Morgunblaðið - 30.03.1995, Síða 49

Morgunblaðið - 30.03.1995, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995 49 FOLK PETER Falk í hlutverkinu. Besta hlutverk Falks? ►MÖNNUM kann að þykja það ótímabært, en það er strax far- ið að tala um leikarann Peter Falk sem kandídat til Óskars- verðlauna 1996 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Herbergis- félagar. Falk, sem er þekktast- ur fyrir hlutverk sitt sem krumpaði lögregluforinginn Colombo í samnefndiim sjó- varpsþáttum, leikur 103 ára gamlan öldung í myndinni og þótt hann sé kominn af léttasta skeiði sjálfur þurfti hann að sitja í sex stundir í förðunar- stólnum á hveijum degi á með- an tökur fóru fram. HJÓNABAND Juliu Roberts og Lyles Lovetts var enginn dans á rósum. Julia Roberts og Lyle Lovett standa í skilnaði sem er 26 ára, er best þekkt fyrir að leika vændiskonu í „Pretty Woman“ frá árinu 1990, en fyrir það var hún tilnefnd til óskarsverðlauna. Auk þess hefur hún leikið í fjölda stór- mynda og er ein eftirsóttasta leikkona vestan hafs. Lovett, sem er 36 ára, er um þessar mundir að jafna sig eftir að hafa lent í mótorhjólaslysi í Mexíkó á dögunum, þarsem hann viðbeinsbrotnaði. í kjölfar þess missti hann af afhendingu Grammy-verðlaunanna í Los Angeles. Hjónabandið var hið fyrsta þjá bæði Lovett og Roberts, en Roberts hafði nokkrum sinnum komist nálægt því að ganga upp að altarinu. Hún átti í ástarsam- böndum við nokkra leikara, þar á meðal Liam Neeson, Jason Patric og Kiefer Sutherland. Arið 1991 aflýsti hún brúðkaupi sínu og Sutherlands aðeins fá- einum tímum áður en það átti að eiga sér stað. Víst er að stöðugur frétta- flutningur slúðurblaðanna af framhjáhaldi á báða bóga hafa ekki orðið til að bæta hjóna- bandið. Mesta athygli vöktu myndir sem teknar voru af ung- stirninu Ethan Hawke og Ro- berts í nánum dansi í veislu einni, þegar Lovett var víðs fjarri. Segja má að hjónabandið hafi ekki borið barr sitt síðan. ►LEIKKONAN Julia Roberts og sveitasöngvarinn Lyle Lovett gáfu út yfirlýsingu á þriðjudag um að þau hefðu fallist á skiln- að, en hjónaband þeirra hefur staðið yfir í 21 mánuð. „Við verðum áfram náin og veitum hvoru öðruátuðning," sagði í yfirlýsingu þeirra, sem er gefin út eftir að fjölmiðlar höfðu haft getgátur uppi í marga mánuði. Lovett og Roberts hittust árið 1992 við tökur á myndinni „The Player“ eða Leikmaðurinn og gengu í það heilaga 27. júní árið 1993 í Indiana. Roberts, EIN AF þeim myndum af Juliu Roberts og Et- han Hawke sem teknar voru á næturklúbbi á Manhattan og vöktu mikla hneykslan. EKKI urðu sögur af þvi að Lyle Lovett hefði tek- ið aftur upp samband sitt við söngkonuna As- hley Judd til að bæta hjónabandið. Laugavegi 44, Kringluni Kjólar Peysur Krumpupils Leggings Samfellur Bolir o.fl. o.fl. nú kr. 3.990 nú kr. 2.990 nú kr. 990 nú kr. 690 kr. 690 kr. 690 Breskir S P ir e ngid 30, . mars' •8. apríl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.