Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR7.APRÍL1995 13 FRETTSR Skoðanakönnun Stöðvar 2 og Bylgjunnar Framsókn og Al- þýðubandalag bæta við sig frá í gær SAMKVÆMT skoðanakönnun Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem gerð var dagana 5. og 6. apríl tapar Al- þýðuflokkurinn næstum þriðja hverj- um kjósanda frá síðustu Alþingis- kosningum og fengi 11,1% atkvæða á landsvísu. Framsóknarflokkurinn bætti við sig og fengi 19,6% en Sjálf- stæðisflokkurinn tapaði fylgi og fengi 36,2%. Alþýðubandalagið bætti við sig og fengi 15,3%. Verstu útkomuna fengi Kvennalistinn því meira en þriðji hver kjósandi sem kaus KvWnalistann í síðustu kosn- ingum hefur snúið baki við flokkn- um, samkvæmt könnuninni. Þjóð- vaki fengi 9,6% atkvæða. Skoðanakönnunin er byggð á 1.800 manna úrtaki af landinu öllu og náðist í 70% þeirra sem í úrtak- inu lentu. Fjórðungur aðspurðra reyndist ekki ákveðinn í því hvaða flokk hann ætlaði að kjósa. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 3 þingsætum Umreiknað í þingmannafjölda fengi Alþýðuflokkurinn 7 þingmenn og tapaði 3 þingsætum, Framsókn- arflokkurinn fengi 13 þingsæti eins og í síðustu kosningum, Sjálfstæðis- flokkurinn tapaði 3 þingsætum og fengi 23 þingmenn kjörna, Alþýðu- bandalagið fengi 10 þingmenn kjörna og ynni 1 þingsæti, Kvenna- listi tapaði einu þingsæti, fengi 4 þingmenn kjörna, og Þjóðvaki fengi 6 þingmenn kjörna. Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar virðist fjórði þingmaður Kvennalista standa höllum fæti og líklegasta breytingin yrði sú að Kvennalisti tapaði enn einu þingsæti yfir til Þjóðvaka. Með því að greina útkomuna niður á stærstu kjördæmiri yrði niðurstað- an á þann veg að Alþýðuflokkurinn fengi 13% atkvæða í Reykjavík, Framsóknarflokkur fengi 12%, Sjálf- stæðisflokkurinn 43%, Alþýðu- bandalagið 14%, Kvennalistinn 7% og Þjóðvaki 10%. Með ýmsum fyrirvörum gæti Al- þýðuflokkurinn haldið 3 þingsætum í Reykjavík, Framsóknarflokkurinn gæti bætt við sig einu þingsæti og fengið 2 þingmenn kjörna, Sjálf- stæðisflokkurinn gæti tapað einu þingsæti og fengið 8 þingmenn kjörna, Alþýðubandalagið gæti feng- ið 2 þingmenn kjörna eins og áður, Kvennalistinn gæti misst eitt þing- sæti og fengið 2 þingmenn kjörna og Þjóðvaki gæti unnið 2 þingmenn. Morgunblaðið/Kristinn. Baráttu- og skemmtikvöld Þ AÐ var létt yfir kvennalistakonum á baráttu- og skemmtifundi Kvennalistans í Reykjavík sem fram fór á Hótel Borg í fyrrakvöld. Fulltrúar stjórn- málaafla á kjörfundi Aðeins Sjálfstæðis- flokkurinn í Reykjavík AÐEINS fulltrúar Sjálfstæðisflokks fylgjast með kosningum í kjördeild- um í Reykjavík og Hafnarfirði á laugardag. Ekki var vitað hvernig flokkurinn nýtir sér rétt til veru í kjördeildum annars staðar á land- inu, það er samkvæmt upplýsingum Sjálfstæðisflokksins undir heima- mönnum á hverjum stað komið. Þjóðvaki hefur tekið ákvörðun um að vera ekki með fulltrúa í kjör- deildum og skorar á önnur framboð að gera slíkt hið sama. í yfirlýsingu frá Þjóðvaka segir að framboðið virði þann rétt manna að gera upp hug sinn á kjördag í ró og næði og muni hvergi koma nærri því að ónáða kjósendur á kjörstað. Mismunandi eftir stöðum úti á Iandi Aðrir flokkar en Sjálfstæðis- flokkur hafa aflagt að vera með fulltrúa á kjörstað í Reykjavík og nágrenni. Hins vegar er misjafnt hvort fulltrúar verða í kjördeildum úti á landi. Hjá Alþýðuflokknum fengust t.a.m. þær upplýsingar að fulltrúar yrðu í kjördeildum í Kefla- vík, Njarðvík, Grindavík, í Vest- mannaeyjum, á Eskifirði, Fáskrúðs- firði, Seyðisfirði, Sauðárkróki, Siglufirði, Blönduósi, Skagaströnd, Akranesi, alls staðar annars staðar á Vestfjörðum en í Barðastrandar- sýslu en óljóst væri með Norður- land-eystra. Morgunblaðið/Arni Sæberg 1.400 keyptu