Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR7.APRÍL1995 33 AÐSENDAR GREIIMAR Tekjujöfnun - tóm tjara Carl Henrik Rörbeck MEIRIHLUTI þjóð- arinnar virðist hafa þá skoðun, að það sem þurfi til að laga efna- hagsástandið á þessu landi sé „tekjujöfn- un". Það er stórfurðu- legt, að slíkur áróður geti yfirhöfuð fundið hljómgrunn í vest- rænu ríki. Góðir ís- lendingar, kommun- isminn er dauður!!!!!! vegna þess að hann virkar ekki!!! Það sem íslending- ar vilja og þurfa eru kjarabætur. En það er alls ekki það sama og tekjujöfnun. Tekjujöfnun er með öllu óréttlát og óskin um tekjujöfnun hefur sálræna rætur í öfund. Spurningin er ekki: „Hvað þarf ég til að lifa góðu lífi?" held- ur: „Eru einhverjir, sem hafa meira en ég? Þá er það örugglega óréttlátt! Það verður að hirða það af þeim." Og þetta er kommún- ismi. Ég spyr: Er það réttlátt, að sá smiður, sem vinnur tvöfalda vinnu til að sjá fyrir fjölskyldu sinni, menntun barnanna sinna o.s.frv. eigi að borga smiðnum, sem er latur, drykkfelldur og skítsama um börnin sín, kjarabætur í gegn- um skattakerfið? Svarið er nei! Er það réttlátt, að sá sem hefur vit, frumkvæði, þor, menntun; sem tekur áhættu, sem borgar okur- vexti, vegna þess að spillt banka- kerfi lætur hann borga fyrir sukk á landsbygðinni og meðal vina og vandamanna bankastjóranna, sem veðsetur aleiguna og vinnur eins og vitleysingur til að skapa verð- mæti og atvinnu þjóðinni til hags- bóta, er það réttlátt, að þegar hann fer loksins að uppskera eftir mörg ár, þá þurfi hann að borga hlutafélagsskatt, hátekjuskatt og alte kyns gjöld? Á sama tíma og „réttlætið" rænir þennan mann, þá uthlutar sama „réttlætið" milljónum skatt- frjálst til handa aula, sem hafa fundið 5 rétta á lottómiða eða ýtt á takka í Gullnámu. Halda menn, að svona siðleysi sé hvetjandi? Halda menn, að það sé atvinnu- skapandi? Halda menn, að það sé þjóðarbúinu í vil? Nú, ef svo er, þá get ég sagt ykkur eitthvað annað. Við höfum nefni- lega haft þetta skíta- kerfi í Svíþjóð og Dan- mörku í 30 ár, og þjóð- félög okkar eru í gjör- samlegri niðurníðslu. Ég flúði Danmörku fyrir 7 árum af þess- um ástæðum, og slíkt hið sama hefur meiri- hluti þeirra gert, sem eiga eitthvað, sem kunna eitthvað og sem vilja eitthvað. Vissuð þið, að: Það er raunverulega yfír 20% atvinnuleysi í Danmörku? Annar hver Dani, sem hefur atvinnu, er opinber starfsmað- ur? Það er 1 af 5 ungum Dönum milli 20 og 35 ára, sem gæti einhvern tímann hugsað sér að stofna eigið fyrirtæki? 3 af 5 ungum Dönum milli 20 og 35. sjá framtíð sína sem opinberir starfsmenn? Venjulegt verkafólk þarf að borga 50% skatt aí öllum tekj- um? Fólk, sem hefur yfír 186.000 á mánuði þarf að borga 68% hátekjuskatt? Það er lágmark 180% skattur á ökutækjum auk vsk, sem þýðir að bílar eru næstum því tvöfalt dýrari í Danmörku en á íslandi? Atvinnuleysisbætur og lægstu tekjur eru nákvæmlega eins og á íslandi eftir skatt? (það þarf líka að borga 50% skatt af at- vinnuleysisbótum) Einungis 30% Dana eiga sitt eigið húsnæði? Fjöldi skattalaga eru óarðbær, eins og t.d. eignaskatturinn, þ.e.a.s. það kostar ríkið meira að innheimta skattinn en renn- ur í ríkissjóð vegna hans? Skattur af fjármagnstekjum, sem Vottar Jóhönnu, Alþýðu- bandalagið og aðrir vilja taka upp hérna, eru líka óarðbærir vegna