Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 35
34 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 35 l£ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VINSTRISTJORN? FÁTT hefur komið meira á óvart í kosningabaráttunni en slök staða Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum síðustu vikur. Framan af vetri bentu kannanir til þess, að fylgi Sjálfstæðismanna væri mikið og flokkurinn mundi hafa stjórnarforystu á hendi í nýrri ríkisstjórn, þótt meira álitamál gæti verið hver hugsanlegur samstarfsaðili yrði. Töluverðrar bjartsýni gætti því meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið varaði að vísu við þessari bjartsýni í Reykjavíkurbréfi hinn 12. marz sl. Þar sagði m.a.: „Skoð- anakannanir hafa bent til sterkrar stöðu Sjálfstæðisflokks- ins að undanförnu. Þær hafa leitt til mikillar bjartsýni meðal Sjálfstæðismanna. Slík bjartsýni nokkrum vikum fyrir kosningar, hefur alltaf reynzt Sjálfstæðisflokknum hættuleg. Tæpum mánuði fyrir kosningarnar 1991 fékk Sjálfstæðisflokkurinn um 48% fylgi í skoðanakönnun, sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið seinni hluta marzmánaðar en kosningarnar fóru fram 19. apríl. í kosn- ingunum sjálfum fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúmlega 38% fylgi. Bjartsýnin gæti verið hættulegasti, andstæðingur Sjálfstæðisflokksins í þessum kosningum." Það kann að vera að koma í ljós, að svo hafi verið. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur yfirleitt notið fylgis 37-39% kjós- enda. Stöku sinnum hefur fylgið farið yfir 40% en það er fyrst á síðustu rúmum tuttugu árum, sem meiri sveiflur hafa orðið í fylgi flokksins og það farið niður fyrir 37% fjórum sinnum frá árinu 1971. Skoðanakannanir benda til þess, að það þurfi umtalsvert átak í dag og á morgun til þess að tryggja Sjálfstæðisflokknum meðaltalsfylgi. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fer mikið niður fyrir 37% fylgi í alþingiskosningunum munu forystumenn vinstri flokkanna nota það sem röksemd fyrir því, að þeim beri að mynda ríkisstjórn á vinstri kantinum jafnvel þótt slík ríkisstjórn yrði byggð á samstarfi fjögurra flokka. Ef tekið er mið af skoðanakönnun Stöðvar 2 í gærkvöldi væri hægt að mynda ríkisstjórn núverandi stjórnarandstöðuflokka. Það gerðist einnig eftir þingkosningarnar 1971, þegar þeir flokkar, sem verið höfðu í stjórnarandstöðu fram að þeim kosningum tóku höndum saman. Þá var mynduð sú ríkis- stjórn, sem einkenndist af mesta sundurlyndi, sem þá hafði lengi þekkst og þurfti að fara aftur til áranna 1956 til 1958 til samanburðar. Auðvitað er alltaf málefnalegur ágreiningur á milli flokka, sem starfa saman í ríkisstjórn. En það er auðveld- ara að sætta sjónarmið tveggja flokka en fjögurra flokka. Kannski er mesta hættan, sem felst í myndun slíkrar ríkis- stjórnar þó sú, að framkvæmd margvíslegra umbótamála mundi að öUlum líkindum stöðvast. Eins og Morgunblaðið hefur áður vikið að er orðið tíma- bært að horfast í augu við vanda landbúnaðarins og stöðva þann mikla fjáraustur í umframframleiðslu landbúnaðarins, sem hér hefur viðgengizt áratugum saman. Það er nauðsyn- legt að fækka stórlega sauðfjárræktarbúum og stækka þau sem eftir yrðu. Telja verður nánast óhugsandi að slíkar breytingar yrðu á landbúnaðarstefnunni, ef bæði Framsókn- arflokkur og Alþýðubandalag ættu aðild að nýrri ríkisstjórn. Þótt talsmenn Þjóðvaka hafi lýst sig hlynnta verulegum breytingum á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er nánast óhugsandi, að vinstri stjórn mundi beita sér fyrir nokkrum slíkum breytingum