Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Loksins messufært eftir langan illviðriskafla Þórshöfn - Eftir langa illviðriskafla varð loks messufært á Þórshöfn á sunnudag en litlu munaði þó að kirkjukórinn yrði veðurtepptur inni í Kelduhverfi. ' Kórinn fór á kirkjukóramót sem haldið var í Skúlagarði fyrir alla kirkjukóra í Norðursýslunni og var fimm tíma á leiðinni þangað með rútu. Ekki tók þó betra við á heim- leiðinni seint um laugardagskvöld en þá var komið versta veður og voru kórfélagar þá sjö tíma á. leið- inni til Þórshafnar með aðstoð snjór- uðningstækis. Til Þórshafnar komst kórinn loks klukkan sjö á sunnudagsmorgun og hafði það tekið alla nóttina að kom- ast þessa leið sem í venjulegu færi er rétt um tveggja tíma akstur. Hátíðleg æskulýðsmessa var síðan haldin í Sauðaneskirkju og tóku bæði skátar og fermingarbörn virk- an þátt í henni og lásu bænir og ritningargreinar. Hefð er orðin fyrir því að vígsla ungskáta fari fram við guðsþjónustu í kirkjunni og er það jafnan hátíðleg athöfn en einnig var barnsskírn svo bjartur ljómi var yfir litlu kirkjunni á Sauðanesi þennan sunnudag þar sem æskan var í aðalhlutverki. Að messu lokinni buðu skátar öll- um í kaffiveitingar og kvöldvöku í félagsheimilinu en nokkuð öflugt skátastarf er hér á Þórshöfn undir einstakri stjórn íþróttafulltrúans Stefáns Más Guðmundsonar og var þar fjölmenni í góðum fagnaði. : ; Hennes & Maurítz stórverslun opnar í dag í Húsi verslunarinnar - áður IKEA Við erum í hátíðarskapi og bjóðum þér sérstaklega á opnunina. Glæsilegt úrval af úrvals fatnaði í nýrri og stórglæsilegri verslun. ?fjöSkyldunní^ RövVELLS Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ÞATTTAKENDUR sem luku námskeiði í umönnun barna. Starfsfræðslunám- skeið á Egilsstöðum Egilsstöðum - Verkalýðsfélagið hefur í samvinnu við MFA á und- anförnum vikum haldið tvö kjarnanámskeið fyrir starfsfólk í umönnunarstörf- um. Annað var fyrir þá sem ann- ast börn en hitt í umönnun aldr- aðra og fatlaðra. Námskeiðin hó- fust á sjálfstyrk- ingu og skyndi- hjálp var stór þáttur. Komið var inn á líkamsbeitingu, samskipti o.fl. Hvort námskeið tók um 60 kennslustundir og voru sjö leið- beinendur á hvoru. Um 40 konur Bryndís Sigurgeirs- dóttir luku þessu kja r nanáini sem veitir rétt til launahækkunar. Markmið með námskeiðum þessum var að efla meðvitund og auka starfs- hæfni. Sjálfstyrking kemur sér vel Bryndís Sigurgeirsdóttir, starfsstúlka á Sjúkrahúsinu á Egiisstöðum, var ein þátttakenda á námskeiðinu. Hún telur nám- skeiðið nijög gagnlegt. Þar hafi komið fram atriði sem vekji um- hugsun um ýmis málefni innan starfsins. Hún segir sjálfstyrk- ingu og siðfræði og samskipti koma sér vel bæði persónulega og eins í starfi en aðrir þættir svo sem skyndihjálp komi að gagni við verklega þáttinn. Morgunblaðið/Árni Helgason NÝIR rekstraraðilar og starfsmenn veitingastaðarins Knudsens. Nýir rekstaraðilar Knudsens í Stykkishólmi Stykkishólmi - Veitingastaðurin Knudsen tók til starfa S nýju húsi í miðbænum í Stykkishólmi fyrir fjór- um árum. Hann hefur notið vinsælda bæði hjá bæjarbúum og ferðamönn- um enda hefur hann þótt hlýlegur og þjónustan góð. Lárus Pétursson og Hafdís Knudsen byggðu húsið og hafa ann- ast rekstur Knudsens en þann 1. mars sl. tóku nýir aðilar við rekstrin- um. Það voru hjónin Guðmundur Svavarsson og Hrafnhildur Björns- dóttir sem komu hingað frá Eski- fírði ásamt dóttur sinni, Þórunni, og tengdasyni, Hilmari Hákonarsyni. Þau hafa tekið Knudsen á leigu til eins árs. Ástæðan fyrir því að þau komu hingað segja þau að því ráði viss ævintýralöngum og áhugi fyrir að reyna eitthvað nýtt á nýjum stað. Þau eru ekki ókunnug svona rekstri því Hrafnhildur rak um tíma mat- sölustað á Eskifirði. Aðspurð eru þau mjög ánægð með þær móttökur sem þau hafa fengið frá þau hófu störf og sögðu að bæjarbúar hafi sýnt þeim mikinn velvilja og að þau væru bjartsýn á framhaldið. Á Knudsen verður lög áhersla eins og áður á góða þjónustu og góðan mat svo að allir sem koma fari ánægðir frá þeim. Þá ætla þau að bjóða upp á skemmtikrafta annað- hvert föstudagskvöld. Knudsen er opinn alla virka frá kl. 11.30-23.30 og um helgar til kl. 2 eftir miðnætti. Frumsýning á Volvo 960 í Vestmannaeyjum fjölskyldubíl á góðu verði, Daihatsu Charade, vinsælasta smábílinn og Ford Mondeo sem var kjörinn bíll ársins 1994. Nokkrir góðir notaðir bílar verða einnig til sýnis og sölu. Sýningin verður í íþróttahúsinu í samvinnu við Handknattleiksráð ÍBV og verður ýmislegt til skemmt- unar til viðbótar við úrval nýrra og notaðra bíla. Sýningin verður opin frá 10-17 laugardag og 13-16 sunnudag. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Vestmannaeyjar - Brimborg hf. verður með stórsýningu í Vest- mannaeyjum helgina 8.-9. apríl þar sem nýr Volvo 960 verður sýndur í fyrsta sinn á íslandi. Volvo 960 er flaggskip Volvo- verksmiðjanna, með 6 strokka vél, sjálfskiptingu, loftpúða í stýri, ABS hemlakerfi, samlæsingu, leðursætum og mörgu fleiru, segir í fréttatilkynningu. Til viðbótar við Volvo 960 mun Brimborg hf. sýna Volvo 850, marg- verðlaunaðan glæsivagn, Volvo 460 5 5 i i • i í i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.