Morgunblaðið - 30.03.1995, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 30.03.1995, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 SIGFRÍÐUR GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Sig-fríður Guð- rún Jónsdóttir fæddist í Neðri- Sandvík í Grímsey 9. apríl 1915. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri þriðjudag- inn 21. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar, Ermenga Frímannsdóttir og Jón Sigurðsson, bjuggu í Neðri- Sandvík, en fluttu sig síðar til á eyj- unni að Eiðum og þar ólst Sigfríður upp en hún var elst í hópi fjögurra systra. Sigfríður giftist Birni J. Óla- syni, 21. nóvember 1940. Hófu þau búskap sinn á Selaklöpp í Hrísey og bjuggu þar upp frá því. Þau eignuð- ust þrjú börn sem eru: Oli Friðbjörn, kvæntur Veru Sig- urðardóttur, Jón- heiður, gift Sigm- ari Jörgenssyni, og Pálína Dagbjört, gift Valtý Sigur- bjarnarsyni. Þá ólu þau upp frá tíu ára aldri Óskar Frí- mannsson, systur- son Sigfríðar. Barnabörnin eru tíu og barna- barnabörnin átta. Sigfríður var jarðsungin frá Hríseyjarkirkju 29. mars sl. Nú legg ég augun aftur. Ó, guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka, þinn engil svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) „MÓÐURÁST er drifkrafturinn sem gerir venjulegum manni fært að framkvæma það ómögulega." í gær, 29. mars, var borin til grafar elskuleg móðir okkar, Sig- fríður Guðrún Jónsdóttir, Selaklöpp í Hrísey, ættuð frá Grímsey. Okkur er bæði ljúft og skylt að minnast hennar á þessari stundu. Hún var allt sem góða mömmu prýddi, rau- nagóð, blíð, kát, glæsileg og fylgd- ist vel með tímanum. Okkur fannst hún aldrei eldast. Mamma var „kletturinn" í fjölskyldunni sem aldrei haggaðist hvað sem á dundi. Við gátum leitað til hennar til hinstu stundar með allt sem skipti máli og hún var alltaf fús að hlusta og reyna að miðla okkur af reynslu sinni eftir því sem hún taldi réttast. Mamma okkar var bamabömum sínum einstök og eiga þau eftir að sakna hennar mikið og hugsa um pönnsurnar, sokkana og allt sem hún vann í höndunum til að gleðja þau. Einstakt samband var á milli hennar og yngsta bamabarnsins, Óla Dags þriggja ára. Hann um- vafði Siffu ömmu sína sem alltaf hafði tíma til að segja sögur og syngja vísur fyrir hann. Þann 9. apríl hefði móðir okkar orðið áttræð og ætlaði þá að gleðjast með góðum vinum og ættingjum í sameiginlegri veislu með einu bamabami sínu sem þá fermist. Ætlun skaparans hefur reynst önnur og við verðum að sætta okkur við það þótt sárt sé. + BERGSTEINN JÓNSSON deildarstjóri, var kvaddur í kyrrþey í Fossvogskapellu 27. mars sl. Þökkum hlýhug og samúð. Sigriður Kristjánsdóttir, Steinunn Bergsteinsdóttir, Sigurður G. Tómasson, Sigurbjörg Elfa Bergsteindóttir, Hörður Þórðarson og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móður okkar og ömmu, GUÐRÚNAR ELÍSABETAR VORMSDÓTTUR, Lyngbrekku 12, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins og heimahjúkrun Kópavogs. Baldvin ísaksson, Sigri'ður ísaksdóttir og barnabörn. Lokað Skrifstofur Flugmálastjórnar verða lokaðar í dag frá kl. 13.00 - 15.00 vegna jarðarfarar BJÖRNS JÓNSSONAR. Flugmálastjórn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 871960 MINNINGAR Mamma var mjög trúuð kona og sannfærð um að hennar biði sælla líf eftir þetta og þar biði pabbi eft- ir henni. Hún ól okkur upp í þeirri bjargföstu trú að þannig væri það. Að leiðarlokum þökkum við um- hyggju, mildi og vináttu sem verður okkur mikill styrkur í kærri minn- ingu um góða móður. ÓIi, Jónheiður og Pálína. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þð degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þöpin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo bijóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dapr og sumamótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Þetta ljóð skáldsins frá Fagra- skógi leitaði á huga minn eftir and- lát tengdamóður minnar, Sigfríðar Guðrúnar Jónsdóttur, þegar ég sett- ist niður og hugsaði til horfínna daga og fór að velta því fyrir mér hvað væri minnisstæðast og hvað ég mat mest í fari hennar. Bemskuár hennar liðu við leik og störf eins og gerðist á þeim árum en um fermingaraldur varð hún fyrir þeirri þungbæra reynslu að missa móður sína úr berklum. Tengdamóðir mín varð því snemma að standa á eigin fótum og spjara sig. Árið 1933 var grannurinn lagður að mestu lífshamingju tengda- mömmu þegar hún hóf störf sem línustúlka hjá Bimi Jörandssyni í Hrísey. Á næstu áram kynntist hún mannsefni sínu, Birni J. Ólasyni, og þau kynni leiddu til giftingar þeirra sem markaði upphafið að 50 ára löngu og farsælu hjónabandi eins og glögglega mátti sjá á gull- brúðkaupsdegi þeirra haustið 1990. Sigfríður og Bjöm hófu búskap sinn á Selaklöpp í Hrísey og áttu þar sitt heimili alla tíð. Sigfríður stóð fyrir miklu heimilishaldi og fjarvistir Bjöms vegna vinnu víða um land lögðu henni auknar skyld- ur á herðar. Til viðbótar uppeldi bamanna annaðist Sigfríður tengdaafa sinn blindan um 16 ára skeið þar til hann andaðist í hárri elli og af miklum dugnaði vann hún einnig lengst af utan heimilisins. En þrátt fyrir miklar annir vegna brauðstritsins fann tengdamóðir mín sér tíma til að sinna ýmsum Erjulrykkjur HÓTEL ESJA Stmi 689509 MORGUNBLAÐIÐ hugðarefnum og félagsstörfum. Hún lék oft með leikfélaginu á staðnum og söng með kirkjukómum um áratuga skeið. Söngur höfðaði mikið til hennar, söng vel sjálf og hafði yndi af tónlist. Síðustu 20 æviárin var Sigfríður sykursjúk og lengst af þurfti hún að sprauta sig til að halda því jafn- vægi í líkamanum sem nauðsynlegt er. Aldrei heyrði ég hana kvarta undan þessu enda var ekki vandi hennar að kveinka sér þótt eitthvað bjátaði á. Mann sinn missti hún fyrir fjórum árum og stóð þann missi af sér með reisn eins og ýmsa aðra storma lífsins. Keik og em var hún til síðasta dags og fyrirvari að vistaskiptum var stuttur. Sigfríður var ætíð rösk og fljót að öllu. Nú er jarðvistin á enda og að leiðarlokum vil ég þakka tengda- mömmu fyrir samfylgdina sem hófst vorið 1975 þegar ég kom í heimsókn á Selaklöpp. Þar var mér tekið af mikilli kurteisi og ljúf- mennsku þó dyravillt færi í fyrstu tilraun og síðsumars var ég form- lega orðinn einn af fjölskyldunni þegar við Pálína giftum okkur. Alla tíð síðan höfum við átt gott athvarf á Selaklöpp og með auknum kynn- um í áranna rás hefur vinskapurinn orðið traustari og djúpstæðari. Ég minnist dásamlegra ára í Hrísey þegar við hjónin bjuggum þar ásamt elstu drengjunum á áran- um 1976 til 1978 og ég minnist ómetanlegs stuðnings í lok námsár- anna 1978 til 1980 og oft síðan með einum eða öðram hætti. Einnig annasams blíðskaparsumars 1982 þegar ég starfaði i Hrísey og bjó ásamt fjöiskyldu minni í nágrenni við tengdaforeldrana. Vissulega fylgir sorg og söknuð- ur þeim aðskilnaði sem nú hefur orðið og þá er gott að eiga góðar minningar. Um leið og ég kveð kæra tengdamóður og ber henni bestu kveðju frá sonum mínum, Jörandi, Bjarka, Birni, Kára og Óla Degi, votta ég öllum aðstandendum dýpstu samúð mína og bið þeim allrar blessunar. Valtýr Sigurbjarnarson. Jesús, bróðir vor og frelsari. Þú þekkir dánarheiminn. Fylgdu vini voram, þegar vér getum ekki fylgst með honum lengur. Miskunnsami faðir, tak á móti henni. Heilagi andi, huggarinn, vertu með oss. Amen. (Bænabók, bls. 590) Guð geymi þig, Eggert Kristinsson, Sigmar Freyr og Kristinn Björn. Ó Jesús bróðir besti og bamavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mína. Þín umsjón æ mér hlífí í öllu mínu lífi, þín líknarhönd mig leiði og lífsins veginn greiði. Mig styrk í striði nauða, æ, styrk þú mig í dauða. Þitt lífsins ljósið bjarta þá Ijómi í þínu hjarta. (P. Jónsson) Guð blessi ömmu mína og fylgi henni til afa í himnaríki. Þín, Hrafnhildur. Marsmánuður hefur alltaf verið mér svolítið erfíður síðan að hann afí minn lést 18. mars 1991, eftir að hafa barist hetjulega við veikindi sín með ömmu við hlið sér. Núna fjóram áram síðar, 21. mars sl., hverfur hún amma mín úr lífi okkar fyrirvaralaust. Þennan sama dag höfðum við mamma ráðgert að fara i bæinn. Ég ætlaði að kaupa afmæl- isgjöf handa henni, því hún hefði orðið áttræð hinn 9. apríl næstkom- andi. En um hádegisbilið þennan dag var hún tekin frá okkur. Eg get ekki annað en glaðst þeg- ar ég hugsa til síðustu áramóta, þá var hún hér hjá mér og fjöl- skyldu minni, glöð og hress. Hún amma var mjög ungleg miðað við aldur og bar sig ákaflega vel. Gam- an var að sjá á eftir henni ganga niður í kaupfélag með bros á vör og alltaf svo bein í baki. Þegar ég var yngri var alltaf fast- ur punktur í tilveranni að fara til afa og ömmu á Selaklöpp, það var eins og ævintýri líkast að koma til Hríseyjar. Afi og amma áttu alltaf eitthvað í pokahorninu til að gleðja okkur krakkana. Ég man sérstak- lega eftir neðstu skúffunni í eldhús- inu. Þar vora alltaf leikföng og ýmislegt skemmtilegt. Núna tuttugu árum síðar era leikföngin þama ennþá fyrir bamabamabömin. Elsku amma mín, ég vil þakka þér allt sem þú veittir mér í lífinu, stundimar sem við áttum saman og heilræðin sem þú gafst mér. Ég veit að afi hefur tekið vel á móti þér. Góði Guð, ég bið þig að styðja Óla, mömmu og Pöllu á sorgar- stundu. Amma mín, við munum hittast á ný. Þin nafna, Sigfríður Birna. OLAFUR ARNASON + Ólafur Árnason fæddist i Reykjavík 19. apríl 1915. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 18. mars sl. Foreldrar hans voru Árni Jónsson og Soffía Magnea Jóhannesdóttir. Ól- afur var elstur sjö systkina og eru þrjú á lífi, tveir bræður hans sem búa í Kanada og systir sem er búsett í Reykjavík. Ólafur kvæntist Eyrúnu Jó- hannesóttur 3. janúar 1942. Þau eignuðust fjóra syni, Áma, Egil, Gunnar og Kjartan, sem allir hafa stofnað heimili og eru barnabörnin orðin sjö. Útför Ólafs var gerð í kyrrþey. ÓLAFUR Árnason starfaði sem sýningarmaður og síðar sýningar- stjóri í Gamla Bíói í 57 ár, síðustu árin sem umsjónarmaður og ljósam- eistari hússins eftir að íslenska óp- eran hóf þar starfsemi. Störf að ljósmyndun og kvikmynd- ir voru hans áhugamál og að þeim starfaði hann allt sitt líf. Þau ár sem við, er þetta ritum, störfuðum í Gamla Bíói var Ólafur nánasti samstarfsmað- ur okkar og fundum við það fljótt að honum •mátti treysta í smáu sem stóru. Það væri ekki að skapi Ólafs að við tíund- uðum hér einhveija lof- ræðu um störf hans. Það verður þó ekki hjá því komist að flytja hon- um þakkir fyrir störf hans öll og vináttu við okkur, sem á þessari stundu er okkur mest virði og ríkust í minn- ingunni. Störf Ólafs og áhuga- mál ollu því að hann varð einn stofn- enda Félags sýningarmanna í kvik- myndahúsum og sat í fyrstu stjórn þess. Hann var kjörinn þar heiðursfé- lagi. Heimilið og fjölskyidan voru Ólafi afar kær og hann naut stundanna með Eyrúnu og drengjunum og fjöl- skyldum þeirra á Blómvallagötunni, þótt Fossvogurinn hafi verið þeim kannski kærastur. Nú er komið að leiðarlokum og við kveðjum hann nú með þakklæti í huga fyrir ánægjulegt samstarf og biðjum honum Guðsblessunar á þeim vegum sem hann nú fer. Ástvinum hans öllum óskum við blessunar. Hafliði Halldórsson, Hilmar Garðarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.