Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Upphlaup alþingismanns BJÖRN Bjarnason alþingismaður ritaði grein í Morgunblaðið 4. apríl sl. Greinin fjallaði að mestu leyti um afstöðu Alþýðuflokksins til ut- anríkisviðskiptamála. Þar er bæði halláð réttu máli og staðreyndir rangtúlkaðar. Það bendir til að Birni hafi verið óvenju heitt í hamsi. Ekki bætir úr fyrir alþingismannin- um þegar hann fær geðvonskukast yfir svokölluðum „upphlaupum" utanríkisráðherra. En ekki meira um það. Slík skrif þarfnast ekki andsvars. Þar sem alþingismaður- inn fjallar hins vegar um afstððu Alþýðuflokksins til EES og GATT- samninga er leiðréttinga þörf. Afstaða flokk- anna til EES Einn af hyrningarsteinum ríkis- stjórnarsamstarfsins var samning- urinn um EES. Hann opnar áður óþekkt tækifæri til sóknar inn á öflugasta markað heims. Aðeins einn íslenskur stjórnmálaflokkur hefur frá upphafi barist ótrauður fyrir aðild íslands að EES. Alþýðu- flokkurinn vísaði einarður yeginn, sem aðrir fetuðu eftir síðar, þrátt fyrir mikið mótlæti. Hringlanda- háttur hinna flokkanna allra vakti verðskuldaða athygli. Pólitísk stað- festa Alþýðuflokksins tryggði fram- gang málsins. Alþýðuflokkurinn hafði forystu um þetta mál frá upp- hafi og leiddi það farsællega til lykta, þótt vissulega hafí hann ekki haft þingstyrk til að afgreiða samn- inginn einn frá Alþingi. Báru þessi vínnubrögð Alþýðu- flokksins undir forystu utanríkis- ráðherrans vott um upphlaup? Ein- hvern veginn rekur mig minni til þess að sjálfur fyrrverandi formað- ur utanríkismálanefndar Alþingis — sem er sjálfstæðismaður — hafi verið mjög blendinn í afstöðu sinni til EES og ekki auðveldað utanríkis- ráðherra að koma málum í gegnum nefndina, svo ekki sé sterkara að orði kveðið. Sennilega ber að flokka afstöðu fyrrverandi formanns utanríkis- málanefndar undir varkárni. Það verður þó að viðurkenna að Sjálf- stæðisflokkurinn dugði vel á síðasta sprettinum þrátt fyrir sífellt daður einstakra þingmanna hans við and- stæðar skoðanir á EES. En Sjálf- stæðisflokkurinn var aldrei í póli- tískri forystu um gerð þess samn- ings. Breyttar forsendur EES-samningurinn var í reynd síðasta afsprengi kalda stríðsins í Evrópu. Um það leyti sem samn- ingaviðræður hófust hrundi Beriín- armúrinn. Samningarnir voru langt á veg komnir þegar Sovétríkin Oíandunnin austurCensl^ teppi qg skrautmunir EMIR Hringbraut 121, sími 552 3690 Opnum á morgun kl. 10 hurfu af sjónarsviðinu. Þegar samningurinn var loksins undirritaður var Evrópa gjörbreytt. EES-samningurinn var því pólitískt úreltur um það leyti sem hann tók gildi. Forystumenn ís- lenskra jafnaðarmanna gerðu sér strax grein fyrir þessu. Tímarnir höfðu tekið stakka- skiptum á skömmum tíma. Með sameiningu Þýskalands og endalok- um kalda stríðsins var EFTA-ríkjunum gert kleift að sækja um að- ild og ganga í ESB, sem þau og gerðu flest. Þetta breytti ekki því að EES-samningurinn var lífakkeri okkar íslendinga gagnvart Evrópu. EES-samningurinn er hins vegar ekki fullnægjandi fyrir fullvalda og sjálfstæða þjóð sem gæta þarf hagsmuna sinna mun víðar og betur en áður. EES-samningurinn er pólitískt ófullnægjandi af því að hann útilok- ar okkur frá áhrifum þegar veiga- miklar ákvarðanir eru teknar, sem