Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 31 AÐSENDAR GREINAR Oryggi tryggt með öflugri löggæslu KRÖFUR borgar- anna til þess, að hið opinbera vald bregðist við til að tryggja ör- yggi þeirra, eru rétt- mætar. Það er skylda stjórnmálamanna að halda þannig á málum, að ekki sé grafið und- an öryggiskennd. Þeg- ar rætt er við kjósend- ur í Reykjavík, er greinilegt, að þeir vilja stærra átak til að sporna við afbrotum. Sama viðhorf kemur fram hjá þeim, sem við höfum falið að sinna þessu vanda- sama og ábyrgðarmikla hlutverki, lögreglunni. Um það bil, sem hin eiginlega kosningabarátta var að hefjast, efndi Landssamband lögreglu- manna til fundar með fulltrúum allra stjórnmálaflokka. Til hans var stofnað í því skyni að vekja at- hygli okkar, sem erum í framboði, á því að lögreglumenn telja umbóta þörf á starfssviði sínu. Fíkniefnabrot Islenska þjóðfélagið hefur verið að breytast. Margt er þar á betri veg en ekki verður litið fram hjá skuggahliðunum. Hér stöndum við frammi fyrir því sama og annars staðar, að fíkniefnanotkun ýtir undir afbrot og þau verða grimmd- arlegri. Minnumst þess, að rannsókn í Frakklandi sýnir þá niðurstöðu, að árlega sé hagnaður af sölu fíkni- efna um heim allan um 150 millj- arðar dollara. Interpol telur sölu fíkniefna vera næst stærsta iðnað í heimi á eftir vopnasölu. Angar þessara umsvifa teygja sig hingað. Hvarvetna eru þjóðir að taka hönd- um saman til að veijast þessum vágesti. Við þurfum að verða virk- ari þátttakendur í þessu alþjóða- samstarfi með tilstyrk lögreglunn- ar. Aðstaða lögreglunnar Lögreglunni þarf að tryggja menntun og aðstæður, til að hún geti sinnt þessum nýju og hættu- legu verkefnum. Meðal okkar eru dugandi konur og karlar, sem vilja helga sig því verkefni að tryggja öryggi samborgara sinna. Til að gera þeim það kleift, er ekki aðeins nauðsynlegt að huga að fjármunum heldur einnig innra skipulagi. Á fjölmennum fundi með leigubifreiðastjórum á dögunum kom til dæmis fram, að vegna skorts á verklagsregl- um frá ríkissaksókn- ara gæti lögreglan ekki framfylgt lögum um leigubifreiðar. í löggæslumálum er brýnt að samnýta kraftana. Lögreglan þarf að verða sýnilegri við löggæslustörf. Það á að létta af henni öðrum verkefnum. Samstarf milli lög- gæslusvæða þarf að auka. Samnýta þarf tækjakost lögreglu og Land- helgisgæslu, ekki síst þyrlurnar. Á þessu kjörtímabili höfum við alþingismenn afgreitt mörg merk lagafrumvörp, sem snerta störf lög- reglunnar. Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra lagði einnig fram íslenska þjóðfélagið er að breytast segir Björn Bjarnason og telur nauðsynlegt að efla lög- regluna til að auka ör- yggiskennd borgaranna. frumvarp að heildarlöggjöf um lög- reglumenn, sem ekki náði fram að ganga. Á næsta kjörtímabili er nauðsynlegt að taka það mál aftur til meðferðar. Raunar er átak til að tryggja öryggi borgaranna ekki flokkspólitískt mál. Hitt er þó ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt sýnt í verki, að hann vill tryggja öryggi íslensku þjóðarinn- ar, hvort heldur með ábyrgri stefnu í varnarmálum eða skilningi á nauðsyn öflugrar löggæslu innan lands. Höfundur er þingmaður SjáJfstæðisflokksins í lleykjavík. V X \WRE vr/iz/ 5 88 55 22 Björn Bjarnason Kosningatilboð ostar, kex og sulta Opið á laugardag frá kl. 10:00 -16:00 I * I HÚSIÐ FjarSargata 1 1 • HafnarfirSi • Sími 565 3940 Suzuki Swift er bíll, sem hefur reynst einstaklega vel við íslenskar aðstæður, eins og mikill fjöldi ánægðra eigenda getur vitnað um. Rekstrarkostnaður er sérstaklega lágur vegna lítillar bilanatíðni, og sparneytni er í algjörum sérflokki, frá 4.0 lítrum á hundraðið. Endursöluverð á Suzuki Swift er einnig óvenju hátt. Nú getum við boðið Suzuki Swift á ákaflega hagstæðu verði. Verð: Suzuki Swift frá kr. 998.000 $ SUZUKI ■W«‘ SUZUKI BÍLAR HF Skeifan 17, sími 568 5100 SUZUKI SWIFT Verulega góður kostur Nýtt útbob ríkissjóbs mánudaginn 10. apríl m ECU-tengd spariskírteini ríkissjóbs 1. fl. D 1995, 5 ár. Útgáfudagur: 1. febrúar 1995 Lánstími: 5 ár Gjalddagi: 10. febrúar 2000 Grunngengi ECU: Kr. 83,56 Nafnvextir: 8,00% fastir Einingar bréfa: 5.000, 10.000, 50.000, 100.000, 1.000.000, 10.000.000 kr. Skráning: Skráð á Veröbréfa- þingi íslands Viöskiptavaki: Seblabanki íslands Verbtryggð spariskírteini ríkissjóbs 1. fl. D 1995, 5 og 10 ár. Útgáfudagur: 1. febrúar 1995 Lánstími: 5 ár og 10 ár Gjalddagi: 5 ár: 10. febrúar 2000 10 ár: 10. apríl 2005 Grunnvísitala: 3396 Nafnvextir: 4,50% fastir Einingar bréfa: 5.000, 10.000, 50.000, 100.000, 1.000.000, 10.000.000 kr. Skráning: Skráð á Verðbréfa- þingi íslands Viöskiptavaki: Seðlabanki íslands Sölufyrirkomulag: Spariskírteinin verba seld meb tilboðsfyrirkomulagi. Abilum ab Verbbréfaþingi íslands, sem eru veröbréfafyrirtæki, bankar, sparisjóöir og Þjónustumiðstöð ríkisverbbréfa, gefst einum kostur á að gera tilboö í skírteinin samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu. Abrir sem óska eftir ab gera tilbob í ofangreind spariskírteini eru hvattir til ab hafa samband vib framangreinda abila, sem munu annast tilbobsgerb fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Öll tilbob í spariskírteini þurfa ab hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14.00 mánudaginn 10 apríl. Tilboösgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæb, 150 Reykjavík, sími 562 4070.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.