Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.04.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 7. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR REYKJAVIKURKJÖRDÆMI: Úrslit í Alþingiskosningum 1983, 1987 og 1991 <sk 1»83 Fjöídi 19*7 Fjöidi 1"1 ;m 1995 Atkvæðí % þingm. Atkvæði % þingm. Atkvæði % þingm. íframboðí Gild atkvæði/Samtals 50.755 100,0 16 59.682 100,018 62.104 100,0 18 iA r^ ^** Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæöisflokkur Alþýðubandalag Samtök um kvennalista Bandalag jafnaðarmanna Borgaraflokkur Flokkur mannsins Frjálslyndir Heimastjórnarsamtök Grænt framboð Þjóðarfl./FI. mannsins Kristil. stjórnmálahr. Náttúrulagafl. íslands Þjóðvaki 5.470 4.781 21.807 9.634 4.248 4.815 10,8 9,4 42,9 19,0 8,4 9,5 1+1 1 6 2+1 1+1 1+1 9.527 5.738 17.333 8.226 8.353 162 8.965 1.378 *& 16,0 9,6 29,0 13,8 14,0 0,3 15,0 2,3 3 1 6 2 3 0 3 0 9.165 14,8 3 X 6.299 10,1 1 x VPI 28.731 46,3 9 x *SmJ 8.259 1 v}}W 4m ' X 7.444 12,0 3 X . \f% . * * Átta framboðslistar eru í baráttunni um 19 þingsæti í Reykjavík Mikil óvissa vegna sveiflu í könnunum Aldrei hefur veríð kosið um jafnmörg þingsæti í Reykjavík og nú eða 19 alls og 0 í samantekt Omars Fríðrikssonar kemur fram að mikil óvissa er um úrslit kosning- anna vegna fjölda óákveðinna kjósenda ________og sveiflu í könnunum.________ STUTT en snörp kosninga- barátta er háð í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar og hefur hún á sér annað yfirbragð en víðast hvar í lands- byggðarkjördæmum. Að sögn tals- manna einstakra framboða hefur umfang kosningaauglýsinga sjald- an verið meira þó að flokkarnir leggi mismunandi mikið í auglýs- ingarnar. Náttúrulagaflokkurinn og Kristileg stjórnmálahreyfing auglýsa ekkert fyrir kosningarnar en hafa tekið þátt í einstökum framboðsfundum. Flest framboðin leggja mikla áherslu á einstaka markhópa í kosningabaráttunni, haldnir eru fundir með ákveðnum ---------- hópum kjósenda og fé- lagasamtökum í stað al- mennra framboðsfunda og frambjóðendur verja miklum tíma í vinnu- staðaheimsóknir, sem virðast fæ- rast í aukana að mati margra. Flestum ber saman um að áhugi kjósenda á kosningunum hafi verið fremur lítill og er talað um að stjórnmálaleiða gæti meðal fólks en nokkrir viðmælendur voru hins vegar þeirrar skoðunar að kosn- ingabaráttan hefði verið málefna- legri og prúðmannlegri en oft áður. Kjósendur á kjörskrá í Reykja- vík eru nú 77.582 talsins eða 40,4% atkvæðisbærra landsmanna og hefur fjölgað um 4.171 frá kosn- ingunum 1991. Fyrir seinustu al- þingiskosningar var minnst kosn- ingaþátttaka í Reykjavík af kjör- dæmum landsins eða 86,1% sam- Kosningabar- áttan sögð málefnalegri anborið við 87,6% yfir landið allt. Alþingi samþykkti í vetur, að uppbótarþingsætum fjölgi um eitt í Reykjavík í næstu kosningum, verði fimm í stað fjögurra og fær- ist flökkusætið svokallaða til Reykjavíkur. Verða því kjörnir 19 þingmenn í komandi þingkosning- um í Reykjavík í stað 18 eins og í tvennum undanförnum kosning- um. Átta framboðslistar eru í kjöri samanborið við níu framboð í sein- ustu kosningum og átta árið 1987. Þeir sem bjóða fram nú eru Al- þýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Alþýðubanda- lag og óháðir, Kvennalisti, Þjóð- ---------- vaki, Náttúrulagaflokk- ur íslands og Kristileg stjórnmálahreyfing. I desemberkosning- unum 1979 fékk .Al- þýðuflokkurinn 17,8% atkvæða en féll niður í 10,8% árið 1983 þegar alþýðuflokksmenn fengu tvo menn kjörna í Reykja- vík. Við þær kosningar bauð Bandalagjafnaðarmanna, með Vil- mund Gylfason í fararbroddi, fram í Reykjavík og fékk 9,5% atkvæða og tvo menn kjörna. Vilmundur var áður þingmaður Alþýðuflokks- ins. A-listinn jók fylgi sitt í 16% árið 1987 og fékk þá þrjá menn. Kosið var