja bróður sínum í Prests- bakkakoti. Það var vissulega sjaldgæf skemmtun að sitja með þeim bræðr- um á tali. Af öllum þeim aragrúa bóka sem Bergsteinn las um ævina held ég hann hafi haft mest dálæti á æskuminningum Þórbergs Þórðarson- ar úr Suðursveit. Það er skemmtileg tilviljun að hann fékk hjá mér núna eftir áramótin lánaða gamla plötu með meistaranum, þar sem hann les meðal annars söguna um brúðkaupið á Breiðabólstað. Síðasta bókmenn- taumræða okkar var einmitt um strandið sem þar er lýst. Sú skaft- fellska snilld fylgdi honum inn í eilífð- arlöndin. Það er stundum sagt að tíminn lækni öll sár. Bergsteinn Jónsson vissi vel að það er lygi. Hvít lygi að vísu, uppfundin af góðum mönnum handa þeim sem mikið hafa misst. Ég mun sakna Bergsteins meðan ég lifi. En ég get þakkað forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Sigurður G. Tómasson. Við Bergsteinn vorum æskufélagar enda nágrannar, því að stutt er á milli Prestbakkakots og Breiðaból- staðar þar sem við ólumst upp. Er margs að minnast frá þeim tíma í leik og starfi. Prestbakkakot var á þeim tíma kostarýr jörð, slægjur litlar, en heið- arlöndin grösug og sumarhagar því oftast dágóðir. Hagsýni og nýtni ein- kenndi því heimilislífið í Prestbakka- koti eins og svo víða á kreppuárunum og vélvæðing við búskapinn á byijun- arstigi. Við þessar aðstæður ólst Bergsteinn upp, tók snemma þátt í öllum venjulegum sveitastörfum, enda bráðþroska og kraftmikill. Á unglingsárunum var oft skotist upp í Prestbakkakot og þegnar góð- gerðir hjá húsmóðurinni sem var glað- ljmd og ræðin, jafnvel við ungling- spilt, húsbóndinn alvörugefínn og traustvekjandi. Eldri bróðirinn Þor- bergur eignaðist snemma reiðhjól sem hafði ekki lítið aðdráttarafl og Berg- steinn hinn besti leikfélagi. Síðar unn- um við saman við vegagerð í sveit- inni og hrærðum steypu í höndunum, eins og sagt var, við brúargerð yfir Geirlandsá. Var þá hvergi dregið af og Bergsteinn, þótt ungur væri, gaf „gömlu“ mönnunum hvergi eftir. Bergsteinn fór alfarinn úr sveitinni til Reykjavíkur árið 1943. Eftir það lagði hann gjörva hönd á margt og sinnti margvíslegum störfum, enda fjölhæfur mjög. I fyrstu gerðist hann lögregluþjónn í Reykjavík, síðan leigubílstjóri. Síðar lauk hann múraranámi og starfaði sem múrara- meistari í Reykjavík um skeið. Síð- ustu starfsárin starfaði hann á Rann- sóknarstofu Háskólans í meinafræði. Samfara lögreglustarfinu þjálfaði Bergsteinn sig í ýmsum íþróttum og stundaði líkamsrækt af miklu kappi. Hann aðhylltist náttúrulækninga- stefnuna eftir að hafa kynnst kenn- ingum Jónasar Krisljánssonar og lifði mjög heilbrigðu lífi. Hann var að upplagi sterkbyggður eins og hann átti kyn til og með markvissri þjálfun tókst honum að ná afburðaþreki og hreysti sem hann síðar bjó að alla tíð. Þegar á ævina leið tók hann að iðka skíðaíþróttir af miklum þrótti sér til ánægju og heilsubótar. Hann var mikill áhugamaður um eflingu skíða- iþróttarinnar og aðstöðu til skíðaiðk- ana fyrir Reykvíkinga. Ritaði hann margar greinar um þetta áhugamál sitt og ekki síst um þá nauðsyn að reisa skíðalyftur á skíðasvæðum borg- arinnar. Þessa drauma sína sá hann vissulega rætast. Bergsteinn var mjög hugsandi maður og fátt var honum óviðkom- andi. Gilti þar einu hvort um var að ræða trúmál, framhaldslíf, drauma, stjómmál eða reyndar hvaða mann- lífsþætti sem var. Allt frá því að við vomm ungir menn austur á Síðu minnist ég þess varla að við höfum hist án þess að talið bærist að ein- hveiju þessara hugðarefna Berg- steins. Fór hann þá oft á kostum, því hann var víðlesinn, fróður um hin margvíslegustu efni og hugmyndarík- ur. Hann hafði og góða frásagnarg- áfu og gat brugðið upp leifturmynd- um úr daglega lífinu og af minnis- stæðum persónuleikum austan af Síðu, eða þulið utan að frægar setn- ingar úr bókmenntum þjóðarinnar. Fleira var Bergsteini til lista lagt. Hann var hagur í höndum og smiður góður, svo sem margir frændur hans í