undir forsæti Halldórs Ásgrímssonar, sem er einn helzti höfundur og talsmaður núverandi kvóta- kerfis. Síðasta fjögurra flokka vinstri stjórn, sem hér sat á árun- um 1988 til 1991 beitti sér fyrir stórfelldu millifærslukerfi í atvinnulífinu. Nú er engin ástæða til þess að ætla þessurn flokkum fyrirfram allt það versta en ef tekið er mið af fyrri reynslu er veruleg hætta á, að gamaldagsaðferðir af því tagi yrðu fyrir valinu til þess að leysa margvísleg vanda- mál, sem upp koma. Ríkisstjórn vinstri flokkanna mundi almennt hafa sterka tilhneigingu til að halda uppi úreltri byggðapólitík, sem hefur alla tíð byggzt á gegndarlausum fjáraustri, sem hefur alls ekki orðið dreifbýlinu til góðs. Þá er nánast óhugsandi, að slík ríkisstjórn mundi beita sér fyrir jöfnun atkvæðisréttar í landinu, sem er orðið brýnt réttlætismál. Líkurnar á því, að fjögurra flokka vinstri stjórn mundi einkennast af innbyrðis sundrungu og togstreitu eru miklar en enn meiri, að slík stjórn mundi stöðva þá framvindu nýrrar hugsunar og nýrra hugmynda, sem þrátt fyrir allt hefur einkennt fyrri hluta þessa áratugar. Að þessu öllu þurfa kjósendur að huga á morgun. Kosningar til Alþingis 1995 AAIþýðuflokkur B Framsóknarflokkur W\ Sjálfstæoisflokkur w /" Alþýbubandalag I 1/ Kristil. stjórnmálahr. + Vestfjaroalistinn M Náttúrulagaflokkur Suburlandslistinn \f Kvennalisti STEFNA FLOKKANNA Morgunblaðið fór þess á leit við þá ílokka, sem bjóða nú fram til Alþingis, að þeir gerðu í stuttu máli grein fyrir grundvallarstefnu sinni í níu málaflokkum. Rúmsins vegna hefur blaðið í örfáum tilfellum dregið saman þann texta, sem barst frá flokkunum Ríkisumsvif Draga ber úr afskiptum ríkisins af atvinnulífinu og auka frjálsræði á sem flestum sviðum. Hiutverk rikisins er að skapa atvinnulííinu hagstæð starísskilyrði, veita áhættufé til nýsköpunar og rannsókna og styðja við bakið á smáfyrirtækjum við vöruþróun og markaðssetning'u. Fjáriög og aðrar áætlanir um tekjur og gjöld ríkissjóðs verður að gera til lengri tíma en eins árs í senn. Leitað verði allra leiða til hag- kvæmni og sparnaðar á öllum sviðum opinbers rekstrar, sjálfstæði stofnana verði aukið, jafnframt því sem frumkvæði og ábyrgð stjórnenda verði meirí. Hlutverk ríkisins er að skapa almenn skilyrði fyrir auðugt mannlif og öruggt rekstrarumhverfí fyrir- tækja. Mikilvægt er að tryggja veiferðarþjóðfélagið án þess að grafið sé undan því með eyðslu á opinberufé. Þeir sem sóa skattfé almennings stef na velferðarþjóð- félaginu i hættu. Rannsóknir OECD hafa sýnt að ríkisumsvif eru minni hér á landi en víðast hvar annars staðar. Að magni til eru ríkisumsvif þess vegna ekkert sérstakt vandamál hér en miklu skiptir hvernig þau eru og hvað í þeim felst. Fjölmörgu má breyta og hagræða. Almannavaldið setji markaðnum reglur stilli strengi atvinnulífsins. Bein þátttaka ríkisíns í atvinnurekstri ekki heppileg. Velferðarþjónusta er hins vegar hiutverk rfkis og svertarfélaga. Sveitarfélögin á að efla, þau taki við öldrunarþjónustu og málefnum fatlaðra. Rammafjárlög, aðhald í ríkis* fjármálum og eyða fjárlagahalla. Nauðsynlegt er að stórauka verðmætasköpun í landinu til að hægt sé að standa undir þeirrí velferð sem veríð hefur í landinu. Ríkisumsvif mega ekki fara yfir ákveðið hlutfall af þjóðartekjum. Þess vegna boðum við þjóðarátak í atvinnumálum. Ríkisumsvif ekja að vera í lágmarki. Ekki á að takmarka stjórnarskrár- bundið athafnafrelsi, t.a.m. á ríkið ekki að vera í rekstri þar sem einka- reksturgetur skilað jafngóðum eða betri árangri. Rikið verður þó að tryggja félagslega þjónustu. Ríkið