Morgunblaðið - 30.03.1995, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
FIMmÍtíÓXGÚR 30. MÁR£ í995 3$
RAGNHEIÐUR HULDA
ÞORKELSDÓTTIR
+ Ragnheiður
Hulda Þorkels-
dóttir fæddist í Fu-
rubrekku í Staðar-
sveit á Snæfellsnesi
1. febrúar 1919.
Hún lést á öldrunar-
deild Landspítalans
í Hátúni 10 hinn 22.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Þorkell
Guðbrandsson
verkamaður í
Reylqavík, f. 1880,
d. 1968, sonur Guð-
brands Þorkelsson-
ar verzlunarmanns í Ólafsvík
og Guðbjargar Vigfúsdóttur,
og Theodóra Kristjánsdóttir,
f. 1883, d. 1962, dóttir Kristjáns
Guðmundssonar bónda á
Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi
og Sigríðar Jónsdóttur. Systk-
ini Ragnheiðar voru Sigríður
Elín, f. 1909, d. 1994, og Guð-
brandur Ágúst fyrrverandi lög-
regluvarðsljóri, f. 1914, og lifir
hann systur sínar. Hinn 27.
desember 1946 giftist Ragn-
heiður Gunnari Steingrímssyni
loftskeytamanni, f. 23. júní
1921. Börn þeirra eru: 1) The-
odóra, f. 26. maí 1947, hjúkrun-
arfræðingur á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri, gift Frið-
riki E. Yngvasyni
lækni og eiga þau
tvö börn, Högna og
Ragnheiði. 2) Egg-
f. 2. janúar
1949, dýralæknir á
Tilraunastöðinni á
Keldum, kvæntur
Bergþóru Jóns-
dóttur lífefnafræð-
ingi og eiga þau
þrjú börn, Dag,
Gauta og Valgerði.
3) Gunnar Már, f.
9. júní 1951, dýra-
læknir í Noregi, kvæntur Guð-
rúnu Þóru Bragadóttur félags-
ráðgjafa, og eiga þau þijú
börn, Braga Frey, Huldu Mjöll
og Gunnar Birki.
Ragnheiður lauk námi við
Hjúkrunarskóla íslands í októ-
ber 1944. Hún starfaði sem
hjúkrunarkona með stuttum
hléum allt frá námslokum og
þar til hún lét af störfum fyrir
aldurs sakir. Hún starfaði
lengst af á Landspítalanum í
Reylgavík, síðast á öldrunar-
deildinni í Hátúni 10.
Útför Ragnheiðar fer fram
frá Bústaðakirkju í dag, og
hefst athöfnin kl. 13.30.
LOKSINS hefur Heiða fengið
hvíldina. Það eru grimm örlög að
þurfa að takast á við þann erfiða
sjúkdóm Alzheimer síðustu æviár-
in, eftir að vera búin að hjúkra
sams konar sjúklingum árum sam-
an. Ragnheiður Þorkelsdóttir,
tengdamóðir mín, útskrifaðist sem
hjúkrunarkona árið 1944 og starf-
aði við hjúkrun alla sína starf-
sævi. í þessu starfi fengu hennar
mörgu góðu hæfileikar notið sín.
Hún var jákvæð, drífandi, ósérhlíf-
in og gefandi. Hjúkrunarnemar,
sem nutu hennar leiðsagnar, bera
henni vel söguna. Hún kenndi þeim
hjúkrun í besta skilningi þess orðs,
því hún setti hlýju og umhyggju
fyrir sjúklingunum ofar öllu. En
jafnframt lét hún sér annt um vel-
ferð samstarfsfólks síns. Mín kynni
af Ragnheiði hófust þegar ég og
Eggert sonur hennar rugluðum
saman reitum. Fyrstu hjúskaparár-
in vorum við í námi í Noregi og
fæddust synir okkar þar. Það var
dæmigert fyrir Heiðu, að þegar,
leið að vori og prófum var hún
búin að boða komu sína, til að létta
okkur róðurinn við prófíestur.
Þannig fannst henni sínu sum-
arfríi vel varið.
Heiða hafði einstaklega góða
nærveru, hlý og þægileg. Eg heyrði
hana aldrei segja styggðaryrði um
nokkurn mann. Það var ómetan-
legt fyrir strákana okkar að kynn-
ast öðru en hinum einangraða
heimi stúdentalífsins. Amma kom
með íslenskar hefðir, frásagnarlist-
ina og almennan fróðleik. Strák-
arnir hlustuðu oft opinmynntir á
ömmu sína. Hún þurfti ekki að
opna bók þegar hún tók þá með
sér á vit ævintýranna.
