Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Svavar og Stasi „HINS vegar gæti verið að þeir (starfs- menn Stasi) hafi stund- um fylgst með ein- hverjum sem var á upp- leið, var líklegur til þess að komast til auk- inna metorða í stjórn- málum, virtist vera æ mikilvægari. Þeir gætu hafa viljað dylja tengsl- in við slíkan mann enn betur." Þannig svaraði pró- fessor David H. Childs spurningu blaðamanns Morgunblaðsins um hugsanlega skýringu á því hvers vegna skjöl um Svavar Gestsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, voru fjarlægð úr skjalasafni Stasi þann 25. júní 1989 þegar Svavar gegndi ráð- herraembætti á íslandi. Spurður nánar út I þessi orð á fundi hjá Samtökum um vestræna samvinnu svaraði prófessor Childs Svavar sagðist ekki hafa haft tengsl við austur-þýska kommún- ista síðan. Hrafni Gunnlaugssyni kom því dálítið á óvart þegar hann rak augun í nafn Svavars í bók sem sett var í Druckhaus Frei- heit, Halle, í Austur- Þýskalandi 1968. A síðu 386 er tekið fram að orðalista við bókina hafí Svavar Gestsson tekið saman. Hver borgaði kaupið? því til að Stasi hefði jafnan lagt áherslu á að vernda þá menn sem voru leyniþjónustunni verðmætir gegn hættu á því að afhopparar ljóstruðu upp um þá, með því að færa skjöl um slíka menn í ramm- byggðari geymslur. Honum þætti því ólíklegt að skjölunum um Svav- ar hefði verið eytt, líklegast hefði þeim verið komið fyrir með þýðing- armeiri skjölum sem flutt voru til Moskvu við fall austur-þýska al- þýðulýðveldisins. Þegar prófessorinn var spurður að því hvort hann teldi að Svavar hefði getað fjarlægt skjölin sjálfur taldi hann það afar ólíklegt. Til að fjarlægja skjöl sem þessi hefðu að- eins örfáir menn haft vald, en í til- felli sem þessu væri samt ekkert hægt að útiloka. Þetta færi eftir því hversu valdamikill viðkomandi aðili væri og hversu náin tengsl hann hefði haft við Stasi og austur- þýska ráðamenn, það væri ólíku saman að jafna hvort íslenskur ráð- herra talaði við kollega sinn í Aust- ur-Þýskalandi eða venjulegur mað- ur óskaði eftir að skjöl- um um sig væri eytt. Tengsl Svavars við Stasi Spurningin sem vaknar við þessi orð er því hversu náin voru tengsl Svavars við Stasi. Þar til snemma á þessu ári hefur Svav- ar jafnan reynt að snúa öllu tali um tengsl sín við austur- þýska kommúnista ýmist upp í grín eða Hrafn kallað það lágkúrulega Gunnlaugsson Moggalygi. A þessu varð þó nokkur breyting í sjónvarpsþættin- um í nafni sósíalismans sem sýndur var í sjónvarpinu 5. febrúar, en þar gaf Svavar í skyn að hann hefði nánast flúið frá Austur-Þýskalandi árið sem dvöl hans lauk þar, svo mjög hefði honum ofboðið ástandið. Það er nýtt í þessari fullyrðingu að fram að því hafði Svavar varið aust- ur-þýska kommúnista í fjölda greina, m.a. í tímaritinu Rétti. Á þessum tímapunkti var Stasi fallið og því óhætt að tala um fynver- andi bandamenn. Orðalistinn frá Druckhaus Freiheit Enn meiri nýmæli voru þó að í þættinum sagði Svavar að hann hefði ekki haft nein tengsl við aust- ur-þýska kommúnista síðan. Það kom mér því dálítið á óvart þegar ég rak augun í nafn Svavars í bók sem kom út 1968, vorið sem frelsis- baráttan í Prag var brotin á bak aftur. Bókin var sett í Druckhaus Freiheit, Halle, í Austur-Þýska- landi, og prentuð og bundin í Leipziger Volkszeitung í sama landi. Hér er um að ræða Úrvalsrit Karls Marx og Friedrich Engels, en á síðu 386 