veiti aðstoð við að hjálpa atvinnu- starfsemí á landsbyggðinni af stað. Samstillingarhópur sem iðkar öfluga vitundaraðferð eyðir streitu og óreiðu en skapar sam- stillingu i samvitund þjóðfélags- ins. Rannsóknir sýna að þá mun tíðarandinn styðja framfarir en afbrot og ónnur merki óreiðu hverfa. Þannig má draga úr verkefnum ríkisstjórna. Hagræða og draga úr ríkisumsvifum án skerðingar hjá sjúkum og félagslega illa settum. Við viljum endurskoða tilgang, markmið og rekstur fyrirtækja og stofnana ríkisins með tilliti til umfangs og tilveruréttar, og hvort tilvera þeirra þjóni því markmiði sem til var ætlast. Forgangsraða þarf verkefnum þannig að velferð barna og fjölskyldna sitji í fyrirrúmi. « ( \ \ w wk- IIj W 4J Skattamál Virðisaukaskattur er megintekju- lind ríkisins og því ber að hafa kerfið einfalt og með sem fæstum undanþágum til að draga úr skatt- svikum. Framlengja ber hátekju- skattinn og taka upp fjármagns- tekjuskatt eins fljótt og auðið ér. Endurskoða þarf tekjutengingar, sérstaklega hjá ellilífeyrisþegum. Skattar verða ekkí hækkaðir. Vlð gerð næstu kjarasamninga verði lögð áhersla á skattalækkun meðal- tekjufólks með hækkun skattleysis- marka, vaxtabóta og barnabóta. Með samstarfi við aðila vinnumark- aðarins verði skattkerf ið stokkað upp þannig að dragi úr skattsvikum, lækka jaðarskatta og einfalda kerf ið. Lækka þarf tekju- og eignaskatt einstaklinga með andvirði fjár- magnstekjuskatts. Virðisauka- skattur verður ekki hækkaður og dregið verður úrtekjutengingu í skattkerfinu. Barátta gegn skatt- svikum verður árangursrikari eftir því sem skattkerfið er einfaldara og sanngjarnara. Þjónustugjöld að skólum og heilsu- gæslu verða afnumin. Skattleysis- mörk hækkuð i áf öngum. Barnabætur, vaxtabætur og húsaleigubætur verða hækkaðar. Jaðarskatthlutf ali fari aldrei yf ir 55%.Skatturlagðuráfjármagns- . tekjur og raunverulegur hátekju- skattur. Skattaþol almennings er á þrotum. Lágtekjufólk aðstoðað með sérstakri hækkun persónuafsláttar og nýt- ingu afsláttar fyrir börn og maka. Fjármagnstekjuskattur er sjálf- sagður, einnig stóreignaskattur og hátekjuskattur. Með markvissri bar- áttu gegn skattsvikum má auka ríkis- tekjur og létta almenna skattbyrði. Sannarlegan framfærslulífeyri einstaklinga má ekki skattleggja, en við teljum það vera um 75.000 kr. á mánuði. Fimm skattþrep skulu gilda og hjón fái að nota 100% skattkort hvors annars sé annað heimavinnandi. Virðisaukaskattur af íslenskum landbúnaðarvörum verði felldur niöur. M-listinn er algeriega andvígur skattpíningarstefnuríkisstjórnar- innar. Fjöldi fólks nær hvergi nærrí endum saman í daglegum heimilis- rekstri vegna þess hve hart er gengið að hjónum og einstakling- um. M-listinn vill að skattkerfið og innheimtumál þess verði tekin til gagngerðrar endurskoðunar. Háir skattar eru merki um lélega stjórnunarhæfileika. Við munum koma í veg fyrir vandamálog draga þannig úr útgjöldum án þess að skerða þjónustu. Þannig losnar úr læðingi fjár- magn sem nota má til nýsköp- unarogmennta. Skattkort maka verði 100% nýtt. Hækkun skattleysismarka. Skattkerfið endurskoðað þannig aö litið sé á konur sem efnahagslega sjálfstæða einstaklinga. Koma á fjármagnstekjuskatti, hafa tvö tekjuskattsþrep, fella niður virðísaukaskatt á matvælum. Taka tillit til f ramf ærslukostnaðar barna t.d. með sérstökum persónu- afslætti. Herða skattaeftirlit. Fiskveiðistefnan Binda ber sameign þjóðarinnar á f iskimiðunum í stjórnarskrá og taka upp veiðileyf agjald í áföng- um. Tryggja verður að menn tapi ekki á því aö koma með allan afla að landi. Viðbótarkvóta