Vestur-Skaftafellssýslu. Meðal ann- ars var hann listabókbindari. Persónulega á ég Bergsteini margt að þakka. Hjálpsemi og hugulsemi í veikindum og á erfíðum tímum er mér efst í huga auk íjölmargra ánægjulegra samverustunda allt frá æskuárunum. Við Karólina sendum Sigríði og fiölskyldunni innilegar samúðarkveðj- ur. Snorri Páll Snorrason. Fyrir mína hönd og starfsfólks Rannsóknastofu Háskólans í meina- fræði vil ég þakka Bergsteini Jóns- syni langt og gott samstarf og kveðja hann að^ leiðarlokum með nokkrum orðum. Á skömmum tíma féll hann óvænt fyrir illvígum sjúkdómi. Við Bergsteinn vorum sveitungar, báðir fæddir á Síðunni, en sökum ald- ursmunar og þess að ég fluttist ung- ur á mölina kynntumst við ekki fyrr en í Reykjavík og þá gegnum sameig- inlega vini úr Skaftafellssýslunni. Um tíma unnum við saman á Keflavíkur- flugvelli en Bergsteinn var áhuga- maður um flug, og átti sjálfur einka- flugvél um tíma. Síðan urðum við samstarfsmenn við húsbyggingar, ég í sumarvinnu sem handlangari og hann sem múraranemi. Að loknu múraranámi stundaði hann múrverk og vann sem múrarameistari í Reykjavík í allmörg ár. Bergsteinn var atgervismaður bæði í anda og að líkamsburðum. Hann var völundur í smíði, bæði á tré og jám og vandaðra bókband leikmanna en hans handbragð ber vitni um sést ekki víða. Hann var talandi og skrif- andi á esperantó. Ungur stundaði hann íþróttir og fram yfír miðjan ald- ur mátti sjá hann í skíðabrekkum Reykvíkinga. Naut ég góðs af honum þar, eins og annars staðar, þegar hann var að segja mér til með beygj- umar. Frá múrverki sneri hann sér að starfi birgðavarðar á Hótel Sögu og þaðan kom hann til þess að taka við starfi deildarstjóra á Rannsóknastofu Háskólans. Við sem þekktum Berg- stein vissum að hann gat tileinkað sér ný verkefni og óskyld þeim sem hann hafði áður stundað. Náttúruleg greind hans og fróðleiksfysn ásamt verklagni og verkhyggni voru einstök. Þegar hann hóf störf hjá okkur sett- ist hann við að læra líffærafræði af bókum og í starfi náði hann umtals- verðri fæmi á þvf sviði. Hann fór í langa námsferð til Svíþjóðar til þess að kynna sér hliðstæða starfsemi þar í landi. Bergsteinn vann síðan á Ranri- sóknastofunni í 19 ár þar til hann varð að hætta sjötugur eins og aðrir ríkisstarfsmenn. Eftir að hann lét af störfum tók hann að sér að binda inn læknisfræðilegar skýrslur stofnunar- innar sem var mikið verk og vanda- samt. Haft er á orði að Skaftfellingar séu öðrum fremur orðvarir og vilji ekkert fullyrða nema enginn vafi sé á að rétt sé farið með. Þessa eiginleika mátti skýrt sjá í Bergsteini enda kom það sér vel í störfum hans . Hann var ekki maður fleipurs né orðagjálf- urs og um starf sitt var hann fáorður en gagnorður. Hann lofaði aldrei meiru en hann treysti sér til að efna en oftar en hitt vann hann sín verk betur og af meiri trúmennsku en al- mennt er ætlast til af fólki í dag. Við sendum Sigríði, eftirlifandi eig- inkonu hans, og íjölskyldu þeirra okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Jónas Hallgrímsson. Nokkur kveðju- og þakkarorð skulu tileinkuð góðvini mínum, Bergsteini Jónssyni frá Prestbakkakoti á Síðu, nú við leiðarlok. Margir eðlisþættir í fari hans verða manni hugstæðir öðrum fremur. Snyrtimennska hans í daglegu fari var vönduð svo eftir var tekið, hlýlegt viðmót, greiðvikni hans og hjálpsemi gleymist ekki. Afstaða hans til þjóð- mála mótaðist öðru fremur af nánum kynnum af baráttu launþeganna fyrir rétti sínum til viðunandi lífskjara. Hann lagði gjörva hönd á margt um dagana, sem ber vott um fjöl- hæfni hans til starfa. Hann var múr- ari að iðn. Dugnaði hans var þar við- brugðið og ósérhlífni. Lögreglumaður var hann um skeið, aflaði sér réttinda til einkaflugs, og nokkur ár vann Inn í framtíðina með Noveil NetWare 4.1 NetWare Mest selda netstýrikerfið í heiminum í dag. NetWare frá Novell. w Tæknival Skeifunni 17 - Simi 568-1665 - Fax 568-0664

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.