Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tilvera og trú MYNPUST Stöðlakot MÁLVERK OG GRAFÍK SVEINBJÖRG HALL- GRÍMSDÓTTIR Opið alla dagci kl. 14-18 (nema föstu- daginn langa og páskadag kl. 16-18) til 17. apríl. Aðgangur ókeypis ÞÓTT NÚ sé komið fram pólitískt framboð á trúarlegum grunni verður ekki sagt að trúin sé virkur þáttur í daglegri umræðu hér á landi. Ef eitthvað er rætt um þau mál er það frekar á nótum stjórnsýslu og pen- inga, en inntakið er sjaldnast ofar- lega á baugi. Þetta á einnig við um myndlistina; trúin hefur þar að mestu verið utansviðs. Því vakti mikla athygli fyrir rúmu ári þegar haldin var á Kjarvalsstöðum stór sýning á trúarlegum málverkum frá hendi Magnúsar Kjartanssonar, sem reyndist ein eftirtektarverðasta sýn- ing ársins. Ef til vill var þar komin ábending um að áhugi myndlistar- fólks væri að aukast á slíkum við- fangsefnum, og þá ekki endilega í fastskorðuðu formi hefðbundinnar táknfræði kristninnar, þó þaðan væri grunnurinn fenginn. Á þessum tíma árs þegar páskar fara í hönd standa slík viðfangsefni mönnum ef til vill nær en á öðrum tímum, enda í eðli sínu betur fallin til íhugunar um slík mál en t.d. jól- in. Á sýningu sinni í Stöðlakoti er Sveinbjörg Hallgrímsdóttir að fást við tilveru og trú, samþættingu per- sónulegra minna og kunnra tákna kristinnar tilbeiðslu. Þetta gerir hún með ólíkum hætti í olíumálverkum og grafíkverkum, sem skiptast á þessi tvö rými Stöðlakots. Sveinbjörg lauk námi _frá mynd- menntakennaradeild MHÍ á áttunda áratugnum, en sneri aftur síðar og útskrifaðist frá málaradeild 1992. Hún á nokkrar samsýningar að baki og hélt sína fyrstu einkasýningu á Hótel Hjalteyri síðasta sumar, en þetta er fyrsta sýning hennar á suðvesturhorninu. í olíumálverkunum er að fínna SVEINBJORG Hallgrímsdóttir: Hinir háfleygu tvenns konar nálgun við hið óræða. Annars vegar eru myndbirtingar andlegra vera í annari vitund, eins og titlamir (t.d. „Bergnuminn“, „Hinir háfleygu", „Þeir jarð- bundnu") bera með sér, en hins vegar er unnið út frá þekktum tákn- um trúarinnar. Fyrri myndirnar ganga ekki alveg upp; verumar eru of mótaðar til að svífa lausar í efnis- lausum heimi, en samt ekki nægi- lega markaðar til teljast af holdi og blóði. í myndaflokknum „Dagurinn langi“ (nr. 2-4) er hins vegar unnið með físka, blóm og fugla í kunn- uglegu táknum kross og hökuls; hér er gott samræmi í notkun lita og tákna, þar sem loft, láð og lögur era til staðar jafnt sem birta kross- ins. Hér er vel farið með þekkt við- fangsefni. Grafíkmyndirnar á efri hæðinni era öllu jafnari en málverkin, og vissulega sterkari hluti sýningarinn- ar. Þessar einföldu myndir era unn- ar með þurmál á koparplötu, og er til eftirbreytni að Sveinbjörg sýnir einnig tvær af þeim plötum sem hún hefur þrykkt myndimar eftir, þann- ig að gestir geti betur gert sér grein fyrir eðli vinnunnar. Myndaflokkurinn „Gef oss í dag vort daglegt brauð“ (nr. 10-14) byggist á postulínsdiski með hefð- bundu bláu blómaskrauti (sem er hér sýndur með koparplötunum), þar sem afar fínlegar en fáar reglu- legar línur ráða mynstrinu. Hér er væntanlega um ættargrip að ræða sem auðvelt er að gera að tákni fyrir minningu