næstu ára ber að setja i sem mestum rriæli á bátaf lotann til að efla bátaút- gerðina og fjölga störfum í landi. Byggt verði áfram á aflamarks- kerfinu við stjórnun fiskveiða til að tryggja að ekki verði farið fram úr leyfilegum heildarafla. Leitað verði leiða í samstarfi við hags- munaaðilátil að leiðrétta þá galla sem nú eru á kvótakerfinu. Ekkertfiskveiðlstjórnunaikerfi hefur augljósa kosti umfram kvótakerf ið. Fiskveiðistjórnun þarf að gæta heildarhagsmuna veiða, vinnslu og markaða og stöðugt þarf að endur- skoða f iskveiðistjórnunarkerf ið. Ná þarf samningum sem tryggja réttmæta hlutdeild okkar (veiðum á norðurliöfum. Fiskistofnar og aðrar auðlindir verði þjóðareign. Arðurinn af fiskveiðum renni til landsmanna allra, en ekki fáeinna útgerðaraðila. Fiskveiði- stjórn tryggi vistvænar veiðar og hag smábátaútgerða. Nýsköpunar- sjóður verði myndaður og byggðar- lögum sem misst hafa allan eða nær allan kvóta úthlutað aflaheimildum. Þjóðareign f iskimiðanna staðfest með veiðileyfagjaldi sem tryggir aðgang að miðunum og veitir arö til eigendanna, þjóðarinnar. Allur fiskur um markað þannig að fiskvinnsla og byggðirnar standi jaf nfætis og sjó- merm fái raunvirði. Takmorkuð er- lend fjárfesting siðan leyfð í sjávar- útvegi. Smábátaútgerð tryggð. Afnema kvótakerfið í núverandi mynd. Smábátar fái að veiða að vild innan 50 mílna marka. 6% af söluverði afla renni í ríkissjóð, en 4% í viðkomandi sveitarsjóð. Verksmiðjuskip veiði aðeins utan 100 mílna marka. Allur fiskur verði settur á fiskmarkað. Framtíð byggðar á Vestfjörðum er háð því að lífsafkoma smábáta- eigonda og fiskverkafólks sé tryggð. M-listinn vill tryggja rétt bæði af lamarks- og krókaleyf is- báta. Núverandi kvótakerf i lagt af ( áföngum. Nær að taka upp veiði- leyfagjald en iátafáa kvótabraskara selja veiðirétt á uppsprengdu verði, Ekkert fiskveiðikerfi mun ná tilætluðum árangri nema næmni fyrir sanngirni og réttsýni aukist í vitund þjóðarinnar. Svokallaður samstillingarhópur mun eyða streitu úr þjóðarvitundinni þannig að menn nái fram hagsmunum sínum en taki þó tillit til heildarinnar. Svæðakvóta - heimalöndunar- bónus. Efla einstaklingsútgerð svo byggðartög haldi sínum hlut. Markaðstengt fiskverð. Þjóðarráð 8 skipstjóra. Koma með allan fisk að landi án skerðingareða refsinga. Koma á byggðakvóta. Skipta fiski- miðunum í grunn- og djúpsjávar- mið, og grunnmiðin nýtt af íbúum nærtiggjandi byggðarlaga. Stofnuð verði samstarfsnefnd sjómanna, útgerðarmanna, fiskvinnslufólks og sérfræðinga sem gerí tillögur um stjórnun veiða. Á grunnmiðum séu skip sem noti visthæf veiðarfæri. Wk ' k ' * Landbúnaöar- og neytendamál Auka þarf samkeppni og afnema kvótakerfið, sérstaklega í sauð- fjárbúskap. Taka þarf upp búsetu- stuðning við bændur og gera starfslokasamning við þá sem verst eru settir eða vilja hætta búskap. Við framkvæmd GATT-samnings- ins þarf að tryggja eðlilega lækkun vöruverðs til neytenda. Stefnan (landbúnaðar- og neyt- endamálum verður að fara saman. Það eru hagsmunir neytenda að fá hágæða landbúnaðarafurðir á sem lægstu verði og það eru hagsmunir landbúnaðarins að ná aukinni markaðshtutdeild fyrir íslenskar landbúnaðarvörur á meðal neytenda. Þátttaka íslands i alþjóðasamstarfi og heiðarieg samkeppni í viðskipt- um efla neytendavernd enn frekar. í samræmi við GATT samninginn nýtur íslenskur landbúnaður sam- bærilegs aðlögunartíma og erlend- ur. Við gerð nýs búvörusamnings verður að skapa svigrúm til meiri hagræðingar í landbúnaði. Land búnaður er mi kil vægur vegna at- vinnu, búsetu og öryggis f matvæia- f ramleiðslu og