Morgunblaðið - 30.03.1995, Side 56
jy-v
AMERICAN POWER CONVER5ION
MEST SELDU VARAAFLGJAFARNIR
<o> NÝHERJI
WhpI hewlett
mílríÆ PACKARD
-----------UMBOÐIÐ
HPÁ ÍSLANDI H F
Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91)671000
Frá möguleika til veruleika
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Vaxandi áhugí á stækkun álversins í Straumsvík
Bjartsýni varðandi
hagkvæmniathugun
Hlíðarþúfur við
Kaldárselsveg
Eldurí
hesthúsum
ELDUR kom upp í hesthúsahverfi
Sörla í Hlíðarþúfum við Kaldársels-
_ . veg í gærdag. Slökkviliðið í Hafnar-
fírði var kallað út klukkan hálffímm
og logaði þá glatt í tveimur hús-
anna og eldur búinn að læsa sig í
hið þriðja að sögn slökkviliðsmanna.
Sjö hesthús eru í lengjunni og
var á þriðja tug hesta í húsunum
sem kviknaði í. Þeim var hleypt út
og komið fyrir í nærliggjandi hús-
um. Er talið að kviknað hafí í út
frá rafmagni og samkvæmt upplýs-
ingum frá slökkviliði var mikill elds-
matur í húsunum svo sem spóna-
pokar, auk heys. Greiðlega gekk
að slökkva eldinn og var slökkvi-
starfí að ljúka um tíuleytið í gær-
kvöldi. Talsverðar reyk- og vatns-
skemmdir urðu í húsunum en þau
verða vöktuð í nótt.
----» ♦ ♦
Steinn stór-
skemmdibíl
STÓR steinn féll úr Þyrilshlíð í
Hvalfírði síðdegis í gær og stór-
skemmdi bíl sem átti þar leið um.
Steinninn féll á veginn beint fyrir
framan bílinn og ók ökumaðurinn
á hann.
„Eg var að koma úr Reykjavík
og tók eftir hreyfíngu í hlíðinni.
Eg hélt fyrst að þetta væri refur
sem væri að koma hlaupandi. Hann
lenti á hæð skammt frá veginum
og féll síðan í boga á veginn. I sama
mund og hann snerti veginn lenti
ég á honum. Það munaði þvi engu
að steinninn lenti ofan á bflnum,“
sagði Bára Jósefsdóttir, sem ók
bflnum.
Hún sagði að steinninn hefði
verið allstór. Aðvífandi menn hefðu
hjálpað sér að velta honum af vegin-
um.
25 hundar á
námskeiði
BJÖRGUNARHUNDAR eru
nú til í ölium landshlutum eft-
ir vetrarnámskeið Björgunar-
hundasveitar íslands sem
staðið hefur yfir við Fálkafell
á Akureyri en því lýkur í
kvöld. Alls tóku 25 hundar og
eigendur þeirra þátt í nám-
skeiðinu og komu þeir víða
að af landinu, en til marks um
aukinn áhuga voru 13 nýir
hundar til þjálfunar nú.
Tíminn skiptir mestu um lífs-
líkur þeirra sem lenda í snjó-
Hóði.
■ Björgunarhundar/14
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Þyrlan af-
hent í júní
NÝ björgunarþyrla Landhelgis-
gæslunnar verður afhent í
Frakklandi um miðjan júní og
kemur væntanlega til landsins
22. þess mánaðar. Verður þyrlan
í fánalitunum og mun bera nafn
úr norrænu goðafræðinni eins
og önnur skip og flugvélar Gæsl-
unnar. Samningur um kaup á
þyrlunni var undirritaður 2. júni
1994. Hún er af gerðinni Super
Puma, sem kunnugt er, og á að
baki 350 flugtíma.
JÓHANNES Nordal stjómarfor-
maður Landsvirkjunar segir að
stórfelld breyting hafi orðið á þró-
uninni í orkufrekum iðnaði á
undanfömum mánuðum, eftir
langvarandi lægð á mörkuðum.
Hann segir að nú sé rétti tíminn
að semja um nýja stóriðju og seg-
ir að íslendingar hafi upp á góða
kosti að bjóða í þeim efnum. Telur
hann stækkun álversins í Straums-
vík og jámblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga vænlegustu kostina
og er bjartsýnn á að t.d. stækkun
álversins reynist arðbær fram-
kvæmd.
Batnandi afkoma stóriðjufyrir-
tækja hefur meðal annars komið
fram í vaxandi áhuga slíkra fyrir-
tækja á fjárfestingum á íslandi.
Jóhannes segir að nú sé lögð
áhersla á að ljúka hagkvæmniat-
hugun á stækkun álversins. Hún
er nú á lokastigi og á fundi með
fulltrúum Alusuisse-Lonza í liæstu
viku verður framhald málsins rætt.
Segist Jóhannes hafa orðið var við
vaxandi áhuga Alusuisse á þessu
verkefíú en einnig hafi önnur erlend
fyrirtæki sýnt því mikinn áhuga.
Hæfilegir fjárfestingarkostir
Jóhannes er bjartsýnn á að stór-
iðjusamningar náist á næstu áram.
