Morgunblaðið - 30.03.1995, Side 37
3io r
MORGUNBLAÐIÐ
Böm Bergrúnar, Ragnheiður og
Sváfnir, fengu sömu ástúðina og
umhyggjuna enda bera þau það með
sér, ljós lífs hennar, móðurkærleik
hennar sem þau geyma með sér því
af kærleik sprettur alltaf kærleikur.
Bergrún var góður vinur - dul
um eigin hagi - en síðustu ár tengd-
umst við aftur sterkum vináttu-
böndum og þá kynntist ég örlítið
breyttri Beggu, dýpri, lífsreyndari
- hún var þroskuð kona - en sama
persónan, umhyggjusama og sterka
sem brotnaði aldrei. Þegar við
Begga hittumst fyrir alvöm á nýjan
leik eftir alltof mörg ár einsettum
við okkur að tala um kærleikann,
um trúna og ekki síst um vonina.
Við töluðum um kærleikann, börnin
okkar í sömu andrá, ráðfærðum
okkur hvor við aðra eða réttara
sagt ég naut góðs af því hversu vel
hún náði til bama. Við töluðum um
trúna, bjartsýnina og hugrekkið.
Við töluðum um vonina, hið sterka
afl, sjálft lífið - furðuleg örlög -
lásum ævisögur, leituðum uppi lífs-
viðhorf sem gátu stækkað okkur
sem manneskjur. Við töluðum ekki
um dauðann því lífið var hér og nú,
því einbeittum við okkur að því, að
sjálfsögðu í anda Johns Lennons -
um annað var ekki að ræða. En
hún trúði á líf eftir dauðann og ég
veit að nú er hún í ljósinu með
englunum þar sem engin þjáning
er til, aðeins það sem hún trúði
mest á, kærleikurinn.
Elísabet Guðbjörnsdóttir.
Lífið er fljótt,
líkt er það elding, sem glampar um nótt,
ljósi, sem tindrar á tárum,
titrar á bárum.
(Matthias Jochumsson.)
Örlagadísirnar eru iðnar við að
spinna okkur mannanna börnunum
sinn vef, ólíkan að lit og lögun —
hver og einn fær sitt mynstur án
tillits til eigin óska eða vilja og við
verðum að sætta okkur við það.
En það er ekki auðvelt þegar fólk
í blóma lífsins fær kallið svo fljótt,
þar sem ætla mátti að langt líf
væri fyrir höndum. Örlagaþráður
Bergrúnar varð ekki lengri en 38
ár, sem er svo alltof skammur tími,
svo margt ógert.
Að Bergrúnu standa sterkir
stofnar og samheldin fjölskylda sem
stóð eins og klettur við hlið hennar
í gegnum öll hennar veikindi til
margra ára, sjálf mætti Bergrún
örlögum sínum af ótrúlegri hetju-
lund og æðruleysi, nokkrar orrustur
unnust en að lokum varð hún að
lúta í lægra haldi fyrir ofureflinu.
Bergrún ólst upp í glaðværum
hópi fjögurra systra á heimili þar
sem bækur og tónlist var í hávegum
höfð, enda systurnar, sem allar
báru nöfn er enduðu á „hín“, Guð-
rún elst, Eyrún næst í röðinni, síðan
Bergrún og yngst Arnrún, með af-
brigðum söngelskar. Á hátíðum og
tyllidögum var slegið upp eftir-
minnilegum veislum hjá foreldrun-
um, Jöru og Tona, og þá ekkert til
sparað, borð hlaðin veitingum og
farið í leiki. Þar giltu ákveðnar regl-
ur, enginn veislugesta komst undan
því að vera þátttakandi. Þetta upp-
eldi og það umhverfi sem hún ólst
upp í gerði Bergrúnu ákaflega fé-
lagslynda og lífsglaða. Það er oft
sagt, að þeir sem guðimir elski
deyi ungir og að þeir safni til sín
ungu hæfileikafólki. Sé það rétt
verður Bergrúnu öragglega fagnað
í híbýlum guðanna.
Örlögin veita oft þung högg á
lífsleiðinni og hafa böm Bergrúnar,
Ragnheiður og Sváfnir, fengið að
reyna það þrátt fyrir ungan aldur.
Lát huggast, þú ástvinur hryggur!
Nú hætti þinn grátur að streyma!
Þvi dauðinn er leið sú er liggur
til lífsins og ódáinsheima.
(Prudentíus)
Kæru Jara, Toni, Guðrún, Eyrún, Am-
rún, Ragnheiður og Sváfnir. Fyrir hðnd fjöl-
skyldna okkar sendum við innilegar samúð-
arkveðjur.
Fjóla Karlsdóttir og
Brynhildur G. Björnsson.
Elsku Bergrún.