er tekið fram að orða- lista við bókina hafi Svavar Gests- son tekið saman. Undarleg tilviljun það, úr því maðurinn var nánast landflótta frá'Austur-Þýskalandi og hver borgaði kaupið? Svavar hefur jafnan reynt að gera" sem allra minnst úr dvöl sinni í Austur-Þýska- landi, jafnvel svo lítið að í bókinni Samtíðarmenn hafði hann nánast gleymt því að hann hefði til Austur- Þýskalands komið. í upplýsingum sem Svavar útbjó sjálfur fyrir bók- ina er að finna málsgrein sem ber heitið Menntun. Þar segir að Svav- ar hafi stundað „nám í Berlín 1967- 1968". í bókinni Liðsmenn Moskvu segir hins vegar að fyrir milligöngu Sósíalistaflokksins hafi Svavar sótt skóla í Austur-Þýskalandi árin 1967-68. Austur verður vestur Hvernig gat Svavar. verið á tveimur stöðum í senn? Á þessum árum var Berlín skipt í tvo hluta. Vestur-Berlín var nánast sjálfstætt borgríki inni í miðju Austur-Þýska- landi, en Austur-Berlín var hluti Austur-Þýskalands. Þegar talað var um Berlín án þess að taka fram við hvorn hlutann væri átt var að sjálf- sögðu átt við þann hluta Berlínar sem var sjálfstæður, þ.e. Vestur- Berlín. I Samtíðarmönnum kýs Svavar að kalla þjálfun sína í Aust- ur-Þýskalandi „nám í Berlín". Er Til formirLCTCcrgrjccfcc ¦ i ¦ \ \ ^ / I fc \ m é i á m * ^ wpsS^ít Skól««Srt>U«tt8 10 y^ slml 8JW00 Ný lína á handsmíðuðum silfur- og gull- skartgripum Gott verð nokkur furða? Hver vill kannast við að hafa verið undir verndarvæng Stasi? Að lokinni seinni heimsstyrj- öldinni sóru margir gestapó-menn af sér nasismann og þóttust aldrei hafa komið nálægt Hitler. Sama hefur gerst með fyrrverandi stasi- menn. Hræðslan við fortíðina Það er ekkert nýtt að Svavar megi ekki heyra á fortíðina minnst. Árið 1990 flutti Hrafn Jökulsson tillögu á miðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins um að Alþýðubanda- lagið gerði upp fortíð sína varðandi samskipti við kommúnistaflokka alræðisríkjanna í Austur-Evrópu. í niðurlagi tillögunnar segir orðrétt: „Alþýðubandalagið á sögulegar rætur meðal annars í Kommúnista- flokki íslands og Sameiningarflokki alþýðu - Sósíalistaflokknum. Mið- stjórnin harmar að þessir flokkar áttu margvísleg samskipti við kommúnistaflokkaaustantjaldsríkj- anna, þrátt fyrir það stjórnarfar sem þar var við lýði og þrátt fyrir að öllum mætti vera ljóst að grund- „vallar mannréttindi voru fótum troðin." Tillögunni lýkur síðar á þessum orðum: „Miðstjórnin hvetur því til þess að fram fari hreinskilið og opin- skátt uppgjör við fortíðina, meðal annars þau samskipti sem félagar í Alþýðubandalaginu hafa átt við fulltrúa einræðisríkja Austur-Evr- ópu." Svavar lagðist af öllu afli gegn þessari tillögu á fundinum og sagði að Alþýðubandalagið hefði ekkert að gera upp. Svavar hefur alltaf neitað algerlega tengslum við Stasi. Það var ekki fyrr en staðreyndirnar voru lagðar á borðið fyrir framan hann í áðurnefndum sjónvarpsþætti sem bamba-augun brustu. Árið 1990 voru þessar staðreyndir enn í felum og því mátti Svavar ekki heyra minnst á að Alþýðubandalag- ið gerði upp fortíð sína. Eða óttað- ist Svavar að fleiri óþægilegar stað- reyndir kæmu þá upp á yfirborðið? Ræða Svavars frá miðstjórnar- fundinum er merkilegt plagg, en umfjöllun um hana verður að bíða betri tíma. Flytjendur þessarar til- lögu auk Hrafns voru þeir Össur Skarphéðinsson, Kristján Ari Ara- son og Runólfur Ágústsson. Landráðabrigsl og föðurlandssvik Þétta er