Hér á landi gefíst kostur á hæfí-
lega litlum einingum sem henti vel
í byijun uppgangstíma. Fyrirtækin
séu hins vegar ekki búin að jafna
sig nógu vel fjárhagslega eftir
langvarandi samdráttarskeið svo
Morgunblaðið/Júlíus
FLUGFREYJUR hættu verkfallsvörslu á Reykjavíkurflugvelli
kl. 16.30 í gær. Á innfelldu myndinni ræðir lögfræðingur ASÍ,
Ástráður Haraldsson, við verkfallsverði.
VerkfallsvarsIaFlugfreyjufélagsins
Ekki flug innan-
lands í 10 tíma
verið tekin ákvörðun um aðgerðir í
dag, á síðasta degi verkfallsins.
2.000 milli landa
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi
Flugleiða, sagði að um tvö þúsund
manns hefðu farið um Keflavíkur-
flugvöll í gær. Breiðþota, sem Flug-
leiðir tóku á leigu, kom frá Banda-
rílqunum með 237 farþega, 3 vélar
fóra til Evrópu og þijár komu það-
an, þar af ein leiguvél. Sú fór áfram
til Bandaríkjanna í gærkvöldi. í
dag, fimmtudag, verða sjö brottfar-
ir frá Keflavík. „Millilandafíugið
hefur gengið áfallalaust miðað við
neyðaráætlun, en auðvitað hefur
orðið mikil röskun á flutningum og
sætaframboðið er miklu minna en
venjulega," sagði Einar.
■ Yerkfall flugfreyja/6
FLUGFREYJUR stöðvuðu í gær
innanlandsflug Flugleiða, á öðrum
degi verkfalls. Verkfallsvarsla
þeirra á Reykjavíkurflugvelli stóð
frá því fyrir kl. 7 í gærmorgun og
fram til kl. 16.30. Eftir að flugfreyj-
ur hurfu á braut flugu Flugleiðir til
Akureyrar, Egilsstaða og Sauð-
árkróks. Enginn sáttafundur hefur
verið í deilunni frá því á mánudag.
Flugfreyjur telja að aðeins 4-5
yfírmönnum Flugleiða sé heimilt að
ganga í störf þeirra, en fyrirtækið
hefur þjálfað um 20 til starfans.
Margrét Hauksdóttir, hjá upplýs-
ingadeild Flugleiða, sagði að fjöl-
margir farþegar hefðu gefist upp á
að bíða eftir flugi í gær. Hún kvaðst
ekki vita hvað við tæki í dag,
fimmtudag.
Hjá Flugfreyjufélaginu fengust
þau svör síðdegis í gær að ekki hefði
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Morgunblaðið/Rúnar Þór
þau treysti sér í stærri fjárfesting-
ar, eins og til dæmis byggingu
álvers Atlantsáls á Keilisnesi.
Töluverð umframorka er í land-
inu og segir Jóhannes að ekki þurfi
að ráðast í nýjar virkjanir vegna
stækkunar álversins. Hins vegar
verði að hefja undirbúning virkjun-
ar um leið og slíkt yrði ákveðið til
að anna aukinni eftirspurn lands-
manna eftir raforku og til að selja
til annarra iðjuvera, til dæmis
vegna stækkunar Grandartanga-
verksmiðjunnar eða byggingar
sinkverksmiðju. Segir hann að
margir hæfilega stórir og hag-
kvæmir virkjunarkostir séu fyrir
hendi til þess.
■ Réttí tíminn til/28-29
Verkfall í Verslun-
arskóla Islands
Atök um
ráðning-
arréttindi
EKKI tókust samningar milli
Yerslunarskóla íslands og HÍK
í gær þrátt fyrir langa fundar-
setu. Ágreiningur er um ráðn-
ingarréttindi kennara við skól-
ann. HÍK vill að réttindamál
kennara skólans verði skýrð.
Þorvarður Elíasson, skólastjóri
Verslunarskólans, segir ekki
koma til greina að kennarar
skólans verði æviráðnir.
„Skólanefnd Verslunarskól-
ans er tilbúin til að skrifa undir
að kjör kennara skólans verði
þau sömu og samið var um við
ríkið. Það liggur hins vegar ljóst
fyrir að ef verið er að reyna að
fá samþykktar einhveijar breyt-
ingar á stjómskipan skólans,
ráðningu kennara eða einhveij-
um réttindum sem varða lög og
reglur í landinu, þá hef ég ekk-
ert umboð til að semja um það
og skólanefnd Verslunarskólans
ekki heldur," sagði Þorvarður.
. Réttindamál óskýr
Elna K. Jónsdóttir, formaður
HÍK, sagði að réttindamál kenn-
ara við Verslunarskólann væru
um margt óljós. Til margra ára
hefðu kennarar skólans verið
ráðnir með tilvísun til kjara rík-
isstarfsmanna. Á þeim tíma
hefði það verið skilningur allra
að réttindi þeirra væru í öllum
atriðum þau sömu og ríkis-
starfsmanna. Kennarar sem
ráðnir hefðu verið að skólanum
í seinni tíð hefðu ekki verið
ráðnir með tilvísun í kjör ríkis-
starfsmanna. Elna sagði að HÍK
vildi að Verslunarskólinn við-
urkenndi að kennarar, sem
ráðnir voru að skólanum áður
en ráðningarkjörunum var
breytt, væru æviráðnir. Hún
sagði að HÍK vildi einnig að
óvissu um nokkur fleiri atriði
varðandi réttindamál kennara
Verslunarskólans yrði eytt.