góðra hluta; gagn- sæir fískar verða síðan til að styrkja þá Imynd og tengja kristninni enn fastari böndum. Fuglar og blóm í öðram myndum hér fylgja þeirri ímynd eftir með stílfærðum hætti. Það er fróðlegt að sjá möguleika grafíklistarinnar nýtta með þessum hætti til að skapa einföld en gríp- andi myndverk. Sveinbjörgu tekst hér vel upp, en olíumálverkin era hins vegar ekki eins örugg í fram- setningu, eins og áður er nefnt, enda mörk tilveru og trúar vand- meðfarin í helgum táknum. Þrátt fyrir það er rétt að óska henni til hamingju með sýninguna og óska allra heilla í framtíðinni. Eiríkur Þorláksson Htíómburður TONUST Kristskirkja HÁSKÓLAKÓRINN Háskólakórinn. Stjórnandi Hákon Leifsson. Miðvikudagur 5. april 1995. FORVITNILEGT er að velta fyrir sér hvers vegna sönghópar sækjast eftir að halda tónleika í Krists- kirkju. Víst er kirkjan sú fögur, gott er að koma þangað og hljóm- burður er góður, en góður fyrir hvað? Enginn salur hefur hljómburð sem er heppilegur öllum tónlistar- flutningi. Hljómburðurinn í Krists- kirkju er góður fyrir orgelið, fyrir vissar samsetningar af kammer- músik og fyrir einstaka einleiks- hljóðfæri. Fjölmennur kór skilar sér ekki eðlilega í þessum hljómburði, góður kór nær illa að sýna sýnar bestu hliðar, en lélegur kór getur hugsanlega bjargað sér, kemur bet- ur út en efni standa til. Megnið af efnisskrá Háskólakórsins að þessu sinni hefði ég kosið að heyra við aðrar aðstæður, segjum t.d. í ís- lensku óperanni, hún mundi skila kórhljómnum sæmilega hreinum og auðveldara væri einnig að greina hvað vel er gert og hvað miður. Tónleikamir hófust á því ágæta kórverki Ave Maria, eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Ekki náði flutning- urinn fyllilega til sálarlífs undirrit- aðs, fannst lagið einhvem veginn ofsungið. Dálítið á sama veg fór fyrir Eg beið þín lengi, lengi, eftir Pál ísólfsson, sungið með feiknleg- um styrkleikabreytingum sem eru heimatilbúnar og ég spyr, hvers vegna? Sigfús Einarsson átti Ég á það heima, lag sem undirritaður hefur aldrei heyrt, fallegt lag sem kórinn söng eðlilega og fallega. Hún hét Abba-Labba-Lá kom dálítið eins og skrattinn úr sauðarleggnum og varð eins og hálfgerð boðflenna inn I kór kirkjunnar. Samkvæmt efnis- skrá átti næst að koma verk eftir stjómandann. Hákon hafði þann háttinn á að kynna hvert atriði fyr- ir sig og má segja að ekki hafí ver- ið vanþörf á, því engir textar vora í efnisskrá. Gallinn á kynningunni var sá að Hákon talaði bara við þá sem sátu á fremstu bekkjunum, undirritaður sat á aftasta bekk og þar heyrðust afar sjaldan nokkur orðaskil. Af meðfæddri skarp- skyggni áttaði undirritaður sig þó furðu fljótt á því að næsta lag var ekki lag Hákonar, Unglingurinn í skóginum, en lagið var ágætlega samið og undirrituðum er nær að halda að þar hafí farið Sonnetta eftir Jón Asgeirsson, skal þó tekið fram að ábyrgð þar á tekur undirrit- aður enga, en lagið var honum ókunnugt. Næst á eftir kom svo verk Hákonar um Unglinginn í skóginum. Verkið er töluvert í snið- um, mörgu bregður fyrir, stokkið á milli stílbrigða, póetískum augna- blikum bregður fyrir, verkið er langt, en því miður fannst mér umbúðirnar bera