rifjað upp vegna þess að fortíð Svavars Gestssonar, þess manns sem nú skipar efsta sæti á lista Alþýðubandalagsins í Reykja- vík við alþingiskosningarnar, er enn óuppgerð. Sjálfur kallaði Svavar umfjöllunina um Stasi-tengsl hans „landráðabrigsl" í viðtali við DV 11. febrúar sl. Það er ekkert nýtt að Svavar taki sér orðið landráð í munn. Enginn íslendingur hefur oftar úthrópað samferðamenn sína landráðamenn og fóðurlandssvik- ara. Jóhannes Nordal sagði eitt sinn frá því í viðtali, að eftir að Þjóðvilj- inn hafi úthrópað hann landráða- mann nánast í hvert skipti sem hann gekk frá samningum fyrir íslands hönd á erlendum vettvangi hafí þessi stóru orð nánast_ glatað merkingu sinni í huga hans. í tilfell- inu Svavar og Stasi hafa þau aftur öðlast merkingu, þrátt fyrir að sá sem sat í ritstjórastól Þjóðviljans og misnotaði þau um fólk sem var að vinna þjóð sinni vel hafi heitið Svavar Gestsson. Um þennan mann vitum við það eitt, að skjöl í safni miskunnarlaus- ustu leyniþjónustu heims voru fjar- lægð í hans eigin ráðherratíð. En við vitum ekki hver gerði það eða hvers vegna. Við því verða að fást og skulu fást svör. Höfundur er ríthöfundur og kvikmyndaleiksijóri. Við berum ábyrgð á þeim, er við kjósum til forystu 'í'íí Sannarlega sárnaði mér um daginn að neyð- ast til í ellinni að and- mæla opinberlega stefnu Sjálfstæð- isflokksins í mikilvægu máli, sem hefði gjört mér ókleift að kjósa flokkinn, ef hann hefði haldið henni til streitu. Tel ég forystumenn flokksins hafa vaxíð við það að hlusta á mig, óbreyttan flokksmann, og taka tillit til skoðana minna og þeirra fjöl- mörgu, er reyndust sammála mér. Þar með þóttist ég hafa sagt nóg í þessari kosningabaráttu. Þá gjörðist atvik, sem snerti við mér, en þar sem það varðaði R-list- ann, þóttist ég þess fullviss, að ein- hverjir kristnir stuðningsmenn þeirra flokka, er studdu R-listann, mundu láta málið til sín taka. En þar sem mér sýnist þögn ætla að ríkja um málið, að undanteknu einu lesendabréfi í Morgunblaðinu, get ég ekki þagað lengur. II Fjölmiðlar skýrðu frá því, að „borgaraleg ferming" hefði farið fram í ráðhúsi Reykjavíkur í marz- mánuðí og borgarstjórinn í Reykja- vík hefði heiðrað samkomuna með nærveru sinni og ávarpað þátttak- endur. Borgaraleg ferming er hliðstæða „manndómsvígslunnar" áður fyrri, þegar unglingurinn var tekinn í full- orðinna tölu. Slík athöfn var algeng á Þýzkalandi á dögum nazista og hún var einnig algeng í austantjald- slöndunum, meðan þau lutu Sovét- ríkjunum. Manndómsvígslan (Jug- endweihe) átti að koma í stað kris- tinnar fermingar og draga úr áhrif- um kristni á unglingana. Nú misskilji enginn orð min. Á íslandi ríkir algjört trúar- bragðafrelsi og hverjum trúarsöfn- uði eða einstaklingi er frjálst að tilb- iðja þann guð, er hann sjálfur kýs, á þann hátt, er hann sjálfur óskar, nema því aðeins, að framkvæmdin brjóti gegn landslögum. Fólki er frjálst að hafna öllum guðum. Það eitt er tilskilið, að allir greiði sama gjald og rennur þá gjald þeirra, sem eru utan kirkju, í sérstakan sjóð í eigu Háskóla íslands. Og loks er mönnum heimilt að nota hvert það húsnæði, er þeim hentar og þeir geta fengið aðgang að til trúariðkunar sinnar, þar með talið Ráðhús Reykjavíkur. Og öllum er frjálst að taka þátt í slíkum at- höfnum með leyfi þeirra, er standa að athöfninni. III Hvað var þá athugavert við borg- aralegu ferminguna í Ráðhúsinu