njóti sannmælis. Hann verði hluti af háþróuðum mat- vælaiðnaði sem keppi á erlendum mörkuðum og við innfluttar matvörur. Matvðruverð lækki áfram og neytend- ur njóti GATT-samninga en toilar verði álika og í nágrannalöndum. Með samningum við bændur o.fl., aftengja beingreiðslur við framleiðslu- magn og taka upp „græna" styrki sem aðstoða við búháttabreytingar og verklok, leggja niður kvótakerfið í áföngum, tryggja samkeppnismark- að og vernd við niðurgreiddum inn- flutningi og endurskoða GATT-toll- ana. Starf neytenda stutt duglega. Kristileg stjórnmálahreyf ing vill að þjóðin standi að baki landbúnaðin- um, með tengingu við þjóðarátak í landbúnaðarmálum. Bændur sjálfir stofni fyrirtæki sem framleiðiog markaðssetji vörumar í tengslum við viðskiptaskrifstof ur viða um iönd, sem mun lækka verðlag innanlands. Tekin verði upp svæðaskipting í sauðfjárbúskap. Svæði eins og Vestfirðir, Dalir og Húnavatns- sýslur, þar sem gróðureyðing er minnst, séu nýtt til sauðfjárræktar. Tryggja að byggðarlög á Vestfjörð- um séu sjálfum sér nóg um mjólk. Taka milliliðakerfi til endurskoðunar þannig að neysluvörur verði ódýrari. Ríkisvaldið ælti að stýra matvæla- f ramleiðslunni inn á brautir auk- innar hollustu, lífrænna fram- leiðsluhátta og umhverfisvemdar. Bjóða á neytendum aukið vál innan heilbrigðiskerfisins. Gefa m.a, kost á vísindalega sann- prófuðum náttúrulækningum og forvörnum. Reisa við hag þeirra bænda sem eru á hungurmörkum með beinni aðstoð. Rétta af rekstur annarra búa, með hæfilegrí markaðsvernd og hagræðingaraðlðgun. Draga þarf úr miðstýringu og yfirbyggingu landbúnaðarins, og fækkamílliliðum. Styðja við mark- aðssetningu erlendis fyrir hágæða islenskar afurðir. Auka áhrif kvenna á mótun og stjórnun landbúnaðar- ins. Beita verðjöfnunargjöldum á innflutning til að jafna samkeppnis- stöðu fslenskra bænda Umhverfismál Stærsta umhverf ismál næstu ára eru f ráveituf ramkvæmdir sveitar- félaga. Ljúka þarf því verki á næstu 10 árum og tryggja 200 m. k. ár- legan styrk rikisins til verksins. Varnir gegn mengun hafsins eru og verða áfram forgangsmál. Á næstu árum þurf um við að beita umhverfissköttum i auknum mæli. Vemdun umhverfis og sjálfbær þróun eru skilyrði fyrir farsælli framtíð þjóðarinnar. Mikilvægt er að sátt ríki meðal landsmanna um hvernig staðið skuli að náttúruverndarmálum og að þeim sé unnið í náinni samvinnu við landeigendur og aðra þá sem náttúruauðlindir nýta. Framkvæmd verði sú stefna ríkis- stjómar Davíðs Oddssonar að ísland verði um næstu aldamót hreinasta land hins vest ræna heims. Með aukinni endurvinnslu og endur- nýtingu verði dregið úr myndun úrgangs. Mikilvægt er að virkja þjóðlna til að vlnna að umhverfis- vernd, tíl dæmis uppgræöslu. Gætum orðstirs okkar: ísland er hreint land og fagurt. Atvinnulíf ið þarf að standast kröfur um sjálfbæra þróun. Bæði sem einstaklingar og sem þjóð þurfum við að taka ábyrgð og vinna gegn mengun, sóun og neyslukapphlaupi. íslendingum ber því að taka virkan þátt í gerð og framkvæmd alþjóðlegra samninga. Umhverf issjónarmið setji mark á alla stefnumótun í atvinnu- og efnahags- málum. Auölindanýting undir merkjum sjálfbærrar þróunar. Verndun hafsins og uppgræðsla á landi eru brýnustu verkefnin, og tengjast beint matvælaf ramleiðsiu og ferðaþjónustu. Umhverfisviðhorf inn í skattakerfið. Auka f ræðslu. K-listinn vill að stofnuð verði á ís- landi alþjóðleg umhverfismálaskrif- stofa sem gæti komið því til leiðar að íslendingar yrðu leiðandi þjóð í umhverfismálum. Kristileg stjóm- málahreyfing vill móta framtíðar- stefnu í umhverfismálum þjóðar- innar