þess, að maður verður augljóslega að leyfa mönnum að draga vax- taútgjöld frá vaxtatekjum? (Langflestir íslendingar eru, eins og frændur þeirra Danir, skuldugir upp fyrir haus. Heildar- áhrif skattanna verða þess vegna neikvæð fyrir ríkissjóð, líka vegna þess, að mikill meirihluti vaxta- tekna lendir hjá fjármagnsstofn- unum (bönkum, sparisjóðum o.s.frv.) svo og öðrum hlutafélög- um, sem borga þegar skatt af þessum tekjum. Auk þess hefur skattaeftiriitið með vaxtaskatta og -frádrátt ofboðslegt og rándýrt bákn i för með sér.) Niðurstaðan er þannig, að það fólk sem ekkert skuldar borgar skatt þeirra sem eru skuldugir. Og það er mjög oft tekjuhátt fólk. Það eru þannig bara tvær ástæð- ur fyrir að taka þessá vitleysu upp hérna: öfund og aftur öfund. Óg það er neikvæð tilfinning, sem hef- ur aldrei og kemur aldrei til með að hafa jákvæð áhrif í þjóðfélaginu. Svarta kerfið er talið nema a.m.k. 800 milljörðum íslensk- um krónum? Launamunurinn eftir skatt er samt tvöfalt hærri en hér á landi? Fólk sem ekkert skuld- ar, segir Carl Henrik Rörbeck, borgar skatt þeirrasem eru skuldug- ir. Það er mjög oft tekjuhátt fólk. Ég spyr aftur: Viljum við þennan skít? Það sem land og þjóð þarf, og það sem gerir gæfumuninn fyrir danskt verkafólk, er kaupmáttur. Sumir sjálfstæðismenn á Reykjavíkursvæðinu vilja meina, að til þess þurfum við að gera allan innflutning frjálsan og tollfrjálsan. Ég er ósammála því. Beinir og óbeinir styrkir í t.d. Evrópubanda- laginu eru e.t.v. hærri núorðið en hérna. Það er út frá öllum sjónarm- iðum æskilegt, að ísland geti einn- ig í framtíðinni séð sér fyrir nauð- synjum og landbúnaðarafurðum. Það sem vantarer fyrst og fremst samkeppni innanlands. Hvernig er hægt að tala um að keppa við er- lendar vörur, þegar samkeppni er ekki einu sinni frjáls innanlands? Það er einfaldlega bara tómt bull. Því segi ég: Burt með allar sam- keppnishömlur sirax - burt með einokun Mjólkursamsölunnar og Osta- og Smjörsölunnar, burt með samkeppnishömlur kjúklinga- bænda, burt með byggðastefnuna og hömlur á sameiningu búa, burt með lögbýlishugtakið, burt með styrk til óarðbærra fyrirtækja, hættum að sprengja göt í fjöllin, hættum að þvæla um Evrópu- bandalagið, sem er ekkert nema bákn og spilling, vinnum saman með öllum þjóðum heims í gegnum GATT og gerum svipað samkomu- lag við NAFTA- ríkin og gert var með EES. ísland hefur alveg ótrúlega marga möguleika á sviði fram- leiðslu og útflutnings hreinna vara. Til þess að hægt verði að koma þessu af stað og skapa atvinnu og tekjuaukningu þarf að gera það eftirsóknarvert að taka áhættu. Hættum strax að skattleggja hlut- afjáreigendur tvöfalt! Ég hef oft verið að velta því fyrir mér hvað það getur hugsanlega verið, sem knýr greint og menntað fólk, eins og Ólaf Ragnar, Svavar Gestsson og Jóhönnu Sigurðardóttur, til að halda slíkri vitleysu fram á móti betri vitneskju; s.s. vaxtaskatti og hátekjuskatti. Hvers konar hræsni er þetta? Það stafar hugsanlega af því, að það sem þetta fólk fær sitt „kiek" úr, er ekki peningar, (þó svo að þau muni alltaf sjá til þess að vera efnuð langt umfram venju- legt verkafólk, með styrkjum og hlunnindum o.s.frv.) heldur vaid. Þau hafa uppgötvað, að stór hluti þjóðarinnar, sem skilur ekki t.d. ríkisfjármál, er undir sterkum áhrifum