um daginn? Og hvern varðar um það, þótt borgarstjórinn taki þátt í henni og flytji þar ávarp? Borgaryfirvöld ráða yfír húsinu. Og þótt þarna hafi verið um að ræða athöfn, sem stefnt er gegn kirkjunni, þá er ekkert við því að segja. Af hverju er ég þá að minnast á þetta? Aðeins vegna þess, að ég tel fróð- legt fyrir kjósendur, er vilja efla áhrif kristni í þjóðfélaginu, en kusu R-listann í borgarstjórn, að athuga, hverja þessir fulltrúar telja hæfa til að fá inni í Ráðhúsinu við hátíðleg tækifæri og hverjum er vísað frá. Ég á erfitt með að trúa því, að þú sért sammála þessu mati meirihluta borgarstjónarinnar. IV Á þessu ári eru liðin 100 ár, síðan Hjálpræðisherinn hóf starf á ís- landi. Hann náði fljótt fótfestu hér, / einkum meðal verka- manna og sjómanna; enda eru líknarstörf ætíð drjúgur þáttur í starfi hans, auk boðun- arstarfsins. Þótt Herinn hafi ekki náð rnjóg mikilli út- breiðslu á íslandi, hefur hann hér sem annars staðar unnið ágætt starf, sem ég leyfi mér að þakka fyrir hönd ís- lenzku þjóðkirkjunnar. í tilefni þessara tímamóta spurðist Her- Jónas Gíslason [™Jyúr. ™' h™rt hægt væn að fa hus- næði á vegum Reykjavíkurborgar til hátíðahaldamna, t.d. Tjarnarbíó. Þáverandi borgarstjóri, Markús Örn Antonsson, nefndi þá, að Ráðhúsið væri virðulegur staður fyrir slíka hátíð. Er*farið var að undirbúa sjálft hátíðahaldið, sneri Herinn sér til borgarstjóra og spurðist fyrir um Ráðhúsið, én nú var komið annað hljóð í strokkinn enda kominn nýr borgarstjóri. Herinn náði ekki tali af borgarstjóra, en fulltrúi hennar taldi öll tormerki á því að leyfa slíka samkomu í Ráðhúsinu, enda gæti það orðið vafasamt fordæmi. Bent var á, að fá félög hefðu starfað hér á landi í heila öld, en það breytti Vinir mínir, sem kusuð R-listann. Eflaust gjörð- uð þið það í góðri'trú, segir Jónas Gíslason. Nú eruð þið reynslunni ríkari. Hér sjáið þið mat hans á þessum tveimur hreyfingum. engu um svarið. Hjálpræðisherinn fékk ekki að minnast aldarafmælis síns í Ráðhúsinu. Herinn sætti sig við þessa af- greiðslu, enda er kærleikur aðalvopn hans. Hann leitaði á náðir kristinna trúsystkina í Hvítasunnusöfnuðin- um, sem fúslega luku dyrum. húss síns upp á gátt og báðu hermenn Krists vera velkomna í hús sitt. Það var þér líkt og söfnuði þínum, Hafl- iði Kristinsson, trúbróðir minn og vinur. Ég bið ykkur blessunar Guðs. V Vinir mínir, sem kusuð R-listann. Eflaust gjörðuð þið það í góðri trú. Nú eruð þið reynslunni ríkari. Þið berið ábyrgð á þessum meiri- hluta, sem þið kusuð. Hér sjáið þið mat hans á þessum tveimur hreyf- ingum. Eruð þið sammála því? Á ég að trúa því, að þið takið því þegjandi, þegar kjörnir fulltrúar ykkar, sem þið hafið kosið, snúast gegn ykkur. Ég er hættur að taka slíicri af- stöðu þegjandi, þótt flokkurinn minn eigi í hlut. Eigum við ekki að taka höndum saman og gjöra flokkunum, sem við styðjum, ljóst í eitt skipti fyrir öll, að enginn flokkur á' okkur. Öllum er frjálst að ákveða afstöðu sína til manna og málefha. Þetta gildir bæði okkur, er viljum efla kristni, og hina, er vilja vinna gegn kristni þjóðarir.nar. Ætli þetta sé ekki eitt mikilvæg- asta verkefni kristins fólks á íslandi í dag. Það hefur hvílt þungt á mér undanfarið að koma þessu til skila til ykkar. Nú eigið þið leikinn, kristn- ir vinir minir! Guð blessi ykkur! Höfundur er vígsiubiskup.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.