Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ k- s FRETTIR 4-7% verðhækkun á nikótínplástri og tyggjói „HÆKKUNIN nú nemur 4-7% á nikótíntyggjói og nikótínplástri, mismikil eftir styrkleika þess. Aðal- ástæðan er hækkun á innkaups- verði eftir að framleiðandinn breytti skilmálum á þann veg, að nú kaupum við tyggjóið ekki lengur frá Svíþjóð, heldur frá Danmörku," sagði Asgeir Hallgrímsson, mark- aðsstjóri Pharmaco, í samtali við Morgunblaðið. Verð hækkaði nokkuð á Nico- rette-tyggjói og plástrum þann 1. aprfl, en vörur þessar eru ætlaðar til að hjálpa fólki til að hætta reyk- ingum. „Síðast var verð reiknað út um áramót, en frá þeim tíma Stykkishólmur og Helgafellssveit Krafist ógildingar á samein- íngu í DAG verður þingfest í Stykkis- hólmi mál sem Hólmfríður Júlíana Hauksdóttir á Arnarstöðum í Helga- fellssveit höfðar fyrir Héraðsdómi Vesturlands til ógildingar á samein- ingu Stykkishólms og Helgafells- sveitar. Þess verður krafist að sam- eining sveitarfélaganna verði dæmd ógild, að kosningarnar sem fram fóru 1. október verði dæmdar ógild- ar og að boðað verði til sveitarstjórn- arkosninga í sitt hvoru sveitarfélagi innan sex vikna frá uppkvaðningu dóms. Á morgun á að kjósa aftur um sameiningu Stykkishólms og Helga- fellssveitar um leið og kosið verður til Alþingis. Með sameiningarkosn- ingunni er verið að endurtaka kosn- ingu sem fram fór 16. apríl í fyrra og Hæstiréttur dæmdi ógilda. Haraldur Blöndal hrl., lögmaður Hólmfríðar, segir tilgang málshöfð- unarinnar vera þann að ógilda allt sem fór á eftir kosningunni í apríl í fyrra. Hann telur að um leið og kosningin hafi verið ógilt, hafi allt sem sem þar fór á eftir verið mark- leysa. „Ástæðan fyrir þessari máls- höfðun er sú að félagsmálaráðu- neytið vill ekki sætta sig við niður- stöðu Hæstaréttar. Ráðuneytið telur sig geta hoppað yfir Hæstarétt og þess vegna er þetta mál höfðað. Þegar ráðuneytið neitar að fara að lögum verður að draga ráðherra fyrir dóm, en það er fólkið í sveitar- félögunum sem er fórnarlömbin," sagði Haraldur. 5 manna fjölskylda vann 10 milljónir RÍKISSTARFSMAÐUR með fimm manna fiölskyldu datt í lukkupottinn, er dregið-var í Happrætti DAS í gær og vann íbúðarvinning að verðmæti 10 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum happdrættisins er nú skammt stórra högga á milli hjá happ- drætti DAS, því að í dag verður dregið úr sumarpottinum 5 milljón króna sumarhúsvinning- ur og á laugardag verður síðan deilt út vinningum í Bingó- Lottoi. ákvað framleiðandinn að við þyrft- um að kaupa vöruna frá Dan- mörku. Danska krónan er mun sterkari en sú sænska og gengis- munur okkur í óhag," sagði Ásgeir Hallgrímsson. Verð á þessum vörum er hið sama í öllum lyfjaverslunum, enda flokkast þær undir lyf og hafa fasta álagningu. 30 stykki af 2 mg Nico- rette-tyggjói kosta nú 686 krónur, en kostuðu 639 kr. 105 stk. pakkn- ing kostar 2.047 kr., en kostaði 1.901 krónu. 30 stk. af 4 mg tyggjói kosta 1.017 krónur, en kostuðu 945 kr. og 105 stk. af sama styrkleika kosta 2.978 kr., en kostuðu 2.821. Vikuskammtur af 15 mg plástri, til að hafa á sér í 16 tíma á sólarhring, kostar 2.250 og hækkar úr 2.095 krónum. Hjá Stefáni Thorarensen hf., sem flytur inn Nicotinelle-plástur, fengust þær upplýsingar að verðið hefði ekki breyst í lyfjabúðum þann 1. apríl. Verðmyndun framleiðanda miðaðist við að kostnaður af notkun væri hinn sami og það kostaði að reykja einn pakka af sígarettum á dag. Nicotinelle er til í þremur styrkleikum, 7, 14 og 21 mg og kostar vikuskammtur 2.206, 2.569 og 2.882 krónur eftir styrkleika. Svíakonungur verðlaunar Hörpu HARPA Arnadóttir, listakona, tók í gær við fyrstu verðlaunum í samkeppni National Museet í Stokkhólmi fyrir unga lista- menn. Verðlaunin fékk Harpa fyrir teikningu sína Foss I, en í henni tekst henni „á einfaldan hátt að draga i'ram ijóðræna stemmningu," eins og kom fram í úrskurði dómnefndar. Sjálf segir Harpa, að hana hefði ekki órað fyrir að myndin vekti at- hygli, einmitt vegna þess hve hyóðlát hún væri. Karl Gústaf, Svíakonungur, afhenti Hörpu verðlaunin við hátíðlega athöfn í listasafninu í gærmorgun, en konungurinn er verndari sam- keppninnar. Verðlaunin nema 15 þúsund sænskum krónum. Samkeppnin hefur verið haldin með hléum síðan 1938. Þykja verðlaunin mikil lyftistöng fyrir unga listamenn, enda hafa sænskir fjölmiðlar fjallað mikið um Hörpu og list hennar. Morgunblaðið/Rolf Höjer Útreikningar hagfræðings Alþýðusambandsins Jaðarskattar af lág- um tekjum 30.