frá mönnum, sem höfða til öfundartilfinninga þeirra. Og þau eru að nýta sér þessa vitn- eskju alveg skammlaust. Þegar t.d. Svavar Gestsson getur sagt opin- berlega og með hatur í röddinni, að erlendar skuldir íslendinga stafi ekki af ofaustri ríkisins í samneysl- una s.s. félagsmálakerfið, heldur af ofneyslu þeirra ríku, þá getur hver hugsandi maður að sjálfsögðu séð, að maðurinn hlýtur að vita betur. Hvenær hefur það skapað skuld, að einhver eyði peningum, sem hann á? Það sem skapar skuld er náttúrulega að eyða peningum, sem maður á ekki. Og það veit Svavar. En fólkið sem hann talar til, hans markhópur, veit það ekki. Og það veit Svavar líka. Þetta er kallað áróður, lygi, lýðskrum og múgæsingastarfsemi. Þetta fólk virðist halda, að lýð- ræði þýði meirihlutakúgun - réttur meirihlutans til að ræna þá, sem standa sig betur og leggja metnað sinn í það. Með orðum indverska heimspekingsins Sri Yukteswar: „Sumir reyna að hækka sig með því að skera hausinn af öðrum." Höfundur er danskur ríkisborgari, kom hingnð tillands fyrír 7árum, gegnir stöðu ðryggissijóra og situr i framkvæmdastiórn Hagkaups, Höfundur óskar að taka fram að einungis hans eigin skoðanir kotna fram ígreininni, hann er óflokksbundinn og hefur aldrei haft neinar vaxtatekjur. Er þetta hægt, Sigurður? KÆRI Sigurður. í önnum mínum undanfarna daga hef ég gefið mér dulítinn tíma til þess að þenkja um hvað verður þegar kollegar þínir hætta að starfa fyrir þjóðina sem menntaði þá. Hætta þar sem þeir sætta sig ekki við reglur sem gilda í langflestum löndum eftir því sem Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor í heimilis- Iækningum við Há- skóla Islands, segir. Þá gæti orðið þröngt í búi smáfuglanna. Eg hef áhyggj- ur af þessu. Ég hef. þess vegna verið að skoða kjarasamning Sérfræðinga- félags íslenskra lækna og glugga í hvaða möguleika hann gefur til að leysa málið. Nú skulum við Sighvatúr Björgvinsson. taka raunverulegt dæmi úr daglega líf- inu: Sérfræðingur, mik- ill ágætis maður, er í 75% starfi hjá einum spítalanna í Reykjavík og ríkið borgar nátt- úrulega. Hann er jafn- framt í 17% starfi hjá öðrum spítala í sömu borg og ríkið borgar. Á þriðja spítalanum er hann svo ráðinn í yfirlæknisstarf og fær einingagreiðslur í samræmi við afköst og enn borgar ríkið. Fleiri eru spítalarnir ekki í borginni. Því til viðbótar sinnir hann sjúklingum á göngu- deild og á stofu úti í bæ. Greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins og sjúklinga til læknisins fyrir síð- asttöldu verkin með rekstrar- kostnaði numu á síðasta ári yfir Greiðslur Trygginga- stofnunar og sjúklinga til læknisins námu sex milljónum króna, segir Sighvatur Björgvins- son, eru þá ekki meðtal- in störfin þrjú. sex milljónum króna. Þessa upp- hæð fékk hann fyrir utan stöðurn- ar þrjár. Nú spyr ég Ef ég vildi hlaupa undir bagga með sérfræðingi, einhverjum dug- legum kollega þínum, þegar þeir nú hætta að vinna fyrir heilbrigðis- kerfið, get ég þá með vísan í kjara- samning Sérfræðingafélags ís- lenskra lækna ráðið hann til starfa í heilbrigðisráðuneytingu hjá mér í 75% starf, og látið ríkið borga? Gæti ég svo ráðið hann í viðskipta- ráðuneytið til mín í 17% starf, og látið ríkið borga? Gæti ég svo í þriðja lagi ráðið hann í iðnaðar- ráðuneytið til mín, t.d. sem