innihaldið ofurliði. • íslenskum þjóðlögum brá fyrir í skemmtilegum útsetningum Hafliða Hallgrímssonar og sum mjög fallega sungin, eins og Nú vil ég enn í nafni þínu, sem er perla og kórinn söng vel. „Interesant“ en óíslenskar voru útsetningar einhvers J. Heame á þrem þjóðlögum. Mig granar að Hákon hafí flutt einhveija kynningu á útsetjaranum, en hún fór fyrir neðan garð. Það sem upp úr stóð á þessum tónleikum var nýtt verk eft- ir Leif Þórarinsson sem hann kallar- Dans. Textanum veit undirritaður engin deili á, en veraldlegur var dansinn sá ekki. Um var að ræða einskonar óratóríu, þar sem Leifur beitir ýmsum kóreffektum af ágætri smekkvísi. Vonandi fær maður text- ann I efnisskrána við sætu hlustun, en hér var um töluvert áhrifamikinn kórsats að ræða og var þetta fram- flutningur verksins. Háskólakórinn er líklega skipaður háskólanemum sem koma og fara og er þá erfítt um vik að koma upp fyrsta flokks kór. Eins og kórinn er nú þyrfti hann veralega miklu meiri þjálfun í meðferð raddarinnar og textafram- burður þarf að batna að mun, ef ekki er hætt við að hljómurinn veri flatur, eða mattur, og í raun hljóm- lítill. Óskandi væri að kómum auðn- aðist að bæta úr þessum hlutum, því Hákon er duglegur og áhuga- samur stjórnandi. Ragnar Björnsson Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Boðorðin tíu. I bókinni eins og nafnið gefur til kynna eru boðorðin tíu en þeim fylgja greinargóðar skýringar á merkingu hvers boðorðs fyrir sig. Bókin er 96 bls. og útgefendur eru þeir þeir Eggert Isólfsson og Hallsteinn Magnússon. Þeir sáu einnig um bókband sem er að mestu leyti unnið í höndum. Prentsmiðjan Oddiprentaði bókina sem ersú minnsta sem fáanleger í bókaverslunum hér á landi. Ljós og skuggar LJÓÐABÓKIN Ljós og skuggar er nýút- komin. Höfundur er Þórarin Guðmunds- son kennari á Akur- eyri. Eftir hann hafa áður birst Ijóð og kvæði, frumort og þýdd, í blöðum og tímaritum. „Vinátta og samúð ásamt ljósi og skugg- um mannlegra sam- skipta sjást víða í ljóð- um bókarinnar. Auðsæ er einnig virð- ing fyrir æskunni, gleði hennar, vænt- ingum og sársauka," segir m.a. í kynningu. Höfundur leitar víða að yrkis- efnum. Hann staldrar við á æskustöðvunum í Ólafsfirði, kemur í Kjamaskóg, fylgir móður Theresu um fátækragötu, kennir til með stríðshrjáðum í Líbanon, dreymir í Regent Park, þjáist og gleðst í Rússlandi, lofar súdanska töfra og spjallar við höfund lífsins. Bókin er 84. bls. og í henni eru 53 ljóð. Offsetstofan á Akur- eyri sá um prentun og frágang. Kápu- teikning er eftir Þór- arin Má Baldursson. Bókin er gef- in út af höfundi. Þórarinn Guðmundsson Kammerkveðja TONUST Geröarsafn KAMMERTÓNLEIKAR Kammertónleikar. Leikin verk eftir Matiegka, Mozart og Hindemith. Þriðjudaginn 4. apríl 1995. KVEÐJA til kammertónlistar- innar mætti kalla þessa tónleika, því Ingvar Jónasson fiðluleikari mun hafa í hyggju að hætta, þar sem hér er komið, þátttöku í þeirri grein tónlistar, sem sameinuð er undir nafninu kammertónlist. Ing- var hefur þjónustað tónlistargyðj- una I meir en hálfa öld og má rekja margt í hennar húsum til handatil- tekta hans. Hann á langan starfs- dag við Sinfóníuhljómsveit íslands, stóran hóp