Okkur langar til þess að kveðja
þig með nokkrum orðum. Loksins
er þinni þrautagöngu lokið og þú
búin að fá hvfld. Þú barðist hetju-
lega til enda, en hafðir ekki betur.
í gegnum huga okkar systra þinna
þjóta minningabrot frá þeim tíma
er við vorum litlar stelpur í Efsta-
sundi. Manstu eftir því þegar þú
varst á fiðrildaveiðunum?
Eða þegar þú vaktir bæði Eyrúnu
og Arnrúnu á hveijum sunnudags-
morgni, Arnrúnu til þess að fara
með í sunnudagaskólann og Eyrúnu
til þess að fylgja ykkur yfir Lang-
holtsveginn.
Það er sterkt í minningunni, hvað
þú ætlaðir að verða þegar þú yrðir
stór: „Bara venjuleg kona með stór
bijóst og kenria litlu svörtu börnun-
um í Kongó að þekkja guð.“ Það
verður kannski þitt næsta hlutverk.
Það hefur verið gott að hafa þig
í „Rúnu“-hópnum okkar, og ekki
verður hægt að fylla í það skarð.
Margt hefur gengið á okkar í milli
og þá sérstaklega eftir að þú hófst
þína erfíðu baráttu. Þú varst hetja
í gegnum þetta allt og átt aðdáun
okkar allra. Börnin þín sýna og
hafa sýnt að þau era sömu hetjum-
ar og mamma þeirra, og þau halda
sterk áfram á lífsins vegi. Þig kveðj-
um við öll með hlýjum huga. Guð
DAGMAR BECK
+ Dagmar Beck
fæddist í Litlu-
Breiðuvík við
Reyðarfjörð 15.
nóvember 1908.
Hún lést á Elli- og
lyúkrunarheimil-
inu Grund þann 26.
mars sl. Foreldrar
hennar voru hjónin
Níels Beck bóndi í
Litlu-Breiðuvík og
Hólmfríður Þor-
valdsdóttir. Systk-
ini Dagmarar voru
Soffía Beck, Þor-
gerður Beck, Níels
Beck og Lorenz Beck.
Dagmar fluttist til Reykja-
víkur á tvítugsaldri, vann við
saumaskap í mörg ár, en var
matráðskona hjá Slippfélagi
Reykjavíkur frá 1967-1980.
Þann 11. október 1947 giftist
Dagmar Bjarna Svavars,
starfsmanni hjá Rafmagn-
sveitu Reykjavíkur. Dóttir
þeirra er Jóna B. Svavars fé-
lagsráðgjafi, gift Sten Frands-
en verkfræðingi og eru þau
búsett í Danmörku. Dóttir
þeirra er Eva Svavars Frands-
en, fædd 1982.
Útför Dagmarar
fer fram frá Foss-
vogskapellu,
fimmtudaginn 30.
mars og hefst at-
höfnin kl. 15.
YNDISLEG gömul
vinkona, Dagmar
Beck, hefur nú kvatt
þennan heim. Hún
hafði dvalið á elliheim-
ilinu Grand undanfar-
in ár, þar sem við vin-
konurnar reyndum
eftir beztu getu að líta
til hennar þegar tími gafst til.
Einkadóttir Dagmarar, Jóna,
fluttist til Danmerkur eftir stúd-
entspróf, þar sem hún síðar stofn-
aði fjölskyldu og hefur verið búsett
þar síðan og starfað sem félagsráð-
gjafí. Eiginmaður hennar, Sten
Frandsen, er verkfræðingur og eiga
þau eina dóttur, Evu, sem var sólar-
geisli ömmu sinnar.
Enginn vafí er á að dagamir
hafa oft verið langir og einmanaleg-
ir og saknaði hún sárt ástvinanna
erlendis. Þess vegna fannst okkur
ástæða til að heimsækja hana sem
ao
FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 37
MINNINGAR
geymi þig vel, og gefi þér tíma til
þess að hvfla þig eftir allt þetta.
Guðrún, Eyrún, Arnrún
og makar.
Þau vora grimm örlögin sem
henni Bergrúnu voru búin.
Það er þyngra en táram taki að
hún skyldi ekki fá að lifa lengur
og njóta samvista við börnin sín.
Bergrún var viðkvæm og tilfínn-
ingarík með stórt hjarta. Það gat
því vart hjá því farið að hún hlyti
nokkur sárin á lífsleiðinni. Hetjuleg
barátta hennar sl. 5 ár sýndi okkur
nýja hlið á henni. Þá kom glöggt í
ljós hinn mikli styrkur sem hún bjó
yfír. Hún hreinlega neitaði að gef-
ast upp fyrr en í fulla hnefana. Það
má vera að hún hafi tapað þessari
síðustu orrastu, en í huga okkar
er hún sigurvegari. Það er myndin
sem við geymum af þessari góðu,
glæsilegu stúlku.