skv. nýjum kosningalög- um það ár og fjölgaði þingmönnum Reykjavíkur í 18. í seinustu kosn- ingum fór fylgi A-listans niður í 14,8% en hann hélt þó þremur mönnum inni i Reykjavík, þar af einum landskjörnum þingmanni. Fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur sveiflast verulega undanfarinn aldarfjórðung eða frá 16,7% atkvæða árið 1974 niður í 9,4% árið 1983. Árið 1979 fengu framsóknarmenn 14,8% atkvæða í Reykjavík, fylgi flokksins fór í 9,4% 1983, 9,6% 1987 og var 10,1% í seinustu kosningum. Hefur Framsóknarflokkurinn fengið einn mann kjörinn í Reykjavík í þrenn- um seinustu þingkosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fékk meirihluta atkvæða í þingkosning- unum í Reykjavík árið 1974 eða 50,1% og átta menn kjörna. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur yfírleitt verið á bilinu 39-46% í Reykjavík frá árinu 1978. í kosningunum 1983 fengu sjálfstæðismenn 42,9% atkvæða og sex þingmenn og í seinustu þingkosningum, árið 1991, 46,3% atkvæða og níu þing- menn. Árið 1987 féll hins vegar fylgi D-listans í 29% í Reykjavík en flokkurinn hélt þó sex þingsæt- um. Skýringin var einkum rakin til framboðs Alberts Guðmunds- sonar og Borgaraflokksins sem fékk 15% atkvæða í Reykjavík og 3 þingmenn kjörna í aprílkosning- unum 1987. Fylgi Alþýðubandalagsins hefur dregist nokkuð saman í Reykjavík í þrennum seinustu alþingiskosn- ingum. I kosningunum árin 1971 og 1974 var Alþýðubandalagið með um 20% atkvæða í höfuðborg- inni og 1978 fór fylgi flokksins upp í 24,4%. Árið 1983 fékk G-list- inn 19% atkvæða og þrjá menn kjörna, 1987 fór fylgið niður í 13,8% og fékk listinn þá tvo þing- menn kjörna og í seinustu kosning- um nam fylgi flokksins 13,3%, sem dugði til að halda tveimur þingsæt- um. Kvennalistinn bauð fyrst fram í Reykjavík árið 1983 og fékk 8,4% atkvæða og tvo þingmenn kjörna. 1987 jók listinn fylgi sitt verulega og fór í 14% atkvæða í höfuðborg- inni og fékk hann þá þrjá þing- menn í Reykjavík en í seinustu kosningum, árið 1991, dalaði fylg- ið nokkuð þegar Kvennalistinn fékk 12% atkvæða en hélt þó sínum þremur þingfulltrúum, þar af voru tvö þingsæti jöfnunarsæti. Fyrir seinustu kosningar buðu eftirtalin stjórnmálasamtök fram í Reykjavík án þess að ná þingsæti: Frjálslyndir, Heimastjórnarsam- tökin, Grænt framboð og Þjóðar- flokkurinn - Flokkur mannsins. Samanlagt fylgi þessara framboða nam 3,6%. Ekkert þeirra býður fram í komandi alþingiskosning- um. Umtalsverðar breytingar hafa orðið á skipan efstu sæta fram- boðslistanna frá seinustu kosning- um. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra skipar efsta sæti á A-lista eins og í kosningunum 1991 en Össur Skarphéðinsson umhverf- isráðherra sem var í þriðja sæti síðast er nú í öðru sæti listans. Fyrir seinustu kosningar skipaði Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður annað sæti á lista flokksins en hún skipar nú efsta sæti á fram- boðslista Þjóðvaka. Ásta B. Þor- steinsdóttir er í þriðja sæti á A-list- anum og er hún nýr frambjóðandi. Finnur Ingólfsson alþingismað- ur skipar efsta sæti á B-lista Fram- sóknarflokks eins og við síðustu kosningar en í öðru og þriðja sæti eru nýir frambjóðendur, þau Ólafur Örn Haraldsson og Arn- _______ þrúður Karlsdóttir. Ásta R. Jóhannesdóttir, sem skipaði annað sæti á B- listanum fyrir seinustu kosningar, er nú í öðru """"""" sæti á lista Þjóðvaka í Reykjavík. Skipan þriggja efstu sæta á D-lista Sjálfstæðisflokks er óbreytt frá seinustu kosningum en þau skipa Davíð Oddsson forsætisráð- herra, Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra og Björn Bjarnason al- þingismaður. í fjórða sæti er Geir H. Haarde alþingismaður sem var í sjöunda sæti síðast. Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður, sem var í fjórða sæti fyrir kosning- arnar 1991, gefur ekki kost á sér í kosningunum 8. apríl. í fimmta sæti er Sólveig Péturs- dóttir alþingismaður en hún var í sjötta sæti fyrir seinustu kosning- ar þegar Ingi Björn Albertsson alþingismaður skipaði fimmta sætið á D-listanum. Ingi Björn er ekki í framboði að þessu sinni. í sjötta sæti á D-listanum er Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingis- maður, sem skipaði áttunda sætið, síðast, og í sjöunda sæti Guð- mundur Hallvarðsson alþingis- maður sem skipaði níunda sætið við seinustu kosningar. í áttunda og níunda sæti eru nýir frambjóð- endur á D-lista til Alþingis en þeir eru Pétur H. Blöndal og Katr- ín Fjeldsted. Nokkrar breytingar hafa orðið á G-lista Alþýðubandalags og óháðra frá seinustu kosningum. Svavar Gestsson alþingismaður skipar áfram efsta sæti listans, en Guðrún Helgadóttir alþingis- maður sém var í öðru sæti síðast skipar nú fjórða sæti listans. í öðru og þriðja sæti nú eru nýir frambjóðendur þau Bryndís Hlöð- versdóttir og Ögmundur Jónasson. Sú breyting hefur orðíð á V- lista Kvennalistans að efsta sæti skipar nú Kristín Ástgeirsdóttir alþingismaður sem var í þriðja sæti fyrir síðustu kosningar á eft- ir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Kristínu Einarsdóttur alþingis- manni sem eru ekki í framboði nú. I öðru sæti er Guðný Guð- björnsdóttir sem skipaði fimmta sætið síðast og í þriðja sæti Þór- unn Sveinbjarnardóttir, sem er ný á framboðslista. Guðrún J. Hall- dórsdóttir alþingismaður, sem var í fjórða sæti fyrir kosningarnar 1991, er nú í fimmta sæti á V-list- anum. Mörður Árnason, sem starfaði innan Alþýðubandalagsins áður en hann gekk til liðs við Þjóð- vaka, er í þriðja sæti á J-listanum á eftir Jóhönnu Sigurðardóttur og Ástu R. Jóhannesdóttur. Árni Björn Guðjónsson er í efsta sæti á K-lista Kristilegrar stjórn- málahreyfingar, Kristján Árnason í öðru sæti og Arnór Þórðarson í þriðja. Jón Halldór Hannesson er í efsta sæti á N-lista Náttúrulaga- flokksins, Örn Sigurðsson í öðru og Ingimar Magnússon í þriðja sæti. Atvinnumál, launamál, hús- næðismál, neytendamál og skatta- mál hafa verið efst á baugi í kosn- ingabaráttunni í Reykjavík sam- kvæmt upplýsingum framboðanna og eru það yfirleitt sömu mál og flokkarnir leggja áherslu á á landsvísu fyrir kosningarnar. Alls verður úthlutað 14 kjör- dæmisþingsætum í Reykjavík í komandi kosningum og fimm þingsætum eftir úrslitum á land- inu öllu. Mikil óvissa er um úrslit- in í Reykjavík þar sem skoðanak- annanir að undanförnu hafa sýnt miklar sveiflur á milli framboðs- lista og talsmenn framboðanna eru sammála um að hlutfall óá- kveðinna kjósenda virðist vera meira í Reykjavík en annars stað- ar. Framboðslisti þarf um 11% at- kvæða til að fá tvo kjördæma- kjörna menn en samkvæmt könn- un Félagsvísindastofnunar, sem birt var í fyrradag, ræðst það af úthlutun jöfnunarsæta hvort A- ------------------------- lista, G-lista og J-lista Fimmsaeti tekst að na þremur eftir úrslitum Þingsætl™ hjer flokk- * i«._ji_.. xii.. ur- Framsóknarmenn alandmuollu tapa fylgi , Reykjavík skv. könnuninni og fá 7,4% atkvæða, sem dugar aðeins til að fá eitt þingsæti, en af reynslu þingkosninga á undan- förnum árum að dæma á B-listinn ekki mikla möguleika á að blanda sér í átökin um úthlutun jöfnunar- sæta í Reykjavík. Kvennalistinn mælist nú méð 8,5% fylgi sem bendir til að geti orðið á brattann að sækja fyrir V-listann að ná inn tveimur þingmönnum. D-Iistinn missir fylgi frá seinustu kosning- um og fær 43,8% sem gæti þýtt að áttunda sæti listans verði bar- áttusætið en útkoma flokksins á landsvísu getur þó breytt mynd- inni þegar kemur að úthlutun jöfn- unarsæta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.