skrif- stofustjóra á samningi um fasta greiðslu fyrir hvert unnið verk, og látið ríkið borga? Gæti ég svo í fjórða lagi ráðið hann til mín sem sjálfstæðan verktaka, t.d. til að ráðleggja mér heilt í tilvísanamál- um, og látið ríkið borga? Er þetta hægt Sigurður? Með bestu kveðju. Höfundur er heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kopavogi, sími 567-1800 *St Löggild bílasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Opið laugard. kl. 10-17, sunnudaga kl. 13-18. lmm^£fe!Z MMC Colt EXE '91, hvitur, 5 g„ ek. 58 þ. km., samlitir stuðarar o.fl. V. 760 þús. Sk. ód. Daihatsu Feroza EL II '94, blár, 5 g., ek. aðeins 11 þ. km., tveir dekkjagangar. V. 1.490 þús. Toyota Landcruiser Diesil Turbo langur '88, gullsans., ek. 50 þ. á vél, 38" dekk, upphækkaður. Talsv. breyttur. V. 2.450 þús. MMC Lancer GLXI hlaðbakur 4x4 '90, blár, 5 g., ek. 78 þ. km. V. 890 þús. Cherokee Laredo '88, 5 dyra, blár, sjálfsk., ek. 120 þ. km., rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. V. 1.400 þús. V.W Golf CL '91, blár, 3ja dyra, sjálfsk., ek. 35 þ. km., 1600 vél. V. 750 þús. Nlssan Mlcra LX '94, 5 g., ek. 8 þ. km., 5 dyra. V. 850 þús. Ford Escort GLX 1300 '92, 5 g., ek. 49 þ. km., V. 750 þús. Toyota Landcrulser stuttur bensfn '88, 5 g., ek. 108 þ. km., 31" dekk, álfelgur o.fl. V. 1.150 þús. Mazda 323 1300 LX '85, sjálfsk., ek. 104 þ. km., skoðaður '96,4ra dyra. V. 230 þús. Toyota Corolla XL '88, 3ja dyra, blár, 4 g„ ek. 70 þ. km. V. 490 þús. Sjaldgœfur bfll: Audl 1.8 Coupé '91, grá- sans., 5 g„ ek. 80 þ. km„ sóllúga, rafm. í rúðum, álfelgur, geislasp. o.fl. V. 1.480 þús. Toyota Corolla GLi 1600 Liftback '93, hvítur, sjálfsk., ek. 35 þ. km„ spoilor, rafm. í rúður o.fl. V. 1.290 þús. Peugeot 20S XR '90, 5 g„ ek. aðeins 34 þ. km. V. 480 þús. Nýr bfll: Dodge Dakota Sport V-6 4x4, '95, sjálfsk., álfelgur.rafm. í rúðum o.fl. V. 2,5 millj. Nissan Sunny 4x4 Statlon '91, 5 g„ ek. 47 þ. km„ rafm. i rúöum o.fl. V. 1.050 þús. Toyota Corolla Llftback '92, hvítur, 5 g„ ek. 41 þ. km. V. 980 þús. Toyota Corolla XL Sedan '88, hvitur, 4 g„ ek. 80 þ. km. V. 550 þús. MMC L-300 Mlnlbus 4x4 '88, 5 g„ ek. 143 þ. km, uppt. gírkassi og drif. V. 980 þús. Toyota Corolla DX 5 dyra '87, sjálfsk., ek. 83 þ. km V. 390 þús. Chevrolet Pick Up 1600 '91, 8 cyl„ sjálfsk., ek. 55 þ. km, klædd skúffa, far- angurskistur á palli o.fl. V. 1.490 þús. Grand Cherokee Limited V-8 '94, græn- sans., sjálfsk., ek. aðeins 9 þ. km„ leður- innr., álfelgur, geislasp., einn m/öllu. Sem nýr, V. 4.550 þús. Nlssan Sunny 16001 SR '94, steingrár, sjálfsk., ek. 15 þ.km. Rafm. i rúðum, áltelg- ur, spoiler (2). Einn með öllu. V. 1.260 þús. Nissan Patrol diesel (langur) '89, grár, 5 g„ ek. 167 þ. km„ álfelgur, 33" dekk. V. 1.950 þús. Tilboðsv. á fjölda bifreiða Sýnishorn: MMC Lancer GLX '89, 5 g„ ek. 95 þ. km„ rafm. I rúðum o.fl. V. 670 þús. Til- boðsverð 590 þús. Suzuki Swift Geo Metro '92, hvítur, 5 dyra, 5 g„ ek. 50 þ. km. V. 620 þús. Til- boðsverð 550 þús. Suzuki Swift GL '88, 5 g„ ek. 105 þ. km„ skoðaður '96. V. 350 þús. Tilboðsverð 270 þús. Toyota Ex Cap '87, 8 cyl„ 38" dekk, læst drif o.fl., verklegur jeppi. V. 1.080 þús Tilboðsverð 890 þús. Vantar góða bíla á skrá og á staðinn. I^rdtmMafoifr - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.