Yið þökkum liðnar, ljúfar stund-
ir. Guð styrki börnin hennar, for-
eldra, systur og aðra sem elskuðu
Bergrúnu. Blessuð sé minning
hennar.
Kolbrún, Erla og Hildur.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Foersom - Sb. 1871 - S. Egilsson.)
Elsku Bergrún.
Okkur systkinabörn þín langar
að kveðja þig með nokkrum orðum:
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit-og blöð niður lagði,
líf mannlegt endar skjótt.
Ég lifi í Jesú nafni,
í Jesú nafni ég dey,
þó heilsa og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristi krafti ég segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.
HVíl þú í friði og Guð geymi þig.
Jarþrúður, Jón, Anton,
Þórður, Svanlaug, Rúnar
og Arnar.
• Fleirí minningargreinar um
Bergrúnu Antonsdóttur bíða birt-
ingar ogmunu birtast í blaðinu
næstu daga.
oftast. Skemmtilegast fannst henni
að tala um Evu, ömmubamið sitt,
en þá kom alltaf sérstakur glampi
í augun og andlitið varð að einu
brosi.
Heimsóknir mínar til Dagmarar
voru orðnar fastur punktur í tilver-
unni og á ég eftir að sakna þeirra
því að þær voru mér ekki síður til
ánægju en henni.
Mér finnst ég eiga Dagmar svo
mikið að þakka fyrir það hvað hún
reyndist mér vel þegar ég þurfti á
að halda. Á menntaskólaárum mín-
um eftir að mamma dó hélt ég
mikið til á heimili Jónu og naut þar
gestrisni og velvilja fjölskyldunnar.
Við vinkonurnar lásum saman
fyrir stúdentspróf við beztu
hugsanlegar aðstæður. Dagmar
bókstaflega dekraði við okkur.
Þó að hún kæmi þreytt heim
eftir langan og strangan vinnudag
sá hún alltaf um að elda eitthvað
gott handa okkur svo að við gætum
einbeitt okkur að náminu.
íbúðin var lítil og notaleg en þar
var gott að gera. Snyrtilegri hús-
móður var vart hægt að hugsa sér
og hver stund notuð til að nostra
við heimilið.
Að lokum vil ég votta Jónu, Sten
og Evu samúð mína og bið góðan
guð að blessa minningu Dagmarar.
Hildur Björg.
+
Bróðir minn,
EINAR PÁLSSON,
bóndi,
Steindórsstöðum,
er lést í Landspítalanum þriðjudaginn 21. mars. sl., verður jarð-
sunginn frá Reykholtskirkju laugardaginn 1. apríl kl. 14.00.
Bílferð verður frá BSÍ kl. 11.00.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Ingibjörg Pálsdóttir.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞURÍÐUR HELGADÓTTIR
frá Kaldbak,
Eyrarbakka,
verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju
laugardaginn 1. apríl kl. 14.00.
Inga Guðjónsdóttir, Gunnar Olsen,
Alda Guðjónsdóttir, Jón Gunnar Gíslason,
Guðmundur Guðjónsson, Guðbjörg Viglundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
LÁRA SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Dalbraut 21,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Áskirkju föstudag-
inn 31. mars kl. 15.00.
Guðmundur A. Ingvarsson,
synir, tengdadætur og barnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR GUÐMUNDSSON
frá Málmey,
Hrauntúni 11,
Vestmannaeyjum,
sem lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja
þann 21. mars, verður jarðsunginn frá
Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugar-
daginn 1. apríl kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið.
Guðfinna Bjarnadóttir,
Gísli Einarsson, Ellý Gísladóttir,
Kristbjörg Einarsdóttir, Tryggvi Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR
frá Efri Þverá,
verður jarðsungin frá Breiðabólstaðarkirkju laugardaginn 1. apríl
kl. 14.00.
Þeir, sem vilja minnast hennar, láti sjúkrahúsið á Hvammstanga
njóta þess.
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Guðrún Sigurðardóttir,
Guðlaug Sigurðardóttir, Hjálmar Pálmason,
Kristján Sigurðsson,
Maggý Stella Sigurðardóttir, Birgir Pálsson,
Halldór Sigurðsson, Margrét Guðmundsdóttir,
Jónína Sigurðardóttir, Sigurður Björnsson,
Sverrir Sigurðsson, Sigrún Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför móður okkar, tengda-
móður og ömmu,
ÞORGERÐAR
ÞÓRÐARDÓTTUR,
Túngötu 16,
Húsavik.
Hildigunnur Halldórsdóttir, Páll Þórhallsson,
Þórður Adamsson, Þuríður Hallgrímsdóttir
og barnabörn.