Eftir að fjölskyldan flutti heim
urðu samverustundir með Heiðu
og Gunnari fleiri. Við eigum marg-
ar ljúfar minningar úr ferðalögum
um landið og þær eru ófáar sam-
verustundirnar á Gnoðarvoginum.
Það sem gerir þessar minningar
svo ljúfar var sú gestrisni og hlýja
sem mætti okkur ætíð.
Ég vil að leiðarlokum þakka
Heiðu samfylgdina og votta Gunn-
ari tengdaföður mínum innilega
samúð. Umhyggja hans fyrir Heiðu
mörg erfið sjúkdómsár var aðdáun-
arverð. Hans er söknuðurinn sá-
rastur.
Bergþóra Jónsdóttir.
Það vorum ekki bara við bræð-
urnir sem biðum og biðum eftir
ömmu okkar frá íslandi. Kallarnir
í vinnunni hjá pabba voru farnir
að spyija um hana líka, í gríni og
alvöru. Þetta hafði verið hálf-
hryssingslegt vor og þeir sáu í
heimsókn hennar ömmu okkar
betri tíð. Þeir kölluðu hana nefni-
lega sólar-ömmuna, uppá norsku.
Það brást aldrei að hitabylgja
fylgdi Noregsheimsóknum ömmu
Heiðu. Þetta var á uppeldisslóðUm
okkar í Ósló. Amma kom með só-
lina.
Við krakkarnir skiptum okkur
reyndar lítið af veðrinu sem við
lékum okkur í og kölluðum ömmu
Heiðu sjaldan annað en kara-
mellu-ömmu. Það hefur sína kosti
þegar ömmur þurfa að fara í
gegnum fríhafnir á leiðinni til
barnabarna sinna. Minningarnar
um ömmu frá Noregi eru fullar
af sól og karamellum. Alltaf var
til moli í svanga munna eða bara
til að geyma í smáum vösum. Og
þetta voru engar venjulegar kara-
mellur heldur bréfkaramellur
með braki; rauðar og grænar og
peningar og súkkulaðiþríhyrning-
ar. Hvílík himnasæla. Það var
ævintýri að fá þau í heimsókn,
ömmu Heiðu og afa Gunnar. Afi
kenndi okkur að tefla og sýndi
okkur spilagaldra. Amma sagði
okkur sögur. íslenskar þjóðsögur
í Noregi.
Við fluttum þó fljótlega til ís-
lands og fundum hér fornar rætur.
Amma Heiða var nú orðin sögu-
amma og kenndi okkur að við vær-
um komnir af Hjarðarfellsætt og
Síðu-prestum. Okkur fannst líka
oft eins og amma þekkti allt á ís-
landi. Á gönguferðum kynnti hún
okkur fyrir blómunum og fjöllunum
og hveijum dal og þúfu, eins og
gömlum kunningjum. Náttúran var
til að þekkja hana og vera hjá henni
en ekki til að drottna yfir henni.
Það er sannkallað ævintýri að
gista í Gnoðarvoginum, hjá ömmu
og afa. Leggjast á beddann innan
um Hlyna kóngsson, Elínu, Sigríði
og Helgu, fylgjast með fjölunum
falla hverri að annarri hjá kirkju-
smiðnum á Rein og hlakka yfir
óförum tröllkvenna og Gilitruttar
hinnar ógurlegu. Sofna svo með
undarlegan ævintýrahroll niður
eftir bakinu, fegnir að vita af sér
í öryggi og hlýju skjóli. Amma
kunni ógrynni af sögum. Hún var
söguamrna.
Amma var mjög veik í mörg ár.
Sögumar hennar eru fyrir löngu
orðnar hluti af sjálfum okkur og
minningunni um ömmu Heiðu, eins
og hún var, kát og hlý. Okkur
fannst amma Heiða einfaldlega
eins og ömmur eiga að vera. Og
það finnst okkur enn. Amma Heiða
mun lifa með okkur í minningun-
um.
Dagur og Gauti Eggertssynir.
VALGEIR
SIG URÐSSON
+ Valgeir Sigurðsson fæddist
á Steinum í Stafholtstung-
um í Mýrasýslu 7. febrúar 1924.
Hann lést á Landspítalanum 7.
mars síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Seyðisfjarðar-
kirkju 18. mars.