sem felur í sér ábyrgð gagn- vart Guði og komandi kynslóðum. Eitt höf uðstef numál M-listans er sjálfbær nýting náttúruauðlinda. Þar horfum við fyrst til sjávar. Vlljum þróa og nýta veiðarfæri sem tryggja góða umgengni um miðin og hefja hvalveíðar á ný eftir því sem stofnar leyfa. Leggur áherslu á verndun náttúruperla og ónýtta moguleika Vestfjaröa í ferðaþjónustu. Það sem skiptir höfuðmáli eru ekki reglugerðir heldur að efla vitund um samsvið allra lögmála náttúrunnar, sem við höfum aðgang að við tæra vitund. Þetta næst með því að draga úr streitu og óreiðu í vitund einstaklinga og samfélagsins. Græða landið, stöðva gróðureyðingu. Auka fræðslu um umhverfismál og efla rannsóknir á náttúru lands og sjávar. Taka þarf tillit til umhverfis- sjónarmiða ekki siður en fjárhags- legra við ákvarðanir um skipulag eða framkvæmdir. Setja löggjöf til að draga úr sorpmagni, auka endurvinnslu og hreinsa allt frárennsli. Evrópustefna Framtíðarhagsmunir íslands, jafnt efnahagslegir, pólitískir og menn- ingarlegir hagsmunir, eru best tryggðir með aðild að Evrópusam- bandinu, náist um það samningar. Alþýðuflokkurinn vill því sækja um aðild svo fljótt sem auðið er. Skilyrði fyrir aðild eru full yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindum sjávar. Aðild að Evrópusambandi nu kemur ekki til greina við núver- andi aðstæður. Þess í stað verður lögð áhersla á að tryggja sam- starf við það á grund velli EES- samningsins. íslendingum erfrjálst að gerast aðil- ar að Evrópusambandinu hvenær sem þeir svo kjósa. Mikilvægt er að fy Igjast náið með þróun mála í Evrópu um leið og allir kostir til árangursríks samstarts verði opnir. Yfirráð yfir fiskimiðunum eru svo samofin fullveldisskilyrðum þjóðar- innar að þau verða aldrei gefin eftir. Innganga í Evrópusambandið þjónar ekki hagsmunum íslendinga. Alþingi hefur mótað stef nu varöandi sam- starf við ESB sem G-iisti styður. Á grundvelli viðskiptahluta EES-samn- ingsins skal stefnt að einfaldari tvl- hliða samskiptum. ísland taki virkan þátt f uppbyggingu nýs alþjóðlegs öryggiskerfis í stað þess núverandi. EES-aðild tryggir hagsmuni okkar í Evrópu næstu ár. Þjóðvaki hafnar bæði óðagoti og oinangrunarstefnu gagnvart ESB. Kanna þarf kosti og galla hugsanlegrar aðildar, fylgjast með þróun ESB, meta sérstaklega endurskoðun á sjávarútvegsstefnu sambandsins. Laga atvinnu- og efna- hagslíf að stóraukinni samkeppni. K-listi nn vi 11 að l'slendingar tryggi og haldi fullveldi sínu og réttind- um yf ir auðlindum sínum um ókomin ár, séu áf ram aðilar að EES og kappkosti að ná tollf rjáls- um viðskiptasamningum við ÉSB ogNAFTA. Launamunur kynjanna Til úrbóta má nýta þau úrræði sem jafnréttislög bjóða upp á og framkvæma ókynbundið starfsmat, en með því eru störf endurmetin með tilliti til vinnuf ramlags, ábyrgðar og menntunar. Rfkið og - verkalýðshreyfingin verða þófyrst og fremst að taka málið föstum tökum og líta í eigin barm. Beita þarf aðgerðum sem miða að jafnri stöðu kynjanna og eyða þeim mun sem er á launum þeirra í sam- bærilegum störfum. Sett verði lög um starfsmat sem tryggja að sömu forsendur verði lagðar til grundvallar þegar störf eru borin saman og skap- aður verði grundvöllur fyrir eðlilegum samanburðarlaunakjörum starfsfólks. Mikilvægt er að leita nýrra leiða til að útrýma hinum mikla launamun kynjanna. Stórt skref í þá átt er að breyta viðhorfum líðandi stundar gagnvart verkaskiptingu kynjanna. Skilgreina þarf jafnréttismál sem sjálf sögð mannréttindi en ekki sem hluta af félagslegum úrræðum líkt og vinstri flokkamir gera Gripið verði til markvissra