-71% EIN villa var í útreikningum sem ASÍ hefur sent frá sér og greint var frá í Morgunblaðinu 5. apríl, þar sem tekið er dæmi af háum jaðarsköttum fjölskyldu með fjögur börn, sem býr í leiguhúsnæði og hefur atvinnutekjur á bilinu 125-210 þús. kr. á mánuði. Að sögn Guðmundar Gylfa Guðmunds- sonar, hagfræðings ASÍ, láðist að gera ráð fyrir því að húsaleigubæt- ur væru skattskyldar en það gerir að verkum að jaðarskattar fjöl- skyldunnar í dæminu væru rúmlega 80% en ekki tæplega 96% eins og fram kom í fyrri útreikningum ASI. Aftur á móti kemur einnig í Ijós, þegar tekið er tillit til skattgreiðslna vegna húsaleigubóta, að jaðarskatt- ar lágtekjufjölskyldna eru mun hærri en áður var talið. Þannig gæti sex manna fjölskylda með 75 þúsund kr. heildartekjur þurft að greiða rúmlega 30% jaðarskatta, þótt hún greiði engan tekjuskatt, og þegar atvinnutekjurnar eru komnar upp í 100 þús. kr. er jaðar- skatturinn kominn í rúmlega 71%. Jaðarskattar Iægrí af háum tekjum Guðmundur er ósammála um- mælum Friðriks Sophussonar fjár- málaráðherra um jaðaráhrif í tekju- skattskerfinu í Morgunblaðinu í gær en þar sagði fjármálaráðherra að tekjutengingar og háir jaðar- skattar væru afsprengi félags- hyggjunnar. Guðmundur Gylfi segir að Alþýðusambandið hafi tekið þetta mál upp í þeim tilgangi að benda á hve jaðarskattar af lágtekj- um og miðlungstekjum væru orðnir gífurlega háir hér á landi. Jaðar- skattarnir lækkuðu hins vegar þeg- ar um væri að ræða hærri tekjur en miðlungstekjur eða upp að 400 þús. kn mörkunum. „Okkar baráttumál hefur ekki verið að hækka þessa jaðarskatta heldur hefur málflutningur okkar undanfarin ár snúist um að hækka jaðarskattana á hátekjunum," sagði hann. Almennur stjórn- málafundur í MK Fá efna- litlir fram- halds- skólanem- ar aðild að LIN? FULLTRÚAR flestra flokka utan Sjálfstæðisflokksins töldu á fundi með nemendum MK í gær að til greina kæmi að veita efnalitlum framhaldsskólanemum eða nemum með börn á framfæri lánafyrir- greiðslu hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Frambjóðendurnir gerðu þó þanri fyrirvara að hug- myndin kæmi aldrei til fram- kvæmdar fyrr en að lokinni gagn- gerri endurskoðun á Lánasjóðnum. Ekkí framkvæmt í bili Ágúst Einarsson, Þjóðvaka, Birna Sigurjónsdóttir, Kvennalista, Helgi Hjörvar, Alþýðubandalagi og óháðum, Hjálmar Árnason, Fram- sóknarflokki, og Þóra Arnórsdóttir, Alþýðuflokki, voru öll nokkuð sam- hljóða í svörum sínum við fyrir- spurn Daníels Svavarssonar, for- manns Félags framhaldsskóla- nema. Þau töldu hugmyndina ágæta en mörg önnur vandamál í lánasjóðskerfinu biðu lausnar og hefðu meiri forgang. Meðal þeirra væri að létta endurgreiðslubyrði lánþega og taka upp aðnýju mánað- argreiðslur í stað eftirágreiðslna. Háleitt markmið Ólafur G. Einarsson, Sjálfstæðis- flokki, setti stórt spurningarmerki við það að greina lánþega eftir efna- hag með þessum hætti. Hann kvað þetta vera háleitt markmið en væri alls ekki í seilingarfjarlægð. Aðal- heiður Einarsdóttir, Náttúrulaga- flokki, studdi ein hugmyndina hik- Iaust. Hún taldi það réttlætismál efnalítilla nemenda að njóta aðstoð- ar Lánasjóðsins. ? ? ?----------- Yfirlýsing frá 60 Sunnlendingum Hörð gagn- rýniá f orystu Þjóðvaka SEXTÍU Sunnlendingar hafa und- irritað yfirlýsingu til stjórnar suð- urlandsdeildar Þfóðvaka, sem barst Morgunblaðinu í gær, þar sem for- ysta og framboðsmál Þjóðvaka á Suðurlandi eru harðlega gagnrýnd. í fréttatilkynningu, sem fylgdi yfirlýsingunni, segir m.a. að í tilefni þess, að undanfarna daga hafí um- ræða átt sér stað um framboðslista Þjóðvaka á Reykjanesi og víðar og að ritari flokksins hafí sagt að um einstakt óánægjutilvik sé að ræða, vilji 60 Sunnlendingar tilkynna að svo sé alls ekki. Gríðarleg óánægja hafi lengi verið með forystu og fram- boðsmál Þjóðvaka á Suðurlandi og mál þar þróast með þeim endemum að þeir sem undirriti yfirlýsinguna hafi kosið að nota þetta tækifæri til þess að segja skilið við flokkinn. í yfírlýsingunni er meirihluti stjórnar suðurlandsdeildar Þjóðvaka sakaður um að hafa margbrotið lög félagsins og traðkað á lýðræðislegum réttind- um félagsmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.