skipta hagsmuni okkar máli. Hann verður efnahagslega ófullnægjandi þegar vöruþróun í sjávarfangi og annarri matvælaframleiðslu fer að taka verulega við sér. Hann verður líka ófullnægjandi ef við viljum tryggja sambærileg lífskjör og traust velferðarríki hér og í Evrópu. Þar nægir að minna á matarverðið. Þessi upptalning nægir. Enginn annar stjórnmála- flokkur á Islandi hefur lagt jafn mikla vinnu í að móta heildstæða Evrópustefnu og Alþýðuflokkurinn. Enginn hinna flokkanna hefur viljað viðurkenna að gjörbreytt umhverfi okkar kalli á nýja stefnumótun. í þessu máli vinnur tíminn ekki með okkur. ESB er ekki að bíða eftir íslenskri umsókn. Skyldan kallar á skýra afstöðu Sjálfstæðisflokkurinn hefur því miður brugðist þeirri skyldu sinni að veita þjóðinni pólitíska leiðsögn í þessu mikilvæga máli. Forystu- menn hans hafa tortryggt álitsgerð- ir þar sem færð hafa verið rök fyr- ir ávinningnum af ESB-aðild. í allri Evrópuumræðunni hefur flokkurinn verið óöruggur og hikandi, eða í besta falli stefnulaus. í þessu sam- bandi er gagnlegt fyrir lesendur að rýna í kosningablað SUS, „Blaðið um betra ísland", og lesa sér til á bls. 11 um afstöðu Sjálfstæðis- flokksins til Evrópumála. Ég mæli eindregið með þeirri lesningu. Það er satt best að segja með ólíkindum að lesa slíka þvælu í málgagni flokks sem kallar sig „kjölfestu við mótun utanríkisstefnu íslenska lýð- veldisins". Vilji menn frekar kalla þess konar afstöðu varkárni þá er það útlátalaust af okkar hálfu. Það er rangt hjá alþingismannin- um að Alþýðuflokkurinn hafi breytt afstöðu sinni frá því að tala um aðild í aðildarumsókn. Alþingismað- urinn hefur aðgang að góðum skjalasöfnum og gagnabönkum og Jón Baldvin Hannibalsson Alúöar þakkir til allra þeirra jjölmörgu, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfurn ogskeyt- um á 90 ára afmœli mínu. Sigurbjörg Jónsdóttir. getur því flett upp staðreyndum. Allt frá því að Alþýðuflokkur- inn ályktaði fyrst um þetta mál á flokksþingi 1992 hefur hann ætíð talað um að undirbúa eða taka ákvörðun um aðildarumsókn. Árið 1992 ályktaði 46. flokksþingið um málið á þennan veg. Flokksþingið 1994 vildi láta reyna á hvort samningsniðurstöður yrðu aðgengilegar. Enn skýrar kom þetta fram á aukaflokks- þinginu í febrúar sl. Árásir á samstarfsaðila Eins og málum er nú háttað get- ur enginn fullyrt neitt um það hve- nær aðild að ESB kemur til greina. Óvissa tímans er slík að við kynnum að standa frammi fyrir því fyrr en seinna. Þetta er lærdómur sem draga verður af umróti síðustu fimm ára. Það bæri vott um traust og fyrirhyggju ef málið yrði undir- búið vandlega sem fyrst og umsókn- in tilbúin og hún síðar lögð fram við fyrsta tækifæri. Það ber ekki vott um fyrirhyggju að bíða án þess að vinna heimaverkefnið. Það vekur verðskuldaða athygli að forysta Sjálfstæðisflokksins skuli einhenda sér í árásir á sam- starfsflokk sinn í ríkisstjórn vegna stefnu þess síðarnefnda í Evrópu- málum. Það er svo að sjá að for- ysta Sjálfstæðisflokksins sé jafnvel sáttari við afturhaldsraus Alþýðu- bandalagsins í Evrópumálum en opna, hreinskipta og jákvæða stefnumótun Alþýðuflokksins gagnvart Evrópu. Hverju skyldi þetta sæta? GATT og landbúnaðurinn Hvergi hefur vandræðagangur Sjálfstæðisflokksins