tónlistarmanna er notið hafa kennslu hans og á þeim vett- vangi, sem hann nú kveður, lifað tímann frá því er hafist var handa um að ryðja brautina, til þess nú að nokkuð léttar er umleikis varð- andi flutning kammertónlistar. Svo sem góðum verkmanni sæmir stendur Ingvar í hópi félaga sinna en ætlar sér þó einum leik á só- nötukvöldi þann 16. maí nk. í Gerð- arsafni. í raun þarf ekki að lesa Ingvari neinn lofpistil, því hann er sá gæfumaður, að hafa átt sinn þátt í þeim viðgangi tónlistar hér á landi, sem menn í dag úndrast stóram. Tónleikarnir hófust á Næturljóði eftir Wenzel Matiegka (1773- 1830), fyrir flautu víólu og gítar en þar fór fyrir mönnum Ingvar Jónasson á lágfiðlu en með honum léku Martial Nardeau á flautu og Snorri Örn Snorrason á gítar. Matiegka naut nokkurra vinsælda um sína daga í Vínarborg og ástæðan fyrir því að Schubert umritaði þetta verk og bætti við sellórödd, mun vera sú, að heima hjá honum var mikið iðkuð kamm- ertónlist og faðir Schuberts lék í þeim hópi á selló. Sjálfur mun Schubert hafa verið nokkuð leikinn á gítar, þó lítið hafi farið fyrir þeirri kunnáttu. Verkið er ekta klassík með skemmtilegri undan- tekningu, sem er þriðji þátturinn, „Zingara", er minnir nokkuð á tékkneska danstónlist. Verkið var ágætlega leikið, þó ekki verði mik- ið gert við jafn veigalítið verk og þessa gleymdu næturhljóma, hér norður í kuldanum. Ylurinn er enn lifandi hjá Moz- art og í næsta verki, Kegalstadt- tríóinu, var leikur Ingvars, Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur á píanó og Sigurðar I. Snorrasonar á klar- inett, mjög fallega útfærður og þar var gamla kempan, Ingvar, í essinu sínu, enda margt fallegt að heyra í lágfiðluröddinni. Lokaverk tónleikanna var lítil kantata eftir Hindemith, sem hann nefnir Serenöðumar, er saman- stendur af átta stuttum þáttum fyrir sópranrödd, óbó, lágfiðlu og selló. Á milli söngþáttanna era ein- leiks-, dúó- og tríó-þættir og vora þeir skemmtilegastir frá hendi höf- undarins. Líklega er tónmál Hinde- miths ekki alls kostar vel fallið fyrir söng, því hann hugsar eins og hljóðfæraleikari. Marta Hall- dórsdóttir söngkona söng flest lög- in af öryggi og verður hún ekki sökuð um að tónmál söngraddar- innar er óþægilega tyrfíð. Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari átti mjög skemmilegan leik í einleik- stokkötu. Kristján Þ. Stephensen óbóleikari átti ágætan samleik við söng Mörtu í sönglega besta lagi verksins, Der Abend, sem er eins konar víxlsöngur raddar og óbós er var sérlega fallega fluttur af báðum flytjendum., Bestu þættir verksins vora dúó fyrir lágfiðlu og selló og tríó fyrir óbó, selló og lág- fiðlu, en báðir þessir þættir vora glæsilega leiknir. Verkið endaði á Góða nótt, þokkafullu lagi með undirleik lágfíðlu og vora þessir kveðjutónar fallega fluttir af Ing- vari og Mörtu. Áheyrendur þökkuðu listamönn- unum fyrir góðan flutning en þó sérstaklega Ingvari Jónassyni, sem nú rýmir sæti sitt fyrir þeim sem hann hefur leiðbeint um refílstigu listarinnar. Hann getur vel við unað sinn hag, því hann gróf sitt pund ekki í jörð en hefur ávaxtaði það sannarlega vel. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.