aðgerða með samvinnu ríkis, sveitarfélaga, atvinnurekenda og samtaka launa- fólks til að stuðla að launajafnrétti kvenna, m.a. með uppstokkun launakerfis, kerfisbundnu starfsmati og fleirí sértækum aðgerðum til að rétta hlut kvenna, þ.m.t. endurmati á gildi þjónustu- og umönnunarstarfa. Mikitvægt. Athuga forgjöf fyrir konur, t.d. með því að lyfta kvennastéttum i kjarasamningum. Nýtt starfsmat með tilliti til umönnunar- og uppeldisstarfa. Jafnréttisáætlunum framfy Igt hjá riki og opið launakerfi þar sem allar greiðsl- ur eru sýnilegar. Öflug velferðarþjón- usta og skólakerf i létti á heimilum og minnki tvðfalt vinnuálag kvenna. Hreyfingin vill jafnrétti í launum í reynd. Einnig að allir fái sama rétt til lífs frá getnaði, jafnt sveinbörn sem meyböm. Bannað verði að deyða ófædd börn. Breyta þarf EES-samningnum í tvíhfiða samning við Evrópusam- bandið. Uppbygging og hug- myndaf ræði ESB gengur þvert á hugmy ndir Kvennalistans um lýðræði og valddreifingu. ísland standi utan ESB, en leggjum áherslu á góð samskipti við ríki Evrópu eins og önnur Iðnd. jöfnun atkvæbisréttar Misvægi atkvæða er misvægi mannréttinda. Jafna ber kosningaréttinn óháð búsetu og auka valfrelsi kjósenda um persónur. Til lengri tíma er eina leiðin til að ná þessu markmiði sú að gera landið allt að einu kjördæmi. Gildandi kosningalög hafa sætt vaxandi gagnrýni. Ganga þarf til samstarfs við aðra stjórnmála- flokka um breytjngar á þeim enda náist um þær viðtækt samkomu- lag. Markmiðið er að gera lögin einfaldari, jafna vægi atkvæða og auka persónukjör. Jafna ber kosningarrétt lands- manna og útrýma því misrétti sem nú ríkir á milli kjördæma. Sjálfstæðisflokkurínn leggur áherslu á að þingmönnum verði fækkað en ekki fjölgað líkt og aðrir flokkar hafa lagt áherslu á. ESB er ekki á dagskrá fyrir þessar kosningar. M-listinn er tilbúinn að skoða þau mál opnum huga en verður ekki undir neinum kringum- stæðum tilbúinn að afsala eignar- haldi yfir fiskimiðum né heldur sjálfsforræði okkar. Viljum nýta möguleika sem felast í að ísland er í þjóðbraut milli Evrópu og Ameríku. Náttúruleg sameining á sér stað þegar þjóðir eru sterkar, sam- stilltar og sjálfstæðar. Pólitísk sameining ofan frá er veik. Við styðjum frelsi viðskipta- og atvinnulífs en leggjum höfuð- áherslu á að bæta innviði íslensks samfélags, lækka skatta og örva sköpunarhæfni. Nei við ESB. Vestfjarðalistinn er algerlega fylgjandi því að konur og karlar eigi að hafa sömu laun fyrir sömu vinnu og að svokölluð hefðbund- in kvennastörf eigi ekki að vera verr launuð en ðnnur störf í þjóðfélaginu. Sanngirnismálum, mannréttinda- málum og hegðun fólks verður aldrei stýrt með lagasetningu. Við leggjum því áherslu á rann- sóknir sem sýna að hægt er að auka umburðarlyndi, sanngirni og siðferði með því að örva í vitund okkar það svið sem sameinar allt. Gegn öllu óréttlæti. Alþýðubandalagið hefur lýst sig reiöubúið til þess að eiga hlut að því með ððrum stjórnmálaflokk- um að semja um jöfnun atkvæðisréttar. Flokkunum er ekki treystandi. Stjóm- lagaþing endurskoði stjórnarskrá og jafni kosningarétt með breyttri kjör- dæmaskipan. Efla sveitarfélögin af valdi og tekjum. Þingmönnum verði fækkað, bráðabirgðalög afnumin, skil skerpt milli framkvæmda- og löggjafarvalds, réttur tryggður til þjóðaratkvæðagreiðslu. í kosningum skulu öll atkvæði vega jafnt. En mestu máli skiptir hugarfar hínna kosnu f ulltrúa, að þeír geri sér grein fyrir því að þeir eruþjónarfólksinsán tillttstil búsetuþess. Landsbyggðin sitjur ekki við sama borð varðandi aðgang að valdastofnunum. Okkur eru gjarn- an