komið betur í ljós en í umræðum um og af- greiðslu á aðild íslands að Alþjóða- viðskiptastofnuninni. Flokkurinn hefur verið svo kyrfilega klofinn í afstöðu sinni til þess máls að það hefur verið ósanngjarnt að krefjast forystu af hans hálfu: Alþingismaðurinn segir Alþýðu- flokkinn ýmist ekki skilja hvað í GATT-samningnum felist eða rang- túlka hann. Það er lýti á svona málflutningi að ekki skuli fylgja þessu nein dæmi eða rök. Það myndi gera okkur auðveldara fyrir að komast að skynsamlegri niður- stöðu. Þeir sem unnið hafa í návígi við ákvarðanir í landbúnaðarmálum á vettvangi ríkisstjórnarinnar eða komið að fullgildingarvinnu vegna GATT-samningsins vita svo sannar- lega við hvaða sjónarmið hefur ver- ið að fást þar. Því miður þurfti Alþýðuflokkurinn oft ganga út á ystu nöf til að koma í veg fyrir að óbilgjörnustu kröfur sameinaðs Forysta Sjálfstæðis- flokksins einhendir sér í árásir á samstarfsflokk vegna Evrópumála, seg- ir Jón Baldvin Hanni- balsson. Hún virðist sáttari við afturhalds- raus Alþýðubandalags- ins í Evrópumálum en jákvæða stefnumótun Alþýðuflokksins. landbúnaðararms allra flokka næðu fram að ganga. Stjórnarandstöðu- flokkarnir nýttu sér þetta út í æsar og tókst að sá fræjum tortryggni milli stjórnarflokkanna. Þá spurðu sig margir hvar hinn borgaralegi, frjálslyndi hluti Sjálf- stæðisflokksins feldi sig eða hvort hann væri horfinn af sjónarsviðinu. Þingsályktunin um fullgildingu á stofnaðild að Alþjóðaviðskipta- stofnuninni er einstök vegna þeirra fyrirvara sem þar eru settir um framkvæmd á alþjóðasamningi. Nægir þar að nefna flutning tolla- valds frá fjármálaráðuneyti til land- búnaðarráðuneytis. Það eru ófullnægjandi svör að heyra að ísland muni ganga frá þessu á svipaðan hátt og aðrar þjóð- ir, því það segir efnislega ekkert um niðurstöðuna. Ekki var dregið úr ótta okkar við ofurtolla þegar því var lýst yfir af sjálfstæðismönn- um á framboðsfundi á Suðurlandi að vissulega yrði hámarkstolla- heimild nýtt. Þótt heimildir til ofur- tolla verði ekki nýttar nema til hálfs tekur það innfluttar landbúnaðar- vörur um 15 ár að komast niður í innanlandsverðlag eins og það er hér nú. Hvorki neytendur né bænd- ur hafa tíma til að bíða svo lengi. Að leika tveimur skjöldum Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki haft leiðsögn um stefnumótun í þessu mikilvæga máli. Yfirlýsingar landbúnaðarráðherra hafa ekki bætt þar um. Þær hafa dregið taum ítrustu krafna framleiðenda. Samstarf Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks undangengið kjör- tímabil hefur skilað miklum árangri á erfiðum tímum. Þessi ótvíræði árangur er greinilega að koma í ljós. Velferð á varanlegum grunni var ekki innantómt slagorð, heldur stefna sem varð að veruleika. Þjóð- in þarf á því að halda að framhald verði á þessari stefnu. Nýtt kjör- tímabil krefst nýrra úrlausna og breytinga sem verða að vera á var- anlegum grunni. Fjötrar fortíðar, hvar sem þá er að finna, verða ekki leystir án átaka, sem stundum ganga þvert í gegnum flokka. Núverandi ríkis- stjórn hefur lent í þessum átökum bæði við afturhaldssama stjórnar- andstöðu sem og innbyrðis um ein- staka málaflokka. Við þyí er ekkert að gera svo fremi niðurstaðan sé í anda réttrar stefnu. Á það mun reyna í hverju stórmálinu á fætur öðru á næsta kjörtímabili. Landbún- aðarmál, sjávarútvegsmál, Evrópu- mál, jöfnun atkvæðisréttar. Þetta eru aðeins örfá af þeim stórmálum sem kalla á skýra afstöðu á næsta kjörtímabili. Þau eiga það öll sam- eiginlegt að stefna Sjálfstæðis- flokksins er óljós, torræð og mót- sagnakennd.