OKKUR langar að minnast Val-
geirs kennara örfáum orðum. í huga
okkar er hann ímynd kennarans eins
og þeir eiga að vera.
Hann var umsjónarkennarinn
okkar fyrstu skólaárin og hafði betra
lag á okkur en nokkur annar kenn-
ari. Það var Valgeir sem kenndi
okkur fyrstu ljóðin, og var það oft
á tíðum ansi erfitt að læra þau utan
að. En Valgeir gerði tímana ávallt
áhugaverða og krefjandi svo að
metnaðurinn vaknaði til að gera
hlutina eins vel og við gátum og
átti það við hveija þá grein sem
hann kenndi okkur.
Láttu guðs hönd leiða hér,
lífsreglu halt þá bestu:
blessa hans orð, sem boðast þér,
í brjósti og hjarta festu.
Vertu, guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Tilgangur okkar er ekki að skrifa
eintóma lofræðu um Valgeir, en víst
er að hann átti alltaf fastan sess í
hjörtum okkar. Við bárum alltaf
mikla virðingu fyrir honum. Þegar
hormónasveiflur gelgjuskeiðsins
voru bæði að yfirbuga okkur og
kennarana var Valgeir sendur á
staðinn til að miðla málum.
Þú varst alltaf fastur punktur í
lífi Seyðisfjarðar. Þín mun verða
sárt saknað og sérstaklega nú á 100
ára afmæli bæjarins.
Við kveðjum þig með söknuði og
þökk í hjarta.
F.h. árgangs ’74 við Seyðisfjarð-
arskóla,
Helga Kolbeinsdóttir,
Elfa Hlín Pétursdóttir.
RADA UGL ÝSINGAR
Fundarboð Aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna verður haldinn í félagsheimili Hrunamanna, Flúðum, Hrunamannahreppi, þriðjudaginn 4. apríl 1995. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál.
A TVINNUAUGL ÝSINGAR FUNDIR - MANNFA GNAÐUR
Kranamenn Óskum að ráða til starfa vanan kranamann á byggingarkrana. Upplýsingar á skrifstofutíma í síma 622700. . ,, 'á
ÍSTAK ÍÞHÖTTIR FVRIR RLLR Fundurinn hefst kl. 13.30. Stjórn Mjólkurbús Flóamanna.
Skúlatúni 4, Reykjavík. w w
Arsþing IFA ,
SCANDIC fer fram í dag, fimmtudag, í íþróttamiðstöð- inni í Laugardal, fundarsal 4. Þingið hefst kl. 17.00. Allir ÍFA félagar velkomnir. ■JBdB borgarskipulag reykjavikur 3 Borgartúni 3-105 Reykjavilr - Sími 91-632340 - Mynds. 91-623219 l||
LOFTLEIÐIR Þjónanemar Getum bætt við okkur þjónanemum á vorönn. Upplýsingar á staðnum hjá yfirþjóni milli kl. 14 og 16. G. og G. veitingar. Stjórn íþrótta fyrir alla. íbúar íÞingholtum
UU BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR 3 Borgartúni 3,105 Rvík, síml 632340, myndsendir 623218 lll Boðað er til kynningar- og umræðufundar í Ráðhúsi Reykjavíkur (Tjarnarsal) þriðjudag- inn 4. apríl nk. kl. 17.00. Þar verður kynnt umferðarskipulag í Þingholtum og tillögur um útfærslu á gatnamótum Skothúsvegar - Laufásvegar - Þingholtsstrætis og Hellu- sunds.
Seljahverfi - Fálkhóll
A TVINNUHUSNÆÐI VEIÐI
Atvinnuhúsnæði óskast Auglýsum eftir 250-350 fm atvinnuhúsnæði fyrir fjársterkan kaupanda, helst á Ártúns- höfða, en aðrir staðir koma til greina. Ársalir hf., fasteignasala, Sigtúni 9, sími 5624333. Samkvæmt samþykkt borgarstjórnar frá 1. des. sl. er boðað til fundar með íbúðareig- endum að Fálkhól í Seljahverfi og er fundar- efnið nýting þakhæða í hverfinu. Fundurinn verður haldinn í sal Seljaskóla miðvikudaginn 5. apríl nk. og hefst kl. 17.00. Borgarskipulag Reykjavíkur.
Fiskeldi Til leigu eldisstöð að Húsatóftum við Grindavík. Borgareldi hf., Suðurlandsbraut 6, Rvík, fax 5880085.