send þingmannsefni og þing- mennirnir búa flestir á höfuðborg- arsvæðinu. íslendingar hefðu ekki stórt brot af atkvæðisrétti ef höfðatöluregla ætti að gilda t.d. hjá Sameinuðu þjóðunum. Það er eðlilegt að atkvæðl vegi jafnt. Allir þingmenn ættu að ná fram hagsmunum sínumog kjordæmis síns án þess að það bitni á heildarhagsmunum þjóðarinnar. Leiðin að þessu marki er að auka samræmi í þjóðarvitundinni. Gegn öllu óréttlæti. Erlend fjárfesting Alþýðuflokkurinn hefur staðið í ströngu undanfarin ár við að rífa niðurþámúra semviðhöfum byggt í kringum landið. Flokkurinn vill erlenda fjárfestingu til atvinnusköpunar hér á landi og teiur eðlilegt að endurskoða reglur um fjárfestingu útlendinga í sjávarútvegi. Auknar fjárfestingar i atvinnulifinu em lykillinn að uppbyggingu þess. Markaðsstarfsemi okkar verði efld með því að styrkja starfsemi Útflutningsráðs, Ferðamálaráðs og MIL Einnig verði utanríkis- þjónustan endurskipulögð og aukin verði kynning á möguleikum erlendra fjárfesta hérlendis. íslenska efnahagslíf ið er nú opnara enáður. Mikilvægt er að auka enn frekar eriendar fjárfestingar hér á landi til að auka fjölbreytni atvinnu- lífsins. Sjátfstæðisflokkurinn styður áform um stækkun álversins, hugmyndir um sinkverksmiðju og fteira sem hleypir auknum krafti f íslenskt atvinnulíf. Lengi hefur hvorki gengið né rekið að fá hingað eríenda fjárfesta. Fara þarf útflutningsleið Alþýðubanda- lagsins og leita leiða til þess að íslensk fyrirtæki og fjármagns- eigendur verði þátttakendur í ýms- um verkefnum alþjóðlegs f jármagns heima og heiman, þar sem þekking og verkkunnátta okkar nýtur sín. Erlent áhættuf é á rétt á sér í at- vinnurekstri á íslandi. Eftir breyt- ingar sem tryggja þjóðareign fisk't- miða og jaf nstöðu f iskvinnsi unnar um af la verði leyfð takmörkuð eriend fjárfesting i sjávarútvegi. Ertendir aðilar hlíti islenskum iögum, lúti eftirliti og gangi að íslenskum hefðum á vinnumarkaði. Til þess að verða ekki leiguliðar í eigin landi, skal takmarka með lögum rétt útlendinga til að komast yfir eignir í landinu. En þátttaka erlendra aðila í fram- leiðslufyrírtækjum er nauðsynleg með reglum. Vestfjarðalistinn hefur ekkert á móti erlendri fjárfestingu með vissum skilyrðum. Grundvallar- atríði er að eignarhald á helstu auðlindum okkar komist aldrei i útlendar hendur og erlend eign hér á landi verði alla tíð undir íslenskri lögsögu. Öll fjárfesting, eríend sem innlend, verður að skila sér í aukinni velmegun án þess að skaða umhverfi og heilsu. Til að svo megi verða verður að auka greind, víðsýni og sköpunarmátt þjóðarinnar. Við bendum á leiðir til þess. Leyfa erlenda fjárfestingu, nema í sjávarútvegi og landakaupum. Algjöra uppstokkun þarf á launa- kerfinu til að bæta stöðu kvenna. Gera þarf ókynbundið starfsmat. Meta starfsreynslu við heimilisstörf við ákvörðun launa. Foreldrar haldi launagreiðslum í fæðingaroríofi. Lögbinda lágmarkslaun. Stytta vinnuvikuna og koma á sveigjanlegum vinnutíma. Núverandi kerfl jaf nar að f ullu styrk flokka eftir atkvæðamagni. Með gildandi kjördæmaskipan er ekki hægt að jafna vægi atkvæða að fullu, kjördæmin verða að hafa fasta tölu fulltrúa. Huga ber að stækkun kjördæma og jaf nframt að kjósendur hafi meiri möguleika á að velja fólk t.d. af landslista. Æskilegt væri að auka ertenda fjárfestingu í atvinnurekstri. Setja þarf skilyrði um meirihlutaaðild Islendinga í fyrirtækjum sem erlendir aðilar eiga aðild að. Lýsa yfir að auðlindir svo sem fiskimið, fallvötn, háhitasvæði og ferskvatnslindir séu þjóðareign.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.