- Það er réttmæt krafa kjósenda að stærsti flokkur þjóðar- innar leggi spilin á borðið — helst fyrir kosningar. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins — Jafnaðarmannaflokks íslands. Mjólkursamlög, bændur og kaupfélög -kjarnimálsins! í Morgunblaðinu í gær er grein eftir Hauk Halldórsson, fyrrverandi formann Stéttarsam- bands bænda, þar sem hann heldur því fram að hagræðing í mjólkuriðn- aði hafi verið sett í upp- nám og að ég sé valdur að því. Ástæðan fyrir þessum fullyrðingum er sú, að uppi er ágreining- ur um hverjir séu raun- verulegir eigendur sumra mjólkurbúa eða mjólkursamlaga hér á landi. Tilefnið er það að samningaviðræður eru í gangi um að úrelda mjólkurbúið í Borgarnesi og er gert ráð fyrir að úreldingarféð geti numið allt að 250 millj. króna. Þrír bændur á Vestur- landi hafa með formlegum hætti snúið sér til ráðuneytisins og krafist þess að þeir fái sinn hluta af fénu ef til úreldingar kemur. Nú er það svo, eins og komið hef- ur fram á fundum Stéttarsambands bænda, að ég er sammála Ara Teits- syni, formanni hinna nýju bænda- samtaka, að hagræðingarféð í mjólk- uriðnaðinum verði að haldast innan greinarinnar. Ég hef jafnframt sagt honum þá skoðun mína, að það sé Halldór Blöndal óhjákvæmilegt, að bændasamtökin taki afstöðu til þess hvort þau telji það sitt mál að hafa afskipti af deil- um einstakra bænda við kaupfélög fyrir vestan og norðan um eigriarhaldið í mjólk- ursamlögunum. Ég hafði raunar talið að enginn ágreiningur væri milli okkar Hauks Halldórssonar um að úr þessari deilu yrði að skera fyrir dómstólum. Ég hef orðið var við það, bæði í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, að bændur gera sér ekki grein fyrir með hvaða hætti eignaraðildin að mjólkursamlögunum þar færðist frá bændunum yfir á kaupfélögin. Það liggur a.m.k. ljóst fyrir í Alþingistíðindum, að fram- sóknarkempur, eins og Einar á Eyr- arlandi og Bernharð Stefánsson, voru í engum vafa um að eignarhaldið væri bændanna. Haukur Halldórsson hefur nú gengið í lið með kaupfélagsmönnum og reynt að gera mig tortryggilegan vegna þeirrar afstöðu minnar að ég vil halda á rétti bænda í sambandi við úreldingu mjólkurbúsíns i Borg- Ég mun á hinri bóginn, segir Halldór Blöndal, ekki víkja hársbreidd í þeirri afstöðu minni að sé rétturinn bændanna, þá skuli féð einnig vera til reiðu. I þeim efnum hef ég bæði siðferðið og lögin mín megin. arnesi. Sé eignarhald kaupfélagsins yfir mjólkurbúinu vafalaust þurfa hvorki formaður kaupfélagsstjórnar- innar né Haukur Halldórsson að ótt- ast það að bændur fái eyrisvirði af úreldingarfénu. Þeirri sannfæringu sinni trúir geta þeir því arkað saman sinn veg. Ég mun á hinn bóginn ekki víkja hársbreidd í þeirri afstöðu minni að sé rétturinn bændanna, þá skuli féð einnig vera til reiðu. í þeim efnum hef ég bæði siðferðið og lögin mín megin. Höfundur er samgönguráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.