kjúklinga krata MIKIL örtröð myndaðist við verslun Nóatúns við Hringbraut í gærmorgun þegar Alþýðu- flokkurinn stóð fyrir sölu á kjúklingum á svo kölluðu „Evr- ópuverði" eða 220 krónur kílóið en samkvæmt upplýsingum frá Hagkaupi kostar kílóið af kjúkl- ingi 667 krónur. Hver viðskipta- vinur mátti kaupa tvo kjúklinga og fékk í kaupbæti brjóstsyk- ursmola og kynningarbæklinga Alþýðuflokks, þar sem því er m.a. haldið fram að aðild ís- lands að Evrópusambandinu myndi lækka verð landbúnaðar- afurða hérlendis um 35-40%. Tilgangurinn með útsölunni á kjúklingunum var að sýna fram á verðmun á milli verslana á íslandi og annars staðar í Evr- ópu. Matthías Sigurðsson versl- unarstjóri í Nóatúni segir að um 1.400 viðskiptavinir hafi keypt kjúklinga á þeim tveimur tímum sem birgðir entust, en þegar verslunin opnaði dyr sín- ar klukkan 10 í gærmorgun hafði þegar myndast biðröð utan húss. Tæp þrjú tonn af kjúklingum seldust og var handagangur í öskjunni eins og sjá má af meðfylgjandi mynd, þegar í'ólk krækti sér í fuglinn. '/ því muni tilvísanadeilan fyrst og '* fremst bitna á sjúklingum. Fram- sóknarflokkurinn leggur áherslu á íl! aðhald, hagræðingu, sparnað og 11 fagleg vinnubrögð í heilbrigðismál- um en telur útilokað að ná árangri á því sviði nema með samstarfi við heilbrigðisstéttirnar og heildarsam- B tök þeirra er þjónustunnar njóta. 3. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki samráð né samstarf haft við Framsóknarflokkinn um fram- kvæmd tilvísanakerfisins. Ekki liggja fyrir ágreiningslausar upp- " lýsingar um kostnað eða sparnað af tilvísanakerfinu né hvaða faglegu afleiðingar það gæti haft í för með sér. Það væri ábyrgðarlaust af Framsóknarflokknum við slíkar kringumstæður nú að lýsa yfir af- námi tilvísanakerfisins. Við viljum leita samkomulags í þessari deilu og ítrekum þá afstöðu okkar að deila sem þessi má ekki bitna á þeim sem síst skyldi og lítum á það sem hlutverk okkar að tryggja 611- um landsmönnum jafnan rétt til sjúkratrygginga. Hér fara á eftir svör Ólaf s Ragn- ars Grímssonar, formanns Al- þýðubandalagsins, við spurning- um Sérfræðingafélags íslenskra lækna: 1. Alþýðubandalagið telur að uppbygging heilbrigðisþjónustunn- ar eigi að hafa að markmiði að þjón- ustan sé sem allra best og aðgengi- legust fyrir alla landsmenn, veitt á sém hagkvæmastan hátt og notend- um hennar beint á það stig þjón- ustunnar þar sem starfsfólk með viðeigandi menntun og þjálfun er til staðar. Ekki síst frá sjónarhóli landsbyggðarinn- ar er mikilvægt að stórefla heilsu- gæslustigið þann- ig að þar sé hægt að veita sem mesta þjónustu, bæði almenna og sérhæfða. Til að beina sjúklingum þangað í auknum mæli telur Alþýðu- bandalagið vænlegast að afnema þau komugjöld sem Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra setti á. Með þeirri efnahagslegu hvatningu til að nýta heilsugæslu- stigið frekar en nú er, sem slíkt fæli í sér, telur Alþýðubahdalagið óþarft að setja þær hömlur á að- gengi sjúklinga til sérfræðinga sem tilvísanaskyldan er. Þar að auki er reglugerð heilbrigðisráðherra um tilvísanaskylduna stórgölluð og ein- kennist eins og margar aðrar að- gerðir hans í heilbrigðismálum af fljótfærni og vondum málatilbúnaði. 2. Alþýðubandalagið telur það ávallt merki um valdhroka og lélega stjórnsýsluhætti að hafa ekki sem mest og best samráð um hverskyns stefnu- eða kerfisbreytingar við þá fagaðila sem þær varða. Ekki síst innan heilbrigðisþjónustunnar sem er viðkvæm og varðar grundvallar- rétt landsmanna allra. Alþýðu- bandalagið telur framgöngu Sig- hvatar Björgvinssonar í embætti heiibrigðisráðherra í þessu máli sem öðrum einkennast af valdníðslu, lé- legum undirbúningi og flumbru- gangi sem engu skilar til lengri tíma. 3. Við teljum sjálfsagt að fresta gildistöku reglugerðar um tilvísana- skyldu þar til niðurstaða hefur fengist í samráði við alla fagaðila um hvaða leiðir eru vænlegastar til að spara innan heilbrigðiskerfisins án þess að rýra þá þjónustu sem landsmönnum er veitt. Eðlilegt er að tilvísanaskylda í einhverju formi sé skoðuð í því samhengi eins og annað en hvort hún verði endanlega afnumin eða ekki fer eftir niður- stöðum þeirrar skoðunar. Umsögn Kristínar Ástgeirs- dóttur, Kvennalista. 