Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. APRÍL1995 51 MINNINGAR MARGRET ERLINGSDÓTTIR + Margrét Erl- ingsdóttir fæddist á Geita- bergi í Svínadal hinn 12. júní 1906 og lést á Droplaug- arstððum 29. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Erlingur 01- afsson og Auðlín Erlingsdóttir. Hinn 13. desember 1930 giftist hún Bótólfi Sveinssyni, f. 17.6. 1900. Þau bjuggu allan sinn búskap í Breiðholti v/Laufásveg í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Erla, f. 19.5.1931, maki hennar er Guðmundur Kristleifsson, þau eiga fjögur bðrn. 2) Sól- veig, f. 19.5. 1935, sambýlis- maður hennar er Guðmundur Helgason. Hún á þrjú bðrn. 3) Fjóla, f. 2.10. 1936, maki henn- ar er Ólafur Gíslason og eiga þau tvær dætur. 4) Erlingur, f. 25.2. 1942, maki hans er Guðrún Ólafsdóttir, þau eiga tvær dætur. Margrét verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athðfnin kl. 15.00. í DAG kveðjum við elskulega ömmu okkar. Ótal minningar renna í gegn- um hugann á þessari stundu. Minn- ingar um þær góðu stundir sem við átturn hjá ömmu og afa á heimili þeirra í Breiðholti og í sveitinni uppi á Kjalanesi og allar réttarferð- irnar. Það var ósjaldan sem við fengum að gista í stofunni hjá þeim, og þá var alltaf skriðið upp í hjóna- rúm á morgnana til afa og amma færði okkur síðan morgunkaffið. Alltaf var amma komin á ról á undan öllum öðrum, búin að taka upp úr kartöflubeði, snúa flekk eða gefa hænsnunum sínum. Alltaf var til heitt á könnunni og kökur á borðum. Fram á síðustu stundu hugsaði hún um að enginn færi án þess að fá í svanginn og kaffisopa. Hún amma var trúuð kona og kenndi okkur fyrstu bænirnar og minnti okkur ávallt á að fara með þær fyrir svefninn. Æskustöðvarn- ar áttu sterk ítök í ömmu og hún sagði okkur oft frá uppvexti sínum þar. Til dæmis sagði hún frá því er hún veiddi með hrífuskafti fyrir veiðistöng og títuprjón sem öngul. Amma var traust, gjafmild og mjög gjóðhjörtuð kona og vildi öllum það besta einkum þeim sem minna máttu sín. Síðustu árin átti hún við veikindi að stríða. Því stríði er nú lokið og hefur hún nú fengið hvíld. Við kveðjum þig amma með sökn- uði og þökkum allar þær yndislegu minningar sem þú skilur eftir í hjörtum okkar. Við biðjum Guð að styrkja þig, elsku afí, í sorginni og um ókomna framtíð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. HERRAHÁRTOPPAR Herrahárkollur ¦ SÉRL.EGA STERKUR OG FALLEGUR ÞRÁÐUR I PANTIÐ EINKATÍMA ¦ RÁÐGJAFI Á STAÐNUM (dpryði V y Sérvcrslun v^ -**^ Borgarkringlunni, sími 32347. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Margrét Hrefna og Hafdís. Ástkær langamma okkar er nú látin. Hún var alltaf svo hlý og elskuleg við okkur systkinin allt þar til hún kvaddi. Er við heimsóttum hana og langafa í Breiðholtið v/Laufás- veg var tilhlökkunin mikil því þá komst maður svo að segja í sveit- ina. Þar var heyjað, farið á hest- bak, hlaupið síðan inn til ömmu og var hún þá ávallt búin að leggja einhverjar kræsingar á borð. Hún amma átti við erfið veikindi að stríða en hefur nú fengið hvíldina. Það er alltaf svo sárt að kveðja en við vitum að hún er enn hjá okkur og einhvern tímann munu leiðir okkar liggja saman á ný. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og við biðjum Guð að styrkja afa í sinni sorg. Mitt kærasta yndi, við kveðjum þig nú með klökkvandi saknaðar tár, með þökk fyrir allt, sem okkur varst þú, og ennþá skalt okkur verða, þótt líkaminn ljúfi sé nár. Nú fagni Guð þér og geymi þig vel og gefi þér blómin sín. í Drottins hendur minn dýrgrip ég fel. hann deyfi eggjarnar sáru. Svo lif þú þar lífið ei dvín. (Hannes Hafstein) Fjóla Rún, Ólafur Már, Gylfi Þ6r og Einar Líndal, Lovísa Dögg og Harpa Dðgg. + Ástkær bróðir okkar, EYMUNDUR SVEINSSON frá Stóru-Mörk, sem lést 30. mars sl., verður jarðsunginn frá Stóradalskirkju laug- ardaginn 8. apríl kl. 13.00. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.00. Guðrún Sveinsdóttir, Sigfús Sveinsson, Pálína Sveinsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar og dóttur, EERGRÚNARANTONSDÓTTUR, Nónhæð 2, GarSabæ. Fyrir hönd aðstandenda. Ragnheiður Kristín Sigurðardóttir, Sváfnir Már Steinsson, Jarþrúður Pétursdóttir, Anton Líndal Friðriksson. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts M ARGRÉTAR JENSDÓTTUR. Guðrún Einarsdóttir, Steingrímur Gautur Kristjánsson, Kristján Einarsson, Gunnhildur Kristjánsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyii. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfí í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og marg- háttaðan stuðning í veikindum og við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur og systur, ELÍNRÓSAR HELGU HARÐARDÓTTUR, Móasfðu 4a, Akureyri. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild 11E Landspítalans og lyflækningadeildar Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Gunnlaugur Höskuldsson, Hörður Þór Jóhannesson, Steingrfmur Jóhannesson, Hörður Þór Snorrason, Þórdís Valdimarsdóttir, Guðrún Harðardóttir, Pálmi Viðar Harðarson. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓHANNESAR STEFÁNSSONAR frá Neskaupstað. Sérstakar þakkir til alls hjúkrunarfólks, einnig til allra vina og samstarfsmanna í Neskaupstað. Sofffa Björgúlf sdóttir, Valgarður Jóhannesson, Rós Navart Jóhannesson, Ólafur M. Jóhannesson, Þórdís Stephensen,' Pétur Valgarðsson, Guðbjartur Ólafsson Jóhannes Stefán Ólafsson, Magnús Þór Ólafsson. + Hjartans þakkir fyrir vinsemd og hlýjar samúðarkveðjur við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞURÍÐAR HELGADÓTTUR f rá Kaldbak, Eyrarbakka. Sérstakar þakkir til allra á Sólvöllum. Guð blessi ykkur öll. Inga Guðjónsdóttir, Gunnar Olsen, Alda Guðjónsdóttir, Jon Gunnar Gíslason, Guðmundur Guðjónsson, Guðbjörg Víglundsdóttir, barnaböm og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og margháttaðan stuðning við andlát og útför bróður okkar, föður, afa og frænda, SIGURÐAR ARNAR SIGURÐSSONAR, Kaupmannahöfn. Sérstakar þakkir til Guðmundar J. Guð- mundssonar, Dagsbrúnar og islend- ingafélagsins í Kaupmannahöfn. Guð blessi ykkur. Áslaug Sigurðardóttir, Hjördís Sigurðardóttir, Steinn Hermann Sigurðsson, Hilmar Sigurðsson, Einar Sigurðsson, Kristján Aage, Elínborg, og systkinabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR frá Borgarhóli, Eyjafjarðarsveit. Stefán Þór Jónsson, Auður Hauksdóttir, Arnheiður Jónsdóttir, Freyr Ófeigsson, Sigmar Kristinn Jónsson, Jón Eyþór Jónsson, Guðbjörg Ósk Harðardóttir, Þorgerður Jónsdóttir, Atli Freyr Guðmundsson, Þóra Hildur Jónsdóttir, Þorsteinn Vilhelmsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.