1. I stefnuskrá Kvennalistans fyrir kjörtímabilið 1995-1999 segir: „Kvennalistinn vill að tilvísanakerfi verði ekki komið á nema í þvi felist verulegur sparn- aður fyrir ríkis- sjóð og að tryggt sé að það valdi ekki óhagræði fyrir sjúklinga." (bls. 24) Af þeim upplýs- ingum sem nú liggja fyrir er ljóst að hæpið er að tilvísanakerfið skili nokkrum sparnaði fyrir ríkissjóð og ber mikið f milli útreikninga ráðu- neytisins og Sérfræðingafélags ís- lenskra lækna. Vegna þessara deilna væri auðvitað nauðsynlegt að hlutlaus aðili kannaði kostnaðar- hliðina, en betra þó að hætta við kerfisbreytinguna þar sem augljóst er að hún veldur verulegu óhagræði fyrir sjúklinga og aðra þá sem t.d. fara í reglulegt eftirlit hjá sérfræð- ingum. Frá sjónarhóli kvenna hér á höfuðborgarsvæðinu er tilvísana- kerfið algjörlega óþolandi. Annars vegar vegna þess að það kemur oftast í hlut kvenna að fara með veik börn og skyldmenni til lækna, hins vegar vegna allra þeirra kvenna sem reglulega fara til kven- sjúkdómalækna og vilja hafa sinn einkalækni. Hvaða fagleg rök eru fyrir því að halda augnlæknum utan kerfisins, en ekki kvensjúkdóma- læknum, húðsjúkdómalæknum eða- háls-, nef- og eyrnalæknum, svo dæmi séu tekin? I fjölda tilvika fer fólk þá hefðbundnu leið að fara fyrst til heimilislæknis sem visar því áfram ef þörf er á, aðrir vita til hvaða sérfræðinga þeir vilja fara og hvers vegna. Með tilvísanakerf- inu er verið að taka val af fólki, gera því erfiðara fyrir, taka tíma frá því, auka umferð o.s.frv. Það eru aðrar ieiðir færar til að spara og þar bendum við Kvennalistakon- ur á stórauknar forvarnir á mörgum sviðum. 2. Aðferðir ráðherrans eru frá- leitar í þessu máli öllu, en nákvæm- lega í samræmi við fyrri hegðun þar sem hann hefur beitt þeirri aðferð að gera fyrirvaralausa árás, setja allt í bál og brand og hafa ekki samráð við neinn. Með slíkum aðferðum næst enginn árangur. 3. Já. Við erum sannfærðar um að þessi breyting muni hafa mikinn kostnað í för með sér eigi allir höfuðborgarbúar að eiga kost á læknisþjónustu. Um það bil 8.100 Reykvíkingar eiga ekki aðgang að heilsugæslustövðum og göngu- deildir eru yfirfullar. Læknavaktin tók á síðasta ári við um 13.000 manns og farið var í 8-9 þúsund vitjanir. Hvert á fólk að leita sem ekki er skráð á heilsugæslustöð? Við fáum ekki betur séð en að hér muni skapast öngþveiti bæði fyrir þá sem nýta sér það að fara end- rum og sinnum til sérfræðinga og þá sem að jafnaði eru til meðferð- ar. Við kvennalistakonur höfum fengið ábendingar og kvártanir frá konum sem eru með veik börn (t.d. vegna psoriasis), jafnvel mörg börn, sem spyrja hvað þær eigi að gera eftir 1. maí þegar allir sér- fræðingar verða utan kerfis. Hvernig eiga þær að bera þann kostnað? Þannig að svarið er: tilvís- anakerfið jaðrar við mannréttinda- brot eins og málum er háttað hér á höfuðborgarsvæðinu, það býður upp á það að þeir efnameiri eigi greiðari aðgang að heilbrigðisþjón- ustu en þeir efnaminni og það er ekki líðandi að okkar dómi. Það þarf að nást samkomulag í tilvís- anadeilunni og við fögnum því ef sérfræðingar eru reiðubúnir til að leggja sitt af mörkum við að leita leiða til sparnaðar í heilbrigðismál- um. Samvinna er besta leiðin til árangurs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.